Allt það markverðasta af haustviðburði Apple

Spennandi verður að sjá hvernig Apple-aðdáendur taka nýjum snjallsímum og snjallúrum. Tíunda kynslóð iPhone-símanna var kynnt í gær. Gunnlaugur Reynir Sverrisson, umsjónarmaður Tæknivarpsins, fylgdist með.

Nýja flaggskip Apple er iPhone X-snjallsíminn. Hann er búinn öllum fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á.
Nýja flaggskip Apple er iPhone X-snjallsíminn. Hann er búinn öllum fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á.
Auglýsing

Banda­ríska tölvu­fyr­ir­tækið Apple kynnti þrjá nýja snjall­síma, nýtt snjallúr og upp­fært sjón­varps­box á árlegum haust­við­burði sínum í gær. Þrátt fyrir að allt það mark­verð­asta hafi lekið út fyrir kynn­ing­una þá var eft­ir­vænt­ingin tals­verð.

Kynn­ingin var sú fyrsta sem haldin hefur verið í Steve Jobs Thea­ter, nýju 1000 sæta neð­an­jarð­ar­sal sem stendur við nýjar höf­uð­stöðvar Apple í Kali­forníu í Banda­ríkj­un­um.

Apple gengur lengra

Það sem stendur upp úr eftir kynn­ing­una er vafa­laust nýr og end­ur­hann­aður iPhone X (róm­verska talan 10, ekki bók­staf­ur­inn X). Apple fylgir í fót­spor keppi­naut­anna Sam­sung og LG með því að minnka rammann utan um skjá­inn. Apple gengur í raun tals­vert lengra því sím­inn er nán­ast algjör­lega ramma­laus fyrir utan agn­arsmáa rönd efst á sím­an­um.

Apple iPhone X.iPhone X er búinn 5,8 tommu AMOLED-skjá fram­leiddum af Sam­sung í upp­lausn sem Apple kallar Super Ret­ina. Stál­rammi er umvaf­inn gleri bæði á fram­hlið og bak­hlið. Eng­inn heim-hnappur er á sím­anum eða fingrafara­les­ari. Í stað­inn er sím­anum aflæst með Face ID, nýrri örygg­is­tækni sem leysir fingrafar­les­ar­ann af hólmi. Apple lofar að þessi tækni sé marg­falt betri og örugg­ari en fingrafara­les­ar­inn. Það gekk þó ekki betur en svo að þegar Craig Federig­hi, fram­kvæmda­stjóri hug­bún­að­ar­þró­unar App­le, var að sýna sím­ann þá náði hann ekki að aflæsa sím­anum í fyrstu til­raun. Mis­tök sem þessi hafa verið nán­ast óþekkt í kynn­ingum Apple.

Eins og í iPhone 7 Plus (stærri gerð síð­ustu kyn­slóðar iPho­ne-síma) eru tvær mynda­vélar á bak­hlið­inni. Báðar með inn­byggðri hristi­vörn og þökk sé nemum á fram­hlið sím­ans styður hann nú einnig Portrait-­myndir á fram­hlið­inni. Þessi mögu­leiki kom fyrst fram á iPhone 7 Plus. Þetta virkar þannig að með tveimur mynda­vélum er hægt að ná fram aðskiln­aði á milli for­grunns og bak­grunns og þannig breyta fókus eft­irá. Þannig er hægt að ná fram svoköll­uðum bokeh-á­hrifum eins og fást með stórum dýrum lins­um. Sím­inn kemur með annað hvort með 64 eða 256 gíga­bita geymslu­plássi og mun kosta minnst 999 Banda­ríkja­doll­ara (um 110.000 íslenskar krón­ur).

Auglýsing

iPhone X er nýtt flagg­skip

iPhone X er þó ekki eig­in­legur arf­taki iPhone 7 eða 7 Plus. Hann er tal­vert dýr­ari en þeir báðir og er í raun hugs­aður sem tak­marka­laust flagg­skip; Það sem er hægt að gera þegar dregið er úr kröfum um að halda niður verði á íhlutum sím­ans. AMOLED-skjár­inn kostar til dæmis þrisvar sinnum meira en skjár­inn á iPhone 7. Mynda­vélin er dýr­ari sem og umgjörð­in. Þetta er flagg­skip fyrir þá sem vilja það nýjasta og besta. Nafnið X er svo dregið af því að nú eru 10 ár síðan fyrsti iPho­ne-sím­inn kom í sölu árið 2007.

Apple kynnti einnig iPhone 8, rök­réttan arf­taka iPhone 7. Ef Apple hefði fylgt nafna­hefð­inni sem var sett með 3GS þá hefði þessi sími verið kall­aður iPhone 7S.

iPhone 8 er að mestu leyti eins útlits­lega og iPhone 7, sem einnig var að mestu leyti eins og iPhone 6 og 6S. Það væri þó rangt að segja að iPhone 8 væri nákvæm­lega eins. Skelin er örlítið stærri og passar því lík­leg­ast ekki í hulstur af eldri sím­um. Bak­hliðin er, eins og á iPhone X, úr hertu gleri. Skjá­irnir eru með sömu upp­lausn og iPhone 7 og 7 Plus en styðja nú True Tone-­tækni Apple sem hefur aðeins verið í boði í iPad Pro-­spjald­tölv­unni. Með True Tone aðlagar skjár­inn sig að umhverf­is­lýs­ingu og gefur bestu mynd hverju sinni. Bæði iPhone X og 8 styðja svo loks­ins snerti­lausa hleðslu.

Margt er áhuga­vert við nálgun Apple með þessu nýja þrí­eyki og óhætt að segja að mark­aðs­deild fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki staðið frammi fyrir jafn krefj­andi verk­efni í langan tíma. Mark­miðið er vænt­an­lega að gera iPhone X aðlað­andi án þess að það skaði sölu á iPhone 8. Flestir myndu vænt­an­lega velja iPhone X ef ekki væri fyrir verðið en hann er jú tals­vert dýr­ari. Lík­legt er að fram­boð af flagg­skip­inu verði tak­markað í fyrstu.

Fluttar hafa verið fréttir af erf­ið­leikum við fram­leiðslu sím­ans og lík­legt er að margir muni annað hvort sætta sig við iPhone 8 eða leita á önnur mið. Sam­sung og LG munu taka neyt­endum fagn­andi sem vilja í ramma­lausa síma en eiga aðeins 100.000 krónur til að eyða.

Ekk­ert kom fram í kynn­ingu Apple í gær um verð eða útgáfu­tíma á Íslandi en ef eitt­hvað er að marka reynslu Íslend­inga und­an­farin ár þá má búast við iPhone 8 í sölu í lok sept­em­ber og að hann muni kosta frá 120.000 krón­um. iPhone X fer ekki í sölu í Banda­ríkj­unum fyrr en í nóv­em­ber og skilar sér von­andi hingað til Íslands fyrir jól.

Upp­færðar stuðn­ings­græjur

Auk nýrra síma kynnti Apple einnig þriðju kyn­slóð snjallúr­anna Apple Watch. Útlitið er það sama og á fyrri úrum en það hefur nú bæði meira afl og er nú í fyrsta skipti í boði með inn­byggðu 4G-far­neti. Þannig verður hægt að streyma tón­list, fá upp­lýs­ingar beint í for­ritin og taka sím­töl annað hvort beint á úrið eða í gengum þráð­laus heyrna­tól.



Með Apple Watch 3 og Apple Air­pods er komin hin full­komna hlaupa­græja fyrir þá sem vilja hlaupa með sem minnstan far­ang­ur. Í kynn­ing­unni á Apple Watch kom fram að Apple er orð­inn stærsti úra­fram­leið­andi í heimi ef horft er á veltu og að 97 pró­sent not­enda séu ánægðir með vör­una. Til marks um það var sýnd aug­lýs­inga þar sem not­endur Apple Watch lásu upp bréf sín til fyr­ir­tæk­is­ins þar sem þeir lof­sama úrið og hvernig það hefur nýst í þjálfun eða bar­áttu við fötlun eða aðrar hindr­an­ir.

Einnig var kynnt upfærsla á Apple TV sem styður bæði 4K-­myndefni og HDR-­mynd­gæða­tækni. Útlitið er það sama og áður og þeir sem höfðu von­ast eftir end­ur­hönnun á fjar­stýr­ing­una fengu ekki ósk sína upp­fyllta. Þú munt þess vegna áfram snúa fjar­stýr­ing­unni öfugt og spóla langt inn í mynd­ina með til­heyr­andi pirr­ingi.

Heilt yfir var við­burður Apple vel heppn­að­ur. Steve Jobs Thea­ter lítur virki­lega vel út og loks­ins er Apple komið með vett­vang fyrir kynn­ingar sem er í sama gæða­flokki og vör­urnar sem það kynn­ir. Áhuga­vert verður þó að sjá hvernig iPhone 8 og X selj­ast. Það er aug­ljóst að iPhone X er fram­tíð Apple og iPho­ne-vöru­merk­is­ins.

Spurn­ingin er eftir sem áður: Munu kaup­endur sætta sig við iPhone 8? Munu þeir sætta sig við verðið á X eða verður vist­ar­band Apple neyt­enda loks­ins afnu­mið?

Eina sem er öruggt er að vísa­reikn­ingur margra App­le-­neyt­enda mun snar­hækka á næstu mán­uð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar