Mynd: NasdaqIceland

Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni eru 4,7 milljónir á mánuði

Laun forstjóra í Kauphöllinni hafa flest hækkað mikið á undanförnum árum. Í flestum tilfellum nemur launahækkunin margföldum lágmarkslaunum. Meðal forstjórinn er með tæplega 17föld lágmarkslaun.

Fjórir for­menn verka­lýðs- og stétt­ar­fé­laga sendu í gær frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir for­dæmdu launa­hækkun for­stjóra N1, sem hækk­aði um eina milljón króna á mán­uði á síð­asta ári og er nú með 5,9 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun, og sögðu laun hans jafn­gilda launum 22 afgreiðslu­manna hjá félag­inu. Þeir skor­uðu á stjórn­endur N1 að veita starfs­fólki sínu sam­bæri­legar kjara­bætur taf­ar­laust

N1 er, eins og flest félög sem skráð eru í Kaup­höll Íslands, að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Þeir eiga, beint eða óbeint, um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa hér­lend­is. Þrýst­ingur hefur skap­ast á sjóð­ina að grípa inn í launa­þróun æðstu stjórn­enda félaga sem þeir eiga stóran hlut í, þar sem hún sendi verstu mögu­legu skila­boð sem hægt sé að senda inn í kom­andi kjara­við­ræður venju­legs launa­fólks. Enn sem komið er hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir ekki brugð­ist við með neinum hætti.

Í þessu sam­bandi má benda á að lág­marks­laun á Íslandi eru 280 þús­und krónur á mán­uði og mið­gildi heild­ar­launa hér­lendis árið 2016 voru 583 þús­und krónur á mán­uði, sem þýðir að helm­ing­ur launa­­manna var með laun und­ir þeirri upp­­hæð á því ári. Það ár var fjórð­ung­ur launa­­manna með 470 þús­und krón­ur eða minna í heild­­ar­­laun og tí­undi hver launa­maður með lægri laun en 381 þús­und krón­ur fyr­ir fullt starf.

Það eru alls 16 for­stjórar yfir félög­unum sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Þeir eru allir karl­ar. Kjarn­inn tók saman launa­kjör þeirra úr birtum árs­reikn­ingum og hvernig þau hafa þró­ast á und­an­förnum árum. Nið­ur­staðan er sú að meðal Kaup­hall­ar-­for­stjór­inn er með 4,7 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. Það eru tæp­lega 17föld lág­marks­laun.

Fjar­skipta­fé­lög

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, hækk­aði laun sín um 12,4 pró­sent milli ára. Hann var með um fjórar millj­ónir króna á mán­uði í laun í fyrra. Laun hans voru ekki gefin upp sér­stak­lega í árs­reikn­ingi Sím­ans fyrir árið 2014 en ári síð­ar, 2015, var hann með tæp­lega 3,4 millj­ónir króna á mán­uði. Mán­að­ar­laun hans höfðu því hækkað um 600 þús­und krónur á tveimur árum.

Hjá hinu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu sem skráð er á mark­að, Fjar­skipt­um, situr Stefán Sig­urðs­son í for­stjóra­stóln­um. Hann er með tölu­vert hærri laun en Orri, eða tæpar 4,7 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. Laun hans lækk­uðu hins vegar lít­il­lega í fyrra. Stefán var með tæp­lega 3,2 millj­ónir króna á mán­uði í laun árið 2014 þegar hann tók við starf­inu. Síðan þá hafa mán­að­ar­laun hans því hækkað um 1,5 milljón króna.

Elds­neyt­is­salar

Tveir elds­neyt­is­salar eru skráðir í Kaup­höll­ina. Annar þeirra er Skelj­ung­ur. For­stjóra­skipti urðu þar seint á síð­asta ári þegar Val­geir Bald­urs­son var settur til hliðar og Hend­rik Egholm tók við starf­inu. Hann hafði áður verið fram­­kvæmda­­stjóri P/​F Magn, dótt­­ur­­fé­lags Skelj­ungs í Fær­eyj­­um. Árið 2016 var Hend­rik með hærri laun en Val­geir þrátt fyrir að vera í raun und­ir­maður hans. Hann var þá með 48 millj­ónir króna í árs­laun og því fjórar millj­ónir króna í laun á mán­uði. Val­geir fékk hins vegar 44 millj­ónir króna í heild­ar­laun það árið, eða tæp­lega 3,7 millj­ónir króna á mán­uði.

Það hefur hins vegar kostað skild­ing­inn fyrir Skelj­ung að segja Val­geiri upp. Gjald­færð laun til hans vegna síð­asta árs, og vegna starfs­loka hans, voru 104 millj­ónir króna. Það útleggst sem 8,7 millj­ónir króna á mán­uði en vert er að taka fram að umtals­verður hluti af greiðslum til hans voru ógreiddar í lok árs 2017 þrátt fyrir að þær hefðu verið gjald­færð­ar. Hend­rik hækkað í launum milli ára um 12,5 pró­sent og var með 54 millj­ónir króna í heild­ar­laun, eða 4,5 millj­ónir króna á mán­uði.

Laun Eggerts Þórs Kristóferssonar, „ódýra forstjórans“, hækkuðu um eina milljón króna á mánuði í fyrra.
Mynd: Samsett

Hinn elds­neyt­is­sal­inn sem skráður er á markað er N1. Þar er for­stjór­inn Egg­ert Þór Krist­ó­­fer­s­­son. Hann var með tæpar 5,9 millj­­ónir króna á mán­uði í laun á síð­­asta ári. Heild­­ar­­laun hans á því ári námu 70,5 millj­­ónum króna og hækk­­uðu um rúm­­lega 12 millj­­ónir króna á árinu, eða um eina milljón króna á mán­uði. Í við­tali við Við­­skipta­­blaðið í byrjun mars 2015 sagði Egg­ert Þór að það sæist í árs­­skýrslu félags­­ins að hann væri „ódýri for­­stjór­inn“. Laun hans fyrsta árið sem hann sat í stóli for­­stjóra voru lægri en laun fyr­ir­renn­­ara sín.  Heild­­ar­­laun hans á því ári voru 43,8 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega 3,7 millj­­ónir króna á mán­uði. Í fyrra höfðu mán­að­­ar­­laun Egg­erts Þórs hins vegar hækkað um 2,2 millj­­ónir króna á tveimur árum og heild­­ar­­laun hans á ári um 26,7 millj­­ónir króna á sama tíma.

Fast­eigna­fé­lög

Þrjú fast­eigna­fé­lög eru skráð í Kaup­höll­ina. For­stjóri Eikar er Garðar Hannes Frið­jóns­son. Laun hans hækk­uðu um tvær millj­ónir króna á milli ára og heild­ar­laun hans voru 36 millj­ónir króna árið 2017. Það gera þrjár millj­ónir króna á mán­uði.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, lækk­aði umtals­vert í launum í fyrra og var með 33,2 millj­ónir króna í heild­ar­laun. Það þýðir að mán­að­ar­laun hans voru tæp­lega 2,8 millj­ónir króna.

Sá for­stjóri fast­eigna­fé­lags sem var með hæstu mán­að­ar­launin í fyrra var Guð­jón Auð­uns­son hjá Reit­um. Heild­ar­laun hans hækk­uðu um 12,1 pró­sent á milli ára og voru 44,4 millj­ónir króna árið 2017. Það gera 3,7 millj­ónir króna á mán­uði.

Trygg­inga­fé­lög

Þrjú trygg­inga­fé­lög eru skráð á mark­að. Eitt þeirra er Sjóvá þar sem Her­mann Björns­son situr í for­stjóra­stóln­um. Laun Her­manns hækk­uðu sam­tals um 2,9 millj­ónir króna í fyrra, eða um rúm sex pró­sent. Heild­ar­launin það árið voru 49,8 millj­ónir króna og mán­að­ar­launin því tæp­lega 4,2 millj­ónir króna. Árið 2014 var Her­mann með 39,2 millj­ónir króna í heild­ar­laun, eða 3,3 millj­ónir króna á mán­uði. Mán­að­ar­launin hafa því hækkað um rúm­lega 900 þús­und krónur á þremur árum.

Mán­að­ar­laun for­stjóra í Kaup­höll­inni Íslands:

 • Árni Oddur Þórð­ar­son 7,8 millj­ónir á mán­uði

 • Finnur Árna­son 6,4 millj­ónir króna á mán­uði*

 • Egg­ert Krist­ó­fers­son 5,9 millj­ónir á mán­uði

 • Helgi Bjarna­son 5,9 millj­ónir á mán­uð­i**

 • Gylfi Sig­fús­son 5,6 millj­ónir króna á mán­uði

 • Stefán Sig­urðs­son 4,7 millj­ónir á mán­uði

 • Björgólfur Jóhanns­son 4,6 millj­ónir króna á mán­uði

 • Hend­rik Egholm 4,5 millj­ónir á mán­uði

 • Sig­urður Við­ars­son 4,3 millj­ónir á mán­uði

 • Vil­hjálmur Vil­hjálms­son 4,2 millj­ónir á mán­uði

 • Her­mann Björns­son 4,2 millj­ónir á mán­uði

 • Orri Hauks­son fjórar millj­ónir á mán­uði

 • Finnur Odds­son 3,8 millj­ónir á mán­uði

 • Guð­jón Auð­uns­son 3,7 millj­ónir króna á mán­uði

 • Garðar Hannes Frið­jóns­son þrjár millj­ónir á mán­uði

 • Helgi S. Gunn­ars­son 2,8 millj­ónir á mán­uði

*Laun fyrir rekstr­ar­árið 2016/2017

**Sett­ist í stól for­stjóra um mitt ár 2017

Hjá TM er Sig­urður Við­ars­son for­stjóri. Launin hans stóðu nán­ast í stað á milli ára og voru allt í allt 51,4 millj­ónir króna í fyrra. Það gerir mán­að­ar­legan launatékka að með­al­tali upp á 4,3 millj­ónir króna. Árið 2014 voru mán­að­ar­laun Sig­urðar um 3,6 millj­ónir króna. Þau hafa því hækkað um 700 þús­und á þremur árum.

Hjá VÍS urðu for­stjóra­skipti í fyrra þegar Helgi Bjarna­son tók við af Jak­obi Sig­urðs­syni. Þau vist­ar­skipti urðu á miðju ári. Helgi var sam­tals með 35,5 millj­ónir króna í laun í fyrra fyrir þá sex mán­uði sem hann starf­aði hjá VÍS, sem gera 5,9 millj­ónir króna að með­al­tali. Ef reiknað er með­al­tal for­stjóra­launa bæði Helga og Jak­obs voru með­al­tals­mán­að­ar­laun for­stjóra VÍS í fyrra fimm millj­ónir króna.

Árið 2014 var Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, síð­asta konan til að stýra skráðu félagi á Íslandi, for­stjóri VÍS. Hún var með þrjár millj­ónir króna á mán­uði í laun, sem er 2,9 millj­ónum krónum minna en með­al­tals­laun Helga hjá VÍS í fyrra og tveimur millj­ónum krónum minna en með­al­laun karl­for­stjór­anna tveggja voru á því ári.

Gömlu risarnir

Tvö af rót­grón­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins eru Icelandair Group og Eim­skip. Hjá því fyrr­nefnda situr Björgólfur Jóhanns­son í for­stjóra­stóln­um. Hann var með 55,5 millj­ónir króna í heild­ar­laun í fyrra, eða rúm­lega 4,6 millj­ónir króna á mán­uði.  Síð­asta ár var ekki sér­stak­lega gott fyrir Icelandair Group. Í upp­hafi þess árs var virði félags­ins í Kaup­höll­inni 112 millj­arðar króna. Í lok þess var virðið komið niður í 71,3 millj­arða króna. Þrátt fyrir það hækk­uðu laun Björg­ólfs lít­il­lega á árinu 2017. Björgólfur var með 3,8 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun árið 2014. Síðan þá hafa mán­að­ar­laun hans því hækkað um 800 þús­und krón­ur.

Marel er langverðmætasta félagið í Kauphöll Íslands. Og forstjóri þess, Árni Oddur Þórðarson, sá forstjóri sem er með hæstu mánaðarlaunin.
Mynd: Marel.

Gylfi Sig­fús­son er for­stjóri Eim­skips. Hann var með 67,4 millj­ónir króna í laun árið 2017 sem er nán­ast sama upp­hæð og hann var með árið áður. Það þýðir að mán­að­ar­laun hans voru að með­al­tali 5,6 millj­ónir króna. Laun hans 55 pró­sent í evrum talið frá árinu 2014.

Marel og Grandi

Lang­verð­mætasta félagið í Kaup­höll Íslands er Mar­el. Það er í dag rúm­lega 250 millj­arða króna virði, sem jafn­gildir um 30 pró­sent af verð­mæti allra skráðra hluta­fé­laga á Íslandi. Velta félags­ins er um 125 millj­arðar króna á ári.

For­stjóri Marel er Árni Oddur Þórð­ar­son. Hann var með 581 þús­und evrur í laun í fyrra, sem gera um 70 millj­ónir króna miðað við gengi krónu í lok árs. Auk þess fékk hann um 198 þús­und evrur í kaupauka­greiðsl­ur, um 24 millj­ónir króna, og því voru heild­ar­laun hans um 7,8 millj­ónir króna á mán­uði. Hann er því launa­hæsti for­stjór­inn í Kaup­höll­inni. Laun og kaupauka­greiðslur Árna Odds hækk­uðu um fimm pró­sent í evrum talið milli áranna 2016 og 2017.

Annað skráð félag sem gerir upp í evrum er sjáv­ar­út­vegs­ris­inn HB Grandi. Vil­hjálmur Vil­hjálms­son, for­stjóri þess, hækk­aði um 21 pró­sent í launum í fyrra þegar þau eru skoðuð í evr­um. Árs­laun hans fóru úr 349 þús­und evrum í 421 þús­und evr­ur. Það þýðir að árs­laun hans voru um 50,7 millj­ónir króna miðað við með­al­gengi evru í fyrra, og því um 4,2 millj­ónir króna á mán­uði.

Origo og Hagar

Þá standa eftir tvö félög. Hjá Origo, sem áður hét Nýherji, er Finnur Odds­son for­stjóri. Laun hans hækk­uðu um 2,5 millj­ónir króna í fyrra upp í 45,7 millj­ónir króna. Það gera mán­að­ar­laun upp á 3,8 millj­ónir króna á mán­uði. Laun Finns hafa hækkað mikið á und­an­förnum árum. Árið 2014 var hann með 2,1 milljón króna á mán­uði. Mán­að­ar­laun hans hefur því hækkað um 1,7 millj­ónir króna á þremur árum.

Hag­ar, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi, átti erfitt ár í fyrra, sér­stak­lega vegna inn­komu Costco á mark­að­inn. Mark­aðsvirði félags­ins dróst saman um 20 millj­arða króna á árinu, þótt það hafi rétt aðeins úr kútnum það sem af er árinu 2018.

Hagar gera ekki upp með sama hætti og önnur félög sem skráð eru á mark­að. Þ.e. rekstr­ar­árið þeirra er ekki alm­an­aks­árið og því mun árs­reikn­ingur félags­ins fyrir síð­asta rekstr­arár ekki liggja fyrir fyrr en í maí. Finnur Árna­son, sem hefur verið for­stjóri Haga um ára­bil, var hins vegar með 76,6 millj­ónir króna í laun á rekstr­ar­ár­inu 2016/2017. Það gera um 6,4 millj­ónir króna á mán­uði. Laun hans og hlunn­indi hafa verið á þessum nótum und­an­farin ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar