Við erum líka manneskjur

Guðni Karl Harðarson gagnrýnir að öryrkjar og aldraðir hafi ekki verið nefndir í lífskjarasamningnum en hann telur að stjórnvöld þurfi að taka sig á í málum þessara hópa.

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa stjórn­völd farið mjög illa með öryrkja og aldr­aða. Það er eins og við séum ekki til í þeirra huga. Mikið hefur verið skrifað um þessi mál og því miður lítið gerst til að bæta kjör okk­ar. Frekast að það hafi verið brotið á okk­ur, tekið af okkur rétt­indi og tekjur minnkað heldur en hitt.

Ég get ómögu­lega skilið hvernig er farið með fólk sem hefur skilað af sér góðum verkum hér og þar í þjóð­fé­lag­inu. Við erum mann­eskjur sem eigum skilið miklu meira. Öryrkjar og gam­alt fólk sem er hætt að vinna eig­in­lega falla þannig oft í gleymsk­unnar dá. Það er eins og við séum ekki til leng­ur. Okkur er hent inn á þar til gerðar stofn­anir og eigum bara helst að vera þæg og góð, þegja og gera ekki neitt. Ævi­skeiðið sé þar á enda og við eigum bara helst að hreyfa okkur lítið sem ekk­ert. Og þannig séu fram­færsl­unrar eftir því. Stjórn­völdum er sama nema í þykjust­unni fyrir kosn­ingar þegar draga á inn atkvæðin með því að ljúga að okkur hvað eftir ann­að.

Það er ömur­legt til þess að hugsa hversu lítið við fáum að taka þátt í þjóð­fé­lag­inu, við sem getum það. Það er líka ömur­legt að hugsa um allar kjara­skerð­ing­arn­ar. Að við sem hópur í þjóð­fé­lag­inu skulum alltaf líða fyrir og að brotið sé á okkur hvað eftir ann­að. Sem orsakast af litlum skiln­ingi og oft van­virð­ingu í okkar garð.

Auglýsing

Mér var hugsað til nýgerðra kjara­samn­inga. Að öryrkjar og aldr­aðir skulu þar ekki hafa verið nefndir einu orði. Því lýsi ég frati á þessa samn­inga vegna þess að hægt hefði verið að taka okkur inn í samn­ing­ana og rík­is­stjórnin hefði vel getað sett breyt­ingar og leið­rétt­ingar inn í það sem kom frá henni. Nefnt okkur þar á nafn. Ég vil þó nota tæki­færið að þakka fyrir það sem vel er gert fyrir hina hópana og skil vel að þar er mjög mikil vinna að baki.

Hvernig væri að taka sig á í þessum málum fyrir alvöru? Með því að leið­rétta strax sem hefur verið brotið af okk­ur? Einnig að við fáum kjara­bætur til jafns við aðra hópa í þjóð­fé­lag­inu?

Þið verðið að skilja að öryrkjar og aldr­aðir eru starfs­hópur eins og aðr­ir, bara öðru­vísi. En það er mögu­leiki að gefa okkur tæki­færi til beinnar vinnu sem geta það. Hægt væri að setja í gang sér­stakt átak til atvinnu­sköp­unar fyrir okk­ur. Það er vel hægt.

Ég beini þessum orðum til stjórn­valda. Endi­lega takið ykkur á í þessum mál­um. Við ættum þannig líka að vera með í öllum kjara­bótum í fram­tíð­inni. Hvernig væri að losa burtu þetta vanda­mál fyrir fullt og allt með því að setja í gang sér­staka kjara­bót fyrir öryrkja og aldr­aða? Samn­ingar til fjög­urra ára. Hann mætti kalla til dæmis „kjara­gæt­ur”.

Væri ekki fínt og gáfu­legt að búa til samn­inga sem byggja á því að öryrkjar og aldr­aðir fari strax inn í aðra kjara­samn­inga? Þá þarf ekki að lenda í sömu vanda­málum í þessum mála­flokki aftur og aft­ur.

Við óskum eftir virð­ingu og trausti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar