Ráðherrar, þingmenn og forsetinn á meðal þeirra sem fengu 105 milljónir í ofgreidd laun

Þjóðkjörnir fulltrúar og ýmsir háttsettir embættismenn sem færðir voru undan Kjararáði fyrir nokkrum árum hafa fengið meira borgað úr ríkissjóði en þeir áttu að fá. Um er að ræða hóp sem er með miklu hærri laun en meðal Íslendingurinn.

Á meðal þeirra sem fengu ofgreidd laun eru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Á meðal þeirra sem fengu ofgreidd laun eru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Auglýsing

Ráð­herr­ar, alþing­is­menn, for­seti Íslands, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, lög­reglu­stjórn­ar, ráðu­neyt­is­stjór­ar, seðla­banka­stjóri og vara­seðla­banka­stjórar ásamt rík­is­sátta­semj­ara fengu alls 105 millj­ónir króna í ofgreidd laun frá árinu 2019. Þetta kemur fram á vef Fjár­sýslu rík­is­ins. Þar segir að 260 ein­stak­ling­ar, þar af 215 sem enn eru í starfi, verði krafðir um end­ur­greiðslu á ofgreiðsl­unni.

Þessi mis­tök eiga rætur sínar að rekja aftur til þess þegar Kjara­ráð var lagt nið­ur. Það ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­manna og laun ráð­herra gríð­ar­lega. Laun þing­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­sent.

Eftir mikla sam­fé­lags­lega gagn­rýni var sam­­­­þykkt á Alþingi í sum­­­arið 2018 að leggja kjara­ráð nið­­ur. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­­manna og kjör­inna full­­trúa í takti við þróun launa­­vísi­­tölu. Lög þess efnis voru sam­þykkt 2019 og launin hafa verið greidd sam­kvæmt þeim síðan þá. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst í fyrra að  á fimm árum hefðu grunn­laun þing­manna hækkað um rúm­lega 80 pró­sent, í 1.285.411 krónur á mán­uð­i. 

Auglýsing
Grunn­laun ráð­herra hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemm­sum­­­ars 2016 en 2.131.788 krónur á mán­uði í ágúst í fyrra. Laun þeirra höfðu því hækkað um 874.363 krónur á tíma­bil­inu, eða um 70 pró­­sent. 

Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Biðst afsök­unar og rukkar upp­hæð­ina til baka

Í til­kynn­ingu á vef Fjár­sýslu rík­is­ins er greint frá þeim mis­tökum sem gerð hafa verið við útreikn­ingi launa þjóð­kjör­inna manna, ráð­herra og til­tek­inna emb­ætt­is­manna rík­is­ins, með þeim afleið­ingum 260 manns hafi fengið veru­lega ofgreidd laun. Sam­an­lögð upp­hæð þeirra er 105 millj­ónir króna. 

Fjár­sýsla rík­is­ins upp­færir krónu­tölu­fjár­hæð launa þessa hóps ár hvert til sam­ræmis við tölur Hag­stof­unnar í sam­ráði við kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins og launin eiga að taka breyt­ingum til hækk­unar 1. júlí. „Í ljós hefur komið að allt frá gild­is­töku lag­anna hefur við­mið við fram­kvæmd­ina verið launa­vísi­tala rík­is­starfs­manna, en ekki það við­mið sem til­greint er í lög­un­um, þ.e. með­al­tals­breyt­ing reglu­legra launa rík­is­starfs­manna milli ára. Við fram­kvæmd hækk­unar launa þessa hóps hefur því ekki verið not­ast við lög­bundið við­mið frá gild­is­töku lag­anna og laun hækkað meira en þau áttu að gera. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur tekið ákvörðun um leið­rétt­ingu vegna þessa og að farið verði fram á að við­kom­andi end­ur­greiði ofgreidd laun frá gild­is­töku lag­anna.“

​​Heild­ar­fjöldi ein­stak­linga sem hafa fengið laun sem leið­rétt verða er um 260 og hafa þeir allir fengið bréf um mál­ið. Greiðslan verður ýmist dregin af launum eða kröfur stofn­aðar í jöfnum hlutum í tólf mán­uð­i. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Eru hlut­að­eig­andi beðnir vel­virð­ingar á því óhag­ræði sem þetta kann að hafa í för með sér og mun Fjár­sýslan gera það sem hægt er til að aðstoða hvern og einn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent