Efnahagurinn, leynd, ójöfnuður og Ísland eftir 30 ár

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna fjölluðu um stöðu mála á hinu pólitíska sviði í gær á eftir stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Eins og venju­lega þegar þing­vetur hefst, þá er línan lögð með stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flutti ítar­lega ræðu sína fyrstur stjórn­mála­leið­toga í gær, áður en fleiri tóku til máls.

Leið­togar stjórn­ar­flokk­anna, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, töl­uðu allir fyrir mik­il­vægi ábyrgrar stjórn­un­ar, en skerpu einnig á helstu áherslu­málum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um að byggja upp stöð­ug­leika í efna­hags­mál­unum og um leið treysta félags­lega inn­viði vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Leið­togar stjórn­and­stöðu­flokk­anna sýndu klærn­ar, og gagn­rýndu stjórn­völd, meðal ann­ars fyrir að sinna ekki þeim sem minna mega sín, byggja undir auk­inn ójöfnuð og aðhaf­ast ekk­ert í málum sem þyldu ekki neina bið.

Auglýsing

Hér á eftir fara athygl­is­verðir punktar úr ræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra, frá leið­togum flokk­anna, en aug­ljós mein­ing­ar­munur er á grein­ingu þeirra á hinu póli­tíska lands­lagi.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Benediktsson lét ekkert framhjá sér fara.„Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­jöfnuð en Ísland sam­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­jöfn­uður sé sjálf­stætt vanda­mál og vax­andi. Sá mál­flutn­ingur stenst enga skoðun eins og nið­ur­stöður OECD bera skýrt með sér. Nær væri að beina sjónum að tæki­færum til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og fjölg­unar á störfum sem standa undir hærri launa­greiðsl­um.  Sterk­ari sam­keppn­is­hæfni lands­ins mun skila sér í betri kjörum allra, ekki síst launa­lægstu hópanna.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna.

Katrín Jakobsdóttir, talaði um mikilvægi jafnaðar og þess að rétta þeim sem þurfa hjálparhönd.„Maður og nátt­úra geta lifað í sátt –  átt sam­leið þar sem manns­and­inn og nátt­úran tala sam­an. Okkur Íslend­ingum hefur miðað fram á við í þessu sam­tali en um leið eigum við enn langan veg framund­an. Við stöndum frammi fyrir stórum spurn­ing­um. Getum við náð saman um friðun mið­há­lend­is­ins og breytt því í þjóð­garð? Getum við náð lausn í fisk­eld­is­málum þar sem nátt­úran fær að njóta vafans og við stöndum vörð um þá líf­fræði­legu fjöl­breytni sem felst í villta laxa­stofn­in­um? Getum við átt þessa umræðu án þess að fest­ast í skot­gröfum höf­uð­borgar og lands­byggð­ar? Getum við sem búum í þétt­býl­inu sýnt þeim skiln­ing sem hafa um ára­bil staðið í ströngu að berj­ast við að halda uppi byggð þó að ýmsar ákvarð­anir meðal ann­ars hér á Alþingi hafi verið þeim mót­dræg­ar? Þeim sem vildu gera út á trillu en áttu aldrei mögu­leika í svo­kall­aðri frjálsri sam­keppni við þá sem fengu kvót­ann.“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Logi Einarsson talaði fyrir norræna módelinu; sterku félagslegu neti og félagslegum áherslum.

„Við erum ríkt land og getum vel boðið öllum mann­sæm­andi líf.  Það verður aðeins gert með klass­ískum aðferðum sem gert hafa Norð­ur­löndin að fyr­ir­mynd ann­ara ríkja: Með því að tryggja öllum öryggi, vel­ferð og menntun og ekki síst skipta gæðum og byrðum rétt­lát­ar. Frú for­seti.  Það er mik­il­vægt að ríða þétt örygg­is­net sem grípur fólk ef það af ein­hverjum ástæðum fellur milli skips og bryggju og tryggir þeim öryggi og skjól,“ sagði Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar.

„Í mörgum löndum leiddi hrunið til þess að upp spruttu flokkar hat­urs og for­dóma. Við Íslend­ingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fót­festu. En þegar við lítum til Banda­ríkj­anna, kyndil­bera lýð­ræð­is­ins í heim­inum stærstan hluta 20. ald­ar­inn­ar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.Það er jákvætt að fólk líti á Ísland sem land tæki­fær­anna. Það er jákvætt að Ísland sé frjáls­lynt og opið—og við verðum að tryggja að svo verði áfram.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigurður Ingi Jóhannsson gagnrýndi leyndarhyggju í kringum eignasafn Seðlabanka Íslands.„Við viljum einnig sjá upp­stokkun á banka­kerf­inu. Banka­kerfið á að þjón­usta heim­ili og fyr­ir­tæki. Hinn almenni neyt­andi þarf að geta treyst því að eft­ir­litið sé virkt og aðhald sé gagn­vart fjár­mála­stofn­un­um. Margt hefur áunn­ist í að end­ur­vekja traust, en þónokkuð er í land. Þessu tengt þá sendi, sá sem hér stend­ur, fyr­ir­spurn til hæstv. for­sæt­is­ráð­herra um eigna­safn Seðla­bank­ans, og fékk til baka frekar fátæk­leg svör um hverjir hafi sinnt þjón­ustu fyrir bank­ann og keyptu eign­ir. M.ö.o. almenn­ingur fær ekki að vita hverjir keyptu, á hversu mik­ið, né hvernig þær voru greidd­ar. Á sama tíma opna ráðu­neytin bók­hald­ið. Er eðli­legt að Seðla­bank­inn geti skýlt sér á bak við banka­leynd þegar hann höndlar með eigur almenn­ings?“

Birgitta Jóns­dótt­ir, Píröt­um.

Birgitta Jónsdóttir velti því fyrir sér hvernig yrði horft til okkar tíma, í framtíðinni.„Ég man líka þegar vímu­efna­sjúk­lingar voru settir í fang­elsi í stað þess að hjálpa þeim að ná heilsu. Alveg ótrú­legt, satt best að segja. Ég man líka hvernig stjórn­mála­menn komust upp með að etja fólki saman og á meðan það reifst og skamm­að­ist á sam­skipta­miðlum út af ein­hverju sem fyllti það heil­agri vand­læt­ingu einn dag­inn og var gleymt næsta hvarf auð­ur­inn af okkar sam­eig­in­legu auð­lindum inn í skatta­skjól víða um heim.“

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Leiðtogar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ræða saman í þingsal. Óttarr lagði áherslu á að hann tryði á góða samvinnu og hugsjónina um að lÉg datt inn í póli­tík til að reyna að gera gagn. Við stofn­uðum Bjarta fram­tíð til að stunda öðru­vísi stjórn­mál. Við viljum hafa jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umræð­una og við viljum gera það á borði en ekki bara í orði. Þess vegna tókum við þá ákvörð­un, sem var alls ekk­ert sjálf­sögð, að setj­ast í rík­is­stjórn til að hafa áhrif á borði, hafa raun­veru­leg áhrif á umhverf­is­mál­in, styðja við upp­bygg­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu og taka þátt í að móta fram­tíð­ina. Við viljum axla ábyrgð af því að verk­efnin skipta máli. Það er margt gott en það er alltaf hægt að gera bet­ur. Við þurfum að halda bolt­anum á lofti í verk­efnum dags­ins en líka um leið að hafa auð­mýkt og hug­rekki til að hafa augun á fram­tíð­inni því að það er hún sem skiptir mestu máli.“

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar