Fólk borðar ekki hlutfallstölur

Auglýsing

Fyrir skemmstu birti Kjarn­inn frétta­skýr­ingu um skipt­ingu eigin fjár milli hópa sam­fé­lags­ins. Nið­ur­staða hennar var skýr, líkt og fyrri ár þegar Kjarn­inn hefur gert slíkt. Mis­skipt­ing er að aukast í íslensku sam­fé­lagi.

Skömmu síðar birti Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sem hann kall­aði Bábiljur og stað­reyndir um ójöfnuð tekna og eigna á Ísland­i“. Nið­ur­staða greinar hans er sú að það sé ekki ójöfn­uður í tekjum né eignum hér­lend­is. Hall­dór Benja­mín segir reyndar í grein sinni að eigna­jöfn­uður sé „flókið hug­tak og ein­faldur sam­an­burður erf­ið­ur.“ Þar hefur hann rétt fyrir sér.

Það er nefni­lega þannig að þótt Hall­dór Benja­mín hafi kom­ist að allt annarri nið­ur­stöðu en sýnd var í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans, með því að skoða nákvæm­lega sömu gögn frá Hag­stof­unni, þá er nið­ur­staða hans ekki röng. Ekki frekar en nið­ur­staða Kjarn­ans.

Mun­ur­inn er sá að hann kýs að horfa á eigna­skipt­ingu og ójöfnuð út frá hlut­falls­tölu en í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans er horft á hana út frá krónu­tölu.

Hinar súr­r­eal­ísku sveiflur

Launa­munur er almennt mjög lít­ill hér­lend­is. Þegar krónan er veik, sem er nú nokkuð algengt þótt við séum í styrk­ing­ar­sveiflu núna, þá eru laun hér­lendis lág í sam­an­burði við önnur svæði í kringum okk­ur. Það á jafn við um háu og lágu laun­in. Raunar má færa sterk rök fyrir því að launa­munur hér sé of lít­ill. Menntun er til að mynda ekki metin nægi­lega mikið til launa til að það felist hvati í því að sækja sér hana. Það getur valdið okkur sem sam­fé­lagi miklu tjóni þegar fram í sækir, enda bein fylgni milli auk­innar mennt­unar og hag­sæld­ar.

En mis­­­skipt­ingin sem við búum við, og litar alla sam­­fé­lags­­gerð okk­­ar, snýst ekki um laun. Hún snýst um eign­­ir. Og tekjur sem eig­endur þeirra hafa af þeim. Hluti fjár­magnstekna eru nefni­lega ekki inni í þeim tölum sem reikna út launa­jöfnuð hér­lend­is. T.d. tekjur sem mynd­ast vegna sölu hluta­bréfa. Á Íslandi er lít­ill hluti þjóð­­ar­innar sem á mikið af eignum og hefur miklar tekjur af. Svo er stór hluti sem vinnur hjá litla hlut­an­­um.

Það er mjög auð­veld­lega hægt að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að mis­skipt­ing eigna á Íslandi sé ekki að aukast. Það er gert með því að horfa á hana hlut­falls­lega, líkt og Hall­dór Benja­mín valdi að gera. Með því er hægt að sjá að eigna­mesta tíund lands­manna, rúm­lega 20 þús­und manns, eigi 62 pró­sent alls eig­in­fjár nú, og að það sé undir með­al­tali síð­ustu 20 ára, sem er 64 pró­sent.

Eðli­legra er að horfa á þessar hlut­falls­tölur með öðrum hætti, í ljósi þess að íslenskt hag­kerfi er einn sam­felldur rús­sí­bani og nið­ur­sveifl­urnar ýkja ástandið gríð­ar­lega. Það mætti til að mynda horfa á árið 1997 áttu efsta tíundin 56,3 pró­sent af öllu eigin fé, eða mun minna en nú. Hlut­fall þess sem hún átti jókst síðan jafnt og þétt á næstu árum. Ástæða þess að með­al­tals­hlut­fallið er svona gríð­ar­lega hátt fyrir síð­ustu 20 ár eru þær súr­r­eal­ísku aðstæður sem sköp­uð­ust hér eftir hrun, þegar eigið fé „venju­legs“ fólks þurrk­að­ist nán­ast út tíma­bundið vegna verð­bólgu­skots og afleið­ingar yfir­skuld­setn­ingar vegna hús­næð­is­kaupa. Árið 2009 fór hlut­fall efstu tíund­ar­innar af öllu eigin fé yfir 77 pró­sent og árið eftir í heil 86 pró­sent. Ástæðan þá var ein­fald­lega sú að vel rúm­lega 80 pró­sent lands­manna var þá sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé. Rík­ustu 20 pró­sent lands­manna átti árið 2009 103 pró­sent af öllum eign­um.

Bydgoszcz og Varna

En það er líka mjög auð­velt að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en þeirri sem Hall­dór Benja­mín kemst að. Nið­ur­stöðu sem er rétt­ari í ljósi þess að Ísland er 340 þús­und manna þjóð. Það þýðir að hér búa aðeins færri en í Bydgoszcz í Pól­landi eða í Wupp­er­tal í Þýska­landi, en aðeins fleiri en í Varna í Búlgaríu eða Wakefi­eld í Englandi.

Við erum líka auð­linda­drifið fákeppn­is­sam­fé­lag. Þ.e. grunnur að stórum hluta auðs er annað hvort til kom­inn vegna þess að við­kom­andi hefur hagn­ast á nýt­ingu auð­linda sem eiga að heita í sam­eign þjóðar eða vegna aðgengis að tæki­færum, upp­lýs­ingum eða fjár­munum ann­arra sem ein­hver í áhrifa­stöðu hefur veitt hon­um.

Þrátt fyrir að Íslend­ingar geri margt vel þá eru þeir nefni­lega ekki mikið að búa til alþjóð­leg hug­vits­fyr­ir­tæki. Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, sagði til að mynda í við­tali við Kjarn­ann fyrir um ári síðan að síðan CCP var stofnað fyrir um 20 árum hafi ekki mörg slík fyr­ir­tæki náð yfir tíu millj­ónir dali á ári í tekj­um. „Meniga og Nox Med­ical eru lík­lega komin yfir, og ORF líf­tækni komið nálægt. Á 20 árum hefði maður haldið að þetta væru fleiri. Staðan er því þannig að við erum með tvö alþjóða­fyr­ir­tæki á tækni­geir­anum með veltu á bil­inu 500-1000 millj­ónir dala, sem eru Össur stofnað fyrir rúmum 40 árum og Marel stofnað fyrir rúmum 30 árum. Svo erum við hjá CCP um 20 ára með um 100 millj­ónir dala veltu og Meniga og Nox Med­ical, að fara yfir tíu millj­ónir dali. Þetta er kannski ágætur árangur miðað við höfða­tölu, en hann er samt ekk­ert rosa­leg­ur.“

Um helm­ingur þess auðs sem verður til fer til efsta lags­ins

Í úttektum Kjarn­ans á skipt­ingu gæð­anna hér­lendis hefur því alltaf verið horft á krónu­tölur þegar verið er að horfa á eigna­skipt­ingu eða skipt­ingu á eigin fé. Það sé til að mynda ekki rétt­mætt að segja að ef ein­stak­lingur í lægri milli­stétt ávaxti eigið fé sitt upp á 100 þús­und krónur um tíu pró­sent og að mjög efn­aður fjár­magns­eig­andi sem á einn millj­arð króna ávaxti sitt fé um sömu hlut­falls­tölu, að þá sé ójöfn­uður milli þeirra ekki að aukast. Annar fær tíu þús­und krónur út úr slíkri hlut­falls­legri ávöxtun en hinn 100 millj­ónir króna. Mun­ur­inn er 99.990 þús­und krón­ur.

Auglýsing
Þegar horft er á skipt­ingu þess auðs sem varð til í íslensku sam­fé­lagi í fyrra í krónum talið er aug­ljóst, og óum­deil­an­legt, að hann lendir að mestu hjá þeim sem mest eiga. Í fyrra hækk­aði eigið fé Íslend­inga um 394 millj­arða króna. Af þeirri upp­hæð fór 185 millj­arðar króna til þeirra rúm­lega 20 þús­und fjöl­skyldna sem til­heyra efstu tíu pró­sentum þjóð­ar­inn­ar, eða rétt tæpur helm­ing­ur. Restin skipti á milli sín 209 millj­örðum króna. Af því eigin fé sem orðið hefur til frá lokum árs 2010 og fram til loka síð­asta árs hefur efsta tíundin tekið til sín 40 pró­sent, eða alls 712 millj­arða króna.

Í þeim tölum sem hafa verið birtar sem sýna meira nið­ur­brot á því hvar þessi auður lendir þá kemur líka skýrt fram að efsta lagið í þess­ari efstu tíund tekur mest til sín.

Hrein eign rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna jókst til að mynda um 20 millj­arða króna á árinu 2015. Hún hafði ekki auk­ist um svo háa upp­hæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti banka­góð­ær­is­ins. Alls átti þessi hóp­ur, sem telur nokkur hund­ruð manns, 187 millj­arða króna í eigin fé í lok árs 2015. Hlut­falls­leg eign hóps­ins af heildar eigin fé lands­manna lækk­aði á milli ára en þessi hópur fjölg­aði hins vegar krón­unum í vasa sínum mun meira en nokkur ann­ar. Þannig átti 0,1 pró­senta hóp­ur­inn þriðj­ung af allri hreinni eign rík­asta pró­sent lands­manna, sem á móti átti fimmt­ung af öllu eigin fé í land­inu í lok árs 2015. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, þá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra en nú for­sæt­is­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Árna Páls Árna­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um eignir og tekjur lands­manna á árinu 2015 sem birt var á vef Alþingis fyrir um ári síð­an.

Efsta lagið á nær öll verð­bréfin

Þótt að tölur Hag­stof­unnar um eigið fé lands­manna séu bestu fáan­legu hag­tölur sem við eigum til að átta okkur á mis­skipt­ingu gæð­anna hér­lendis þá eru þær þó fjarri því full­komn­ar. Þær van­meta nefni­lega auð fjár­magns­eig­end­anna í efsta lag­inu mjög.

Það sést til að mynda af því að þorra aukn­ingar eigin fjár á und­an­förnum árum hjá öllum hópum má rekja til gríð­ar­legra hækk­ana á hús­næð­is­verði. „Venju­legt“ fólk, sem á ekki fjár­magns­eign­ir, á nær allt sitt eigið fé bundið í stein­steypu, ekki laust fjár­magn sem skilar því ávöxt­un. Það er erfitt að losa þetta fé. Við­kom­andi losar það fyrst og síð­ast ef hann flytur erlendis og inn á nýjan markað eða ef ein­hver deyr og hann erfir eign­ina. Ann­ars nýt­ist hún fyrst og síð­ast í að kaupa sér aðra fast­eign, sem hefur líka hækkað í verði.

Hin breytan er sú að hluta­bréf eru metin á nafn­virði í tölum Hag­stof­unn­ar, ekki mark­aðsvirði. Og eign­ar­mestu tíu pró­sent lands­manna eiga nán­ast öll hluta­bréfin (86 pró­sent) sem ein­stak­lingar eiga hér­lend­is. Reyndar liggur fyrir að efsta lagið í þeim hópi á þorra þess­ara bréfa. Í fyrra greiddu tvö pró­sent fjöl­skyldna lands­ins til að mynda fjár­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­um. Sölu­hagn­að­ur­inn var 28,7 millj­arðar króna og hækk­aði um 38,3 pró­sent milli ára.

Hluta­bréfa­eign er því veru­lega van­metin í tölum Hag­stof­unn­ar.

Veru­lega van­metnar eignir þeirra rík­ustu

Til við­bótar má bæta að margir, sem mestar líkur eru á að til­heyri efri eigna­tí­und­um, geyma eignir sín­ar, þar með talið inni­stæður og skulda­bréf, í eign­ar­halds­fé­lögum með litlu útgefnu hluta­fé. Þetta er breyta sem bæði skatt­yf­ir­völd og Hag­stofan eru með­vituð um, enda 35 þús­und einka­hluta­fé­lög skráð í land­inu. Efn­aður ein­stak­lingur gæti þar af leið­andi geymt allskyns eignir inni í einka­hluta­fé­lagi sem væri mögu­lega hund­ruð millj­óna, eða jafn­vel millj­arða króna virði, en á skatt­fram­tali er eign við­kom­andi ein­ungis skráð sem 500 þús­und króna hlutafé sem greitt var inn í eign­ar­halds­fé­lagið við stofn­un.

Inn í ofan­greindar tölur vantar svo allar þær eignir sem Íslend­ingar eiga erlend­is, en hafa ekki verið taldar fram hér­lend­is. Þ.e. þær eignir sem eru geymd­ar, eða fald­ar, í skatta­skjól­um. Vís­bend­ingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot vegna þeirra, sem var birt snemma í jan­úar eftir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir Kjarn­ans um birt­ingu á skýrsl­unni. Hún hafði þá verið til­búin í rúma þrjá mán­uði, eða frá því fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber 2016.

Í skýrsl­unni kom fram að aflands­fé­laga­væð­ingin hafi haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í van­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um.

Það eru fyrst og síð­ast fjár­magns­eig­endur sem til­heyra eign­ar­mesta hluta lands­manna og voru í virð­is­mesta hluta við­skipta­vina gömlu bank­anna sem bauðst að stofna aflands­fé­lög í „skatta­hag­ræð­ing­ar­skyn­i“.

Það er því nær öruggt að tölur Hag­stof­unnar van­meta mjög eignir efstu tekju­hópanna.

Það er allt hægt þegar vilj­inn er fyrir hendi

Sam­an­dregið er oft hægt að fá út þá nið­ur­stöðu sem menn vilja út hag­töl­um. Þegar kemur að skipt­ingu nýs auðs þá velur fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins að not­ast við hlut­falls­tölur og fær út nið­ur­stöðu sem er ekki röng. En að mínu mati sýnir hún mjög skakka mynd af raun­veru­leik­anum líkt og rakið er hér að ofan. Það að sýna þá mynd eftir því hvernig krónur skipt­ast er nefni­lega líka rétt og sýnir að mínu mati mun skýra mynd af stöð­unni.

Hall­dór Benja­mín skipti raunar yfir í krónu­tölur hann ræddi trygg­inga­gjaldið við Frétta­blaðið í síð­ustu viku. Þar sagði hann frá því að það væri áætlað að það skili um 90 millj­örðum króna í rík­is­sjóð á næsta ári en að það hafi skilað 70 millj­örðum króna árið 2013 þegar atvinnu­leysi var mun meira en það er í dag. Þetta er rétt­mæt gagn­rýni hjá honum og það er óskilj­an­legt að trygg­inga­gjaldið hafi ekki verið lækk­að. Umfang þess bitnar ekki síst á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. En þrátt fyrir að trygg­inga­gjald eigi að skila um 20 millj­örðum króna meira í rík­is­kass­ann á næsta ári en árið 2013 er hlut­fall þess af tekjum rík­is­sjóðs nán­ast það sama. 

Það er hlut­verk fjöl­miðla að upp­lýsa almenn­ing og það reynum við ávallt að gera með því að not­ast við stað­reynd­ir, setja þær í sam­hengi og sýna fram á raunsanna mynd af ástandi. Það er síðan stjórn­mála­manna að ákveðna hvort sú raunsanna mynd sé boð­leg eða ekki. Og almenn­ings að kjósa þá stjórn­mála­menn og -flokka sem þeim finnst boða þær lausnir sem honum líst best á.

Við erum ekki í neinum vafa um að sú leið sem farin hefur verið í Kjarn­anum til að sýna fram á skipt­ingu gæð­anna á Íslandi er sú réttasta. Og að mis­skipt­ingin sé auk þess veru­lega van­metin í þeim tölum sem Hag­stofan birt­ir. 

Það borðar engin hlut­falls­töl­ur. Og þær borga ekki fyrir húsa­skjól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari