Dymbilvika – Hvað er það?

Nú er dymbilvikan gengin í garð og páskar framundan. Að gefnu tilefni kannaði Kjarninn hvaðan orðið „dymbilvika“ kemur og hvað það þýðir.

Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Auglýsing

Páskar eru á næsta leiti og margir Íslend­ingar þegar farnir í páska­frí enda skólakrakkar komnir í frí. Páska­eggjaát og öll her­leg­heitin eru framund­an. Sunnu­dag­ur­inn fyrir páska er nefndur pálma­sunnu­dagur og markar hann upp­haf dymbil­vik­unn­ar. Jesús er sagður hafa komið til Jer­úsalem á pálma­sunnu­degi, ríð­andi á asna. Mann­fjöld­inn fagn­aði með pálma­greinum og stráum af ökrum og breiddi auk þess yfir­hafnir sínar á veg­inn. En af hverju er þessi síð­asta vika fyrir páska kölluð dymbil­vika?

Þessi vika hefur gengið undir ýmsum nöfn­um, þar á meðal dymbil­dag­ar, dymbil­daga­vika, dymbil­dæg­ur, dymbil­vika, efsta vika, helga vika, helgu dag­ar, kyrra­vika, pín­ing­ar­vika og páska­vika.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að orðið dymbil­dagar finn­ist í rit­uðu máli frá því laust eftir 1300 en jafn­framt segir að orðið geti að sjálf­sögðu verið mun eldra. „Merki­legt er að það kemur ekki fyrir í íslenskum lög­bók­um, hvorki í Krist­inna laga þætti Grá­gás­ar, sem var lög­tek­inn á Alþingi um 1130, né Krist­in­rétti hinum nýja (1275), og ekki heldur í Jóns­bók (1281). Gæti það bent til þess að þetta hafi í upp­hafi verið alþýðu­orð sem ekki komst í opin­ber skjöl fyrr en til­tölu­lega seint. Orðið dymbil­vika sést ekki í íslensku fyrr en í kirkju­or­din­ansíu Krist­jáns 3. frá 1537, sem Gissur biskup Ein­ars­son þýddi árið 1541,“ segir á vefn­um.

Auglýsing

Margar til­gátur um orðið „dymb­ill“

Erfitt reyn­ist að finna skýr­ingar á því af hverju dymbil­vika er kölluð þessu sér­staka nafni. Hvaðan kemur nafn­ið? Á Vís­inda­vefnum segir að talið sé að nafn­giftin sé dregin af ein­hverju áhaldi, sem kallað var dymb­ill, og notað var í kaþ­ólskum sið við guðs­þjón­ustur undir lok sjövikna­föstu, enda finn­ist hlutir með þessu heiti í upp­taln­ingu kirkju­gripa í mál­dög­um.

Þessi dymbil­orð þekkj­ast einnig í gömlum norskum og sænskum text­um, sem og í hjalt­lensku, en eiga sér enga ein­hlíta hlið­stæðu í öðrum mál­um. Í umræddri viku deyfðu menn öll ljós og hringdu ekki klukk­um.

Nokkrar til­gátur hafa komið fram um hvað þessi dymb­ill var. Í fyrsta lagi gæti verið um að ræða klukku­kólf sem var vaf­inn tuskum í því skyni að dempa hljóm­inn. Í öðru lagi tré­kólf sem settur var í kirkju­klukku í stað málm­kólfs. Í þriðja lagi bar­efli til að lemja kirkju­klukk­urnar utan og í fjórða lagi ljósa­stjaka sem stóð á kirkju­gólfi og var not­aður í stað ljósa­hjálms. Í fimmta lagi áhald til að slökkva á kert­um, sam­an­ber þýska orðið Dümp­fel og í sjötta lagi ein­hvers konar hand­skellu úr tré sem notuð var í stað málm­bjöllu við guðs­þjón­ustur á umræddum dög­um.

Dymb­ill=trétól?

Grein­ar­höf­undur Vís­inda­vefs­ins bendir enn fremur á að Hall­dór Lax­ness hafi talið dymbil vera hljóð­deyfi á strengja­hljóð­færi. Ásgeir Blön­dal Magn­ús­son greinir frá í Orð­sifja­bók sinni að orðið dymb­ill sé oft­ast talið skylt orð­inu dumbur, sem þýðir að vera þög­ull, mál­laus, hljóð­dauf­ur, en gæti eins verið í ætt við demba og dumpa, og eig­in­leg merk­ing sé þá slag­kólf­ur.

Árni Björns­son þjóð­hátta­fræð­ing­ur, sem skrifar um málið í bók sinni Sögu dag­anna, full­yrðir að afskrifa megi þrjár fyrstu hug­mynd­irnar sem nefndar eru hér að ofan. Hann skrifar að ekki hafi verið eins ill­fram­kvæm­an­legt að vefja kólfinn og skipta um kólf, en báðar þessar til­gátur eru út í hött þegar af þeirri ástæðu að klukk­urnar áttu að stein­þegja á þessum dög­um. Sama hafi verið að segja um þá aðferð að berja klukkur utan eins og alþekkt er til dæmis á Gotlandi. Slíkt hafi víðar verið gert við jarð­ar­far­ir, en ekki í dymbil­viku, alltjent ekki á mið­öld­um. Auk þess sé ekki vitað til þess að neitt sér­stakt áhald hafi verið notað til þess arna, heldur venju­leg bar­efli úr tré eða hnöttóttir steinar sem tuskum var stundum vafið um til að deyfa hljóð­ið.

Hann ritar jafn­framt að hvort sem orðið dymb­ill sé hljóð­lík­ing við lat­neska orðið tinni­bulum eða skylt orð­inu dumbur, verður að telj­ast lík­leg­ast að það eigi upp­haf­lega við um tré­tól þau sem notuð voru í stað­inn fyrir klukkur og málm­bjöllur á sorg­ar­dögum kirkj­unnar vegna písl­ar­sögu Jesú Krists. Hin hljóm­rænu umskipti í guðs­þjón­ust­unni á þessum dögum hafi ætíð þótt mjög áhrifa­mikil og eft­ir­minni­leg og hefðu hæg­lega getað gefið dög­unum alþýð­legt nafn.

„Ef­laust hefur einnig þótt eft­ir­minni­legt í guðs­þjón­ust­unni á dymbil­dögum þegar slökkt var á stórum kerta­stjökum með sér­stakri við­höfn. Við siða­skiptin hurfu tré­skell­urnar vita­skuld með öllu, en ljósa­stjak­arnir hljóta að hafa verið nýttir eftir sem áður, hvort sem haldið var áfram að slökkva á þeim eftir gömlum kúnst­ar­innar reglum eður ei. Það er því engan veg­inn úti­lokað að nafnið dymb­ill hafi færst af tré­skellum yfir á ljósa­stjaka,“ skrifar Árni.

Páskaegg

En hvert sem svarið er þá halda Íslend­ingar áfram að kalla vik­una fyrir páska dymbil­viku. Við tökum þannig við nýjum siðum og sam­lögum við þá eldri – og borðum súkkulaði.

Gleði­lega páska!

Heim­ild­ir: Vís­inda­vef­ur­inn

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar