Mánaðarlaun þingmanna og ráðherra hækkuðu um tugi þúsunda í dag

Forsætisráðherra fær nú 110 þúsund krónum meira í laun en hún fékk í síðasta mánuði, eða alls tæplega 2,5 milljónir króna á mánuði. Þingfarakaupið er komið í 1.346 þúsund á mánuði.

Það gefur vel í aðra hönd að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Það gefur vel í aðra hönd að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Laun kjör­inna full­trúa voru hækkuð í dag. Þing­fara­kaupið hækk­aði um 4,7 pró­sent í dag og er nú 1.346 þús­und krónur á mán­uði. Alls hækk­uðu grunn­laun kjör­inna þing­manna um 60.171 krón­ur.  

Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Laun ráð­herra hækk­uðu um sama hlut­fall og þing­manna en mun meira í krónum talið, eða um 99.791 krónur á mán­uði. Ráð­herr­arnir eru nú með 2.232 þús­und krónur í mán­að­ar­laun. 

Laun for­sæt­is­ráð­herra eru sam­an­sett af grunn­­laun­um, sem taka mið af þing­fara­kaupi, en ofan á það leggst álags­greiðsla. Alls eru laun Katrínar Jak­obs­dóttur 2.470 þús­und krónur á mán­uði frá deg­inum í dag og hækka um 110 þús­und krónur milli ára. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum launa­töflum um laun æðstu ráða­manna þjóð­ar­innar sem birtar voru á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag, en laun þeirra taka breyt­ingum 1. júlí ár hvert.

Gefur vel að vera for­seti og stýra ráðu­neyti eða seðla­banka

Ráðu­neyt­is­stjórar eru ekki miklir eft­ir­bátar yfir­manna sinna þegar kemur að laun­um. Ráðu­neyt­is­stjór­inn í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu fær 2.221 þús­und krónur á mán­uði  í heild­ar­laun, sem eru sam­an­sett af grunn­launum og fastri álags- og yfir­vinnu­greiðslu, og kollegar hennar í hinum ráðu­neyt­unum fá 2.108 þús­und  krónur á mán­uði fyrir skatta.

Auglýsing
Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fékk líka launa­hækkun í dag og þiggur nú 3.647.465 krónur á mán­uði fyrir störf sín. Sömu sögu er að segja um Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra sem fær nú 2.366 þús­und krónur á mán­uði.

Aðrir hátt­settir emb­ætt­is­menn sem fengu launa­hækkun í dag eru, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, lög­reglu­stjór­ar, vara­seðla­banka­stjórar og rík­is­sátta­semj­ari.

Fengu ofgreidd laun upp á 105 millj­ónir króna

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag mun þessi hópur þó ekki fá launin sín að öllu leyti næstu mán­uði. Ástæðan er sú að frá 2019 hafa þau verið ofgreidd um sam­tals 105 millj­ónir króna vegna mis­taka hjá fjár­sýslu rík­is­ins við útreikn­ing þeirra. 

Mis­tökin gerðu það að verkum að alls 260 þjóð­kjörnir full­trúar og hátt­settir emb­ætt­is­menn, þar af 215 sem eru enn að störf­um, fengu of mikið borg­að.

Þau upp­götv­uð­ust þegar Fjár­sýslan var að upp­færa krónu­tölu­fjár­hæð launa þeirra sem falla undir lög um laun þessa hóps frá árið 2019, til sam­ræmis við tölur Hag­stof­unnar í sam­ráði við kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins.

Í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­innar er beðist afsök­unar á þessu og sagt að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi tekið ákvörðun um að ofgreiddu launin verði end­ur­greidd. „Al­gengt er að end­ur­greiðslu­fjár­hæð svari til um þriðj­ungs einna mán­að­ar­launa hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tíma­bil­ið. End­ur­greiðslan fer fram í áföngum á 12 mán­aða tíma­bil­i.“

Sam­kvæmt þessu geta þing­menn átt von á því að þurfa að greiða rúm­lega 400 þús­und krónur til baka vegna ofgreiddra launa og for­sæt­is­ráð­herra rúm­lega 800 þús­und krón­ur.

Fá launa­hækkun í takti við þróun launa­vísi­tölu

Lögin sem ákveða laun þessa hóps voru sett árið 2019, í kjöl­far þess að Kjara­ráð var lagt nið­ur. Það ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­­manna og laun ráð­herra gríð­­ar­­lega. Laun þing­­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­­sent.

Þessi gríð­ar­lega hækkun var harð­lega gagn­rýnd víða og varð til þess að ákveðið var að breyta því hvernig laun þjóð­kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna yrðu reikn­uð. Það var gert með lögum árið 2019 og frá þeim tíma hækka þau í takti við þróun launa­vísi­tölu. Í síð­ustu kjara­samn­ing­um, svoköll­uðum lífs­kjara­samn­ing­um, var hins vegar samið um krónu­tölu­hækk­anir fyrir flestar stétt­ir.

Í ljósi þess að laun þessa hóps eru mun hærri en með­al­laun í þjóð­fé­lag­inu, en mið­gildi reglu­legra heild­ar­launa í fyrra var 696 þús­und krón­ur. Það þýðir að helm­ingur launa­manna var með laun undir þeirri tölu. Ef sá sem var með 696 þús­und krónur í laun hækk­aði um sama hlut­fall og þjóð­kjörnir full­trúar og æðstu emb­ætt­is­menn gerði í dag myndi við­kom­andi fá um 33 þús­und krónur til við­bótar í laun fyrir skatt, eða 77 þús­und krónum minna en laun for­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um í byrjun yfir­stand­andi mán­að­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent