Megrunarkúr danska útvarpsins

Á næstu árum minnka fjárveitingar til danska útvarpsins, DR, um samtals 20% prósent. Fjármálaráðherrann kallar þetta megrunarkúr, stjórnarandastaðan aðför.

Höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Þegar nýr rekstr­ar­samn­ingur dönsku ljós­vaka­miðl­anna tekur gildi í árs­byrjun 2019 verður hann tals­vert breyttur frá núver­andi samn­ingi. Rekstr­ar­samn­ingar þessir hafa verið til fjög­urra ára í senn, núver­andi samn­ingur var gerður í stjórn­ar­tíð Helle Thorn­ing-Schmidt, árið 2014. Sá samn­ingur var gerður með svo­nefndu „breiðu sam­komu­lagi“ sem þýðir að meiri­hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar studdi hann.

Danska rík­is­út­varpið hóf útsend­ingar 1. apríl 1925, og hét þá Stats­radi­of­on­ien. Sjón­varps­út­send­ingar hófust árið 1951 og í upp­hafi var sent út þrisvar í viku. Árið 1959 var nafn­inu breytt í Dan­marks Radio, DR. Frá upp­hafi hefur DR verið fjár­magnað með afnota­gjaldi, sem var í byrjun 10 krónur á hvert heim­ili í land­inu og var óbreytt til árs­ins 1949. Þessu verður nú breytt, afnota­gjaldið hverfur en þess í stað tek­inn upp svo­nefndur nef­skatt­ur. Hann er, einsog heitið gefur til kynna, ein­stak­lings­skattur sem allir er náð hafa 18 ára aldri greiða, með ákveðnum und­an­tekn­ingum fyrir aldr­aða. Breyt­ingin hefur í för með sér að ein­stak­lingur sem býr einn borgar lægra gjald en á meðan afnota­gjaldið (sem mið­að­ist við heim­ili) var við lýði. Tveir sem búa saman borga svipað og heim­ilið gerði áður, ef þrír, eldri en 18 ára, eru í heim­ili verður sam­an­lagður nef­skattur þeirra hærri en afnota­gjaldið var. Nef­skatt­ur­inn á að koma í veg fyrir að ein­stak­lingar geti komið sér hjá að borga en all­stór hópur fólks, skiptir tugum þús­unda, hefur ekki greitt afnota­gjald­ið. Afnota­gjald­ið, sem ekki rennur óskipt til DR, verður á þessu ári dkr. 2.527. – (ca 42 þús. íslenskar), af þess­ari upp­hæð er sölu­skatt­ur­inn kr. 505.- (8.340.-). Til DR fara kr. 1.684.- (27.820.-), afgangur  rennur til svæð­is­stöðva, kvik­mynda­sjóðs og afmark­aðra verk­efna.

Nef­skattur og nið­ur­skurður

Deilur um DR eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2007 var niðurskurði og uppsögnum harðlega mótmælt. Mynd: EPA.Breyt­ingin úr afnota­gjaldi í nef­skatt á ekki að breyta miklu varð­andi tekj­urnar rík­is­ins. Sam­kvæmt ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar verður nef­skatt­ur­inn hjá ein­stak­lingi dkr. 1.285.- ( 21.160.- ). Fram­lagið til DR minn­kar, einsog áður sagði um 700 millj­ónir (20%) á næstu fimm árum, fram­lög til ann­arrar fjöl­miðla­starf­semi, sem áður komu frá afnota­gjald­inu hald­ast nær óbreytt. Mis­mun­ur­inn (nið­ur­skurð­ur­inn hjá DR) gengur að stærstum hluta móti horfnum sölu­skatti (eng­inn sölu­skattur á nef­skatt­in­um) en afgang­ur­inn á að gagn­ast elli­líf­eyr­is­þegum og einnig verður hluta upp­hæð­ar­innar varið í að styrkja aðra fjöl­miðla­starf­semi, einsog það var orðað í til­kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Dönskum fjöl­miðla­mönnum þótti athygl­is­vert að það var Krist­ian Jen­sen fjár­mála­ráð­herra sem kynnti ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar (með stuðn­ingi Danska þjóð­ar­flokks­ins DF) en ekki Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra en mál­efni fjöl­miðla heyra undir hana. Ráð­herr­arnir sögðu að DR ætti að verða hnit­mið­aðra en það er í dag og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann sagði að DR ætti að vera viti, bara minni en núna. Nefndi ekki að minni viti lýsir skemmra út á alþjóða­haf fjöl­miðl­un­ar­inn­ar. Blaða­maður Information sagði að erlendir fjöl­miðl­arisar væru ugg­laust mjög ánægðir með þau sókn­ar­færi sem þeir sæju framund­an.

Auglýsing

Vildi skera meira

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, vildi skera fram­lög til DR niður um 25%. Þar á bæ vissu menn að þá kröfu myndu stjórn­ar­flokk­arnir (sem reiða sig á stuðn­ing DF) ekki sam­þykkja og Peter Skaarup þing­flokks­for­maður DF gat ekki leynt ánægju sinni þegar ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar var kynnt. DF hefur lengi haft horn í síðu DR og margoft sakað stofn­un­ina um að vera flokknum andsnúið í frétta­flutn­ingi.

Skatta­lækk­anir – Skatta­hækk­anir

Þegar fjár­mála­ráð­herr­ann kynnti breyt­ing­arnar og fyr­ir­hug­aðan nið­ur­skurð á fram­lagi til DR lagði hann mikla áherslu á að breyt­ingin væri líka skatta­lækk­un. Skatta­lækkun sem kæmi mörgum til góða. Ráð­herr­ann nefndi þar tölur máli sínu til stuðn­ings.  Síð­ast­lið­inn föstu­dag, nokkrum dögum eftir að ráð­herr­ann kynnti breyt­ing­arn­ar, sendi Rann­sókn­ar­stofn­unin Cepos (sjálf­stæð stofn­un, tæn­ket­ank) frá sér álits­gerð þar sem nið­ur­staðan er þver­öf­ug. Breyt­ingin leiði, þegar litið er til lengri tíma, til skatta­hækk­ana. Cepos er virt stofnun og þegar greint var frá nið­ur­stöðum hennar brugð­ust tals­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins og Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins (eins rík­is­stjórn­ar­flokk­anna) strax við og sögðu að lík­leg­ast væri rétt að fara betur í saumana á þessu máli öllu. Þeir sögðu jafn­framt að ef í ljós kæmi að nið­ur­staða Cepos væri rétt yrði að skoða allt varð­andi nef­skatts­breyt­ing­una upp á nýtt.

Stjórn­ar­and­staðan

Innan stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna eru skoð­anir skipt­ar. Sós­í­alde­mókrat­ar, stærsti flokk­ur­inn á þingi, höfðu lýst sig hlynnta því að dregið yrði úr umfangi DR, en ekk­ert í lík­ingu við það sem nú virð­ist blasa við. Rík­is­stjórnin hefur boðið stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum að taka þátt í sam­starfi um nýja rekstr­ar­samn­ing­inn, með því skil­yrði að þeir sam­þykki 20% nið­ur­skurð­inn. Fyrir stjórn­ina er mik­il­vægt að stjórn­ar­and­staðan standi að samn­ingnum því það þýðir að ekki verður hróflað við samn­ingnum út gild­is­tím­ann, fram til árs­ins 2023. Ef stjórn­ar­and­staðan stendur ekki að samn­ingnum er hún óbundin af honum ef stjórn­ar­skipti verða eftir næstu kosn­ingar sem að óbreyttu verða á næsta ári. Svo skammt er um liðið síðan ákvörð­unin um nið­ur­skurð­inn var til­kynnt að ekki er ljóst hvað stjórn­ar­and­staðan ger­ir. Stjórn­mála­skýr­andi dag­blaðs­ins Berl­ingske sagði að nú færi kannski tími póli­tískra hrossakaupa í hönd og þá gæti það til dæmis gerst að samið yrði um minni nið­ur­skurð gegn stuðn­ingi Sós­í­alde­mókrata við samn­ing­inn.

Hvað gerir DR?

Þess­ari spurn­ingu er auðsvar­að: það veit eng­inn. Á þessu ári hefur DR til ráð­stöf­unar um það bil 3.8 millj­arða danskra króna (62.6 millj­arðar íslenskir) en sú upp­hæð lækkar sem­sagt, í áföngum niður í 3.1 millj­arð (51 millj­arð íslenskan) á næstu árum. Þetta eru miklir pen­ingar en rétt er að geta þess í leið­inni að DR hefur engar tekjur af aug­lýs­ing­um.

Fyrir þessa pen­inga rekur DR sex sjón­varps­rás­ir, átta útvarps­rásir og auk þess marg­verð­laun­aðar hljóm­sveitir og kóra. Tvær sjón­varps­rásanna eru ætl­aðar börnum upp að tólf ára aldri og Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn gerði að skil­yrði varð­andi nið­ur­skurð­inn að ekki yrði hróflað við barna­efn­inu, þar yrði ekki skor­ið.

Mynd: Wiki CommonsMestu útgjöldin tengj­ast aðal­sjón­varps­rásinni, DR1. Þar er dag­legur úsend­ing­ar­tími lengst­ur, þar eru „stóru“ dönsku þátt­arað­irnar sýnd­ar. Í stuttu máli sú rás sem mest er lagt í, enda sú sem lang flestir horfa á.  

Í við­tölum hefur útvarps­stjór­inn, Marie Rør­bye Rønn, sagt óhjá­kvæmi­legt að jafn mik­ill nið­ur­skurður og rík­is­stjórnin stefnir að komi niður á dag­skránni. Ein af rök­semdum Danska þjóð­ar­flokks­ins fyrir nið­ur­skurð­inum er að DR eigi ekki að eyða miklu fé í skemmti­efni, það geti aðrir fjöl­miðlar gert jafn vel. Útvarps­stjór­inn segir að þjóð­ar­sjón­varp eigi að vera fyrir alla, þar eigi að vera frétta- og fræðslu­efni af öllu tagi, þjóð­fé­lags­um­ræða, inn­lendar og erlendar kvik­myndir og skemmti­efni. ,,Þessa blöndu kalla ég almanna­þjón­ustu“ sagði útvarps­stjór­inn.  

DR er horn­steinn í sam­fé­lag­inu  

Í dönskum fjöl­miðlum hefur und­an­farna daga mikið verið fjallað um DR og hvernig stofn­unin muni takast á við þessar miklu breyt­ingar sem í vændum eru. Margir hafa bent á að þeir sjón­varps­mynda­flokkar sem hafi orðið vin­sælir víða um heim hafi nær allir orðið til fyrir til­stilli DR. Hafi komið Dan­mörku á sjón­varps­heimskortið eins og margir hafa nefnt. Per Stig Møller fyrr­ver­andi menn­ing­ar­mála- og utan­rík­is­ráð­herra Íhalds­flokks­ins  sagði í blaða­við­tali að DR væri ekki galla­laust. Þar mætti ýmis­legt betur fara En stofn­unin væri, og hefði alla tíð ver­ið, einn af horn­stein­unum í dönsku sam­fé­lagi og ætti að vera það áfram. Í skoð­ana­könn­unum hafa Danir árum saman tekið undir það við­horf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar