Kostnaður við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra 16 milljónir í fyrra

Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra í fyrra var alls 16.363.529 krónur. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar.

Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Auglýsing

Kostn­aður stjórn­ar­ráðs­ins við rekstur ráð­herra­bíla og bíl­stjóra í fyrra var alls 16.363.529 krón­ur. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar.

Í svar­inu segir að til­gangur með starf­semi bif­reið­anna sé að veita ráð­herrum aukið öryggi og þjón­ustu er þeir sinna emb­ætt­is­skyldum sín­um. Ráð­herra­bif­reiðar skulu vera útbúnar örygg­is­kerfi og stað­setn­ing­ar­bún­aði og ekið af sér­stökum bif­reiða­stjóra sem jafn­framt sinnir hlut­verki örygg­is­varðar hlut­að­eig­andi ráð­herra.

Tafla: Forsætisráðuneyti.

Auglýsing

Ekki er fram­kvæmd hlunn­inda­mat vegna notk­unar ráð­herra á ráð­herra­bíl­um. Sam­kvæmt eldri reglu­gerð frá árinu 1991 um bif­reiða­mál rík­is­ins kom fram að ráð­herra gæti notað ráð­herra­bif­reið til tak­mark­aðra einka­nota. Þá tald­ist akstur til og frá heim­ili sem einka­not. Í gild­andi reglu­gerð er ekki fjallað sér­stak­lega um rétt til tak­mark­aðra einka­nota og jafn­framt er gert ráð fyrir að ráð­herrum sé ekið til og frá heim­ili, m.a. vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Fyrir vikið er hlunn­inda­mat ekki reikn­að.

Svan­dís Svav­ars­dóttir núver­andi heil­brigð­is­ráð­herra spurði á síð­asta kjör­tíma­bili út í bif­reiða­kaup ráð­herra. Í svari við fyr­ir­spurn hennar kom fram að ráðu­neytin væru ýmist búin að skipta yfir í tvinn- eða tengit­vinn­bíla eða hygð­ust gera það við næstu kaup á ráð­herra­bíl­­um.

Í svari við fyr­ir­spurn Björns Levís kemur fram að und­an­farið hafi verið unnið að því að end­ur­skipu­leggja umsýslu og rekstur bif­reiða Stjórn­ar­ráðs­ins og ráðn­ing­ar­sam­band ráð­herra­bíl­stjóra. Inn­leið­ing nýs fyr­ir­komu­lags standi yfir. „Það miðar að hag­kvæm­ari rekstri allra ráð­herra­bif­reiða, skýr­ari umgjörð um notkun þeirra og efldu hlut­verki bif­reiða­stjóra. Eft­ir­leiðis verður umsjón með bif­reið­um, rekstur þeirra og end­ur­nýjun hjá mið­lægri þjón­ustu­ein­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins. End­ur­nýjun bif­reiða verður í sam­ræmi við vist­væna inn­kaupa­stefnu ráð­herra­bif­reiða sem rík­is­stjórnin sam­þykkti í febr­úar sl. Þá miðar hið nýja fyr­ir­komu­lag að því að efla starfs­um­hverfi bif­reiða­stjóra og gera þeim betur kleift að gegna mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki gagn­vart ráð­herra.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent