Ekki víst að það sé mikið raunverulegt framboð af seðlabankastjóraefnum

Seðlabankastjóri segir að margir telji sig hæfa til að gegna starfi sínu, en hann er ekki viss um að raunverulegt framboð af kandídötum sé jafn mikið. Hann ætlar alls ekki að sækjast eftir endurkjöri og hlakkar til að hætta.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri mun ekki verða skip­aður aftur í emb­ættið þegar öðru skip­un­ar­tíma­bili hans lýkur í ágúst 2019. „Ég hlakka mjög til að hætta.“ Þetta kom fram í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut sem frum­sýndur var i gær­kvöldi.

Már segir að hann hafi á sínum tíma sagt að hann ætl­aði sér að losa höftin áður en að hann hætti. Enn sé „smá aflandskrón­ustabbi eft­ir“ og allur hafta­laga­bálk­ur­inn virk­ur. Hann sér fyrir sér að það muni taka lungað af þessu ári að klára þessi mál, þótt end­an­lega ákvörðun um það liggi hjá Alþingi. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:

Hann telur að fólk geti ekki setið mjög lengi í stóli seðla­banka­stjóra. „Mitt mat er það að í gamla daga var hægt að vera 30 ár í starfi sem þessu. En það er ekki hægt leng­ur. Það er tími fyrir allt.“

Már segir að þótt nægt fram­boð sé af fólki sem telur sig geta orðið næsti seðla­banka­stjóri þá sé ekki víst að raun­veru­legt fram­boð af kandídötum í starfið sé mik­ið.

Ætl­aði mögu­lega að hætta fyrir lok skip­un­ar­tím­ans

Már var upp­haf­lega skip­aður í stöðu seðla­banka­stjóra árið 2009. Hann var svo end­ur­skip­aður í starfið 2014, á miklum umróts­tíma þegar enn átti eftir að klára lyk­il­mál tengd losun hafta. Miklar vanga­veltur voru um það í aðdrag­anda skip­unar hans hvort að hann nyti stuðn­ings þáver­andi stjórn­ar­flokka, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem þá mynd­uðu rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Í frétta­til­kynn­ingu sem send var út 15. ágúst 2014, þegar Már var end­ur­ráð­inn kom fram í skip­un­ar­bréfi Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi og núver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að vinna væri hafin við heild­ar­end­ur­skoðun laga um Seðla­banka Íslands. Búist var við því að end­ur­skoð­unin myndi leiða af sér breyt­ingar varð­andi stjórn­skipun bank­ans, t.d. fjölgun seðla­banka­stjóra að nýju, og að staða Más yrði því aug­lýst til umsóknar á ný áður en fimm ára skip­un­ar­tími hans myndi renna út.

Auglýsing
Már sagði í frétta­til­kynn­ing­unni að hann teldi rétt að upp­lýsa í þessu sam­bandi að hann hefði „í nokkur ár haft hug á að skoða mögu­leik­ann á að hverfa á ný til starfa erlendis áður en ald­urs­mörk hamla um of. Ég taldi ekki heppi­legt að gera það nú í ljósi ástands­ins og verk­efna­stöð­unnar í Seðla­bank­anum auk fjöl­skyldu­að­stæðna. Þetta mun breyt­ast á næstu miss­er­um. Það er því óvíst að ég myndi sækj­ast eftir end­ur­ráðn­ingu komi til slíks ferlis vegna breyt­inga á lögum um Seðla­banka Íslands á næstu miss­er­um.“

Nefnd um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um Seðla­banka Íslands skil­aði af sér í sept­em­ber 2015. End­ur­skoðun á starf­semi bank­ans hefur ekki átt sér stað.

Katrín skipar næsta seðla­banka­stjóra

Þegar rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar var mynduð í byrjun árs 2017 voru mál­efni Seðla­banka Íslands færð úr fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu yfir í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Þau fylgdu þar með Bjarna sem færði sig á milli sömu ráðu­neyta. Ef sú rík­is­stjórn hefði setið heilt kjör­tíma­bil hefði það orðið hlut­verk Bjarna að skipa næsta seðla­banka­stjóra. Rík­is­stjórnin lifði hins vegar ekki árið og sprakk um miðjan sept­em­ber 2017.

Í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir síð­ustu kosn­ingar lagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, áherslu á að mál­efni Seðla­banka Íslands yrðu áfram í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu eftir að hún myndi taka við því. Það varð ofan á. Hún mun því skipa eft­ir­mann Más þegar að því kem­ur. Þ.e. ef rík­is­stjórnin situr enn á þeim tíma.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar