Dymbilvika – Hvað er það?

Nú er dymbilvikan gengin í garð og páskar framundan. Að gefnu tilefni kannaði Kjarninn hvaðan orðið „dymbilvika“ kemur og hvað það þýðir.

Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Auglýsing

Páskar eru á næsta leiti og margir Íslend­ingar þegar farnir í páska­frí enda skólakrakkar komnir í frí. Páska­eggjaát og öll her­leg­heitin eru framund­an. Sunnu­dag­ur­inn fyrir páska er nefndur pálma­sunnu­dagur og markar hann upp­haf dymbil­vik­unn­ar. Jesús er sagður hafa komið til Jer­úsalem á pálma­sunnu­degi, ríð­andi á asna. Mann­fjöld­inn fagn­aði með pálma­greinum og stráum af ökrum og breiddi auk þess yfir­hafnir sínar á veg­inn. En af hverju er þessi síð­asta vika fyrir páska kölluð dymbil­vika?

Þessi vika hefur gengið undir ýmsum nöfn­um, þar á meðal dymbil­dag­ar, dymbil­daga­vika, dymbil­dæg­ur, dymbil­vika, efsta vika, helga vika, helgu dag­ar, kyrra­vika, pín­ing­ar­vika og páska­vika.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að orðið dymbil­dagar finn­ist í rit­uðu máli frá því laust eftir 1300 en jafn­framt segir að orðið geti að sjálf­sögðu verið mun eldra. „Merki­legt er að það kemur ekki fyrir í íslenskum lög­bók­um, hvorki í Krist­inna laga þætti Grá­gás­ar, sem var lög­tek­inn á Alþingi um 1130, né Krist­in­rétti hinum nýja (1275), og ekki heldur í Jóns­bók (1281). Gæti það bent til þess að þetta hafi í upp­hafi verið alþýðu­orð sem ekki komst í opin­ber skjöl fyrr en til­tölu­lega seint. Orðið dymbil­vika sést ekki í íslensku fyrr en í kirkju­or­din­ansíu Krist­jáns 3. frá 1537, sem Gissur biskup Ein­ars­son þýddi árið 1541,“ segir á vefn­um.

Auglýsing

Margar til­gátur um orðið „dymb­ill“

Erfitt reyn­ist að finna skýr­ingar á því af hverju dymbil­vika er kölluð þessu sér­staka nafni. Hvaðan kemur nafn­ið? Á Vís­inda­vefnum segir að talið sé að nafn­giftin sé dregin af ein­hverju áhaldi, sem kallað var dymb­ill, og notað var í kaþ­ólskum sið við guðs­þjón­ustur undir lok sjövikna­föstu, enda finn­ist hlutir með þessu heiti í upp­taln­ingu kirkju­gripa í mál­dög­um.

Þessi dymbil­orð þekkj­ast einnig í gömlum norskum og sænskum text­um, sem og í hjalt­lensku, en eiga sér enga ein­hlíta hlið­stæðu í öðrum mál­um. Í umræddri viku deyfðu menn öll ljós og hringdu ekki klukk­um.

Nokkrar til­gátur hafa komið fram um hvað þessi dymb­ill var. Í fyrsta lagi gæti verið um að ræða klukku­kólf sem var vaf­inn tuskum í því skyni að dempa hljóm­inn. Í öðru lagi tré­kólf sem settur var í kirkju­klukku í stað málm­kólfs. Í þriðja lagi bar­efli til að lemja kirkju­klukk­urnar utan og í fjórða lagi ljósa­stjaka sem stóð á kirkju­gólfi og var not­aður í stað ljósa­hjálms. Í fimmta lagi áhald til að slökkva á kert­um, sam­an­ber þýska orðið Dümp­fel og í sjötta lagi ein­hvers konar hand­skellu úr tré sem notuð var í stað málm­bjöllu við guðs­þjón­ustur á umræddum dög­um.

Dymb­ill=trétól?

Grein­ar­höf­undur Vís­inda­vefs­ins bendir enn fremur á að Hall­dór Lax­ness hafi talið dymbil vera hljóð­deyfi á strengja­hljóð­færi. Ásgeir Blön­dal Magn­ús­son greinir frá í Orð­sifja­bók sinni að orðið dymb­ill sé oft­ast talið skylt orð­inu dumbur, sem þýðir að vera þög­ull, mál­laus, hljóð­dauf­ur, en gæti eins verið í ætt við demba og dumpa, og eig­in­leg merk­ing sé þá slag­kólf­ur.

Árni Björns­son þjóð­hátta­fræð­ing­ur, sem skrifar um málið í bók sinni Sögu dag­anna, full­yrðir að afskrifa megi þrjár fyrstu hug­mynd­irnar sem nefndar eru hér að ofan. Hann skrifar að ekki hafi verið eins ill­fram­kvæm­an­legt að vefja kólfinn og skipta um kólf, en báðar þessar til­gátur eru út í hött þegar af þeirri ástæðu að klukk­urnar áttu að stein­þegja á þessum dög­um. Sama hafi verið að segja um þá aðferð að berja klukkur utan eins og alþekkt er til dæmis á Gotlandi. Slíkt hafi víðar verið gert við jarð­ar­far­ir, en ekki í dymbil­viku, alltjent ekki á mið­öld­um. Auk þess sé ekki vitað til þess að neitt sér­stakt áhald hafi verið notað til þess arna, heldur venju­leg bar­efli úr tré eða hnöttóttir steinar sem tuskum var stundum vafið um til að deyfa hljóð­ið.

Hann ritar jafn­framt að hvort sem orðið dymb­ill sé hljóð­lík­ing við lat­neska orðið tinni­bulum eða skylt orð­inu dumbur, verður að telj­ast lík­leg­ast að það eigi upp­haf­lega við um tré­tól þau sem notuð voru í stað­inn fyrir klukkur og málm­bjöllur á sorg­ar­dögum kirkj­unnar vegna písl­ar­sögu Jesú Krists. Hin hljóm­rænu umskipti í guðs­þjón­ust­unni á þessum dögum hafi ætíð þótt mjög áhrifa­mikil og eft­ir­minni­leg og hefðu hæg­lega getað gefið dög­unum alþýð­legt nafn.

„Ef­laust hefur einnig þótt eft­ir­minni­legt í guðs­þjón­ust­unni á dymbil­dögum þegar slökkt var á stórum kerta­stjökum með sér­stakri við­höfn. Við siða­skiptin hurfu tré­skell­urnar vita­skuld með öllu, en ljósa­stjak­arnir hljóta að hafa verið nýttir eftir sem áður, hvort sem haldið var áfram að slökkva á þeim eftir gömlum kúnst­ar­innar reglum eður ei. Það er því engan veg­inn úti­lokað að nafnið dymb­ill hafi færst af tré­skellum yfir á ljósa­stjaka,“ skrifar Árni.

Páskaegg

En hvert sem svarið er þá halda Íslend­ingar áfram að kalla vik­una fyrir páska dymbil­viku. Við tökum þannig við nýjum siðum og sam­lögum við þá eldri – og borðum súkkulaði.

Gleði­lega páska!

Heim­ild­ir: Vís­inda­vef­ur­inn

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar