Auglýsing

Í ára­móta­ávarpi sínu gerði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mis­skipt­ingu gæða á Íslandi að umræðu­efni. Þar sagði hún rétti­lega að vax­andi ójöfn­uður í heim­inum sé af hinum ýmsu alþjóða­stofn­unum met­inn ógn við hag­sæld, frið og lýð­ræði í heim­in­um.

Katrín sagði að mik­il­vægt væri að líta til þess að ójöfn­uð­ur­inn sé mestur á Íslandi í eigna­tekj­um. „Þess vegna er hækkun fjár­magnstekju­skatts sem sam­þykkt var nú fyrir ára­mót leið til að gera skatt­byrð­ina rétt­lát­ari og auka jöfn­uð. Þá skiptir máli að taka á skattsvikum og skattaund­anskotum og tryggja þannig að allir leggi sitt af mörkum til sam­fé­lags­ins. End­ur­skoða þarf sam­spil bóta- og skatt­kerfa og tryggja að barna­bætur og hús­næð­is­stuðn­ingur nýt­ist til að jafna kjör­in,“ sagði Katrín.

Þetta er dálítið annar tónn en síð­asti for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, sló í stefnu­ræðu sinni 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, tveimur dögum áður en að rík­is­stjórn hans sprakk. Þar sagði Bjarni: „Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­­jöfnuð en Ísland sam­­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­­jöfn­uður sé sjálf­­stætt vanda­­mál og vax­andi. Sá mál­­flutn­ingur stenst enga skoð­un.“

Auglýsing

Hvor er að segja satt?

Nú sitja þessir tveir for­sæt­is­ráð­herrar saman í rík­is­stjórn. Sá sem talar um að vax­andi ójöfn­uður sé ógn við hag­sæld, frið og lýð­ræði og sá sem segir að vax­andi ójöfn­uður sé bara klisja sem stand­ist enga skoð­un. Það er því skilj­an­legt að fólk klóri sér í hausnum yfir því hvort það sé ójöfn­uður á Íslandi eða ekki.

Það er líka þannig að hvorki Katrín né Bjarni eru að segja ósatt. Það er hægt að vísa í tölur til að styðja við báðar fram­setn­ingar þeirra, þótt þær virð­ist fljótt á litið ósam­rým­an­leg­ar. En það er hægt að rök­styðja ansi margt með því að horfa ein­ungis á afmark­aðan hluta heild­ar­mynd­ar­inn­ar, í stað þess að taka hana alla með í reikn­ing­inn.

Tölur sem Hag­stofa Íslands birti nýverið sýna að Ísland hafi verið með fjórða minnsta ójöfnuð í Evr­ópu þegar horft var á ráð­stöf­un­ar­tekjur árið 2015. Bráða­birgða­nið­ur­stöður fyrir árið 2016 sýni að dreif­ingin hafi lítið breyst frá árinu áður. Þær sýni þó að í evr­ópskum sam­an­burði sé Ísland með minnstan ójöfnuð á árinu 2016 sam­kvæmt hinum svo­kall­aða Gin­i-­stuðli. Sam­kvæmt þessum tölum er mál­flutn­ingur Bjarna ekki fjarri lagi.

Eitt pró­sent þén­aði 55 millj­arða

Vanda­málið við þessar tölur er að þær taka ekki nema að hluta til til­lit til fjár­magnstekna. Þ.e. fólkið sem hefur aðal­lega tekjur af fjár­magni og eignum sem það á er ekki nema að litlu leyti hluti af því mengi sem töl­urnar skoða. Þannig telst t.d. hagn­aður af sölu hluta­bréfa og verð­bréfa ekki til ráð­stöf­un­ar­tekna í rann­sókn Hag­stof­unn­ar.

Til við­­bótar má bæta að margir í hópi lands­manna sem eiga mesta eign­ir, geyma eignir sín­­ar, þar með talið inn­i­­stæður og skulda­bréf, í eign­­ar­halds­­­fé­lögum með litlu útgefnu hluta­­fé. Þetta er breyta sem bæði skatt­yf­­ir­völd og Hag­­stofan eru með­­vituð um, enda 35 þús­und einka­hluta­­fé­lög skráð í land­inu. Efn­aður ein­stak­l­ingur gæti þar af leið­andi geymt allskyns eignir inni í einka­hluta­­fé­lagi sem væri mög­u­­lega hund­ruð millj­­óna, eða jafn­­vel millj­­arða króna virði, en á skatt­fram­tali er eign við­kom­andi ein­ungis skráð sem 500 þús­und króna hlutafé sem greitt var inn í eign­­ar­halds­­­fé­lagið við stofn­un.

Alls þén­uðu Íslend­ingar 117 millj­arða króna í fjár­magnstekjur á árinu 2016. Það er umtals­vert meira en árið áður, þegar heild­ar­fjár­magnstekjur Íslend­inga voru 95,3 millj­arðar króna.

Tekj­urnar dreifð­ust ekki jafnt á milli hópa. Þvert á móti. Tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna tók til sín 55 millj­arða króna af þeim tekjum sem urðu til vegna fjár­magns á því ári, eða 47 pró­sent þeirra. Það er bæði hærri krónu­tala og hærra hlut­fall en þessi hóp­ur, sem sam­anstendur af 1.966 fram­telj­endum (1.331 ein­hleypum og 635 sam­skött­uðum), hafði í fjár­magnstekjur á árinu 2015.

Þessi staða þýðir því að hin 99 pró­sent íslenskra skatt­greið­enda skipti á milli sín 53 pró­sent fjár­magnstekna sem urðu til á árinu 2016.

Segja ójöfnuð hafa auk­ist á síð­ustu árum

Í nýút­kominni bók, Ójöfn­uður á Íslandi, eftir Stefán Ólafs­son og Arn­ald Sölva Krist­jáns­son, kemur fram að tekju­skipt­ing á Íslandi hafi breyst mikið eftir 1995. Frá árinu 1997 hafi hlutur fjár­magnstekja auk­ist mikið en tekjur af atvinnu­rekstri minnk­uðu sam­hliða þeim vexti. Sú breyta sem orsak­aði helst aukn­ingu á ójöfn­uði á árunum 1994 til 2007 var sölu­hagn­aður verð­bréfa, sem líkt og áður sagði reikn­ast ekki til ráð­stöf­un­ar­tekna útreikn­ingum Hag­stof­unnar á Gin­i-­stuðl­in­um. Með öðrum orðum jókst ójöfn­uður vegna þess að tekjur fyrir skatt urðu ójafn­ari, einkum vegna mik­ils vaxtar fjár­magnstekna hátekju­fólks.

Rann­sókn Stef­áns og Arn­aldar sýndi að skatt­byrði hafi verið færð frá hátekju­hópum yfir á mið- og lægri tekju­hópa frá árinu 1995 til árs­ins 2008. Þró­un­inni var snúið við að hluta eftir hrun en hefur sveigst nokkuð í fyrri átt að ný frá 2013.

Afleið­ingin er sú að tekju­skatt­byrði almenn­ings, þ.e. lægri- og milli­tekju­hópa, hefur auk­ist óvenju­lega mikið á Íslandi í sam­an­burði við OECD-­rík­in. Stefán og Arn­aldur rekja auknu skatt­byrð­ina að mestu til rýrnun per­sónu­af­sláttar og breyttrar sam­setn­ingar tekna. Þ.e. að fjár­magnstekj­ur, sem hafa auk­ist veru­lega, bera minni skatt en aðrar tekj­ur.

Sam­an­dregið þá kom­ast Stefán og Arn­aldur að þeirri nið­ur­stöðu að vöxtur fjár­magnstekna skýri um tvo þriðju af breyt­ingum ójafn­aðar á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um. Á sama tíma hafi skatt­byrði almennt auk­ist hjá lág- og milli­tekju­hóp­um. Þá skýra skattar um 20-30 pró­sent af þróun ójafn­aðar síð­ustu ára­tugi.

Snýst um krón­ur, ekki hlut­fall

Gæðum er mis­skipt á Íslandi. Það er stað­reynd. Í úttektum sem Kjarn­inn hefur gert á und­an­förnum árum á þessu hefur verið horft á eigna­skipt­ingu eða skipt­ingu á eigin fé til að sýna þessa mynd. Á árinu 2016 hækk­aði eigið fé Íslend­inga til að mynda um 394 millj­arða króna sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birt­ir. Af þeirri upp­hæð fór rétt tæpur helm­ingur til tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna. Hin 90 pró­sentin skiptu með sér rúmum helm­ing. Þannig hefur þetta verið árum sam­an. Og opin­berar tölur sýna að rík­asta eitt pró­sent lands­manna á um fimmt­ung af allri hreinni eign þjóð­ar­inn­ar.

Sú eign er reyndar veru­lega van­met­in. Hluta­bréf eru t.d. metin á nafn­virði í þessum töl­um. Og efsta lagið á nán­ast öll hluta­bréf sem eru í eigu ein­stak­linga hér­lend­is. Eigna­mestu tíu pró­sentin eiga 86 pró­sent slíkra og á árinu 2016 greiddu tvö pró­­sent fjöl­­skyldna lands­ins fjár­­­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­­um. Sölu­hagn­að­­ur­inn var 28,7 millj­­arðar króna og hækk­­aði um 38,3 pró­­sent milli ára.

Inn í þetta vantar eignir sem geymdar hafa verið í skatta­skjólum og hafa ekki verið rétt fram­taldar hér­lend­is.

Því lengur sem ástandið fær að við­gang­ast því meiri verður ójöfn­uð­ur­inn. Það segir sjálft. Og er ekki teygj­an­leg breyta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari