Er lækning við HIV í augsýn?

HIV
Auglýsing

HIV eða human immunodeficiency virus er veira sem leggst á ónæmiskerfi þeirra sem af henni sýkjast og veldur sjúkdómnum alnæmi. HIV er gædd þeim eiginleika að hún getur verið til staðar í frumum mannslíkamans án þess að vera virk.  Hvatinn birti fyrr á árinu myndband sem sýnir hvernig veiran vinnur. 


Auglýsing

Lyf sem í dag eru notuð til að halda veirunni í skefjum koma í veg fyrir að veiran geti fjölgað sér í frumum þar sem hún er virk. Lyfin geta hins vegar ekki ráðist á veirur sem eru á óvirku formi í frumum og þess vegna þarf HIV sjúklingur alltaf að vera á lyfjum sem halda veirunni niðri, án þess að eyða henni.

Lengi hefur verið leitað að lækningu við HIV, að lyfi sem getur eytt veirunni með öllu úr líkama sjúklingsins, en án árangurs. Til að mæta þessum vanda sem fjöldi vísindahópa um allan heim hefur reynt að leysa hafa því nokkrir stærstu háskólar Bretlands tekið höndum saman. Vísindahóparnir hafa ólíkan bakgrunn og koma því með ólíkar nálganir og þekkingu að borðinu. 

Hóparnir hafa nú hrint af stað klínískum rannsóknum á lyfi sem þau hafa þróað í sameiningu. Lyfinu er ætlað að virkja veiruna í þeim frumum líkamans þar sem hún er óvirk og um leið er hefðbundinni lyfjagjöf beitt, sem drepur frumur þar sem veiran er að fjölga sér. Enn sem komið er lofar tilraunin góðu, þar sem litlar aukaverkanir virðast fylgja lyfjagjöfinni, en lyfjablandan var prófuð á 50 manna hópi. Fyrsti sjúklingurinn hefur nú þegar lokið meðferð, en nokkur tími þarf að líða áður en hægt verður að mæla hvort tekist hefur að losna við veiruna með öllu. 

Vísindahóparnir sendu frá sér fréttatilkynningu um rannsóknina þar sem tekið er fram að þó fyrstu niðurstöður lofi góðu verði ekki hægt að segja til um árangur lyfsins fyrr en hægt verður að mæla  tilvist veirunnar í blóði sjúklinga einhverjum tíma eftir meðferð. Við verðum því að bíða til 2018 áður en við fáum svarið við því hvort lækningin við HIV sé fundin. Þá munum við vonandi líka geta lesið um rannsóknina og virkni lyfsins en enn sem komið er hefur hópurinn ekki birt neinar niðurstöður í ritrýndum tímaritum.

Fréttin birtist fyrst á vefnum Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None