Erfið staða á húsnæðismarkaði – Mörg verkefni framundan

Þriðji hver leigjandi borgar meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og fáir tekjulágir leigjendur geta safnað sér sparifé. Mikill áhugi er á að búa í öruggu leiguhúsnæði sem er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Hús
Auglýsing

Sífellt stærra hlut­fall Íslend­inga er á leigu­mark­aði. Meiri­hluti leigj­enda er á leigu­mark­aðnum af nauð­syn og 80 pró­sent leigj­enda vilja kaupa sér íbúð. Þetta kom fram á hús­næð­is­þingi sem haldið var mánu­dag­inn 16. októ­ber síð­ast­lið­inn á Hilton Reykja­vík Nor­dica. Rætt var á þing­inu með hvaða hætti megi bregð­ast við þeirri erf­iðu stöðu sem er á hús­næð­is­mark­að­i. 

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið og Íbúða­lána­sjóður boð­uðu til þings­ins og Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra sagði vonir standa til að krísan leys­ist á næstu tveimur árum.

Þriðji hver leigj­andi borgar meira en helm­ing af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu og fáir tekju­lágir leigj­endur geta safnað sér spari­fé. Mik­ill áhugi er á að búa í öruggu leigu­hús­næði sem er ekki rekið í hagn­að­ar­skyni og þar sem hús­næð­is­kostn­aði er haldið í hófi. Una Jóns­dótt­ir, hag­fræð­ingur í hag­deild Íbúða­lána­sjóðs, kynnti nið­ur­stöður könn­un­ar­innar á Hús­næð­is­þing­inu.

Auglýsing

Staða leigj­enda er ennþá slæm 

Una Jónsdóttir, hagfræðingur Íbúðalánasjóðs.57 pró­sent leigj­enda segj­ast vera á leigu­mark­aði af nauð­syn. Una segir að fólk á leigu­mark­aði virð­ist vera fast þar gegn sínum vilja eins og staðan er í dag. 

Í erindi sínu lýsti Una áhyggjum af því að úrræði stjórn­valda, sem eiga að hjálpa fólki að kaupa sér íbúð og kom­ast þannig af leigu­mark­aði, gagn­ist síður tekju­lágum leigj­end­um. Sem dæmi sé aðeins um helm­ingur leigj­enda með sér­eign­ar­sparn­að. Eftir því sem tekjur leigj­enda eru lægri, minnki líkur á því að við­kom­andi sé að safna sér sparn­aði.

Fólk sem leigir hjá ætt­ingjum og vinum í betri stöðu

Í dag eru 17 pró­sent heim­ila á Íslandi á leigu­mark­aði. Ungt fólk, náms­menn og öryrkjar eru hópar sem eru sér­stak­lega lík­legir til að leigja sér hús­næði. Athygli vekur að um 20 pró­sent fólks á leigu­mark­aði leigir hjá ætt­ingjum sínum eða vin­um. Þetta fólk telur sig almennt búa við hús­næð­is­ör­yggi, ólíkt fólki á almennum leigu­mark­aði sem telur mark­að­inn ekki vera traust­an.

Aðeins 14 pró­sent leigj­enda vilja vera á leigu­mark­aði og borga leigj­endur að með­al­tali 41 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Fleiri leigj­endur geta þó safnað sér sparifé en árið 2015. Þrátt fyrir það getur meiri­hluti leigj­enda ekki safnað sér sparn­aði. Aðeins 14 pró­sent leigj­enda vilja vera á leigu­mark­aði en 57 pró­sent leigj­anda eru þar af nauð­syn.

Una bendir jafn­framt á að staðan á hús­næð­is­mark­aði hafi verið býsna erfið upp á síðkast­ið. Hækk­anir á fast­eigna­verði hafi tekið fram úr aukn­ingu kaup­máttar og öðrum und­ir­liggj­andi stærðum með þeim afleið­ingum að fólk sem er að reyna að kom­ast inn á mark­að­inn kom­ist ekki að. Það sé ánægju­legt að sjá að leigj­endur geta í auknum mæli lagt til hliðar en aftur á móti sé sorg­legt að sjá það ekki end­ur­spegl­ast í auk­inni kaup­getu.

Margir leigj­endur sækja ekki um hús­næð­is­stuðn­ing

Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.Aðgengi að við­un­andi hús­næði eru mann­rétt­indi sem íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til að tryggja sam­kvæmt lögum og alþjóð­legum samn­ing­um. Þetta segir Her­mann Jón­as­son, for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, en hann hélt erindi á þing­inu. Alþjóð­legar mæl­ingar bendi hins vegar til þess að Íslend­ingar standi öðrum þjóðum að baki þegar kemur að aðgengi að hús­næði á við­un­andi kjörum og það sé mikið áhyggju­efni.

Her­mann segir hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera vera fjöl­þættan en hann felist m.a. í bóta­greiðsl­um, stofn­fram­lög­um, nið­ur­greiðslu á leigu og nið­ur­greiðslu á lán­um. „Þrátt fyrir mik­inn vanda á hús­næð­is­mark­aði er hús­næð­is­stuðn­ingur hins opin­bera undir með­al­tali síð­ustu 15 ára, sé miðað við hlut­fall af lands­fram­leiðslu,“ segir hann. 

Í máli hans kom jafn­fram fram að í ár renna 23 millj­arðar í hús­næð­is­stuðn­ing og er meiri­hlut­inn í formi hús­næð­is­bóta, vaxta­bóta og stofn­fram­laga. Und­an­farin 15 ár hefur hið opin­bera varið að með­al­tali sem sam­svarar 1,1 pró­sent af lands­fram­leiðslu hvers árs í stuðn­ing við þá sem eiga eða leigja hús­næði. Til að ná þessu hlut­falli þyrfti hús­næð­is­stuðn­ingur að vera um 5 millj­örðum króna meiri í ár heldur en gert er ráð fyr­ir, segir hann.

Her­mann segir tæki­færi vera til staðar til að gera hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera skil­virk­ari. 70 pró­sent þeirra vaxta­bóta sem renna til ein­stæð­inga fara til fólks í efri helm­ingi tekju­dreif­ingar ein­stæð­inga. „Það er vert að huga að því hvort hús­næð­is­stuðn­ingi megi í auknum mæli beina til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá má nefna að margir leigj­endur sækja ekki um hús­næð­is­bætur þrátt fyrir að eiga rétt á þeim,“ segir Her­mann og bætti við að frá og með ára­mótum muni Íbúða­lána­sjóður ann­ast greiðslu hús­næð­is­bóta og að mati sjóðs­ins eru tæki­færi til að efla með­vit­und leigj­enda um rétt­indi þeirra á hús­næð­is­bótum og öðrum hús­næð­is­stuðn­ingi.

Tryggja verður stöð­ug­leika á fast­eigna­mark­aði

Her­mann segir að fyrir marga væru íbúða­kaup stærsta fjár­fest­ing lífs­ins. „Sam­an­lagt virði íbúða almenn­ings er meira heldur en sam­an­lagður líf­eyr­is­sparn­aður lands­manna. Verð­sveiflur á fast­eigna­mark­aði hafa því mikil áhrif á fjár­hags­lega stöðu þeirra 70 pró­sent lands­manna sem búa í eigin íbúð. Það er meðal ann­ars af þessum sökum sem mik­il­vægt er að tryggja stöð­ug­leika á fast­eigna­mark­að­i,“ segir hann. 

Und­an­farin ár hefur fjölgun íbúða verið mun minni en sem nemur þörf á nýjum íbúð­um. Útlit er fyrir að betra jafn­vægi náist smám saman næstu árin en það er þó háð mik­illi óvissu. Her­mann segir því mik­il­vægt að stjórn­völd og almenn­ingur hafi heild­stætt yfir­lit yfir hús­næð­is­mark­að­inn, meðal ann­ars hvað varðar upp­bygg­ingu íbúða, til að stuðla að því að mark­að­ur­inn sé stöð­ugur og fyr­ir­sjá­an­leg­ur.


For­dæma­laus hús­næð­is­skortur

Þorsteinn VíglundssonÞor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra sótti þingið og segir hann að vonir standi til að krísan leys­ist á næstu tveimur árum. Meiri fólks­fjölgun en spáð var setji þó nokkurn strik í reikn­ing­inn. Lands­mönnum fjölg­aði jafn­mikið á fyrri helm­ingi þessa árs og allt árið 2016 og því sé enn meiri þörf fyrir fjölgun íbúða en spáð hafði ver­ið.

„Við erum að glíma við for­dæma­lausan hús­næð­is­skort,“ segir hann en hann telur þó að krísan leys­ist á næstu tveimur árum. „Við höfum tryggt 4.000 nýjar íbúðir á rík­is­lóðum og við ætlum að koma í veg fyrir að þetta ástand end­ur­taki sig nokkurn tím­ann aft­ur.“


Vand­inn ekki leystur nema með sam­stilltu átaki


Ráð­herra ræddi um orsakir hús­næð­is­skorts­ins, svo sem óstöðugt efna­hags­um­hverfi sem magni upp sveiflur í bygg­ing­ar­iðn­aði, lóða­skort, stóra árganga sem séu að koma inn á hús­næð­is­mark­að­inn, Air­bnb og bygg­ing­ar­reglu­gerð frá 2012 sem jók kostnað við nýbygg­ing­ar. Hann segir að til að reyna að leysa þennan vanda hafi verið efnt til sam­starfs fjög­urra fagráðu­neyta, sem að mál­inu koma, við öll sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Hann segir að vandi af þess­ari stærð­argráðu verði ekki leystur nema með sam­stilltu átaki allra og bætir við að aðgerða­á­ætlun um lausn vand­ans hafi verið lögð fram í júní. Í henni felist að bæta grein­ingu og upp­lýs­inga­gjöf, auka fram­boð íbúða­hús­næð­is, auka hag­kvæmni nýrra íbúða og styðja betur við kaup­end­ur.

Stærsta áskor­unin væri þó að koma í veg fyrir að sú slæma staða sem nú sé á hús­næð­is­mark­aði geti end­ur­tekið sig. „Ég vænti þess að aðgerða­á­ætlun stjórn­valda muni ná fram jafn­vægi á næstu tveimur eða í mesta lagi þremur árum. Ég ætla að ger­ast svo brattur að segja að ef hús­næð­is­sátt­mál­anum verður fylgt áfram þá sjáum við fyrir end­ann á þessum vanda,“ segir Þor­steinn.

Hluti hús­næð­is­vand­ans felst í skamm­tíma­leigu til ferða­manna

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, verkefnastjóra húsnæðisáætlana hjá Íbúðalánasjóði.Um þessar mundir eru búa um 20.000 manns á aldr­inum 20 til 29 ára í for­eldra­húsum og hefur sá fjöldi farið vax­andi. Ísland hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á hús­næð­is­mark­aði síð­ast­liðin miss­eri en til­tölu­lega stórir árgangar ungs fólks hafa komið inn á fast­eigna­markað á und­an­förnum árum á sama tíma og nýbygg­ingar hafa ekki verið færri síðan á 6. ára­tugn­um. Þetta kom fram í erindi Sig­rúnar Ástu Magn­ús­dótt­ur, verk­efna­stjóra hús­næð­is­á­ætl­ana hjá Íbúða­lána­sjóði.

Fjöldi íbúa á hverja íbúð hér á landi hefur hækkað und­an­farin ár á meðan hann hefur almennt farið lækk­andi á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Í dag eru um 2,5 íbúar í hverri íbúð á Íslandi en ann­ars staðar á Norð­ur­löndum eru um 2 íbúar í hverri íbúð.

Hluti hús­næð­is­vand­ans felst í auk­inni skamm­tíma­leigu íbúða til ferða­manna. Í erindi Sig­rúnar kom fram að um 1,2 pró­sent íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið í leigu á Air­bnb í 180 daga eða fleiri á síð­ustu 12 mán­uð­um. Staðan er öðru­vísi á mörgum öðrum land­svæðum þar sem minna er um að íbúðir séu í svo mik­illi útleigu á Air­bnb.

Hús­næð­is­á­ætl­anir eiga að tryggja öruggt hús­næði

Flest sveit­ar­fé­lög á land­inu vinna nú að gerð hús­næð­is­á­ætl­ana í sam­starfi við Íbúða­lána­sjóð. Mark­miðið með hús­næð­is­á­ætl­unum er að tryggja að fjölgun íbúða í ein­stökum sveit­ar­fé­lögum og á land­inu öllu sé í takt við mann­fjölda­spár og breyttar fjöl­skyldu­gerð­ir. Með þeim hætti er gengið úr skugga um að allir hafi aðgang að öruggu hús­næði við hæfi.

48 sveit­ar­fé­lög hafa nú hafið vinnu við hús­næð­is­á­ætlun og eru 15 þeirra ýmist langt komin eða hafa birt áætl­un. Sem dæmi um afrakstur vinn­unnar má nefna að sveit­ar­fé­lögin á Suð­ur­nesjum gera ráð fyrir sam­tals 1.000 nýjum íbúðum á árunum 2017 til 2021.

Sig­rún segir að það sé mjög ánægju­legt að sjá heilt lands­svæði takast á við þær miklu áskor­anir sem munu fylgja ef spá um mikla mann­fjölda­aukn­ingu ganga eftir en öll sveit­ar­fé­lögin á Suð­ur­nesj­unum eru nú á loka­metr­unum við gerð sinnar hús­næð­is­á­ætl­un­ar.

Hún segir jafn­framt að annar vandi blasi hins vegar við á lands­byggð­inni þar sem á mörgum lands­svæðum hefur nán­ast ekk­ert verið byggt svo árum og jafn­vel ára­tugum skipt­ir. Það sé mik­il­vægt að Íslend­ingar greini þann vanda með nákvæmum hætti eftir ólíkum lands­svæðum og þar séu hús­næð­is­á­ætl­anir sveit­ar­fé­laga lyk­il­þátt­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar