7DM_5460_raw_1689.JPG

„Vona að börnin mín verði klárari en ég“

Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP og leiðtogi í íslenska tækni- og hugverkageiranum. Hann segir Íslendinga eiga að sækja tækifæri sín í geiranum. Hér sé margt bilað þótt ýmislegt sé á réttri leið. Laun kennara þurfi að hækka fullt, kröfur þurfi að aukast og við þurfum að viðurkenna að sumir séu bara klárari en aðrir.

Hilmar Veigar Pét­urs­son er lík­leg­ast þekktasta and­lit íslenska tækni- og hug­verka­iðn­að­ar­ins. Hann stýrir tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP, langstærsta slíka fyr­ir­tæk­inu sem starf­rækt er á Íslandi, og er for­maður Hug­verka­ráðs, ­starfs­greina­hóps ­sem settur var á fót innan Sam­taka iðn­að­ar­ins í fyrra. Hilmar er ekki síður þekktur fyrir að segja umbúð­ar­laust sína skoðun á því umhverfi sem alþjóð­legu fyr­ir­tæki eins og hans, með höf­uð­stöðvar á Íslandi gjald­eyr­is­hafta og íslenskrar krónu, er gert að starfa í. 

Nýverið hóf Hag­stofa Íslands að taka saman sér­stak­lega, og birta, hag­tölur fyr­ir­ ­ís­lenska ­tækni- og hug­verka­iðn­að­inn. Við það kom í ljós að hann er sá iðn­aður sem á stærstan hlut í lands­fram­leiðslu á Íslandi. Alls er hlutur iðn­að­ar­ins í lands­fram­leiðsl­unni 9,6 pró­sent. Áður hafði tækni- og hug­verka­iðn­að­ur­inn verið flokk­aður í hinu víða mengi „eitt­hvað ann­að“.

Hilmar segir að það hafi verið algjört grund­vall­ar­at­riði, sem barist hafi verið fyrir árum sam­an, að það yrði mælt sér­stak­lega hvaða áhrif geir­inn hefði á íslenska hag­kerf­ið. „Þetta er búið að vera ofar­lega í allri stefnu­mörkum sem við höfum verið að vinna eftir und­an­far­inn ára­tug. Ég er sjálfur tölv­un­ar­fræð­ingur og mig hefur oft und­rað af hverju það hefur þótt flókið að taka þessar tölur sam­an. Seðla­bank­inn gerði könnun á útflutn­ingi á hug­bún­að­ar­þjón­ustu á árunum fyrir hrun. Hún var gerð þannig að það var hringt í fyr­ir­tækin og þau spurð hvað þau fluttu mikið út. Mér þótti þetta skrýtin aðferð­ar­fræði. Var ekki hægt að vera með reit í virð­is­auka­skatta­skýrsl­unum sem skilað var í hverjum árs­fjórð­ungi þar sem þetta var fyllt út? Ef þetta voru mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar, var þá ekki mik­il­vægt að fylgj­ast með þeim?

Það er ein­fald­lega þannig að ef þú getur ekki mælt og haldið utan um eitt­hvað, þá hef­urðu ekki hug­mynd um hvernig það geng­ur.“

Hilmar er þeirrar skoð­unar að sam­an­tekt á gögnum um tækni- og hug­verka­iðn­að­inn hjálpi til með sjálfs­traust hans. Þá skilji geir­inn hversu stór hluti af kök­unni hann er orð­inn. „Þessi gögn sýna að verð­mæta­sköp­unin er meiri en í álbræðslu og bygg­inga­iðn­aði sam­an­lagt. Og það sem er enn merki­legra er að upp­lýs­inga­tækni er stærri hluti af verð­mæta­sköpun en ferða­þjón­ust­an. Í nýlegri úttekt Arion banka á ferða­þjón­ustu sem atvinnu­grein segir að hlutur grein­ar­innar í land­fram­leiðslu sé átta pró­sent. Það hefði mér ekki einu sinni dottið í hug, og ég trúi því eig­in­lega ekki ennþá.“

Fyrr á þessu ári voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum sem ætlað var að gera starfs­um­hverfi hug­verka­fyr­ir­tækja með alþjóð­lega starf­semi á Íslandi skap­legra. Í þeim fólst meðal ann­ars að erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér­lendis munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­sent af tekjum sínum í þrjú ár. Í breyt­ing­unum var einnig gerð sú breyt­inga að skattaí­viln­anir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar voru hækk­aðar veru­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­drætti fór úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna og úr 150 í 450 millj­ónir króna þegar um aðkeypta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­þjón­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­sókna­stofn­un. 

Hilmar segir að breyt­ing­arnar hafi verið mjög mik­il­væg­ar. Fyrir þessu hafi hann, og fleiri í geir­an­um, talað í ára­tug. „Við fundum að nú var tím­inn. Það var ekki þessi bar­átta að koma þessu í gegnum stjórn­mála­menn­ina eins og það hefur ver­ið. Fólk var til­búið að hlusta og skilja. Þegar það er komið á þann stað þá eru þetta svo mikil skyn­sem­is­mál. Þau eru ekk­ert umdeild, eða ættu ekk­ert að vera það. Það er ekki verið að útdeila tak­mörk­uðum gæðum eða verið að taka úr einu og setja í ann­að.

Við fundum það núna að orðum myndi fylgja aðgerð­ir. Það hefur oft vantað upp á það og verið meira um orða­gjálfur eða 17. júní ræð­ur. Ég vill hrósa Bjarna Bene­dikts­syni og fjár­mála­ráðu­neyt­inu hástert fyrir að hafa komið þessu í gegn.

Ég myndi samt sem áður vilja að þakið á frá­drætt­inum vegna rann­sóknar og þró­unar yrði alveg afnumið. Núna rúm­ast bara lítil fyr­ir­tæki undir því. Það leiðir til óeðli­legrar hegð­un­ar. Það eru engin vís­indi á bak við þessar tölur sem voru ákveðn­ar. Þetta er bara ein­hver þæg­ind­ara­mmi sem er ekki studdur neinu sér­stöku.“

Þarf að tækla verk­efnið eins og gert var í fót­bolt­anum

Aðspurður hvað hann myndi gera ef honum yrðu færð völdin á Íslandi í eitt ár, utan þess að afnema þakið á frá­drætt­in­um, vantar ekki svör­in. „Ég myndi fara í að laða íslenska fjár­festa til Íslands kerf­is­bund­ið. Svona eins og var gert þegar „Invest in Iceland“ var sett í gang til að finna álver til að kaupa ork­una okk­ar. Setja það ein­fald­lega á dag­skrá að finna erlenda fjár­festa fyrir íslenskt hug­vit, búa til bæk­linga og fara í stríð. Íslend­ingar eru frá­bærir þegar málin eru sett svona hressi­lega á dag­skrá. Það þarf að tækla þetta eins og fót­boltalands­liðið var tæklað. Fjár­festa í aðstöðu, þjálf­urum og fá þannig hægt og rólega betri leik­menn. Svo þarf að fá inn erlendan sér­fræð­ing til að reka smiðs­höggið á þetta allt sam­an, líkt og það gerði með Lars Lag­er­bäck

Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekk­ert sér­stök. Það eru engar raðir af fjár­festum að bíða eftir að fá að fjár­festa á Íslandi, og það er eig­in­lega fárán­leg hug­mynd í huga flestra. En það er alveg hægt að sækja þetta, það þarf bara að berj­ast fyrir því.“

Hann segir aðgang að erlendu starfs­fólki, og utan­um­hald um það, gríð­ar­lega mik­il­vægt. „Ís­land er lítið land og það eru örfá tækni- og hug­verka­fyr­ir­tæki sem náð hafa ein­hverjum árangri. Þau er raunar hægt að telja á fingrum ann­arrar hand­ar. Það eru lík­lega bara nokkur hund­ruð Íslend­ingar sem eru virki­lega góðir í þessu. Það verður því að flytja inn fólk frá útlöndum til að sinna vinn­unni og rækta hæfi­leik­anna sem hér eru. Það tekur ára­tugi og kostar mik­ið. Maður lærir fyrst og fremst af því að gera mis­tök og mis­tök eru dýr. 

Með því að laða að fólk erlendis frá þá eyk­urðu á fram­kvæmd­ar­vissu fyr­ir­tækj­anna. En til þess að laða það fólk að þá þarftu að fara að hugsa um mál eins og alþjóð­lega leik­skóla, ensku í stjórn­sýsl­unni, og almennt að aðlaga sam­fé­lagið á Íslandi að þeim. Það eru oft skrýtnir hlutir sem sitja í útlend­ingum sem flytja hing­að. Þeir vilja til dæmis borða ost­inn sinn, en þeir mega ekki gera það vegna þess að það er ekki hægt að flytja hann inn. Svona hlutir skipta allir máli.“

Hilmar segir að við þurfum í raun að verða alþjóð­legri sem heild ef við ætlum að laða að fólkið sem við þurfum til að þró­ast áfram í tækni- og hug­verka­iðn­aði. „Og þá erum við ekk­ert byrjuð að tala um gjald­mið­il­inn og pen­inga­mála­stefn­una. Það er til að æra óstöðugan að útskýra fyrir ein­hverjum að flytja til lands sem er með sinn eigin gjald­miðil sem þú mátt síðan ekki taka með þér heim þegar þú ert búinn að vinna þar. Eða að þú sért skyld­ugur til að borga í líf­eyr­is­sjóð án þess að þú hafir nokkurn hug á því að eyða ell­inni hérna. Ætlar kannski að vinna hérna í 3-5 ár, sem er frá­bært, það er nákvæm­lega það sem við þurfum til að sjúga reynsl­una úr við­kom­and­i.“

Það þarf að hækka kenn­ara­laun og auka kröfur

Það er fleira en gjald­miðla- og pen­inga­stefnu­mál sem valda Hilm­ari áhyggj­um. Hann telur að íslenska mennta­kerfið hafi dreg­ist veru­lega aftur úr á und­an­förnum ára­tug­um. „Það má end­ur­skoða rammann sem er snið­inn í kringum skóla mik­ið. Það ætti að gefa skóla­stjórum miklu meira frelsi um hvernig þeir haga sínum mál­um. Og svo er kenn­urum borgað allt of lít­ið. Það er bara stað­reynd, hvort sem það er í sam­an­burði við löndin í kringum okkur eða við stöð­una eins og hún var fyrir 20 árum síð­an. Þetta er bara bilað og það þarf að laga það. Það eru alveg til pen­ingar og það þarf að for­gangs­raða til kenn­ara­launa.

Slush Play ráðstefnan fór fram í Reykjavík í lok síðasta mánaðar. CCP var eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að henni og Hilmar var einn þeirra sérfræðinga sem talaði á ráðstefnunni.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Þegar það er búið er hægt að gera miklu meiri kröf­ur, bæði til kenn­ara og nem­enda. Ég held að báðir muni rísa undir því. Svo þarf að nálg­ast málin allt öðru­vísi og við­ur­kenna bara að sumir eru betri í skóla en aðr­ir. Það þarf að vinna öðru­vísi í þeim. Sumir eru stór­ir, aðrir eru litlir, sumir hlaupa hratt og troða í körfu og sumir eru bara klár­ari en aðr­ir. Það bara er þannig.“

Hann segir að það þurfi ein­fald­lega að byrja alveg frá byrj­un, frá yngstu krökk­un­um, og setja sér mark­mið. Það mark­mið á að vera að fjár­festa í mennta­kerf­inu til að ýta undir að hæfi­leikar barna okkar njóti sín í mennta­kerf­inu og búa þannig til klárt fólk á sínu sviði. „Ég vona að börnin mín verði klár­ari en ég og finni upp eitt­hvað nýtt í fram­tíð­inni sem er ekki til. 30 ­pró­sent ­starfa fram­tíð­ar­innar eru ekki til í dag, þau verða búin til að krökk­unum okk­ar. Það þarf að nálg­ast þetta svona og við erum nægi­lega lítil til þess að gera það. 

Það eru til lönd sem hafa gert þetta sem eru miklu stærri. Suður Kórea er til dæmis frá­bært dæmi. Fyrir nokkrum ára­tugum  ákváðu þeir bara að ætla sér að verða bestir í heimi í nýsköp­un. Þar voru vís­inda­menn settir í ráð­herra- og emb­ætt­is­manna­stöð­ur, fullt af pen­ingum settir í háskól­anna og í dag eru þeir eitt merki­leg­asta þjóð­fé­lag í heimi og Sam­sung eitt merki­leg­asta fyr­ir­tæki í heimi sem fram­leiðir síma, geim­för og strokleð­ur, sem dæmi. Montr­eal í Kanada er annað gott dæmi. Fyrir 15 árum var borgin nýlega hrunin kola- og stál­borg með núll starfs­menn í tölvu­leikja­iðn­aði. Nú vinna 10 þús­und manns þar við að búa til tölvu­leik­i. 

Finnar eiga lík­lega merki­leg­asta fyr­ir­tækið í tölvu­leikja­brans­anum í dag, sem er Supercell. Þeir hafa 1000 milljón doll­ara í tekjur á ári og eru með um 150 manns í vinnu. Það eru ágætis­tekjur per starfs­mann. Við­skipta­mód­elið er ein­falt. Fyr­ir­tækið selur vinnu­menn í tölvu­leikn­um Clash of ClansEf við yfir­færum þetta á íslenskan veru­leika og snúum þessu yfir á þorskinn okk­ar, þá eru útflutn­ings­verð­mæti Supercell tvö­falt meiri en allra þeirra afurða sem Íslend­ingar vinna úr þorskafla og munum að það eru 150 ein­stak­lingar á bak við þessa verð­mæta­sköp­un, slík eru tæki­færin í hug­verka­geir­anum þegar vel tekst til.“

Spenn­andi sprotar en vantar upp á árang­ur­inn

Hilm­ari finnst margt spenn­andi vera að ger­ast í nýsköpun á Íslandi. Hann sér marga sprota og það hefur verið reyndin lengi en það vant­ar ­upp á ár­ang­ur­inn. „Ég veit það ekki alveg. Þetta er svo­lítið stór spurn­ing.  Síð­an CCP var á stofn sett, sem eru um 20 ár síð­an, þá hafa ekki mörg fyr­ir­tæki náð yfir tíu millj­ónir doll­ara í tekj­ur, Meniga og Nox Med­ical eru lík­lega komin yfir, og ORF líf­tækni komið nálægt. Á 20 árum hefði maður haldið að þetta væru fleiri. Staðan er því þannig að við erum með tvö alþjóða­fyr­ir­tæki á tækni­geir­anum með veltu á bil­inu 500-1000 millj­ónir dala, sem eru Össur stofnað fyrir rúmum 40 árum og Marel stofnað fyrir rúmum 30 árum. Svo erum við hjá CCP um 20 ára með um 100 millj­ónir dala veltu og Meniga og Nox Med­ical, að fara yfir tíu millj­ónir dali. Þetta er kannski ágætur árangur miðað við höfða­tölu, en hann er samt ekk­ert rosa­leg­ur.“

En hvað erum við þá ekki að gera rétt? Hilmar hefur hug­myndir um það, sem eru þó ekki orðnar nægi­lega fast­mót­aðar til að telj­ast kenn­ing­ar. „Speki­lek­inn er orð­inn öðru­vísi en hann var. Ungt hæfi­leika­fólk hefur meiri áræðni til þess en áður. Ég sé rosa­lega mikið af klárasta fólk­inu okkar fara beint að vinna hjá til dæm­is Google, í stað þess að stofna fyr­ir­tæki á Íslandi. Þegar ég var ungur þá var það ekk­ert mögu­leiki í stöð­unni, enda Google ekki til þá. Þá var kannski fjar­lægur draumur að vinna hjá Microsoft eða NASA en það fóru kannski þrír Íslend­ingar í það. Þetta er allt öðru­vísi núna og erlendu stór­fyr­ir­tækin í geir­anum eru svo gröð í hæfi­leika­fólk að þau leita það uppi hvar sem er í heim­inum og hæfi­leik­arnir leita til þeirra.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiViðtal