Mynd: Samsett

Kjararáð bað um og fékk launahækkun í fyrra

Formaður kjararáðs bað fjármála- og efnahagsráðuneytið um launahækkun daginn áður en að ríkisstjórn sprakk í fyrrahaust. Sú hækkun var veitt sex dögum eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum.

Þann 14. sept­em­ber 2017, dag­inn áður en að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk, sendi Jónas Þór Guð­munds­son, for­maður kjara­ráðs, bréf til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og fal­að­ist eftir launa­hækkun fyrir ráð­ið. Sam­kvæmt lögum er það ráð­herra sem ákveður laun ráðs­ins hverju sinni. Í bréfi Jónasar er farið fram á að laun þeirra sem sitja í ráð­inu verði hækkuð um 7,3 pró­sent og að sú hækkun verði aft­ur­virk til 1. ágúst sama ár. Þessi beiðni var rök­studd með því að laun kjara­ráðs hefðu ekki hækkað frá því sum­arið 2016 og að mán­að­ar­leg launa­vísi­tala Hag­stofu Íslands hefði hækkað um áður­nefnda pró­sentu­tölu frá því að síð­asta hækkun hafði átt sér stað.

Bréf­inu var ekki svarað í rúman tvo og hálfan mán­uð. Í milli­tíð­inni fóru fram kosn­ingar og 30. nóv­em­ber 2017 tók rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur við valda­taumunum á Íslandi. Í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sett­ist Bjarni Bene­dikts­son. Sex dögum eftir að hann tók við emb­ætti, þann 6. des­em­ber, barst Jónasi svar­bréf frá ráðu­neyt­inu. Í því var honum greint frá að fall­ist hafði verið á til­lögu hans um launa­hækkun kjara­ráðs og að hún myndi gilda frá 1. ágúst 2017.

Kjarn­inn óskaði eftir að fá afrit af bréfa­skiptum kjara­ráðs og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Þau afrit voru afhent í gær. Hægt er að lesa bréf kjara­ráðs hér og svar­bréf ráðu­neyt­is­ins hér.

Tug­pró­senta launa­hækk­anir æðstu ráða­manna

Ákvarð­anir kjara­ráðs hafa verið mjög gagn­rýnd­ar á und­an­förnum árum. Mesta athygli vakti ákvörðun kjara­ráðs frá því í októ­ber 2016, þegar ráðið ákvað að hækka laun for­­­­seta Íslands, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna og laun ráð­herra.

Sam­­­­kvæmt þeim úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­­­lega 1,5 millj­­­­ónir en laun for­­­­seta voru tæpar 2,5 millj­­­­ón­­­­ir. Laun þing­­­­­manna hækk­­­­­uðu hlut­­­­­falls­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­sent.

Launahækkun kjararáðs var samþykkt nokkrum dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Síðan þá hefur sama ríkisstjórn skipað starfshóp sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja eigi kjararáð niður.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Aðstoð­­ar­­menn ráð­herra hafa líka fengið dug­­lega launa­hækkun á und­an­­förnum árum. Sum­­­arið 2016 voru laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­­ar­­­manna, sem miða við þau laun, um 1,2 millj­­­ónir króna á mán­uði.

Í des­em­ber hækk­­­aði kjara­ráð svo laun bisk­­­­ups, Agn­­­­esar Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­­­­ur, um tugi pró­­­­senta. Í úrskurð­i vegna þessa kom fram að biskup skuli hafa tæp­­­­lega 1,2 millj­­­­ónir í mán­að­­­­ar­­­­laun auk 40 fastra yfir­­­­vinn­u­ein­inga. Ein ein­ing er 9.572 krónur og laun bisk­­­­ups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mán­uði.

Hækk­­­­unin var aft­­­­ur­­­­virk til 1. jan­úar 2017, sam­­­­kvæmt úrskurð­in­­­­um. Um síð­ustu ára­­­mót fékk biskup því ein­greiðslu fyrir síð­­­­asta árið en sú upp­­­­hæð nemur 3,3 millj­­­­ónir króna.

Lagt til að kjara­ráð verði lagt niður

Vegna þessa ástands skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra starfs­hóp til að fjalla um mál­efni kjara­ráðs þann 19. jan­úar síð­ast­lið­inn. Hóp­ur­inn skil­aði af sér rúmum mán­uði síðar og í nið­ur­stöðu hans kom fram að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­­enda rík­­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­­sam­komu­lags aðila vinn­u­­mark­að­­ar­ins og stjórn­­­valda frá árinu 2015, ákvarð­­anir þess verið óskýr­­ar, ógagn­­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­­ur­inn til að kjara­ráð yrði lagt niður og útaf­keyrsla þess yrði leið­rétt.

Það breytti því ekki að skað­inn var skeð­ur. Hinar óhof­legu launa­hækk­anir höfðu sett kjara­samn­inga í upp­nám. Ekki bætti úr skák þegar fréttir bár­ust af því á síð­ustu vikum að laun æðstu stjórn­enda og stjórna op­in­berra fyr­ir­tækja hefðu hækkað um tugi pró­senta strax í kjöl­far þess að ákvarð­anir um kjör þeirra hafi verið færðar undan kjara­ráði og til stjórn­anna sjálfra.

Líka í Lands­virkjun

Mesta úlfúð vakti hækkun launa for­stjóra Lands­virkj­unar um 700 þús­und krónur á mán­uði á árs­grund­velli. Þau eru ný 2,7 millj­­ónir króna. Þar sem launa­hækkun hans tók gildi um mitt síð­­asta ár er hækk­­unin á mán­að­­ar­­laun­unum lík­­­ast til mun hærri, eða yfir einni milljón króna. Laun stjórn­­­ar­­manna í Lands­­virkjun hækk­­uðu um tæp 50 pró­­sent. Sam­an­lagt deildu fimm stjórn­­­ar­­menn með sér 525 þús­und krónum til við­­bótar á mán­uði.

Þetta var ákveðið af starfs­kjara­­nefnd Lands­­virkj­un­­ar, sem í sitja þrí­r ­stjórn­­­ar­­mann­anna. Einn þeirra er Jónas Þór Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­un­ar. Hann var skip­aður í það starf af Bjarna Bene­dikts­syni, sem skip­aði hann einnig sem for­mann kjara­ráðs árið 2014.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Jónas Þór í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í síð­ustu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar