Laun ráðherra hafa hækkað um næstum eina milljón á mánuði frá því fyrir sex árum

Laun þingmanna hafa hækkað um næstum 90 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 340 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Í byrjun sum­­­ars 2016 voru grunn­­laun þing­­manna á Íslandi 712 þús­und krónur á mán­uði. Nú, sex árum síð­­­ar, eru þau 1.346 þús­und krónur á mán­uði. Þau hafa því hækkað um 634 þús­und krónur á tíma­bil­inu, eða um 89 pró­­sent á tíma­bil­inu.

Þetta má lesa út úr launa­töflu yfir laun þjóð­kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna þjóð­ar­innar sem birt var í gær þegar laun þeirra voru hækkuð um 4,7 pró­sent.

Grunn­­laun ráð­herra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257 þús­und krónur í laun snemm­sum­­­ars 2016 en eru nú 2.231 þús­und krónur á mán­uði og hafa hækkað um 974 þús­und krónur á tíma­bil­in­u. 

Auglýsing
Forsætisráðherra var með 1.391 þús­und krónur í laun á mán­uði árið 2016 en er nú með 2.470 þús­und krón­ur. Mán­að­ar­launin hafa því hækkað um 1.079 þús­und krónur á sex árum. Katrín Jak­obs­dóttir hefur gegnt emb­ætt­inu frá því síðla árs 2017, eða þorra þess tíma sem um ræð­ir.

Hækka langt umfram reglu­leg laun í krónum talið

Mið­gildi reglu­legra heild­­ar­­launa fólks á Íslands, sam­­kvæmt tölum frá Hag­­stofu Íslands, var 492 þús­und krónur í árs­­lok 2015. Í lok síð­­asta árs voru þau 696 þús­und krónur og höfðu því hækkað um 204 þús­und krón­­ur, eða 41 pró­­sent á tíma­bil­inu. Ef skoðað er með­al­tal heild­ar­launa þá hefur það hækkað um 39 pró­sent, eða 216 þús­und krón­ur, á sama tíma­bil­i. 

­Laun þing­­manna hafa því hækkað um 430 þús­und krónur umfram þær krónur sem mið­gildi reglu­legra heild­­ar­­launa lands­­manna hefur hækkað á tíma­bil­inu og um 416 þús­und krónur umfram með­al­tal reglu­legra heild­­ar­­launa. 

Ef horft er á laun ráð­herra þá hafa þau hækkað um 770 þús­und krónur umfram mið­gildi heild­ar­launa í land­inu og 758 þús­und krónur umfram með­al­tal þeirra. 

For­sæt­is­ráð­herra hefur svo hækkað um 875 þús­und krónur á mán­uði umfram það sem mið­gildi reglu­legra heild­ar­launa hefur hækkað og 863 þús­und krónur umfram með­al­tals­laun­in. Hækkun á launum ráð­herra á sex ára tíma­bili er því meiri en sem nemur heild­ar­launum með­al­launa­manns á mán­uð­i. 

Fá launa­hækkun í takti við þróun launa­­vísi­­tölu

Lögin sem ákveða laun þessa hóps voru sett árið 2019, í kjöl­far þess að Kjara­ráð var lagt nið­­ur. Það ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­­­manna og laun ráð­herra gríð­­­ar­­­lega. Laun þing­­­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­­­sent.

Þessi gríð­­ar­­lega hækkun var harð­­lega gagn­rýnd víða og varð til þess að ákveðið var að breyta því hvernig laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa og æðstu emb­ætt­is­­manna yrðu reikn­uð. Það var gert með lögum árið 2019 og frá þeim tíma hækka þau í takti við þróun launa­­vísi­­tölu.

Í síð­­­ustu kjara­­samn­ing­um, svoköll­uðum lífs­kjara­­samn­ing­um, var hins vegar samið um krón­u­­tölu­hækk­­­anir fyrir flestar stétt­­ir. 

Flestir samn­ingar á vinnu­mark­aði eru lausir síðar á þessu ári og því stór kjara­samn­inga­lota framund­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent