Mánaðarlaun þingmanna og ráðherra hækkuðu um tugi þúsunda í dag

Forsætisráðherra fær nú 110 þúsund krónum meira í laun en hún fékk í síðasta mánuði, eða alls tæplega 2,5 milljónir króna á mánuði. Þingfarakaupið er komið í 1.346 þúsund á mánuði.

Það gefur vel í aðra hönd að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Það gefur vel í aðra hönd að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Laun kjör­inna full­trúa voru hækkuð í dag. Þing­fara­kaupið hækk­aði um 4,7 pró­sent í dag og er nú 1.346 þús­und krónur á mán­uði. Alls hækk­uðu grunn­laun kjör­inna þing­manna um 60.171 krón­ur.  

Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Laun ráð­herra hækk­uðu um sama hlut­fall og þing­manna en mun meira í krónum talið, eða um 99.791 krónur á mán­uði. Ráð­herr­arnir eru nú með 2.232 þús­und krónur í mán­að­ar­laun. 

Laun for­sæt­is­ráð­herra eru sam­an­sett af grunn­­laun­um, sem taka mið af þing­fara­kaupi, en ofan á það leggst álags­greiðsla. Alls eru laun Katrínar Jak­obs­dóttur 2.470 þús­und krónur á mán­uði frá deg­inum í dag og hækka um 110 þús­und krónur milli ára. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum launa­töflum um laun æðstu ráða­manna þjóð­ar­innar sem birtar voru á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag, en laun þeirra taka breyt­ingum 1. júlí ár hvert.

Gefur vel að vera for­seti og stýra ráðu­neyti eða seðla­banka

Ráðu­neyt­is­stjórar eru ekki miklir eft­ir­bátar yfir­manna sinna þegar kemur að laun­um. Ráðu­neyt­is­stjór­inn í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu fær 2.221 þús­und krónur á mán­uði  í heild­ar­laun, sem eru sam­an­sett af grunn­launum og fastri álags- og yfir­vinnu­greiðslu, og kollegar hennar í hinum ráðu­neyt­unum fá 2.108 þús­und  krónur á mán­uði fyrir skatta.

Auglýsing
Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fékk líka launa­hækkun í dag og þiggur nú 3.647.465 krónur á mán­uði fyrir störf sín. Sömu sögu er að segja um Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra sem fær nú 2.366 þús­und krónur á mán­uði.

Aðrir hátt­settir emb­ætt­is­menn sem fengu launa­hækkun í dag eru, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, lög­reglu­stjór­ar, vara­seðla­banka­stjórar og rík­is­sátta­semj­ari.

Fengu ofgreidd laun upp á 105 millj­ónir króna

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag mun þessi hópur þó ekki fá launin sín að öllu leyti næstu mán­uði. Ástæðan er sú að frá 2019 hafa þau verið ofgreidd um sam­tals 105 millj­ónir króna vegna mis­taka hjá fjár­sýslu rík­is­ins við útreikn­ing þeirra. 

Mis­tökin gerðu það að verkum að alls 260 þjóð­kjörnir full­trúar og hátt­settir emb­ætt­is­menn, þar af 215 sem eru enn að störf­um, fengu of mikið borg­að.

Þau upp­götv­uð­ust þegar Fjár­sýslan var að upp­færa krónu­tölu­fjár­hæð launa þeirra sem falla undir lög um laun þessa hóps frá árið 2019, til sam­ræmis við tölur Hag­stof­unnar í sam­ráði við kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins.

Í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­innar er beðist afsök­unar á þessu og sagt að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi tekið ákvörðun um að ofgreiddu launin verði end­ur­greidd. „Al­gengt er að end­ur­greiðslu­fjár­hæð svari til um þriðj­ungs einna mán­að­ar­launa hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tíma­bil­ið. End­ur­greiðslan fer fram í áföngum á 12 mán­aða tíma­bil­i.“

Sam­kvæmt þessu geta þing­menn átt von á því að þurfa að greiða rúm­lega 400 þús­und krónur til baka vegna ofgreiddra launa og for­sæt­is­ráð­herra rúm­lega 800 þús­und krón­ur.

Fá launa­hækkun í takti við þróun launa­vísi­tölu

Lögin sem ákveða laun þessa hóps voru sett árið 2019, í kjöl­far þess að Kjara­ráð var lagt nið­ur. Það ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­­manna og laun ráð­herra gríð­­ar­­lega. Laun þing­­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­­sent.

Þessi gríð­ar­lega hækkun var harð­lega gagn­rýnd víða og varð til þess að ákveðið var að breyta því hvernig laun þjóð­kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna yrðu reikn­uð. Það var gert með lögum árið 2019 og frá þeim tíma hækka þau í takti við þróun launa­vísi­tölu. Í síð­ustu kjara­samn­ing­um, svoköll­uðum lífs­kjara­samn­ing­um, var hins vegar samið um krónu­tölu­hækk­anir fyrir flestar stétt­ir.

Í ljósi þess að laun þessa hóps eru mun hærri en með­al­laun í þjóð­fé­lag­inu, en mið­gildi reglu­legra heild­ar­launa í fyrra var 696 þús­und krón­ur. Það þýðir að helm­ingur launa­manna var með laun undir þeirri tölu. Ef sá sem var með 696 þús­und krónur í laun hækk­aði um sama hlut­fall og þjóð­kjörnir full­trúar og æðstu emb­ætt­is­menn gerði í dag myndi við­kom­andi fá um 33 þús­und krónur til við­bótar í laun fyrir skatt, eða 77 þús­und krónum minna en laun for­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um í byrjun yfir­stand­andi mán­að­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent