Laun forstjóra Isavia hækkuðu um 20 prósent – með 2,1 milljón á mánuði

Eftir að forstjórar ríkisfyrirtækja voru færðir undan kjararáði þá ákváðu stjórnir þeirra flestra að hækka laun forstjóra umtalsvert. Stundum um tugi prósenta.

Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia.
Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia.
Auglýsing

Heildarlaun Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia, á síðasta ári voru 25,1 milljón króna. Árið 2016 voru þau 20,8 milljónir króna og því hækkuðu launin um rúmlega 20 prósent á milli ára. Meðal mánaðarlaun hans fóru því úr rúmlega 1,7 milljón króna á mánuði árið 2016 í tæplega 2,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Kjarnans um sundurliðun á launum stjórnar og æðstu stjórnenda fyrirtækisins.

Kjarninn greindi frá því í gær að heildarlaun og þókn­anir til stjórna þeirra félaga sem heyra undir Isavia, for­stjóra sam­stæð­unn­ar, fram­kvæmda­stjóra dótt­ur­fé­laga og fram­kvæmda­ráðs félags­ins voru 351 millj­ónir króna í fyrra. Árið 2016 voru laun og þókn­anir sama hóps 306,2 millj­ónir króna. Þau hækk­uðu því um tæp­lega 14,6 pró­sent á milli ára. Inni­falið í þeirri hækkun eru launa­hækkun fram­kvæmda­stjóra Frí­hafn­ar­innar vegna árs­ins 2016, sem var gjald­færð á árinu 2017.

Isavia er opin­bert hluta­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Félagið ann­ars rekstur og upp­bygg­ingu allra flug­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flugumferð á íslenska flug­stjórn­ar­svæð­inu. Isavia á fjögur dótt­ur­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern Systems ehf., Domavia ehf. og Suluk APS. Sam­stæðan velti 38 millj­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­lega fjög­urra millj­arða króna hagn­aði.

Auglýsing

Allir rík­is­for­stjór­arnir að hækka umtals­vert

Kjarn­inn hefur á und­an­förnum vikum greint frá þeim launa­hækk­unum sem for­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu fengu í fyrra eftir að ákvörð­un­ar­vald yfir kjörum þeirra var fært frá kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna um mitt ár í fyrra. Til­gangur þeirra breyt­inga sem gerðar voru á lögum um kjara­ráð í lok árs 2016, og tóku gildi 1. júlí 2017, var að fækka veru­­­lega þeim sem kjara­ráð ákveður laun og önnur starfs­­­kjör og færa ákvarð­­­anir um slíkt ann­að. Á meðal þeirra sem flutt­ust þá undan kjara­ráði voru fjöl­margir for­­­stjórar fyr­ir­tækja í opin­berri eigu.

Í síð­ustu viku greindi Kjarn­inn frá því að laun Magn­úsar Geirs Þórð­ar­sonar útvarps­stjóra hafi verið hækkuð um 16 pró­sent milli áranna 2016 og 2017. Eftir hækk­un­ina voru mán­að­ar­laun hans 1,8 millj­ónir króna.

Áður hafði verið sagt frá því að Hörður Arn­­­ar­­­son, for­­­stjóri Lands­virkj­un­ar, hafi fengið 32 pró­­­senta launa­hækkun á síð­­­asta ári þegar leið­rétt hefur verið fyrir geng­is­­­sveifl­um, en reikn­ingar Lands­­­virkj­unar eru gerðir upp í Banda­­­ríkja­dölum þótt laun séu greidd í krón­­­um. Án slíkrar leið­rétt­ingar nam hækk­­­unin 45 pró­­­sent. Mán­að­­­ar­­­laun hans fóru úr tveimur millj­ónum króna á mán­uði í 2,7 millj­­­ónir króna. Lands­­­virkjun segir að þetta vegna þess að laun for­­­stjór­ans hafi verið lækkuð svo mikið árið 2012.

Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, hefur einnig notið góðs af þessum breyt­ing­­­um. Laun hans hækk­­­uðu um 17,6 pró­­­sent á síð­­­asta ári og mán­að­­­ar­­­laun hans eru nú 1,7 millj­­­ónir króna.  

Annar for­­­stjóri sem færð­ist undan kjara­ráði í fyrra er Guð­­­mundur Ingi Ásmunds­­­son, for­­­stjóri Lands­­­nets. Laun hans hækk­­­uðu um tvær millj­­­ónir króna í fyrra og námu heild­­­ar­­­laun hans á árs­grund­velli 21,7 millj­­­ónum króna, eða um 1,8 millj­­­ónum króna á mán­uði. Það er hækkun um rúm tíu pró­­­sent milli ára.

Ráðu­neytið bað um var­kárni

Ljóst er að stjórn­völd ótt­uð­ust launa­skrið hjá æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í opin­berri eigu í kjöl­far þess að ákvörð­un­ar­vald yfir launum þeirra var fært frá kjara­ráði. Í bréfi sem fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neytið sendi stjórnum fyr­ir­tækja í rík­­­i­s­eigu og Banka­­­sýslu rík­­­is­ins í jan­úar 2017 var þeim til­­­­­mælum beint til þeirra að stilla öllum launa­hækk­­­unum for­­­stjóra í hóf eftir að ákvarð­­­anir um laun þeirra færð­ust undan kjara­ráði um mitt ár í fyrra. Þar stendur að ástæða hafi verið til þess að „vekja sér­­­staka athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launa­á­kvarð­ana á stöð­ug­­­leika á vinn­u­­­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­­­bandi. Æski­­­legt er að launa­á­kvarð­­­anir séu var­kár­­­ar, að forð­­­ast sé að ákvarða miklar launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglu­bundnum hætti til sam­ræmis við almenna launa­­­þró­un.“

Af­­rit af bréf­inu var sent til allra stjórn­­­anna dag­inn áður en að ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­­ar­­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Þá fund­aði Bene­dikt Jóhann­es­­son, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, með for­­mönnum stjórna stærri félaga þann 10. ágúst  2017 og var þar farið yfir efni bréfs­ins.

Stjórnir flesta stærstu fyr­ir­tækj­anna í rík­­­i­s­eigu huns­uðu til­­­­­mælin og hækk­­­uðu laun for­­­stjóra sinna langt umfram almenna launa­­­þró­un. Kjarn­inn hefur fengið umrætt bréf afhent frá fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­inu.

Hægt er að lesa það hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent