Maðurinn sem ber ábyrgð á skjálftanum á vinnumarkaði

Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður hefur haft aðkomu að ákvörðunum sem gætu haft þær afleiðingar í dag að kjarasamningum verði sagt upp. Gegnir formennsku bæði í kjararáði og stjórn Landsvirkjunar.

Jónas Þór Guðmundsson
Auglýsing

Jónas Þór Guð­munds­son hæsta­rétt­ar­lög­maður er full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjara­ráði og stjórn Lands­virkj­un­ar. Ákvarð­anir sem bæði ráðið og fyr­ir­tæk­ið, undir hans stjórn, hafa tekið hefur sett stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði í algjört upp­nám og gætu jafn­vel orðið þess vald­andi að kjara­samn­ingum verði sagt upp í dag. For­manna­fundur ASÍ fundar nú á Hilton Nor­dica hót­el­inu þar sem kosið verður um upp­sögn kjara­samn­inga.

Hver er Jónas Þór?

Jónas hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjölda ára. Hann var stjórn­ar­með­limur í Stefni, félagi ungra sjálf­stæð­is­manna í Hafn­ar­firði frá árunum 1994 til 1998 og þar af for­maður í eitt ár. Á árunum 1997 til 1999 var hann vara­for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna, en þá gegndi Ásdís Halla Braga­dóttir for­mennsku. Jónas bauð sig fram í það emb­ætti en laut í lægra haldi fyrir Sig­urði Kára Krist­jáns­syni í kosn­ingu árið 1999, sem síðar varð þing­maður flokks­ins.

Jónas hefur í gegnum tíð­ina gegnt mörgum trún­að­ar­störfum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þar meðal setið í emb­ætti for­manns kjör­stjórnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi sem og gegnt for­mennsku í kjör­dæm­is­ráði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sama kjör­dæmi. Hann hefur setið í mið­stjórn flokks­ins sem og flokks­ráði þess. Fram­kvæmda­stjórn flokks­ins er í höndum mið­stjórnar sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokks­ins, hefur eft­ir­lits- og úrskurð­ar­vald um allar fram­kvæmdir á vegum hans, hefur umráð yfir eignum og gætir þess að skipu­lags­reglum sé fylgt. Flokks­ráð Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur það hlut­verk að marka stjórn­mála­stefnu flokks­ins ef ekki liggja fyrir ákvarð­anir lands­fund­ar. Ekki má taka ákvörðun um afstöðu flokks­ins til ann­arra stjórn­mála­flokka nema með sam­þykki flokks­ráðs og kemur ráðið því til dæmis saman þegar ný rík­is­stjórn er mynduð með aðild Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Jónas var einnig um tíma for­maður stjórnar Lög­manna­fé­lags Íslands en hann starfar alla jafna sem sjálf­stætt starf­andi lög­maður og rekur eigin lög­manns­stofu í Hafn­ar­firði. Áður en hann varð lög­maður starf­aði Jónas á laga­skrif­stofu dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­is­ins en fyrir þann tíma sem kennslu­stjóri við laga­deild Háskóla Íslands.

Afleið­ingar ákvarð­ana kjara­ráðs

Mál­efni kjara­ráðs gætu mögu­lega verið í þann mund að leiða til þess að verka­lýðs­for­ystan slíti kjara­samn­ingum vegna for­sendu­brests. Þar gegnir Jónas Þór for­mennsku en skipað var í kjara­ráð í júlí 2014 og sú skipun rennur út í júní á þessu ári. Þrír eru kosnir af Alþingi í ráð­inu, tveir af Hæsta­rétti og einn af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

­Starfs­hópur sem skip­aður var af for­sæt­is­ráð­herra til að fjalla um mál­efni kjara­ráðs í lok jan­úar á þessu ári var sam­mála um að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­enda rík­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­sam­komu­lags aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda frá árinu 2015, ákvarð­anir þess verið óskýr­ar, ógagn­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­ur­inn til að kjara­ráð yrði lagt niður og útaf­keyrsla þess yrði leið­rétt. Stirr­inn núna stendur um með hvaða hætti útaf­keyrslan verður leið­rétt, en ASÍ vill að það verði gert strax, með lækkun þess­ara launa. Sem dæmi má nefna að laun ráð­herra hafa hækkað um 64 pró­sent eða um 800 þús­und á mán­uði, laun skrif­stofu­stjóra í ráðu­neytum um 52 pró­sent eða um 570 þús­und krónur á mán­uði og laun þing­manna um 48 pró­sent eða um 377 þús­und krónur á mán­uði. Meiri­hluti starfs­hóps­ins vill ekki fram­kalla lækk­un­ina strax heldur „frysta“ laun þeirra þar til þau nái við­miðum ramma­sam­komu­lags­ins. Ef farið yrði að til­lögu ASÍ myndu laun ráð­herra lækka um um það bil 300 þús­und á mán­uði, ráðu­neyt­is­stjóra um 107 þús­und, laun skrif­stofu­stjóra um rúm­lega 100 þús­und og laun þing­manna um 65 þús­und krónur á mán­uði.

ASÍ heldur því fram að fryst­ing launa æðstu stjórn­enda rík­is­ins gæti varað út árið 2018 fyrir suma en nokkur ár fyrir þá sem fengu mesta hækkun með úrskurðum kjara­ráðs. ASÍ telur að með því að „frysta“ haldi þessi hópur ekki ein­asta ofgreiddum launum upp á 671 milljón króna heldur fái áfram­hald­andi ofgreiðslur upp á 378 milj­ónir til við­bótar þar til fryst­ing­unni lík­ur. Þegar upp verður staðið mun útaf­keyrsla kjara­ráðs kosta rík­is­sjóð um 1.3 millj­arða. Þannig myndu 473 millj­ónir króna spar­ast ef farið væri að til­lögu ASÍ.

Úrskurðir um launa­hækk­anir kjara­ráðs hafa ítrekað ratað í fréttir á und­an­förnum árum. Kjara­ráð úrskurðar um launa­hækk­anir þjóð­kjör­inna full­trúa og ráð­herra, um laun dóm­ara og emb­ætt­is­manna, for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana og fram­kvæmda­stjóra hluta­fé­laga í meiri hluta eigu rík­is­ins.

Launa­hækk­anir í Lands­virkjun sprengja inn í við­kvæmar við­ræður

Jónas var gerður að stjórn­ar­for­manni Lands­virkj­unar sama ár, 2014. Auk hans sitja í stjórn­inni Har­aldur Flosi Tryggva­son hér­aðs­dóms­lög­mað­ur, fyrr­ver­andi ráð­herr­arnir og þing­menn­irnir Álf­heiður Inga­dóttir og Ragn­heiður Elín Árna­dóttir og Kristín Vala Ragn­ars­dóttir pró­fess­or.

Sam­kvæmt fréttum RÚV frá því í gær hækk­uðu sam­an­lögð laun stjórnar Lands­virkj­unar úr 12,7 millj­ónum króna í 19 millj­ónir milli áranna 2016 og 2017 sem er tæp­lega 50 pró­senta hækk­un. Í athuga­semdum Lands­virkj­unar kemur fram að fyr­ir­tækið segi launin ekki hafa hækkað eins mikið og haldið er fram, 13 pró­sent hækk­un­ar­innar megi rekja til geng­is­þró­unar þar sem laun séu greidd í krónum en fyr­ir­tækið gerir upp í Banda­ríkja­döl­um. Hækkun launa til stjórn­ar­manna sé um 5 pró­sent en sam­an­lagðar greiðslur til þeirra hafi hækkað meira þar sem und­ir­nefndum stjórnar sem þeir sitja í hafi fjölgað milli ára.

Í sam­tali við Kjarn­ann í gær sagð­ist Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ orð­laus yfir fréttum af þessum hækk­unum og velti því upp hvort þær væri ekki fram­kvæmdar með sam­þykki rík­is­stjórnar og þess ráð­herra sem fer með mál­efni Lands­virkj­un­ar.

Gylfi sagði þau hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni búin að vera í deilum við stjórn­völd um með hvaða hætti grípa eigi inn í ákvarð­anir kjara­ráðs og á sama tíma sé verið að taka svona ákvarð­anir hjá Lands­virkj­un. „Maður er bara alveg í for­undran að ráð­herra hafi sam­­þykkt þessa nið­­ur­­stöð­u,“ sagði Gylfi. Nú er ljóst að sami mað­ur­inn á aðkomu að báðum þessum deilu­málum sem hafa sett vinnu­mark­að­inn í heild sinni í upp­nám - Jónas Þór Guð­munds­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent