Auglýsing

Það er eng­inn vafi að mark­aðs­bú­skapur og alþjóða­sam­vinna hefur aukið lífs­gæði á Íslandi. Árið 1994, þegar samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) tók gildi var lands­fram­leiðsla Íslend­inga 440 millj­arðar króna. Í fyrra var hún 2.555 millj­arð­ar. Kakan hefur því stækkað feiki­lega mikið á ald­ar­fjórð­ungi. Það er gott. Íslandi gengur best þegar við stöndum fyrir við­skipta­frelsi, alþjóða­sam­vinnu, mann­rétt­indi og leggjum áherslu á rétt neyt­enda.

En þessum mikla vexti hafa fylgt heima­smíðuð vanda­mál. Hér inn­an­lands hefur nefni­lega ekki verið nægj­an­legur vilji til að skipta kök­unni jafnt. Þvert á móti hafa þeir sem halda á köku­hnífnum lagt sig fram við að gera það ekki.

Íslensk efna­hags­stefna er mótuð í anda brauð­mola­kenn­ing­ar­inn­ar. Þannig hefur málum verið háttað frá því um miðjan tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar EES-­samn­ing­ur­inn breytti heima­mark­aði okkar úr um 300 þús­und manns í um hálfan millj­arð. Hún snýst um að skapa aðstæður þar sem fjár­magns­eig­endur geta hagn­ast sem mest og að það eigi að leiða til þess að hinir hafi það aðeins betra.

Auglýsing

Í fram­kvæmd er það þó þannig að hagur efsta lags­ins eykst langt umfram hag hinna sem þurfa að bera ábyrgð á stöð­ug­leik­anum með því að halda launa­kröfum sínum í skefj­um.

Þegar stöð­ug­leik­inn bregst og aðlög­unar er þörf er hún tekin í gegnum veski launa­manna með verð­bólgu, atvinnu­leysi og lækkun á gengi krón­unn­ar. Slík aðlögun skapar hins vegar vana­lega tæki­færi fyrir efsta lagið til að auka enn á auð sinn með fjár­magns­flutn­ingum (sjá aflands­fé­laga­eign Íslend­inga og fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands).

Afleið­ing þessa kerfi, hvort sem það er góð­æri eða kreppa, er sú að efsta lag sam­fé­lags­ins, fjár­magns­eig­end­urn­ir, taka til sín flestar nýjar krónur sem verða til í efna­hags­kerf­inu á hverju ári. Þetta er ekki til­finn­ing, heldur stað­reynd sem studd er tölum.

Hinir ríku fá miklu fleiri krónur

Þeir sem vilja fela þessa stað­reynd kjósa gera tvennt. Þeir benda á að sam­kvæmt Gin­i-­stuðl­inum marg­fræga sé Ísland Evr­ópu­meist­ari í jöfn­uði, en geta þess ekki að hann mælir ekki fjár­magnstekjur nema í mjög litlu mæli. Hitt sem er gert er að horfa á eigna­­skipt­ingu og ójöfnuð út frá hlut­­falls­­tölu í stað þess að horfa á hana út frá krón­u­­tölu.

Dæmi um það er að rík­asta pró­sent lands­manna átti 23,9 pró­sent af eigin fé íslenskra fjöl­skyldna (bæði sam­skatt­aðra og ein­stak­linga) árið 2011. Í lok árs 2016 hafði hlut­fall þessa hóps, sem telur rúm­lega tvö þús­und mjög ríkar fjöl­skyld­ur, af heild­arauði lands­manna, skroppið saman í 19,2 pró­sent. Fylg­is­menn brauð­mola­kenn­ing­ar­innar benda á þetta og segja að ójöfn­uður sé að minnka. Kakan sé ein­fald­lega að stækka. „Reaga­nomics“ virki.

En það er líka hægt að horfa á stöð­una frá öðru og eðli­legra sjón­ar­horni. Frá 2011 og út árið 2016 jókst eigið fé lands­manna um 1.487 millj­arða króna. Af því fór 169,4 millj­arðar króna til rík­asta pró­sents lands­manna. Á árinu 2016 einu saman jókst auður þeirra um 53,1 millj­arð króna. Fyrir þá sem neita að ræða um jöfnuð nema í hlut­falls­tölum þá fór 11,4 pró­sent af öllum nýjum auði sem varð til í sam­fé­lag­inu á ofan­greindu tíma­bili til rík­asta eins pró­sents lands­manna. Reynið að finna jöfn­uð­inn í því.

Millj­arður að með­al­tali

Til sam­an­burðar jókst eigið fé 90 pró­sent lands­manna um 209 millj­arða króna það ár. 196.802 fjöl­skyldur fengu að með­al­tali rúm­lega eina milljón króna í sinn hlut af nýjum auði á árinu 2016. Sá auður var nán­ast ein­vörð­ungu til komin vegna þess að fast­eigna­verð hækk­aði mikið og fór því til þess hluta hóps­ins sem átti fast­eign. Ekki er um fé sem auð­velt er að ráð­stafa, enda frum­þörf að hafa þak yfir höf­uð­ið. Ef fast­eignir eru seld­ar, og eigið fé los­að, þarf flest venju­legt fólk að nota þorra eig­in­fjár síns til að kaupa nýtt hús­næði.

Hver og ein fjöl­skylda innan rík­asta pró­sents­ins jók á sama tíma hreina eign sína um 24,4 millj­ónir króna að með­al­tali. Sumir auð­vitað miklu meira en aðr­ir.

Rík­asta 0,1 pró­sent­ið, alls 218 fjöl­skyld­ur, tók til sín 46 nýja millj­arða á árunum 2011 til 2016. Það er þrjú pró­sent af öllum nýjum auði. Bara á árinu 2016 jókst hrein eign hóps­ins um 14 millj­arða króna og fór upp í 201 millj­arð króna. Með­al­tals hrein eign hverrar fjöl­skyldu sem til­heyrir þess­ari yfir­stétt Íslands er um einn millj­arður króna.

Ef þessi þróun heldur áfram eins og hún var árið 2016 mun 0,1 pró­sent rík­asta pró­sent þjóð­ar­innar eign­ast 87,5 millj­arða króna í við­bót í hreina eign á næstu fimm árum.

Þetta er staðan í sam­fé­lagi sem er drifið áfram af þremur efna­hags­stoðum sem nýta nátt­úru­auð­lind­ir. Sem treystir á inn­flutt vinnu­afl til að halda við hag­vexti og skapa góð­æri. Sem hefur farið í gegnum heild­ar­end­ur­skipu­lagn­ingu á atvinnu­lífi og fjár­mála­starf­semi eftir alls­herj­ar­hrun. Sem stærir sig af því að vera sam­fé­lag jöfn­uð­ar, en er það ekki.

Launa­hækk­anir efsta lags­ins

Efsta lag íslensks sam­fé­lags, elít­an, er ekki ein­ungis sér á báti þegar kemur að hreinum eignum – sem eru reyndar van­metnar í ofan­greindu dæmi vegna van­mats á verð­bréfum hóps­ins – heldur hefur það, sam­kvæmt mati sér­fræð­inga, ríka til­hneig­ingu til að geyma mikið magn eigna í eign­ar­halds­fé­lög­um. Virði þeirra eigna, sem geta t.d. verið verð­bréf, inn­bú, hús­næði eða dýr frí­stunda­bún­að­ur, getur hlaupið á tugum eða hund­ruðum millj­óna króna. En á skatt­skýrslu er ein­ungis gefin upp virði hluta­fjár eign­ar­halds­fé­lags­ins, oft lág­marks­upp­hæð sem þarf að greiða inn í slíkt, eða 500 þús­und krón­ur. Umfang eigna þeirra er því falið og er mun meira en skatt­fram­tölin segja til um.

Staða þessa hóps er líka allt önnur en flestra þegar kemur að laun­um. Á und­an­förnum árum hefur átt sér stað ótrú­lega skamm­laus sjálf­taka á því sviði. Þekkt er hvernig æðstu emb­ætt­is­menn á borð við ráð­herra,  þing­menn, aðstoð­ar­menn ráð­herra og dóm­arar fengu skammtað tug­pró­senta launa­hækk­unum af kjara­ráði, sem sömu aðilar skip­uðu. Þing­menn hækk­uðu til að mynda um 44,3 pró­sent í launum á kjör­dag 2016. Í stað­inn voru laun kjara­ráðs hækkuð af stjórn­mála­mönn­um.

Þekkt er hvernig tekin var póli­tísk ákvörðun um það að færa for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja undan kjara­ráði með þeim afleið­ingum að stjórnir sömu fyr­ir­tækja, skip­aðar af stjórn­mála­flokk­um, ákváðu að hækka laun útvarps­stjóra um 16 pró­sent í 1,8 millj­ónir króna á mán­uði, laun for­stjóra Isa­via um 20 pró­sent í 2,1 millj­ónir króna á mán­uði, laun for­stjóra Lands­virkj­unar um 32 pró­sent upp í 2,7 millj­ónir króna á mán­uði, laun for­stjóra Íslands­pósts um 17,6 pró­sent í 1,7 millj­ónir króna á mán­uði og laun for­stjóra Lands­nets um tíu pró­sent í 1,8 millj­ónir króna á mán­uði.

Þetta var gert þrátt fyrir að Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði beðið stjórn­ar­menn sér­stak­lega um það, bæði skrif­lega og í eigin per­sónu, að sýna hóf­semi í launa­á­kvörð­unum for­stjór­anna.

Kannski reikn­aði ein­hver með því að þetta myndi þýða að stjórn­ar­for­menn­irnir yrðu látnir taka pok­ann sinn. Engir fleiri bit­lingar fyrir þá. Ein­hver reikn­aði rangt. Jónas Þór Guð­munds­son, trún­að­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem er for­maður kjara­ráðs og stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­un­ar, var end­ur­skip­aður í síð­ar­nefnda starfið fyrr í þessum mán­uði.

For­stjórar fyr­ir­tækja í Kaup­höll, sem eru meira og minna fyr­ir­tæki sem þurftu á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu að halda eftir banka­hrunið og stunda þjón­ustu­starf­semi á fákeppn­is­mark­aði, eru með nálægt fimm millj­ónum króna að með­al­tali í mán­að­ar­laun. Það eru 17-18­föld lág­marks­laun. Umtals­vert launa­skrið er að eiga sér stað þar.

Með­al­laun starfs­manna sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja, milli­göngu­að­ila fyrir fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða og þeirra örfáu ann­arra sem kaupa verð­bréf á Íslandi, eru um tvær millj­ónir króna á mán­uði. Laun starfs­manna GAMMA hækk­uðu að með­al­tali um 327 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Lág­marks­laun á Íslandi eru sem stendur 280 þús­und krónur á mán­uði.

Skatt­byrði tekju­lægstu eykst mest

Kannski hefðu ein­hverjir vænst þess að sam­hliða þess­ari gósentíð efsta lags­ins þá hefðu milli­færslu­kerfi hins opin­bera verið styrkt til að halda almúg­anum góð­um. Það er þó ekki alveg þannig. Þvert á móti.

Hér koma nokkrar stað­reynd­ir:

 • Fjöl­­skyldum sem fengu barna­bætur hér á landi fækk­­aði um tæp­­lega tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016.

 • Skatt­byrði tekju­lægstu hópa íslensks sam­fé­lags hefur auk­ist mest allra hópa frá 1998. Mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins. Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrði.

 • Í nýlegri bók, Ójöfn­uður á Íslandi, eftir Stefán Ólafs­­son og Arn­ald Sölva Krist­jáns­­son, kemur fram að tekju­­skipt­ing á Íslandi  að frá árinu 1997 hafi hlutur fjár­­­magnstekja auk­ist mikið en tekjur af atvinn­u­­rekstri minn­k­uðu sam­hliða þeim vexti. Sú breyta sem orsak­aði helst aukn­ingu á ójöfn­uði á árunum 1994 til 2007 var sölu­hagn­aður verð­bréfa, sem reikn­­ast ekki til ráð­­stöf­un­­ar­­tekna útreikn­ingum Hag­­stof­unnar á Gin­i-­­stuð­l­in­um, sem sýnir einn mesta tekju­jöfnuð í heimi á Íslandi. Með öðrum orðum jókst ójöfn­uður vegna þess að tekjur fyrir skatt urðu ójafn­­­ari, einkum vegna mik­ils vaxtar fjár­­­magnstekna hátekju­­fólks.

 • Tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna tók til sín 55 millj­­arða króna af þeim fjár­magnstekjum sem urðu til árið 2016, eða 47 pró­­sent þeirra. Þessi staða þýðir því að hin 99 pró­­sent íslenskra skatt­greið­enda skipti á milli sín 53 pró­­sent fjár­­­magnstekna sem urðu til á árinu 2016.

 • Ungt fólk á Íslandi hefur dreg­ist aftur úr í tekjum und­an­farin ald­­ar­fjórð­ung á meðan að eft­ir­­launa­þegar hafa bætt stöðu sína umtals­vert. Áhrif skatta- og bóta­­kerfa á tekju­dreif­ingu milli ald­­ur­s­hópa virð­­ast hafa verið fremur lít­il, sam­kvæmt skýrslu fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um kyn­slóða­­reikn­inga.

 • Um þús­und manns eiga ríf­­lega 98 pró­­sent alls eig­in fjár í fyr­ir­tækjum á Íslandi sem er í eigu ein­stak­l­inga. Hlut­­ur­inn sem til­­heyrir ein­stak­l­ing­um  nemur um 1.200 millj­­örðum króna. Tíu eigna­­­mestu ein­stak­l­ing­ar lands­ins eiga tæp­­­lega þriðj­ung alls eig­in fjár í ís­­­lensk­um fé­lög­um, sem er í hönd­um ein­stak­l­inga.

 • Nú stendur til að lækka neðra þrep tekju­skatts um eitt pró­sentu­stig. Sú aðgerð, sem rýrir tekjur rík­is­sjóðs um 14 millj­arða króna, mun skila fólki sem er með meira en 835 þús­und krónur í heild­ar­laun á mán­uði þrisvar sinnum fleiri krónum í vas­ann en fólki sem er á lág­marks­laun­um.

Hús­næð­is­mál

Nú er í tísku að segja að það hafi alltaf verið erfitt að eign­ast hús­næði. Og það er rétt að það hefur lík­ast til alltaf verið basl. En hag­tölur sýna að það hefur aldrei verið erf­ið­ara en nákvæm­lega núna að geta haft þak yfir höf­uð­ið, óháð því hvort við­kom­andi á það eða leig­ir.

Aftur skulum við taka nokkur dæmi:

 • Meiri­hluti leigj­enda, alls 57 pró­­sent, er á leig­u­­mark­aðnum af nauð­­syn og 80 pró­­sent leigj­enda vilja kaupa sér íbúð, en geta það ekki. Ein­ungis 14 pró­­sent leigj­enda vilja vera á leig­u­­mark­aði. Þriðji hver leigj­andi borgar meira en helm­ing af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu og fáir tekju­lágir leigj­endur geta safnað sér spari­­­fé.

 • Um 20.000 manns á aldr­inum 20 til 29 ára býr í for­eldra­húsum og hefur sá fjöldi vaxið ótrú­lega hratt á und­an­förnum árum. Fjöldi Íslend­inga sem er á þeim aldri er í kringum 50 þús­und.

 • Aðeins um helm­ingur leigj­enda er með sér­­­eign­­ar­­sparn­að, sam­kvæmt tölum Íbúða­lána­sjóðs. Eftir því sem tekjur leigj­enda eru lægri, minnka líkur á því að við­kom­andi sé að safna sér­eign­ar­sparn­aði. Úrræði stjórn­valda um að veita þeim sem safna sér sér­eign skatt­leysi til að borga niður hús­næð­is­lánin sín gagn­ast því fyrst og fremst tekju­hærri ein­stak­lingum sam­fé­lags­ins. Ungt fólk hefur sára­lítið getað nýtt sér úrræðin.

 • Leið­rétt­ing­in, greiðsla úr rík­is­sjóði til hluta lands­manna sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, kost­aði 72,2 millj­arða króna. Þau tíu pró­­sent Íslend­inga sem höfðu hæstu launin árið 2014 fengu tæp­­lega 30 pró­­sent upp­­hæð­­ar­inn­ar, eða um 22 millj­­arða króna. Sá helm­ingur Íslend­inga sem þiggur hæstu launin fékk 86 pró­­sent af henni en sá helm­ingur sem þénar minna en hinn fékk 14 pró­­sent. Því fengu tekju­háir nán­­ast alla Leið­rétt­ing­una en tekju­litlir lítið sem ekk­ert.

 • Þegar eigna­­staða er skoðuð er þjóð­hags­­leg nið­ur­staða Leið­rétt­ing­ar­innar enn meira slá­andi. Rúm­­lega 20 þús­und fram­telj­endur sem áttu mestar eignir fengu 9,6 millj­­arða króna í leið­rétt­ingu á hús­næð­is­lánum sín­­um. Þessi hópur á hund­ruð millj­arða í hreinni eign.

 • Fast­eigna­verð hefur tvö­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2010. Um er að ræða eina mestu hækkun á fast­eigna­verði sem orðið hefur á tíma­bil­inu í heim­in­um. Íbúð sem kost­aði þá 15 millj­ónir króna kostar nú um 30 millj­ónir króna. Þessi hækkun er langt umfram vöxt á kaup­getu. Ástæður þessa eru marg­ar. Eft­ir­spurn er mun meiri en fram­boð, mikil fjölgun útlend­inga sem hingað flytja hefur áhrif, fimm­földun á fjölda ferða­manna hefur gert það að verkum að þús­undir íbúða eru nú teknar undir Air­bnb og aðra sam­bæri­lega starf­semi og arð­sem­is­drifin leigu­fé­lög hafa tvö­faldað umsvif sín á örfáum árum.

 • Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík, langstærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, ætlar að afnema fast­eigna­gjöld á 70 ára og eldri kom­ist hann að völd­um. Það er sá hópur sem er lang­lík­leg­astur til að eiga hús­næði sitt skuld­laust og tekju­lægstu hópar elli­líf­eyr­is­þega, sem eru með tekjur undir 426 þús­und, eru nú þegar með 50-100 pró­sent afslátt á fast­eigna­skött­um. Þess vegna er um skattaf­nám að ræða fyrir tekju­hærri og eigna­mikla hópa. Nákvæm­lega þá sem þurfa ekki á með­gjöf rík­is­ins að halda.

Það þarf að kalla kjaftæði

Svona er stað­an. Það á sér stað sjálf­taka þeirra sem hafa betri aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra. Sú sjálf­taka er annað hvort til að mylja undir þá sjálfa eða gerð til að tryggja völd þeirra í sessi.

Sam­tímis eru send út eft­ir­far­andi skila­boð: Launa­fólk með nokkur hund­ruð þús­und krónur í laun á mán­uði, sem er í vand­ræðum með að ná endum sam­an, sem hefur ekki fengið milli­færslur úr rík­is­sjóði, hefur misst barna­bætur sínar vegna þess að það þénar nú of mikið af krón­um, sem eyðir rúm­lega helm­ingi af ráð­stöf­un­arfé sínu í leigu á hús­næði vegna þess að það getur ekki keypt (og getur þar af leið­andi ekki lagt fyrir vegna þess að leigan er svo dýr), sem fær ekki skatta­af­slátt vegna sér­eign­ar­sparn­aðar vegna þess að það telur sig ekki hafa efni á að safna sér­eign, á að axla ábyrgð á stöð­ug­leika með því að sætta sig við minna. Það á að við­halda stöð­ug­leik­anum með hóf­legum launa­hækk­unum þrátt fyrir sífellt kostn­að­ar­sam­ari lífs­bar­áttu á meðan að efsta lagið skóflar til sín fjár­munum og lífs­gæð­um.

En það er kom­inn tími til að kalla kjaftæði. Það kerfi sem er við lýði er til fyrir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Og hinir mörgu eiga ekki lengur að sætta sig við brauð­mola þegar kakan stækk­ar, heldur að fara fram á alvöru sneið. Þeir bök­uðu þessa köku líka, ekki bara gömlu ríku karl­arnir í úthverfasveit­ar­fé­lög­un­um.

Ef elítan vill stöð­ug­leika þá skal hún hætta að hækka laun for­stjóra á fákeppn­is­mark­aði um marg­föld lág­marks­laun á mán­uði. Þá skal hún draga til baka tug­pró­senta launa­hækkun helstu opin­beru starfs­manna og fylgitungla þeirra. 

Þá skal hún tryggja að greitt sé eðli­legt gjald fyrir aðgang að sam­eig­in­legum auð­lindum þjóðar í stað þess að hand­fylli fólks sem ræður yfir sjáv­ar­auð­lind­inni auki enn við mörg hund­ruð millj­arða króna eigið fé sitt og svo að þessi sami hópur geti keypt þá fleti þjóð­fé­lags­ins sem hann er ekki þegar búinn að kaupa. Þá skal hún hefja sann­gjarna gjald­töku á ferða­þjón­ustu fyrir þann ágang á inn­viði og nátt­úru­auð­lindir okkar sem vöxtur hennar hefur haft.

Þá skal hún tryggja að mark­aðs­hag­kerfið sem sann­ar­lega eykur efna­hags­lega vel­sæld okkar sem heildar hald­ist í sessi með því að kök­unni sem bökuð er með nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, rekstri fyr­ir­tækja á ein­ok­un­ar- eða fákeppn­is­mark­aði, fyr­ir­tækjum sem búið er að keyra í gegnum skulda­þvotta­vél áður gjald­þrota banka og færa völdum þegnum á silf­ur­fati skipt­ist jafnar á milli þegn­anna og nýt­ist betur til að bæta lífs­gæði þeirra allra.

Ef þetta er ekki gert mun ágjöfin á hið mark­aðs­drifna vest­ræna og lýð­ræð­is­lega stjórn­skipu­lag aukast og reiði þeirra sem skildir eru út undan verða enn meiri. Val­kvæð mis­skipt­ing og sjálf­taka sem leiðir af sér aukna mis­skipt­ingu er nefni­lega helsta ógnin við þetta kerfi. Með því grefur það undan sjálfu sér.

Mis­skipt­ing gæða á Íslandi gerð­ist ekki óvart. Hún er afleið­ing af vilja og hún var inn­leidd í kerfin okk­ar. Það þarf ekk­ert annað en vilja til að breyta henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari