Beðin um að halda aftur af launahækkunum ríkisforstjóra, en gerðu það ekki

Ítrekuðum tilmælum var beint til stjórna ríkisfyrirtækja um að hækka ekki laun forstjóra sinna úr hófi þegar vald yfir kjörum þeirra var fært frá kjararáði um mitt ár í fyrra og til stjórnanna. Flestar stjórnirnar hunsuðu þessi tilmæli.

Fjármálaráðuneytið
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem fer með eign­ar­hluti íslenska rík­is­ins í fyr­ir­tækjum sem það á hlut í sendi til­mæli til stjórna stærstu fyr­ir­tækja sem eru í opin­berri eigu í febr­úar 2017. Sam­kvæmt þeim til­mælum voru stjórn­irnar beðnar um að stilla launa­hækk­unum for­stjóra fyr­ir­tækj­anna í hóf þegar ákvörð­un­ar­vald um starfs­kjör flytt­ist frá kjara­ráði til stjórn­anna.

­Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru til­mælin ítrekuð sum­arið 2017, áður en að breyt­ing á lögum um kjara­ráð tók gildi 1. júlí það ár. Um miðjan ágúst 2017 voru síðan stjórn­ar­for­menn stærstu fyr­ir­tækj­anna sem eru í opin­berri eigu kall­aðir á fundi í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til að ítreka áhersl­una enn einu sinni. Á þann fund mættu meðal ann­ars stjórn­ar­for­menn úr Isa­via, Lands­neti, Rarik og Íslands­pósts.

Stjórn­ar­for­menn þeirra tveggja banka sem íslenska ríkið á að öllu leyti, Lands­bank­ans og Íslands­banka, voru ekki kall­aðir til fundar í ráðu­neyt­inu þar sem sér­stök stofn­un, Banka­sýsla rík­is­ins, fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hverju sinni á því ekki að skipta sér með beinum hætti að rekstri þeirra.

Þegar til­mælin voru send var Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra.

Lands­virkjun líka kölluð fyrir

Stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­un­ar, Jónas Þór Guð­munds­son, komst ekki á fund­inn sem haldin var með full­trúa stjórnar þess fyr­ir­tækis en í hans stað kom Har­aldur Flosi Tryggva­son, þá vara­for­maður stjórn­ar, á fund ráðu­neyt­is­ins.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans taldi stjórn Lands­virkj­unar að nauð­syn­legt væri að hækka laun Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, umtals­vert þegar vald yfir launa­kjörum hans flytt­ist frá kjara­ráð­i. 

Auglýsing
Ástæðan væri sú að þegar Hörður var ráð­inn til Lands­virkj­unar í ágúst 2009 hafi hann skrifað undir ráðn­ing­ar­samn­ing þar sem stendur m.a. að verði launa­á­kvörðun for­stjóra falin öðrum en stjórn fyr­ir­tæk­is­ins muni stjórnin leita allra leiða til þess að við­halda þeim starfs­kjörum for­stjóra sem fram komi í samn­ingn­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar hækk­uðu mán­að­ar­laun Harðar um 45 pró­sent á síð­asta ári áður en leið­rétt er fyrir geng­is­sveifl­um. Að teknu til­liti til þeirra nemur launa­hækk­unin á árs­grund­velli 32 pró­sent­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum er launa­hækkun Harðar þó enn hærri, enda færð­ist valdið til að hækka laun hans fyrst yfir til stjórnar Lands­virkj­unar eftir mitt ár 2017.

Mikið launa­skrið rík­is­for­stjóra

Kjarn­inn birti fyrr í dag frétta­skýr­ingu um áhrif þess að lögum um kjara­ráð var breytt með lögum sem sam­þykkt voru í lok árs 2016. Til­­­gangur breyt­ing­anna var að fækka veru­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­kjör og færa ákvarð­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu.

Í kjöl­far þess hafa laun margra rík­is­for­stjóra rokið upp. Það hafa laun stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum í eigu hins opin­bera, sem skip­aðir eru af stjórn­völd­um, einnig gert.

Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans sagði m.a. frá ofan­greindum launa­hækk­unum for­stjóra Lands­virkj­un­ar, að laun for­stjóra Íslands­pósts hefðu hækkað um 17,6 pró­sent milli ára, að banka­stjóri Lands­bank­ans hafi hækkað í launum um 21,7 pró­sent, að laun for­stjóra Lands­nets hafi hækkað um rúm tíu pró­sent og að komið hafi verið í veg fyrir að laun banka­stjóra Íslands­banka lækk­uðu umtals­vert.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar