Efnahagurinn, leynd, ójöfnuður og Ísland eftir 30 ár

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna fjölluðu um stöðu mála á hinu pólitíska sviði í gær á eftir stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Eins og venju­lega þegar þing­vetur hefst, þá er línan lögð með stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flutti ítar­lega ræðu sína fyrstur stjórn­mála­leið­toga í gær, áður en fleiri tóku til máls.

Leið­togar stjórn­ar­flokk­anna, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, töl­uðu allir fyrir mik­il­vægi ábyrgrar stjórn­un­ar, en skerpu einnig á helstu áherslu­málum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um að byggja upp stöð­ug­leika í efna­hags­mál­unum og um leið treysta félags­lega inn­viði vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Leið­togar stjórn­and­stöðu­flokk­anna sýndu klærn­ar, og gagn­rýndu stjórn­völd, meðal ann­ars fyrir að sinna ekki þeim sem minna mega sín, byggja undir auk­inn ójöfnuð og aðhaf­ast ekk­ert í málum sem þyldu ekki neina bið.

Auglýsing

Hér á eftir fara athygl­is­verðir punktar úr ræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra, frá leið­togum flokk­anna, en aug­ljós mein­ing­ar­munur er á grein­ingu þeirra á hinu póli­tíska lands­lagi.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Benediktsson lét ekkert framhjá sér fara.„Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­jöfnuð en Ísland sam­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­jöfn­uður sé sjálf­stætt vanda­mál og vax­andi. Sá mál­flutn­ingur stenst enga skoðun eins og nið­ur­stöður OECD bera skýrt með sér. Nær væri að beina sjónum að tæki­færum til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og fjölg­unar á störfum sem standa undir hærri launa­greiðsl­um.  Sterk­ari sam­keppn­is­hæfni lands­ins mun skila sér í betri kjörum allra, ekki síst launa­lægstu hópanna.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna.

Katrín Jakobsdóttir, talaði um mikilvægi jafnaðar og þess að rétta þeim sem þurfa hjálparhönd.„Maður og nátt­úra geta lifað í sátt –  átt sam­leið þar sem manns­and­inn og nátt­úran tala sam­an. Okkur Íslend­ingum hefur miðað fram á við í þessu sam­tali en um leið eigum við enn langan veg framund­an. Við stöndum frammi fyrir stórum spurn­ing­um. Getum við náð saman um friðun mið­há­lend­is­ins og breytt því í þjóð­garð? Getum við náð lausn í fisk­eld­is­málum þar sem nátt­úran fær að njóta vafans og við stöndum vörð um þá líf­fræði­legu fjöl­breytni sem felst í villta laxa­stofn­in­um? Getum við átt þessa umræðu án þess að fest­ast í skot­gröfum höf­uð­borgar og lands­byggð­ar? Getum við sem búum í þétt­býl­inu sýnt þeim skiln­ing sem hafa um ára­bil staðið í ströngu að berj­ast við að halda uppi byggð þó að ýmsar ákvarð­anir meðal ann­ars hér á Alþingi hafi verið þeim mót­dræg­ar? Þeim sem vildu gera út á trillu en áttu aldrei mögu­leika í svo­kall­aðri frjálsri sam­keppni við þá sem fengu kvót­ann.“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Logi Einarsson talaði fyrir norræna módelinu; sterku félagslegu neti og félagslegum áherslum.

„Við erum ríkt land og getum vel boðið öllum mann­sæm­andi líf.  Það verður aðeins gert með klass­ískum aðferðum sem gert hafa Norð­ur­löndin að fyr­ir­mynd ann­ara ríkja: Með því að tryggja öllum öryggi, vel­ferð og menntun og ekki síst skipta gæðum og byrðum rétt­lát­ar. Frú for­seti.  Það er mik­il­vægt að ríða þétt örygg­is­net sem grípur fólk ef það af ein­hverjum ástæðum fellur milli skips og bryggju og tryggir þeim öryggi og skjól,“ sagði Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar.

„Í mörgum löndum leiddi hrunið til þess að upp spruttu flokkar hat­urs og for­dóma. Við Íslend­ingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fót­festu. En þegar við lítum til Banda­ríkj­anna, kyndil­bera lýð­ræð­is­ins í heim­inum stærstan hluta 20. ald­ar­inn­ar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.Það er jákvætt að fólk líti á Ísland sem land tæki­fær­anna. Það er jákvætt að Ísland sé frjáls­lynt og opið—og við verðum að tryggja að svo verði áfram.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigurður Ingi Jóhannsson gagnrýndi leyndarhyggju í kringum eignasafn Seðlabanka Íslands.„Við viljum einnig sjá upp­stokkun á banka­kerf­inu. Banka­kerfið á að þjón­usta heim­ili og fyr­ir­tæki. Hinn almenni neyt­andi þarf að geta treyst því að eft­ir­litið sé virkt og aðhald sé gagn­vart fjár­mála­stofn­un­um. Margt hefur áunn­ist í að end­ur­vekja traust, en þónokkuð er í land. Þessu tengt þá sendi, sá sem hér stend­ur, fyr­ir­spurn til hæstv. for­sæt­is­ráð­herra um eigna­safn Seðla­bank­ans, og fékk til baka frekar fátæk­leg svör um hverjir hafi sinnt þjón­ustu fyrir bank­ann og keyptu eign­ir. M.ö.o. almenn­ingur fær ekki að vita hverjir keyptu, á hversu mik­ið, né hvernig þær voru greidd­ar. Á sama tíma opna ráðu­neytin bók­hald­ið. Er eðli­legt að Seðla­bank­inn geti skýlt sér á bak við banka­leynd þegar hann höndlar með eigur almenn­ings?“

Birgitta Jóns­dótt­ir, Píröt­um.

Birgitta Jónsdóttir velti því fyrir sér hvernig yrði horft til okkar tíma, í framtíðinni.„Ég man líka þegar vímu­efna­sjúk­lingar voru settir í fang­elsi í stað þess að hjálpa þeim að ná heilsu. Alveg ótrú­legt, satt best að segja. Ég man líka hvernig stjórn­mála­menn komust upp með að etja fólki saman og á meðan það reifst og skamm­að­ist á sam­skipta­miðlum út af ein­hverju sem fyllti það heil­agri vand­læt­ingu einn dag­inn og var gleymt næsta hvarf auð­ur­inn af okkar sam­eig­in­legu auð­lindum inn í skatta­skjól víða um heim.“

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Leiðtogar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ræða saman í þingsal. Óttarr lagði áherslu á að hann tryði á góða samvinnu og hugsjónina um að lÉg datt inn í póli­tík til að reyna að gera gagn. Við stofn­uðum Bjarta fram­tíð til að stunda öðru­vísi stjórn­mál. Við viljum hafa jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umræð­una og við viljum gera það á borði en ekki bara í orði. Þess vegna tókum við þá ákvörð­un, sem var alls ekk­ert sjálf­sögð, að setj­ast í rík­is­stjórn til að hafa áhrif á borði, hafa raun­veru­leg áhrif á umhverf­is­mál­in, styðja við upp­bygg­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu og taka þátt í að móta fram­tíð­ina. Við viljum axla ábyrgð af því að verk­efnin skipta máli. Það er margt gott en það er alltaf hægt að gera bet­ur. Við þurfum að halda bolt­anum á lofti í verk­efnum dags­ins en líka um leið að hafa auð­mýkt og hug­rekki til að hafa augun á fram­tíð­inni því að það er hún sem skiptir mestu máli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar