Efnahagurinn, leynd, ójöfnuður og Ísland eftir 30 ár

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna fjölluðu um stöðu mála á hinu pólitíska sviði í gær á eftir stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Eins og venju­lega þegar þing­vetur hefst, þá er línan lögð með stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flutti ítar­lega ræðu sína fyrstur stjórn­mála­leið­toga í gær, áður en fleiri tóku til máls.

Leið­togar stjórn­ar­flokk­anna, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, töl­uðu allir fyrir mik­il­vægi ábyrgrar stjórn­un­ar, en skerpu einnig á helstu áherslu­málum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um að byggja upp stöð­ug­leika í efna­hags­mál­unum og um leið treysta félags­lega inn­viði vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Leið­togar stjórn­and­stöðu­flokk­anna sýndu klærn­ar, og gagn­rýndu stjórn­völd, meðal ann­ars fyrir að sinna ekki þeim sem minna mega sín, byggja undir auk­inn ójöfnuð og aðhaf­ast ekk­ert í málum sem þyldu ekki neina bið.

Auglýsing

Hér á eftir fara athygl­is­verðir punktar úr ræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra, frá leið­togum flokk­anna, en aug­ljós mein­ing­ar­munur er á grein­ingu þeirra á hinu póli­tíska lands­lagi.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Benediktsson lét ekkert framhjá sér fara.„Klisjan um vax­andi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræð­unni. Stað­reyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launa­jöfnuð en Ísland sam­kvæmt árlegri úttekt OECD á jöfn­uði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launa­ó­jöfn­uður sé sjálf­stætt vanda­mál og vax­andi. Sá mál­flutn­ingur stenst enga skoðun eins og nið­ur­stöður OECD bera skýrt með sér. Nær væri að beina sjónum að tæki­færum til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og fjölg­unar á störfum sem standa undir hærri launa­greiðsl­um.  Sterk­ari sam­keppn­is­hæfni lands­ins mun skila sér í betri kjörum allra, ekki síst launa­lægstu hópanna.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna.

Katrín Jakobsdóttir, talaði um mikilvægi jafnaðar og þess að rétta þeim sem þurfa hjálparhönd.„Maður og nátt­úra geta lifað í sátt –  átt sam­leið þar sem manns­and­inn og nátt­úran tala sam­an. Okkur Íslend­ingum hefur miðað fram á við í þessu sam­tali en um leið eigum við enn langan veg framund­an. Við stöndum frammi fyrir stórum spurn­ing­um. Getum við náð saman um friðun mið­há­lend­is­ins og breytt því í þjóð­garð? Getum við náð lausn í fisk­eld­is­málum þar sem nátt­úran fær að njóta vafans og við stöndum vörð um þá líf­fræði­legu fjöl­breytni sem felst í villta laxa­stofn­in­um? Getum við átt þessa umræðu án þess að fest­ast í skot­gröfum höf­uð­borgar og lands­byggð­ar? Getum við sem búum í þétt­býl­inu sýnt þeim skiln­ing sem hafa um ára­bil staðið í ströngu að berj­ast við að halda uppi byggð þó að ýmsar ákvarð­anir meðal ann­ars hér á Alþingi hafi verið þeim mót­dræg­ar? Þeim sem vildu gera út á trillu en áttu aldrei mögu­leika í svo­kall­aðri frjálsri sam­keppni við þá sem fengu kvót­ann.“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Logi Einarsson talaði fyrir norræna módelinu; sterku félagslegu neti og félagslegum áherslum.

„Við erum ríkt land og getum vel boðið öllum mann­sæm­andi líf.  Það verður aðeins gert með klass­ískum aðferðum sem gert hafa Norð­ur­löndin að fyr­ir­mynd ann­ara ríkja: Með því að tryggja öllum öryggi, vel­ferð og menntun og ekki síst skipta gæðum og byrðum rétt­lát­ar. Frú for­seti.  Það er mik­il­vægt að ríða þétt örygg­is­net sem grípur fólk ef það af ein­hverjum ástæðum fellur milli skips og bryggju og tryggir þeim öryggi og skjól,“ sagði Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni.

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar.

„Í mörgum löndum leiddi hrunið til þess að upp spruttu flokkar hat­urs og for­dóma. Við Íslend­ingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fót­festu. En þegar við lítum til Banda­ríkj­anna, kyndil­bera lýð­ræð­is­ins í heim­inum stærstan hluta 20. ald­ar­inn­ar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.Það er jákvætt að fólk líti á Ísland sem land tæki­fær­anna. Það er jákvætt að Ísland sé frjáls­lynt og opið—og við verðum að tryggja að svo verði áfram.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigurður Ingi Jóhannsson gagnrýndi leyndarhyggju í kringum eignasafn Seðlabanka Íslands.„Við viljum einnig sjá upp­stokkun á banka­kerf­inu. Banka­kerfið á að þjón­usta heim­ili og fyr­ir­tæki. Hinn almenni neyt­andi þarf að geta treyst því að eft­ir­litið sé virkt og aðhald sé gagn­vart fjár­mála­stofn­un­um. Margt hefur áunn­ist í að end­ur­vekja traust, en þónokkuð er í land. Þessu tengt þá sendi, sá sem hér stend­ur, fyr­ir­spurn til hæstv. for­sæt­is­ráð­herra um eigna­safn Seðla­bank­ans, og fékk til baka frekar fátæk­leg svör um hverjir hafi sinnt þjón­ustu fyrir bank­ann og keyptu eign­ir. M.ö.o. almenn­ingur fær ekki að vita hverjir keyptu, á hversu mik­ið, né hvernig þær voru greidd­ar. Á sama tíma opna ráðu­neytin bók­hald­ið. Er eðli­legt að Seðla­bank­inn geti skýlt sér á bak við banka­leynd þegar hann höndlar með eigur almenn­ings?“

Birgitta Jóns­dótt­ir, Píröt­um.

Birgitta Jónsdóttir velti því fyrir sér hvernig yrði horft til okkar tíma, í framtíðinni.„Ég man líka þegar vímu­efna­sjúk­lingar voru settir í fang­elsi í stað þess að hjálpa þeim að ná heilsu. Alveg ótrú­legt, satt best að segja. Ég man líka hvernig stjórn­mála­menn komust upp með að etja fólki saman og á meðan það reifst og skamm­að­ist á sam­skipta­miðlum út af ein­hverju sem fyllti það heil­agri vand­læt­ingu einn dag­inn og var gleymt næsta hvarf auð­ur­inn af okkar sam­eig­in­legu auð­lindum inn í skatta­skjól víða um heim.“

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Leiðtogar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ræða saman í þingsal. Óttarr lagði áherslu á að hann tryði á góða samvinnu og hugsjónina um að lÉg datt inn í póli­tík til að reyna að gera gagn. Við stofn­uðum Bjarta fram­tíð til að stunda öðru­vísi stjórn­mál. Við viljum hafa jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umræð­una og við viljum gera það á borði en ekki bara í orði. Þess vegna tókum við þá ákvörð­un, sem var alls ekk­ert sjálf­sögð, að setj­ast í rík­is­stjórn til að hafa áhrif á borði, hafa raun­veru­leg áhrif á umhverf­is­mál­in, styðja við upp­bygg­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu og taka þátt í að móta fram­tíð­ina. Við viljum axla ábyrgð af því að verk­efnin skipta máli. Það er margt gott en það er alltaf hægt að gera bet­ur. Við þurfum að halda bolt­anum á lofti í verk­efnum dags­ins en líka um leið að hafa auð­mýkt og hug­rekki til að hafa augun á fram­tíð­inni því að það er hún sem skiptir mestu máli.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar