Allt það markverðasta af haustviðburði Apple

Spennandi verður að sjá hvernig Apple-aðdáendur taka nýjum snjallsímum og snjallúrum. Tíunda kynslóð iPhone-símanna var kynnt í gær. Gunnlaugur Reynir Sverrisson, umsjónarmaður Tæknivarpsins, fylgdist með.

Nýja flaggskip Apple er iPhone X-snjallsíminn. Hann er búinn öllum fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á.
Nýja flaggskip Apple er iPhone X-snjallsíminn. Hann er búinn öllum fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á.
Auglýsing

Banda­ríska tölvu­fyr­ir­tækið Apple kynnti þrjá nýja snjall­síma, nýtt snjallúr og upp­fært sjón­varps­box á árlegum haust­við­burði sínum í gær. Þrátt fyrir að allt það mark­verð­asta hafi lekið út fyrir kynn­ing­una þá var eft­ir­vænt­ingin tals­verð.

Kynn­ingin var sú fyrsta sem haldin hefur verið í Steve Jobs Thea­ter, nýju 1000 sæta neð­an­jarð­ar­sal sem stendur við nýjar höf­uð­stöðvar Apple í Kali­forníu í Banda­ríkj­un­um.

Apple gengur lengra

Það sem stendur upp úr eftir kynn­ing­una er vafa­laust nýr og end­ur­hann­aður iPhone X (róm­verska talan 10, ekki bók­staf­ur­inn X). Apple fylgir í fót­spor keppi­naut­anna Sam­sung og LG með því að minnka rammann utan um skjá­inn. Apple gengur í raun tals­vert lengra því sím­inn er nán­ast algjör­lega ramma­laus fyrir utan agn­arsmáa rönd efst á sím­an­um.

Apple iPhone X.iPhone X er búinn 5,8 tommu AMOLED-skjá fram­leiddum af Sam­sung í upp­lausn sem Apple kallar Super Ret­ina. Stál­rammi er umvaf­inn gleri bæði á fram­hlið og bak­hlið. Eng­inn heim-hnappur er á sím­anum eða fingrafara­les­ari. Í stað­inn er sím­anum aflæst með Face ID, nýrri örygg­is­tækni sem leysir fingrafar­les­ar­ann af hólmi. Apple lofar að þessi tækni sé marg­falt betri og örugg­ari en fingrafara­les­ar­inn. Það gekk þó ekki betur en svo að þegar Craig Federig­hi, fram­kvæmda­stjóri hug­bún­að­ar­þró­unar App­le, var að sýna sím­ann þá náði hann ekki að aflæsa sím­anum í fyrstu til­raun. Mis­tök sem þessi hafa verið nán­ast óþekkt í kynn­ingum Apple.

Eins og í iPhone 7 Plus (stærri gerð síð­ustu kyn­slóðar iPho­ne-síma) eru tvær mynda­vélar á bak­hlið­inni. Báðar með inn­byggðri hristi­vörn og þökk sé nemum á fram­hlið sím­ans styður hann nú einnig Portrait-­myndir á fram­hlið­inni. Þessi mögu­leiki kom fyrst fram á iPhone 7 Plus. Þetta virkar þannig að með tveimur mynda­vélum er hægt að ná fram aðskiln­aði á milli for­grunns og bak­grunns og þannig breyta fókus eft­irá. Þannig er hægt að ná fram svoköll­uðum bokeh-á­hrifum eins og fást með stórum dýrum lins­um. Sím­inn kemur með annað hvort með 64 eða 256 gíga­bita geymslu­plássi og mun kosta minnst 999 Banda­ríkja­doll­ara (um 110.000 íslenskar krón­ur).

Auglýsing

iPhone X er nýtt flagg­skip

iPhone X er þó ekki eig­in­legur arf­taki iPhone 7 eða 7 Plus. Hann er tal­vert dýr­ari en þeir báðir og er í raun hugs­aður sem tak­marka­laust flagg­skip; Það sem er hægt að gera þegar dregið er úr kröfum um að halda niður verði á íhlutum sím­ans. AMOLED-skjár­inn kostar til dæmis þrisvar sinnum meira en skjár­inn á iPhone 7. Mynda­vélin er dýr­ari sem og umgjörð­in. Þetta er flagg­skip fyrir þá sem vilja það nýjasta og besta. Nafnið X er svo dregið af því að nú eru 10 ár síðan fyrsti iPho­ne-sím­inn kom í sölu árið 2007.

Apple kynnti einnig iPhone 8, rök­réttan arf­taka iPhone 7. Ef Apple hefði fylgt nafna­hefð­inni sem var sett með 3GS þá hefði þessi sími verið kall­aður iPhone 7S.

iPhone 8 er að mestu leyti eins útlits­lega og iPhone 7, sem einnig var að mestu leyti eins og iPhone 6 og 6S. Það væri þó rangt að segja að iPhone 8 væri nákvæm­lega eins. Skelin er örlítið stærri og passar því lík­leg­ast ekki í hulstur af eldri sím­um. Bak­hliðin er, eins og á iPhone X, úr hertu gleri. Skjá­irnir eru með sömu upp­lausn og iPhone 7 og 7 Plus en styðja nú True Tone-­tækni Apple sem hefur aðeins verið í boði í iPad Pro-­spjald­tölv­unni. Með True Tone aðlagar skjár­inn sig að umhverf­is­lýs­ingu og gefur bestu mynd hverju sinni. Bæði iPhone X og 8 styðja svo loks­ins snerti­lausa hleðslu.

Margt er áhuga­vert við nálgun Apple með þessu nýja þrí­eyki og óhætt að segja að mark­aðs­deild fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki staðið frammi fyrir jafn krefj­andi verk­efni í langan tíma. Mark­miðið er vænt­an­lega að gera iPhone X aðlað­andi án þess að það skaði sölu á iPhone 8. Flestir myndu vænt­an­lega velja iPhone X ef ekki væri fyrir verðið en hann er jú tals­vert dýr­ari. Lík­legt er að fram­boð af flagg­skip­inu verði tak­markað í fyrstu.

Fluttar hafa verið fréttir af erf­ið­leikum við fram­leiðslu sím­ans og lík­legt er að margir muni annað hvort sætta sig við iPhone 8 eða leita á önnur mið. Sam­sung og LG munu taka neyt­endum fagn­andi sem vilja í ramma­lausa síma en eiga aðeins 100.000 krónur til að eyða.

Ekk­ert kom fram í kynn­ingu Apple í gær um verð eða útgáfu­tíma á Íslandi en ef eitt­hvað er að marka reynslu Íslend­inga und­an­farin ár þá má búast við iPhone 8 í sölu í lok sept­em­ber og að hann muni kosta frá 120.000 krón­um. iPhone X fer ekki í sölu í Banda­ríkj­unum fyrr en í nóv­em­ber og skilar sér von­andi hingað til Íslands fyrir jól.

Upp­færðar stuðn­ings­græjur

Auk nýrra síma kynnti Apple einnig þriðju kyn­slóð snjallúr­anna Apple Watch. Útlitið er það sama og á fyrri úrum en það hefur nú bæði meira afl og er nú í fyrsta skipti í boði með inn­byggðu 4G-far­neti. Þannig verður hægt að streyma tón­list, fá upp­lýs­ingar beint í for­ritin og taka sím­töl annað hvort beint á úrið eða í gengum þráð­laus heyrna­tól.Með Apple Watch 3 og Apple Air­pods er komin hin full­komna hlaupa­græja fyrir þá sem vilja hlaupa með sem minnstan far­ang­ur. Í kynn­ing­unni á Apple Watch kom fram að Apple er orð­inn stærsti úra­fram­leið­andi í heimi ef horft er á veltu og að 97 pró­sent not­enda séu ánægðir með vör­una. Til marks um það var sýnd aug­lýs­inga þar sem not­endur Apple Watch lásu upp bréf sín til fyr­ir­tæk­is­ins þar sem þeir lof­sama úrið og hvernig það hefur nýst í þjálfun eða bar­áttu við fötlun eða aðrar hindr­an­ir.

Einnig var kynnt upfærsla á Apple TV sem styður bæði 4K-­myndefni og HDR-­mynd­gæða­tækni. Útlitið er það sama og áður og þeir sem höfðu von­ast eftir end­ur­hönnun á fjar­stýr­ing­una fengu ekki ósk sína upp­fyllta. Þú munt þess vegna áfram snúa fjar­stýr­ing­unni öfugt og spóla langt inn í mynd­ina með til­heyr­andi pirr­ingi.

Heilt yfir var við­burður Apple vel heppn­að­ur. Steve Jobs Thea­ter lítur virki­lega vel út og loks­ins er Apple komið með vett­vang fyrir kynn­ingar sem er í sama gæða­flokki og vör­urnar sem það kynn­ir. Áhuga­vert verður þó að sjá hvernig iPhone 8 og X selj­ast. Það er aug­ljóst að iPhone X er fram­tíð Apple og iPho­ne-vöru­merk­is­ins.

Spurn­ingin er eftir sem áður: Munu kaup­endur sætta sig við iPhone 8? Munu þeir sætta sig við verðið á X eða verður vist­ar­band Apple neyt­enda loks­ins afnu­mið?

Eina sem er öruggt er að vísa­reikn­ingur margra App­le-­neyt­enda mun snar­hækka á næstu mán­uð­um.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar