Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“

Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.

Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Auglýsing

Ef notuð er „þröng afmörkun á grænum fjár­fest­ing­um“ gefa tölur sam­kvæmt fjár­lögum og þjóð­hags­reikn­ingum til kynna að þær hafi verið um 2,9 millj­arðar króna árið 2021, eða nálægt 2 pró­sent af heild­ar­fjár­fest­ingu rík­is­ins.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­diks­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manni Við­reisn­ar, um grænar fjár­fest­ingar rík­is­ins.

Auglýsing

Þor­björg spurði: Hversu hátt hlut­fall af fjár­fest­ingum rík­is­ins telst vera grænar fjár­fest­ingar í þeim skiln­ingi að þær eru til þess fallnar að draga úr losun meng­andi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, vernda vist­kerfi eða stuðla með öðrum hætti að því að Ísland upp­fylli alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar á sviði lofts­lags­mála? Hver er fjár­hæð þeirra fjár­fest­inga?

Sam­kvæmt fjár­mála­ráð­herra er svarið ekki klippt og skor­ið. Þar komi ólíkir staðlar og fleira við sögu. Nokkur munur sé á fram­setn­ingu talna um fjár­fest­ingu eins og þær birt­ast í útgjöldum ráðu­neyta í fjár­lögum og rík­is­reikn­ingi ann­ars vegar (IPSA­S-­stað­all) og þeirra sem taldar eru til fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs í þjóð­hags­reikn­ingum hins vegar (GFS-­stað­all).

Bjarni Benediktsson kynnir fjárlög ársins 2021. Mynd: Stjórnarráðið

Sem dæmi séu fram­lög til rann­sókna og þró­un­ar, sem flokk­ast sem fjár­fest­ing í mynd fjár­magnstil­færslna í fjár­lög­um, ekki talin til fjár­fest­ingar sam­kvæmt GFS-­staðli. Á móti vegur að ákveðið hlut­fall launa og ann­arra gjalda hjá til­teknum rík­is­að­ilum er skil­greint sem fjár­fest­ing. Annað dæmi sem ráð­herr­ann nefnir er að í fjár­lögum og rík­is­reikn­ingi telj­ast útgjöld vegna skóg­ræktar og land­græðslu til rekst­urs en sam­kvæmt GFS-­staðl­inum eru þau færð sem fjár­fest­ing. „Einnig eru fyrir hendi umtals­verð útgjöld við ýmis verk­efni sem stuðla að grænum mark­miðum en telj­ast til rekst­urs en ekki fjár­fest­ingar í fjár­lög­um.“

Nið­ur­stöður geta því verið mis­mun­andi eftir því hvor stað­all­inn er not­aður til fram­setn­ingar á útgjöldum rík­is­sjóðs vegna fjár­fest­inga­verk­efna.

Í svar­inu gengur Bjarni út frá fram­setn­ing­ar­máta fjár­laga og rík­is­reikn­ings sem hann segir fanga betur allar fjár­fest­ingar sem fjár­magn­aðar eru úr rík­is­sjóði en nái þó ekki til verk­efna sem falla inn í annan rekstur stofn­ana. Heild­ar­fjár­fest­ingar á þennan mæli­kvarða nema 120,4 millj­örðum króna eins og þær birt­ast í útgjaldar­ömmum fjár­laga og fjár­auka­laga árs­ins 2021.

Geta verið grænar óháð til­gangi

Í svari fjár­mála­ráð­herra segir að vert sé að hafa í huga að flestar fjár­fest­ingar hafi fjöl­þættan til­gang. Fjár­fest­ingar geti þannig verið grænar að ein­hverju marki þó að það sé ekki bein­línis til­gangur þeirra. T.d. er hægt að útfæra þær fjár­fest­ingar sem nauð­syn­legar eru í innviðum lands­ins með þeim hætti að nei­kvæð umhverf­is­á­hrif þeirra verði sem minnst. Dæmi um slíkt sé að nú eru vel­flestar nýbygg­ingar á vegum Fram­kvæmda­sýsl­unnar – Rík­is­eigna með umhverf­is­vott­un. Sem annað dæmi má nefna ýmsar fram­kvæmdir í þjóð­görð­um, svo sem við þjón­ustu­mið­stöðv­ar, sem styðja við starf­semi þeirra. „Þetta felur í sér að tals­vert flókið getur verið að setja saman heild­stætt yfir­lit yfir grænar fjár­fest­ing­ar.“

Í mati á því hvað telj­ist til grænna fjár­fest­inga eru „um­hverf­is­væn­ustu sam­göngu­fjár­fest­ing­arn­ar“ taldar með að fullu, þ.e. fram­lög í göngu- og hjóla­stíga, og einnig u.þ.b. helm­ingur af fram­lagi rík­is­ins til Betri sam­gangna, þ.e. Borg­ar­línu.

Fjár­mála­ráðu­neytið gerði í sam­ráði við umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neytið gróf­lega flokkun fjár­fest­inga rík­is­ins með til­liti til þess hvort þær telj­ist vera græn­ar. Þar eru m.a. taldir til styrkir til frá­veitna sveit­ar­fé­laga (800 millj­ón­ir), göngu- og hjóla­stíga­gerð Vega­gerð­ar­innar (243 millj­ón­ir) og hringrás­ar­hag­kerfið (230 millj­ón­ir).

„Ef notuð er þröng afmörkun á grænum fjár­fest­ingum gefa þessar tölur til kynna að þær hafi verið um 2,9 ma.kr. árið 2021, eða nálægt 2% af heild­ar­fjár­fest­ing­u,“ segir svo í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­bjarg­ar.

Ítrekað er svo að umtals­verðum fjár­munum sé hins vegar árlega til ýmissa verk­efna sem telj­ist ekki bein­línis til fjár­fest­inga í fjár­lög­um, einnig til fjár­fest­inga sem flokk­ast þó ekki sem slíkar til grænna verk­efna, heldur eru það með óbeinni hætti, „en er samt full ástæða til að taka með í reikn­ing­inn í þessu sam­heng­i“.

Nýr Landspítali er að rísa við Hringbraut.

Að slíkum verk­efnum með­töld­um, en útgjöld vegna þeirra námu um 21,6 millj­arði króna og gefur sú sam­an­tekt til kynna, segir fjár­mála­ráð­herra, „að fjár­fest­ing af þessu tagi“ hafi verið alls um 24,4 millj­arða króna eða 20 pró­sent af heild­ar­fjár­fest­ingu.

Líkt og fram kemur í töfl­unni hér að ofan er inn í þá sam­an­tekt stjórn­valda tekin tæp­lega 12 millj­arða fjár­fest­ing í nýjum Land­spít­ala.

Í aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum er stefnt að orku­skiptum í ferjum og gengur nýja Vest­manna­eyja­ferjan fyrir raf­magni, bendir fjár­mála­ráð­hera á. Auk þess leggur ríkið árlega til um 2 millj­arða króna til Betri sam­gangna en yfir helm­ingur þeirra fram­kvæmda verður vegna umhverf­is­vænna fjár­fest­inga í borg­ar­línu, göngu- og hjóla­stíg­um.

Staf­rænt Ísland sparar ferða­kostnað

Auk þess telur ráðu­neytið vert að nefna að fram­lög til Staf­ræns Íslands nemi um 1,5 millj­arði króna árlega. „Sta­f­rænt Ísland gerir opin­bera þjón­ustu skil­virk­ari og sparar tíma og ferða­kostnað fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki.“

Loks er nefnt að ríkið veiti skatt­styrki sem stuðli að grænni fjár­fest­ingu einka­að­ila með flýti­fyrn­ingu grænna fjár­fest­inga og fyrn­ing­ar­á­lagi á stofn­verð eigna sem telj­ast umhverf­is­vænar sam­kvæmt skiln­ingi laga um hvata til fjár­fest­inga.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, vildi vita hversu miklar grænar fjárfestingar ríkisins eru. Mynd: Bára Huld Beck

Þor­björg Sig­ríður spurði einnig hversu hátt hlut­fall af fjár­fest­ingum rík­is­ins teld­ist ekki vera grænar og hver fjár­hæð þeirra væri.

„Miðað við að um 2% fjár­fest­inga telj­ist vera „græn­ar“ í þröngum skiln­ingi þá eru um 98% fjár­fest­inga ekki græn­ar,“ svarar fjár­mála­ráð­herra, sem svari til um 118 millj­arða króna. Hins vegar kunni að vera rétt­ara að horfa til víð­ari skil­grein­ingar þar sem teknar eru m.a. með fjár­fest­ingar sem eru fyrst og fremst ætl­aðar til að bæta inn­viði en eru jafn­framt útfærðar með þeim hætti að þær hafi sem minnst nei­kvæð umhverf­is­á­hrif. „Þá væru grænar fjár­fest­ingar í þeim skiln­ingi taldar nema um 20% en á móti væru um 80% fjár­fest­inga ekki í þeim flokki, eða sem svarar til um 96 ma.kr.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent