Íslenska aldamótakynslóðin hefur dregist aftur úr í tekjum og tækifærum

Íslendingar fæddir á árunum 1980-1995 eru með lægri tekjur en fyrri kynslóðir höfðu á sama aldursbili. Ójöfnuður óx mest frá 1997 og fram að hruni. Erfiðara er að eignast húsnæði, háskólamenntun skilar síður hærri tekjum og skortur er á „réttu“ störfunum.

Staða ungs fólks á Íslandi, sem er að koma yfir sig þaki, mennta sig, stofna fjölskyldu og hefja þátttöku á vinnumarkaði er verri en hún var á árum áður.
Staða ungs fólks á Íslandi, sem er að koma yfir sig þaki, mennta sig, stofna fjölskyldu og hefja þátttöku á vinnumarkaði er verri en hún var á árum áður.
Auglýsing

Ungt fólk á Íslandi hefur dreg­ist aftur úr í tekjum und­an­farin ald­ar­fjórð­ung á meðan að eft­ir­launa­þegar hafa bætt stöðu sína umtals­vert. Áhrif skatta- og bóta­kerfa á tekju­dreif­ingu milli ald­urs­hópa virð­ast hafa verið fremur lítil en hafa frekar bætt kjör yngri ald­urs­hópa heldur en hitt. Ójöfn­uður í tekjum milli ald­urs­hópa óx mikið á Íslandi frá árinu 1997 og fram að banka­hruni. Á þeim rúma ára­tug tóku eldri ald­urs­hópar veru­lega fram úr þeim sem yngri eru. Frá lokum hrunsárs­ins 2008 hefur dregið veru­lega úr bili á milli hópa en þó með þeim hætti að elstu hóp­arnir halda sínu for­skoti. Þró­unin hér­lendis virð­ist því vera sam­bæri­leg því sem er að eiga sér stað í öðrum löndum sem við miðum okkur við. Ald­ar­mó­ta­kyn­slóðin er á mun verri hlut­falls­legri stað fjár­hags­lega en þær kyn­slóðir sem komu á undan henni voru á sama ald­urs­skeiði.

Þetta kemur fram í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um kyn­slóða­reikn­inga sem unnin var sam­kvæmt beiðni þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar er farið yfir þróun efna­hags­legrar stöðu þess þjóð­fé­lags­hóps sem á hverjum tíma er á aldr­inum 20-35 ára miðað við eldri kyn­slóðir und­an­farna tvo til þrjá ára­tugi. Frið­rik Már Bald­urs­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík, og Axel Hall, lektor í hag­fræði við sama háskóla, unnu skýrsl­una.

Umfjöllun The Guar­dian hvat­inn

Skýrslu­beiðnin kom í kjöl­far þess að breska blaðið The Guar­dian birti röð greina sem sýndi að staða ungs fólks í Bret­landi - svo­kall­aðra „Milleni­als“ sem er kyn­slóðin fædd á árunum 1980 til 1995 er oft kölluð - væri umtals­vert lak­ari í efna­hags­legu til­liti á ýmsa mæli­kvarða nú en fyrir þremur ára­tug­um.

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum skýrslu­höf­unda segir meðal annars að tekjur Íslend­inga undir 35 ára aldri hafi lækkað hlut­falls­lega mikið en tekjur þeirra Íslend­inga sem eru yfir 39 ára auk­ist. Hæstu tekjum nær fólk á aldr­inum 45-49 ára en árið 1990 var sá hópur sem hafði hæstar tekjur 40-44 ára.

Mestu fram­vindu­brotin voru frá árinu 1997 og til loka árs 2008 þegar eldri hóp­arnir fóru að taka veru­lega fram úr hinum yngri. Á eft­ir­hrunsár­unum hefur dregið saman með ald­urs­hópum að nýju.

Þróun tekna eftir kynjum hefur verið ólík á þeim tíma­bilum sem skoðuð voru. Árið 1990 fóru tekjur karla nálægt því að tvö­fald­ast frá 20-24 ára að 40-44 ára aldri, fóru úr um 90 pró­sent af með­al­tekjum í 170 pró­sent. Tekjur kvenna hækk­uðu mun minna með aldri, fóru úr 60 pró­sent við 20-24 ára aldur í 85 pró­sent þegar 40-44 ára aldri var náð. Í skýrsl­unni segir að tekjur eftir aldri séu mun lík­ari hjá kynj­unum nú. „Engu að síður eiga konur enn nokkuð í land með að ná körlum í ráð­stöf­un­ar­tekjum í nán­ast öllum ald­urs­hóp­um.“

Vís­bend­ingar eru uppi um að fer­ill ævi­tekna sé að breyt­ast þannig að ein­stak­lingar byrji frekar með lægri tekjur en áður en að tekj­urnar auk­ist síðan hraðar með aldri og að hækk­unin vari leng­ur. Hámarks­tekjum sé því náð við hærri aldur en áður var. Áhrif skatta- og bóta­kerfa hafa verið frekar lítil og fremur í þá átt að bæta kjör yngstu hópanna. Því sé skýr­inga á lak­ari stöðu unga fólks­ins að öllum lík­indum ekki að leita í þeim kerf­um.  

Ávinn­ingur af háskóla­námi minnkað mikið

Á und­an­förnum ára­tugum hefur orðið mikil fjölgun á þeim sem stunda háskóla­nám. Fjölg­unin hefur verið mest hjá yngstu ald­urs­hópum full­orð­inna Íslend­inga og sér­stak­lega á meðal kvenna. Þótt tekjur séu almennt hærri hjá þeim sem eru með háskóla­menntun þá hefur sá

ávinn­ingur minnkað veru­lega á und­an­förnum árum, sam­kvæmt skýrsl­unni. „Svo virð­ist sem sköpun nýrra starfa við hæfi háskóla­mennt­aðra hafi ekki haldið í við fjölgun þeirra og tekju­á­vinn­ingur mennt­unar því minnk­að. Í þessu felst áskorun fyrir íslenskt sam­fé­lag. Þessi vandi er ekki ein­skorð­aður við Ísland.“

Í henni kemur einnig fram að það hvenær fólk ákveði að hefja sam­búð ráð­ist að ein­hverju leyti af efna­hags­legum og félags­legum þátt­um. Gögn gefa til kynna að að með­al­aldur fólks við stofnun sam­búðar hafi hækkað um fimm ár frá 1990.

Erf­ið­ara að eign­ast hús­næði

Sterk tengsl eru á milli kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna og hús­næð­is­verðs. Í skýrsl­unni segir að ef ein­stakir hópar drag­ist aftur úr í kaup­mætti gæti það leitt til þess að hús­næð­is­kaup verði þeim erf­ið. „Gögn frá 2004 sýna að þung und­ir­alda er í þá átt að hlut­deild eigin hús­næðis minnki hjá yngstu ald­urs­hóp­um. Hröð­ust var þró­unin meðan fjár­málakreppan reið yfir. Lækk­unin virð­ist stöðvast árið 2011 og ein­hver við­snún­ingur hafa orðið síð­ustu ár.“

Í skýrslu Frið­riks Más og Axels kemur fram að fast­eigna­verð hafi tvö­fald­ast að raun­virði frá árinu 1990, en á sama tíma hafi raun­vextir einnig lækkað um helm­ing. Því tog­ist hækkun fast­eigna­verðs og lækkun vaxta á þegar litið sé til greiðslu­byrði nýrra lána. „Þegar þessi þróun er sett í sam­hengi við kaup­mátt yngstu hópa kemur í ljós að greiðslu­byrði af dæmi­gerðu láni hefur ekki breyst mikið milli 1990 og 2014. Sú stað­reynd að fast­eigna­verð hefur hækkað veru­lega umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur þess­ara ald­urs­hópa bendir til að um þessar mundir sé greiðslu­byrði lána ekki aðal­vanda­málið fyrir ungt fólk heldur öllu fremur getan til að safna fyrir útborg­un, sem reyn­ist erf­ið­ari hjalli að yfir­stíga.“

Stað­festir áhyggjur

Helgi Hjörvar, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er einn þeirra þing­manna sem bað um skýrsl­una. Hann segir nið­ur­stöður hennar stað­festa þær áhyggjur sem hann hafði af stöðu ald­ar­mó­ta­kyn­slóð­ar­inn­ar. „Þetta er hættu­leg öfug­þróun því ann­ars vegar þurfum við mest á tekjum að halda þegar við erum að koma þaki yfir höf­uð­ið, að stofna fjöl­skyldu og þess hátt­ar. Skýrslan dregur líka fram að við erum ekki að skapa nægi­lega mikið af þekk­ing­ar­störfum fyrir kom­andi kyn­slóðir sem eru að mennta sig.“

Hann segir litla huggun í því fyrir ungt fólk að greiðslu­byrði nýrra lána hafi ekki breyst mikið þegar það á ekki fyrir útborgun eða kemst ekki í gegnum greiðslu­mat. „Það eru engin ný sann­indi að það þarf að fara í stór­á­tak í hús­næð­is­málum fyrir ungt fólk og ég vona að þessi skýrsla verði frekar til að ýta undir það. En fyrst og fremst tek ég út úr þessu að það þarf að breyta áherslum í atvinnupóli­tík okkar á þá leið að við verðum að búa til fleiri spenn­andi störf sem byggja á þekk­ingu heldur en við höfum verið að ger­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None