Mynd: Samsett

Kjararáð bað um og fékk launahækkun í fyrra

Formaður kjararáðs bað fjármála- og efnahagsráðuneytið um launahækkun daginn áður en að ríkisstjórn sprakk í fyrrahaust. Sú hækkun var veitt sex dögum eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum.

Þann 14. september 2017, daginn áður en að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk, sendi Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og falaðist eftir launahækkun fyrir ráðið. Samkvæmt lögum er það ráðherra sem ákveður laun ráðsins hverju sinni. Í bréfi Jónasar er farið fram á að laun þeirra sem sitja í ráðinu verði hækkuð um 7,3 prósent og að sú hækkun verði afturvirk til 1. ágúst sama ár. Þessi beiðni var rökstudd með því að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016 og að mánaðarleg launavísitala Hagstofu Íslands hefði hækkað um áðurnefnda prósentutölu frá því að síðasta hækkun hafði átt sér stað.

Bréfinu var ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Í millitíðinni fóru fram kosningar og 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við valdataumunum á Íslandi. Í fjármála- og efnahagsráðuneytið settist Bjarni Benediktsson. Sex dögum eftir að hann tók við embætti, þann 6. desember, barst Jónasi svarbréf frá ráðuneytinu. Í því var honum greint frá að fallist hafði verið á tillögu hans um launahækkun kjararáðs og að hún myndi gilda frá 1. ágúst 2017.

Auglýsing

Kjarninn óskaði eftir að fá afrit af bréfaskiptum kjararáðs og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þau afrit voru afhent í gær. Hægt er að lesa bréf kjararáðs hér og svarbréf ráðuneytisins hér.

Tugprósenta launahækkanir æðstu ráðamanna

Ákvarðanir kjararáðs hafa verið mjög gagnrýndar á undanförnum árum. Mesta athygli vakti ákvörðun kjara­ráðs frá því í októ­ber 2016, þegar ráðið ákvað að hækka laun for­­­seta Íslands, þing­far­­­ar­­­kaup alþing­is­­­manna og laun ráð­herra.

Sam­­­kvæmt þeim úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­ar­­­kaup alþing­is­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­töldu þing­far­­­ar­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­arra ráð­herra að með­­­­­töldu þing­far­­­ar­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­­lega 1,5 millj­­­ónir en laun for­­­seta voru tæpar 2,5 millj­­­ón­­­ir. Laun þing­­­­manna hækk­­­­uðu hlut­­­­falls­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­sent.

Launahækkun kjararáðs var samþykkt nokkrum dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Síðan þá hefur sama ríkisstjórn skipað starfshóp sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja eigi kjararáð niður.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Aðstoð­ar­menn ráð­herra hafa líka fengið dug­lega launa­hækkun á und­an­förnum árum. Sum­arið 2016 voru laun skrif­stofu­stjóra í ráðu­neytum hækkuð um allt að 35 pró­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­ar­­manna, sem miða við þau laun, um 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði.

Í des­em­ber hækk­­aði kjara­ráð svo laun bisk­­­ups, Agn­­­esar Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, um tugi pró­­­senta. Í úrskurð­i vegna þessa kom fram að biskup skuli hafa tæp­­­lega 1,2 millj­­­ónir í mán­að­­­ar­­­laun auk 40 fastra yfir­­­vinn­u­ein­inga. Ein ein­ing er 9.572 krónur og laun bisk­­­ups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mán­uði.

Hækk­­­unin var aft­­­ur­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­kvæmt úrskurð­in­­­um. Um síðustu ára­­mót fékk biskup því ein­greiðslu fyrir síð­­­asta árið en sú upp­­­hæð nemur 3,3 millj­­­ónir króna.

Lagt til að kjararáð verði lagt niður

Vegna þessa ástands skipaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra starfshóp til að fjalla um málefni kjararáðs þann 19. janúar síðastliðinn. Hópurinn skilaði af sér rúmum mánuði síðar og í niðurstöðu hans kom fram að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­enda rík­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­sam­komu­lags aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda frá árinu 2015, ákvarð­anir þess verið óskýr­ar, ógagn­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­ur­inn til að kjara­ráð yrði lagt niður og útaf­keyrsla þess yrði leið­rétt.

Auglýsing

Það breytti því ekki að skaðinn var skeður. Hinar óhoflegu launahækkanir höfðu sett kjarasamninga í uppnám. Ekki bætti úr skák þegar fréttir bárust af því á síðustu vikum að laun æðstu stjórnenda og stjórna opinberra fyrirtækja hefðu hækkað um tugi prósenta strax í kjölfar þess að ákvarðanir um kjör þeirra hafi verið færðar undan kjararáði og til stjórnanna sjálfra.

Líka í Landsvirkjun

Mesta úlfúð vakti hækkun launa forstjóra Landsvirkjunar um 700 þús­und krónur á mán­uði á árs­grund­velli. Þau eru ný 2,7 millj­ónir króna. Þar sem launa­hækkun hans tók gildi um mitt síð­asta ár er hækk­unin á mán­að­ar­laun­unum lík­ast til mun hærri, eða yfir einni milljón króna. Laun stjórn­ar­manna í Lands­virkjun hækk­uðu um tæp 50 pró­sent. Sam­an­lagt deildu fimm stjórn­ar­menn með sér 525 þús­und krónum til við­bótar á mán­uði.

Þetta var ákveðið af starfs­kjara­nefnd Lands­virkj­un­ar, sem í sitja þrí­r ­stjórn­ar­mann­anna. Einn þeirra er Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann var skipaður í það starf af Bjarna Benediktssyni, sem skipaði hann einnig sem formann kjararáðs árið 2014.

Kjarninn fjallaði ítarlega um Jónas Þór í fréttaskýringu sem birtist í síðustu viku.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar