Tíu staðreyndir um málefni kjararáðs

Ákvarðanir kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna langt umfram viðmið í landinu hafa valdið því að stéttarfélög landsins telja forsendur kjarasamninga brostnar. Og við blasir stríðsástand á vinnumarkaði.

Ákvarðanir kjararáðs hafa sett kjarasamninga í uppnám og verkalýðs- og stéttarfélög fara fram á sambærilegar launahækkanir fyrir sína skjólstæðinga og embættismenn hafa fengið.
Ákvarðanir kjararáðs hafa sett kjarasamninga í uppnám og verkalýðs- og stéttarfélög fara fram á sambærilegar launahækkanir fyrir sína skjólstæðinga og embættismenn hafa fengið.
Auglýsing

1. Ákveða laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna

Kjara­ráð er sjálf­stætt ráð sem er falið það verk­efni að ákveða laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins. Kjara­ráð er skipað fimm ráðs­mönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæsti­réttur skipar einn og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra einn.Kjara­ráðs­menn eru skip­aðir til fjög­urra ára í senn.2. Skip­aðir af þeim sem þeir úrskurða um

Í kjara­ráði sitja Jónas Þór Guð­munds­son, for­maður kos­inn af Alþingi, Óskar Bergs­son, vara­for­maður kos­inn af Alþingi, Svan­hildur Kaaber, kosin af Alþingi, Jakob R. Möll­er, skip­aður af Hæsta­rétti, og Hulda Árna­dótt­ir, skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.3. Aðstoð­ar­menn ráð­herra og skrif­stofu­stjórar hækk­aðir

Sum­arið 2016 voru laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­­ar­­­manna, sem miða við þau laun, um 1,2 millj­­­ónir króna á mán­uði. Sú ákvörðun vakti mikla úlfúð í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing


4. Laun þing­manna hækkuð um 44,3 pró­sent

Í októ­ber 2016, sama dag og kosið var til Alþing­is, tók kjara­ráð ákvörðun um að hækka laun for­­­­seta Íslands, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­manna hækk­­­­­uðu hlut­­­­­falls­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­sent.5. Biskup hækk­að­ur 

Í des­em­ber 2017 hækk­aði kjara­ráð svo laun bisk­­­­ups, Agn­­­­esar Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­­­­ur, um tugi pró­­­­senta. Í úrskurð­i vegna þessa kom fram að biskup skuli hafa tæp­­­­lega 1,2 millj­­­­ónir í mán­að­­­­ar­­­­laun auk 40 fastra yfir­­­­vinn­u­ein­inga. Ein ein­ing er 9.572 krónur og laun bisk­­­­ups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mán­uði. Hækk­­­­unin var aft­­­­ur­­­­virk til 1. jan­úar 2017.6. Lagt til að kjara­ráð verði lagt niður

Starfs­hópur sem skip­aður var af for­­sæt­is­ráð­herra til að fjalla um mál­efni kjara­ráðs í lok jan­úar á þessu ári var sam­­mála um að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­­enda rík­­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­­sam­komu­lags aðila vinn­u­­mark­að­­ar­ins og stjórn­­­valda frá árinu 2015, ákvarð­­anir þess verið óskýr­­ar, ógagn­­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­­ur­inn til að kjara­ráð yrði lagt niður og útaf­keyrsla þess yrði leið­rétt.7. Ekki sátt um leið­rétt­ingu á útaf­keyrslu

Ekki náð­ist hins vegar sátt í hópnum um með hvaða hætti útaf­keyrslan yrði leið­rétt. Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) vildi að það yrði gert strax, með lækkun launa. Meiri­hluti starfs­hóps­ins vildi hins vegar ekki fram­­kalla lækk­­un­ina strax heldur „frysta“ laun þeirra þar til þau nái við­miðum ramma­­sam­komu­lags­. 

ASÍ taldi að með því að frysta haldi þessi hópur ekki ein­asta „of­greiddum laun­um“ heldur fái áfram­hald­andi ofgreiðslur þar til fryst­ing­unni lýk­­ur. Þegar upp væri staðið myndi útaf­keyrsla kjara­ráðs kosta rík­­is­­sjóð um 1,3 millj­­arða. Verka­lýðs- og stétt­ar­fé­lög hafa mörg hver vísað í ákvarð­anir kjara­ráðs um laun æðstu emb­ætt­is­manna sem meg­in­á­stæðu þess að þau telji for­sendur kjara­samn­inga brostn­ar.8. Póli­tísk ákvörðun um laga­breyt­ingu

Lögum um kjara­ráð var breytt undir lok árs 2016 og tóku þær breyt­ingar gildi um mitt síð­­asta ár. Um var að ræða frum­varp sem for­­menn sex flokka á Alþingi stóðu að. Eini flokk­­ur­inn sem þá átti sæti á þingi og var ekki með á frum­varp­inu voru Pírat­­ar. Þing­­menn flokks­ins greiddu hins vegar atkvæði með lög­­unum þegar þau voru sam­­þykkt í atkvæða­greiðslu 22. des­em­ber 2016.9. Launa­á­kvörð­un­ar­vald fært til opin­berra stjórna

Til­­­gangur frum­varps­ins var að fækka veru­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­kjör og færa ákvarð­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu. Þau áttu því að vinda ofan af breyt­ingum á lögum um kjara­ráð sem tóku gildi sum­­­­­arið 2009 og gerðu það að verkum að rík­­­is­­­for­­­stjórar máttu ekki vera með hærri grunn­­­laun en for­­­sæt­is­ráð­herra.Með þess­ari breyt­ingu færð­ist launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá kjara­ráð­i til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Stjórnir flesta stærstu fyr­ir­tækj­anna í rík­­i­s­eigu huns­uðu til­­­mæli frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu um að stilla launa­hækk­unum í hóf og hækk­­uðu laun for­­stjóra sinna langt umfram almenna launa­­þró­un.10. Bað sjálf um hækkun og fékk

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun mars að kjara­ráð hafi ekki ein­ungis hækkað laun þeirra sem það úrskurðar um, heldur hafi ráðið einnig sóst eft­ir, með bréfi sem var sent í sept­em­ber 2017, að hækka eigin laun með vísun í hækkun á launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands, sem hafði hafði m.a. hækkað vegna ákvarð­ana kjara­ráðs. Sex dögum eftir að sitj­andi rík­is­stjórn tók við völdum var fall­ist á til­lög­una um launa­hækkun kjara­ráðs og að hún myndi gilda frá 1. ágúst 2017.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar