Ekki ranglega greidd laun heldur „geðþóttabreyting framkvæmdavaldsins“

Sú „einhliða“ og „fyrirvaralausa“ ákvörðun að lækka laun dómara felur í sér „atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir formaður Dómarafélags Íslands.

Kjartan Björgvinsson, héraðsdómari og varaformaður Dómarafélags Íslands.
Kjartan Björgvinsson, héraðsdómari og varaformaður Dómarafélags Íslands.
Auglýsing

Dóm­ara­fé­lag Íslands mót­mælir harð­lega „ólög­mætri ákvörðun fjár­mála­ráð­herra um ein­hliða og aft­ur­virka skerð­ingu á kjörum dóm­ara,“ segir í yfir­lýs­ingu frá félag­inu. „Ákvörð­unin er í and­stöðu við gild­andi lög um launa­kjör dóm­ara og með henni er vegið að rétti borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli. Aðgerð­irnar fela í sér atlögu fram­kvæmda­valds­ins að dóms­vald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í íslenskri rétt­ar­sög­u.“

Kjartan Björg­vins­son, hér­aðs­dóm­ari og for­maður stjórnar Dóm­ara­fé­lags­ins, birtir yfir­lýs­ing­una á Face­book-­síðu sinni. „Sú und­ar­lega ákvörðun blasti við dóm­urum lands­ins í morgun að laun þeirra voru lækkuð fyr­ir­vara­laust,“ skrifar hann enn­frem­ur. „Þessi lækkun mun vera í umboði fjár­mála­ráð­herra sem hefur boðað frek­ari og aft­ur­virkar skerð­ingar á launum dóm­ara.“

Auglýsing

Hann segir aðferð­ina setja alla sem reki mál á hendur rík­inu í þá stöðu að eiga von á því „að fram­kvæmda­valdið geti lækkað laun dóm­ara eftir eigin geð­þótta. Þar með eru borg­ar­arnir sviptir rétt­látri máls­með­ferð og því að geta borið mál sín undir sjálf­stæðan og óvil­hallan dóm­stól í sam­ræmi við ákvæði stjórn­ar­skrár­innar og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu“.

Færsla Kjartans á Facebook. Mynd: Skjáskot

Greint var frá því á vef Fjár­sýslu rík­is­ins í morgun að ráð­herr­ar, alþing­is­menn, for­seti Íslands, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, lög­reglu­stjórn­ar, ráðu­neyt­is­stjór­ar, seðla­banka­stjóri og vara­seðla­banka­stjórar ásamt rík­is­sátta­semj­ara hefðu alls fengið 105 millj­ónir króna í ofgreidd laun frá árinu 2019. Þar sagði að 260 ein­stak­ling­ar, þar af 215 sem enn eru í starfi, verði krafðir um end­ur­greiðslu á ofgreiðsl­unni.

Þessi mis­tök eru sögð eiga rætur sínar að rekja aftur til þess þegar Kjara­ráð var lagt nið­ur.

Halla Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ASÍ, spyr í ummælum við Face­book-­færslu Kjart­ans hvort það sem við dóm­ur­unum blasti í morg­un, líkt og Kjartan kemst að orði, eigi ekki við um alla emb­ætt­is­menn og kjörna full­trúa sem fengu ofgreidd laun? „Sjálf­sagt að ræða hvort það sé eðli­legt að taka þau til baka með þessum hætti en kannski dálítið vel í lagt að telja það ógn við rétt­ar­rík­ið.“

Kjartan svarar Höllu og bendir á að miðað við þær upp­lýs­ingar sem Dóm­ara­fé­lagið hafi séu þetta ekki rang­lega greidd laun eins og þau ber að ákveða sam­kvæmt ákvæðum laga nr. 79/2019 „heldur geð­þótta­breyt­ing fram­kvæmda­valds­ins“. Til­kynn­ing fjár­sýsl­unnar frá í dag sé því ekki rétt og „bein­línis vill­and­i“.

Varð­andi ákvarð­anir rík­is­ins um launa­mál dóm­ara og áhrif þeirra á sjálf­stæði dóms­valds­ins megi benda á dóm núver­andi for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu Róberts Spanó, sem hann kvað upp árið 2006 sem þá settur dóm­ari. „Ríkið undi þeim dómi en í þessu máli er fram­kvæmda­valdið á enn tæp­ari grunn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent