Dymbilvika – Hvað er það?

Nú er dymbilvikan gengin í garð og páskar framundan. Að gefnu tilefni kannaði Kjarninn hvaðan orðið „dymbilvika“ kemur og hvað það þýðir.

Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Auglýsing

Páskar eru á næsta leiti og margir Íslend­ingar þegar farnir í páska­frí enda skólakrakkar komnir í frí. Páska­eggjaát og öll her­leg­heitin eru framund­an. Sunnu­dag­ur­inn fyrir páska er nefndur pálma­sunnu­dagur og markar hann upp­haf dymbil­vik­unn­ar. Jesús er sagður hafa komið til Jer­úsalem á pálma­sunnu­degi, ríð­andi á asna. Mann­fjöld­inn fagn­aði með pálma­greinum og stráum af ökrum og breiddi auk þess yfir­hafnir sínar á veg­inn. En af hverju er þessi síð­asta vika fyrir páska kölluð dymbil­vika?

Þessi vika hefur gengið undir ýmsum nöfn­um, þar á meðal dymbil­dag­ar, dymbil­daga­vika, dymbil­dæg­ur, dymbil­vika, efsta vika, helga vika, helgu dag­ar, kyrra­vika, pín­ing­ar­vika og páska­vika.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að orðið dymbil­dagar finn­ist í rit­uðu máli frá því laust eftir 1300 en jafn­framt segir að orðið geti að sjálf­sögðu verið mun eldra. „Merki­legt er að það kemur ekki fyrir í íslenskum lög­bók­um, hvorki í Krist­inna laga þætti Grá­gás­ar, sem var lög­tek­inn á Alþingi um 1130, né Krist­in­rétti hinum nýja (1275), og ekki heldur í Jóns­bók (1281). Gæti það bent til þess að þetta hafi í upp­hafi verið alþýðu­orð sem ekki komst í opin­ber skjöl fyrr en til­tölu­lega seint. Orðið dymbil­vika sést ekki í íslensku fyrr en í kirkju­or­din­ansíu Krist­jáns 3. frá 1537, sem Gissur biskup Ein­ars­son þýddi árið 1541,“ segir á vefn­um.

Auglýsing

Margar til­gátur um orðið „dymb­ill“

Erfitt reyn­ist að finna skýr­ingar á því af hverju dymbil­vika er kölluð þessu sér­staka nafni. Hvaðan kemur nafn­ið? Á Vís­inda­vefnum segir að talið sé að nafn­giftin sé dregin af ein­hverju áhaldi, sem kallað var dymb­ill, og notað var í kaþ­ólskum sið við guðs­þjón­ustur undir lok sjövikna­föstu, enda finn­ist hlutir með þessu heiti í upp­taln­ingu kirkju­gripa í mál­dög­um.

Þessi dymbil­orð þekkj­ast einnig í gömlum norskum og sænskum text­um, sem og í hjalt­lensku, en eiga sér enga ein­hlíta hlið­stæðu í öðrum mál­um. Í umræddri viku deyfðu menn öll ljós og hringdu ekki klukk­um.

Nokkrar til­gátur hafa komið fram um hvað þessi dymb­ill var. Í fyrsta lagi gæti verið um að ræða klukku­kólf sem var vaf­inn tuskum í því skyni að dempa hljóm­inn. Í öðru lagi tré­kólf sem settur var í kirkju­klukku í stað málm­kólfs. Í þriðja lagi bar­efli til að lemja kirkju­klukk­urnar utan og í fjórða lagi ljósa­stjaka sem stóð á kirkju­gólfi og var not­aður í stað ljósa­hjálms. Í fimmta lagi áhald til að slökkva á kert­um, sam­an­ber þýska orðið Dümp­fel og í sjötta lagi ein­hvers konar hand­skellu úr tré sem notuð var í stað málm­bjöllu við guðs­þjón­ustur á umræddum dög­um.

Dymb­ill=trétól?

Grein­ar­höf­undur Vís­inda­vefs­ins bendir enn fremur á að Hall­dór Lax­ness hafi talið dymbil vera hljóð­deyfi á strengja­hljóð­færi. Ásgeir Blön­dal Magn­ús­son greinir frá í Orð­sifja­bók sinni að orðið dymb­ill sé oft­ast talið skylt orð­inu dumbur, sem þýðir að vera þög­ull, mál­laus, hljóð­dauf­ur, en gæti eins verið í ætt við demba og dumpa, og eig­in­leg merk­ing sé þá slag­kólf­ur.

Árni Björns­son þjóð­hátta­fræð­ing­ur, sem skrifar um málið í bók sinni Sögu dag­anna, full­yrðir að afskrifa megi þrjár fyrstu hug­mynd­irnar sem nefndar eru hér að ofan. Hann skrifar að ekki hafi verið eins ill­fram­kvæm­an­legt að vefja kólfinn og skipta um kólf, en báðar þessar til­gátur eru út í hött þegar af þeirri ástæðu að klukk­urnar áttu að stein­þegja á þessum dög­um. Sama hafi verið að segja um þá aðferð að berja klukkur utan eins og alþekkt er til dæmis á Gotlandi. Slíkt hafi víðar verið gert við jarð­ar­far­ir, en ekki í dymbil­viku, alltjent ekki á mið­öld­um. Auk þess sé ekki vitað til þess að neitt sér­stakt áhald hafi verið notað til þess arna, heldur venju­leg bar­efli úr tré eða hnöttóttir steinar sem tuskum var stundum vafið um til að deyfa hljóð­ið.

Hann ritar jafn­framt að hvort sem orðið dymb­ill sé hljóð­lík­ing við lat­neska orðið tinni­bulum eða skylt orð­inu dumbur, verður að telj­ast lík­leg­ast að það eigi upp­haf­lega við um tré­tól þau sem notuð voru í stað­inn fyrir klukkur og málm­bjöllur á sorg­ar­dögum kirkj­unnar vegna písl­ar­sögu Jesú Krists. Hin hljóm­rænu umskipti í guðs­þjón­ust­unni á þessum dögum hafi ætíð þótt mjög áhrifa­mikil og eft­ir­minni­leg og hefðu hæg­lega getað gefið dög­unum alþýð­legt nafn.

„Ef­laust hefur einnig þótt eft­ir­minni­legt í guðs­þjón­ust­unni á dymbil­dögum þegar slökkt var á stórum kerta­stjökum með sér­stakri við­höfn. Við siða­skiptin hurfu tré­skell­urnar vita­skuld með öllu, en ljósa­stjak­arnir hljóta að hafa verið nýttir eftir sem áður, hvort sem haldið var áfram að slökkva á þeim eftir gömlum kúnst­ar­innar reglum eður ei. Það er því engan veg­inn úti­lokað að nafnið dymb­ill hafi færst af tré­skellum yfir á ljósa­stjaka,“ skrifar Árni.

Páskaegg

En hvert sem svarið er þá halda Íslend­ingar áfram að kalla vik­una fyrir páska dymbil­viku. Við tökum þannig við nýjum siðum og sam­lögum við þá eldri – og borðum súkkulaði.

Gleði­lega páska!

Heim­ild­ir: Vís­inda­vef­ur­inn

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar