Mynd: Birgir Þór Harðarson

Leiðréttingin átti að skila 150 milljörðum – Hefur skilað 106 milljörðum

Þegar Leiðréttingin var kynnt sögðu ábyrgðarmenn hennar að heildarávinningur hennar yrði 150 milljarðar og að hann myndi skila sér á þremur árum. Það hefur ekki gengið eftir fjórum árum síðar, fyrst og fremst vegna þess að nýting á séreignarsparnaðarúrræðis er mun minni en lagt var upp með.

Þegar næstum fjögur ár eru liðin frá því að lands­mönnum var heim­il­að, sem hluti af Leið­rétt­ing­unni, að nota sér­eign­ar­sparnað sinn til að nið­ur­greiða höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna hafa rétt tæp­lega 45 þús­und ein­stak­lingar kosið að gera það. Alls hafa þeir ráð­stafað 44 millj­örðum króna inn á hús­næð­is­lán sín.

Í kynn­ingu á Leið­rétt­ing­unni, stærsta máli rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem fram fór í Hörpu í mars 2014 kom fram að heild­ar­um­fang hennar yrði 150 millj­arðar króna. Þar af áttu 70 millj­arðar króna að koma til vegna þess að lands­mönnum yrði gert kleift að nota sér­eigna­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán sín í þrjú ár, frá miðju ári 2015 og fram til 30. júní 2017.

Heim­ildin til að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán var fram­lengd í októ­ber 2016, í aðdrag­anda kosn­inga þess árs, fram á mitt sumar 2019. Þrátt fyrir að upp­runa­lega tíma­bilið sé liðið og að næstum helm­ingur fram­leng­ing­ar­tíma­bils­ins sé lið­inn hefur ein­ungis 62 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem þáver­andi ráða­menn þjóð­ar­innar sögðu að yrði ráð­stafað inn á hús­næð­is­lán með sér­eign­ar­sparn­aði ratað þang­að.

150 millj­arðar urðu 106 millj­arðar

Stærri hluti upp­hæð­ar­inn­ar, 80 millj­arðar króna, átti að koma úr rík­is­sjóði sem milli­færsla til hluta þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 til að lækka höf­uð­stól lána þeirra. Þegar upp­runa­lega tíma­bil­inu lauk var það hlut­fall um 48 pró­sent.

Þegar liggur fyrir að nið­­ur­greiðslu­­upp­­hæðin sem kom úr rík­­is­­sjóði varð ekki 80 millj­­arðar heldur 72,2 millj­­arðar króna. Og hún fór að að mestu til tekju­hærri og eign­­ar­­meiri hópa sam­­fé­lags­ins.

Þeir 150 millj­arðar króna sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son lof­uðu í Hörpu í mars 2014 urðu því að 105,8 millj­örðum króna.

„Mun færri hafa kosið að nýta sér þennan mögu­leika“

Þegar úrræðið um að nota sér­eign­ar­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán var kynnt var metið hversu margir gætu nýtt sér það. Nið­ur­staðan var sú að alls hefðu rúm­lega 62.800 fjöl­skyldur getað nýtt sér það og þaðan er talan 70 millj­arðar króna kom­in. 

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og spurði hversu margir hefðu kosið að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði sínum inn á lán frá miðju ári 2014 og fram til dags­ins í dag á grund­velli ofan­greinds úrræð­is.

Úr glærukynningu um niðurstöður Leiðréttingarinnar. Þegar þessi glæra var sýnd í nóvember 2014 lá þegar fyrir að engin sviðsmynd gerði ráð fyrir að 70 milljarðar myndu greiðast inn á höfuðstól vegna nýtingu séreignarsparnaðar.
Mynd: Skjáskot.

Í svari þess kom fram að 45 þús­und ein­stak­ling­ar, ekki fjöl­skyld­ur, hafi ákveðið að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði sínum inn á hús­næð­is­lán með þessum hætti frá miðju ári 2014. Heild­ar­um­fang þeirrar upp­hæðar sem hóp­ur­inn hafi ráð­stafað inn með þessum hætti væri 44 millj­arðar króna. Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að ljóst sé að „mun færri hafa kosið að nýta sér þennan mögu­leika“ en lagt var upp með.

Tvö­faldur ávinn­ingur

Sér­eigna­sparn­aður virkar þannig að ein­stak­l­ing­­ur­inn greiðir sjálfur hluta hans en fær við­­bót­­ar­fram­lag frá atvinn­u­rek­anda á móti, sem félli ann­­ars ekki til. Það er að með­al­tali um þriðj­ungur þeirrar upp­hæðar sem ráð­stafað er inn á lán­ið. Því felst launa­hækkun í söfnun sér­eigna­sparn­að­ar.

Auk þess felst umtals­verður skatta­af­sláttur í því að nýta úrræð­ið. Þegar Leið­rétt­ingin var kynnt kom fram að skatt­afslátt­ur­inn sem ríkið myndi gefa þeim sem nýttu sér­eigna­sparnað sinn með þessum hætti myndu fá 20 millj­arða króna allt í allt í skatta­af­slátt.

Því er um tvö­faldan ávinn­ing að ræða: ann­­ars vegar fullan skatta­af­­slátt af nýt­ingu fjár­­muna sem ann­­ars yrðu skatt­lagðir og hins vegar launa­hækkun sem kæmi ekki til nema við­kom­andi safni sér í sér­­­eign­­ar­­sparn­að.

Skattgreiðslur sem ríkissjóður hefur gefið eftir til þess hóps sem getur og vill nýta sér séreignarsparnaðarleiðina er á bilinu 12 til 13 milljarðar króna.

Áætla má að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda sem ráð­stafað hefur verið inn á hús­næð­is­lán með þessum hætti sé á milli 15 og 16 millj­arðar króna. Skatt­greiðslur sem rík­is­sjóður hefur gefið eftir til þess hóps sem getur og vill nýta sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina er á bil­inu 12 til 13 millj­arðar króna.

Tekju­hærri mun lík­legri til að spara sér­eign

Af hverju er þá ekki fleiri að nýta sér þessa leið? Lík­­­leg­asta skýr­ingin er sú að ansi margir telja sig ekki hafa svig­­rúm til þess. Sér­­­eigna­­sparn­aður fer nefn­i­­lega mjög eftir tekj­­um.

Í skýrslu sér­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­un, sem skil­aði af sér í nóv­­em­ber 2013 og var stýrt af Sig­­urði Hann­essyni, kom fram að með­­al­­launa­­tekjur fjöl­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­eign og skuld­uðu í fast­­eign væri miklu hærri en með­­al­­launa­­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­eigna­líf­eyr­is­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ segir orð­rétt í skýrsl­unni. Og þar er bætt við að „tekju­mis­­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri. Hér er alls staðar átt við fast­­eigna­eig­endur sem skulda eitt­hvað í fast­­eign­inn­i.“

Af þessu má ráða að nýt­ing sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar til nið­­ur­greiðslu hús­næð­is­lána nýt­ist fyrst og síð­ast þeim sem til­heyra tekju­hærri hópum sam­fé­lags­ins. Þeir sem eru með lægri tekjur eru mun ólík­legri til að telja sig í stakk búna til að leggja fyrir sér­eign­ar­sparn­að, og þar af leið­andi fá þeir hvorki skatt­afslátt­inn né við­bót­ar­fram­lag atvinnu­rek­enda sem nýtendum býðst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar