Kostnaður við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra 16 milljónir í fyrra

Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra í fyrra var alls 16.363.529 krónur. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar.

Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Auglýsing

Kostn­aður stjórn­ar­ráðs­ins við rekstur ráð­herra­bíla og bíl­stjóra í fyrra var alls 16.363.529 krón­ur. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar.

Í svar­inu segir að til­gangur með starf­semi bif­reið­anna sé að veita ráð­herrum aukið öryggi og þjón­ustu er þeir sinna emb­ætt­is­skyldum sín­um. Ráð­herra­bif­reiðar skulu vera útbúnar örygg­is­kerfi og stað­setn­ing­ar­bún­aði og ekið af sér­stökum bif­reiða­stjóra sem jafn­framt sinnir hlut­verki örygg­is­varðar hlut­að­eig­andi ráð­herra.

Tafla: Forsætisráðuneyti.

Auglýsing

Ekki er fram­kvæmd hlunn­inda­mat vegna notk­unar ráð­herra á ráð­herra­bíl­um. Sam­kvæmt eldri reglu­gerð frá árinu 1991 um bif­reiða­mál rík­is­ins kom fram að ráð­herra gæti notað ráð­herra­bif­reið til tak­mark­aðra einka­nota. Þá tald­ist akstur til og frá heim­ili sem einka­not. Í gild­andi reglu­gerð er ekki fjallað sér­stak­lega um rétt til tak­mark­aðra einka­nota og jafn­framt er gert ráð fyrir að ráð­herrum sé ekið til og frá heim­ili, m.a. vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Fyrir vikið er hlunn­inda­mat ekki reikn­að.

Svan­dís Svav­ars­dóttir núver­andi heil­brigð­is­ráð­herra spurði á síð­asta kjör­tíma­bili út í bif­reiða­kaup ráð­herra. Í svari við fyr­ir­spurn hennar kom fram að ráðu­neytin væru ýmist búin að skipta yfir í tvinn- eða tengit­vinn­bíla eða hygð­ust gera það við næstu kaup á ráð­herra­bíl­­um.

Í svari við fyr­ir­spurn Björns Levís kemur fram að und­an­farið hafi verið unnið að því að end­ur­skipu­leggja umsýslu og rekstur bif­reiða Stjórn­ar­ráðs­ins og ráðn­ing­ar­sam­band ráð­herra­bíl­stjóra. Inn­leið­ing nýs fyr­ir­komu­lags standi yfir. „Það miðar að hag­kvæm­ari rekstri allra ráð­herra­bif­reiða, skýr­ari umgjörð um notkun þeirra og efldu hlut­verki bif­reiða­stjóra. Eft­ir­leiðis verður umsjón með bif­reið­um, rekstur þeirra og end­ur­nýjun hjá mið­lægri þjón­ustu­ein­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins. End­ur­nýjun bif­reiða verður í sam­ræmi við vist­væna inn­kaupa­stefnu ráð­herra­bif­reiða sem rík­is­stjórnin sam­þykkti í febr­úar sl. Þá miðar hið nýja fyr­ir­komu­lag að því að efla starfs­um­hverfi bif­reiða­stjóra og gera þeim betur kleift að gegna mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki gagn­vart ráð­herra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi bæjarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent