Auglýsing

Í ára­móta­ávarpi sínu gerði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mis­skipt­ingu gæða á Íslandi að umræðu­efni. Þar sagði hún rétti­lega að vax­andi ójöfn­uður í heim­inum sé af hinum ýmsu alþjóða­stofn­unum met­inn ógn við hag­sæld, frið og lýð­ræði í heim­in­um.

Katrín sagði að mik­il­vægt væri að líta til þess að ójöfn­uð­ur­inn sé mestur á Íslandi í eigna­tekj­um. „Þess vegna er hækkun fjár­magnstekju­skatts sem sam­þykkt var nú fyrir ára­mót leið til að gera skatt­byrð­ina rétt­lát­ari og auka jöfn­uð. Þá skiptir máli að taka á skattsvikum og skattaund­anskotum og tryggja þannig að allir leggi sitt af mörkum til sam­fé­lags­ins. End­ur­skoða þarf sam­spil bóta- og skatt­kerfa og tryggja að barna­bætur og hús­næð­is­stuðn­ingur nýt­ist til að jafna kjör­in,“ sagði Katrín.

Þetta er dálítið annar tónn en síð­asti for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, sló í stefnu­ræðu sinni 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, tveimur dögum áður en að rík­is­stjórn hans sprakk. Þar sagði Bjarni: „Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­­jöfnuð en Ísland sam­­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­­jöfn­uður sé sjálf­­stætt vanda­­mál og vax­andi. Sá mál­­flutn­ingur stenst enga skoð­un.“

Auglýsing

Hvor er að segja satt?

Nú sitja þessir tveir for­sæt­is­ráð­herrar saman í rík­is­stjórn. Sá sem talar um að vax­andi ójöfn­uður sé ógn við hag­sæld, frið og lýð­ræði og sá sem segir að vax­andi ójöfn­uður sé bara klisja sem stand­ist enga skoð­un. Það er því skilj­an­legt að fólk klóri sér í hausnum yfir því hvort það sé ójöfn­uður á Íslandi eða ekki.

Það er líka þannig að hvorki Katrín né Bjarni eru að segja ósatt. Það er hægt að vísa í tölur til að styðja við báðar fram­setn­ingar þeirra, þótt þær virð­ist fljótt á litið ósam­rým­an­leg­ar. En það er hægt að rök­styðja ansi margt með því að horfa ein­ungis á afmark­aðan hluta heild­ar­mynd­ar­inn­ar, í stað þess að taka hana alla með í reikn­ing­inn.

Tölur sem Hag­stofa Íslands birti nýverið sýna að Ísland hafi verið með fjórða minnsta ójöfnuð í Evr­ópu þegar horft var á ráð­stöf­un­ar­tekjur árið 2015. Bráða­birgða­nið­ur­stöður fyrir árið 2016 sýni að dreif­ingin hafi lítið breyst frá árinu áður. Þær sýni þó að í evr­ópskum sam­an­burði sé Ísland með minnstan ójöfnuð á árinu 2016 sam­kvæmt hinum svo­kall­aða Gin­i-­stuðli. Sam­kvæmt þessum tölum er mál­flutn­ingur Bjarna ekki fjarri lagi.

Eitt pró­sent þén­aði 55 millj­arða

Vanda­málið við þessar tölur er að þær taka ekki nema að hluta til til­lit til fjár­magnstekna. Þ.e. fólkið sem hefur aðal­lega tekjur af fjár­magni og eignum sem það á er ekki nema að litlu leyti hluti af því mengi sem töl­urnar skoða. Þannig telst t.d. hagn­aður af sölu hluta­bréfa og verð­bréfa ekki til ráð­stöf­un­ar­tekna í rann­sókn Hag­stof­unn­ar.

Til við­­bótar má bæta að margir í hópi lands­manna sem eiga mesta eign­ir, geyma eignir sín­­ar, þar með talið inn­i­­stæður og skulda­bréf, í eign­­ar­halds­­­fé­lögum með litlu útgefnu hluta­­fé. Þetta er breyta sem bæði skatt­yf­­ir­völd og Hag­­stofan eru með­­vituð um, enda 35 þús­und einka­hluta­­fé­lög skráð í land­inu. Efn­aður ein­stak­l­ingur gæti þar af leið­andi geymt allskyns eignir inni í einka­hluta­­fé­lagi sem væri mög­u­­lega hund­ruð millj­­óna, eða jafn­­vel millj­­arða króna virði, en á skatt­fram­tali er eign við­kom­andi ein­ungis skráð sem 500 þús­und króna hlutafé sem greitt var inn í eign­­ar­halds­­­fé­lagið við stofn­un.

Alls þén­uðu Íslend­ingar 117 millj­arða króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016. Það er umtals­vert meira en árið áður, þegar heild­ar­fjár­magnstekjur Íslend­inga voru 95,3 millj­arðar króna.

Tekj­urnar dreifð­ust ekki jafnt á milli hópa. Þvert á móti. Tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna tók til sín 55 millj­arða króna af þeim tekjum sem urðu til vegna fjár­magns á því ári, eða 47 pró­sent þeirra. Það er bæði hærri krónu­tala og hærra hlut­fall en þessi hóp­ur, sem sam­anstendur af 1.966 fram­telj­endum (1.331 ein­hleypum og 635 sam­skött­uðum), hafði í fjár­magnstekjur á árinu 2015.

Þessi staða þýðir því að hin 99 pró­sent íslenskra skatt­greið­enda skipti á milli sín 53 pró­sent fjár­magnstekna sem urðu til á árinu 2016.

Segja ójöfnuð hafa auk­ist á síð­ustu árum

Í nýút­kominni bók, Ójöfn­uður á Íslandi, eftir Stefán Ólafs­son og Arn­ald Sölva Krist­jáns­son, kemur fram að tekju­skipt­ing á Íslandi hafi breyst mikið eftir 1995. Frá árinu 1997 hafi hlutur fjár­magnstekja auk­ist mikið en tekjur af atvinnu­rekstri minnk­uðu sam­hliða þeim vexti. Sú breyta sem orsak­aði helst aukn­ingu á ójöfn­uði á árunum 1994 til 2007 var sölu­hagn­aður verð­bréfa, sem líkt og áður sagði reikn­ast ekki til ráð­stöf­un­ar­tekna útreikn­ingum Hag­stof­unnar á Gin­i-­stuðl­in­um. Með öðrum orðum jókst ójöfn­uður vegna þess að tekjur fyrir skatt urðu ójafn­ari, einkum vegna mik­ils vaxtar fjár­magnstekna hátekju­fólks.

Rann­sókn Stef­áns og Arn­aldar sýndi að skatt­byrði hafi verið færð frá hátekju­hópum yfir á mið- og lægri tekju­hópa frá árinu 1995 til árs­ins 2008. Þró­un­inni var snúið við að hluta eftir hrun en hefur sveigst nokkuð í fyrri átt að ný frá 2013.

Afleið­ingin er sú að tekju­skatt­byrði almenn­ings, þ.e. lægri- og milli­tekju­hópa, hefur auk­ist óvenju­lega mikið á Íslandi í sam­an­burði við OECD-­rík­in. Stefán og Arn­aldur rekja auknu skatt­byrð­ina að mestu til rýrnun per­sónu­af­sláttar og breyttrar sam­setn­ingar tekna. Þ.e. að fjár­magnstekj­ur, sem hafa auk­ist veru­lega, bera minni skatt en aðrar tekj­ur.

Sam­an­dregið þá kom­ast Stefán og Arn­aldur að þeirri nið­ur­stöðu að vöxtur fjár­magnstekna skýri um tvo þriðju af breyt­ingum ójafn­aðar á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um. Á sama tíma hafi skatt­byrði almennt auk­ist hjá lág- og milli­tekju­hóp­um. Þá skýra skattar um 20-30 pró­sent af þróun ójafn­aðar síð­ustu ára­tugi.

Snýst um krón­ur, ekki hlut­fall

Gæðum er mis­skipt á Íslandi. Það er stað­reynd. Í úttektum sem Kjarn­inn hefur gert á und­an­förnum árum á þessu hefur verið horft á eigna­skipt­ingu eða skipt­ingu á eigin fé til að sýna þessa mynd. Á árinu 2016 hækk­aði eigið fé Íslend­inga til að mynda um 394 millj­arða króna sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birt­ir. Af þeirri upp­hæð fór rétt tæpur helm­ingur til tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna. Hin 90 pró­sentin skiptu með sér rúmum helm­ing. Þannig hefur þetta verið árum sam­an. Og opin­berar tölur sýna að rík­asta eitt pró­sent lands­manna á um fimmt­ung af allri hreinni eign þjóð­ar­inn­ar.

Sú eign er reyndar veru­lega van­met­in. Hluta­bréf eru t.d. metin á nafn­virði í þessum töl­um. Og efsta lagið á nán­ast öll hluta­bréf sem eru í eigu ein­stak­linga hér­lend­is. Eigna­mestu tíu pró­sentin eiga 86 pró­sent slíkra og á árinu 2016 greiddu tvö pró­­sent fjöl­­skyldna lands­ins fjár­­­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­­um. Sölu­hagn­að­­ur­inn var 28,7 millj­­arðar króna og hækk­­aði um 38,3 pró­­sent milli ára.

Inn í þetta vantar eignir sem geymdar hafa verið í skatta­skjólum og hafa ekki verið rétt fram­taldar hér­lend­is.

Því lengur sem ástandið fær að við­gang­ast því meiri verður ójöfn­uð­ur­inn. Það segir sjálft. Og er ekki teygj­an­leg breyta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari