Mynd: Pexels.com

Eigendur húsnæðis hafa hagnast um tvö þúsund milljarða en staða leigjenda versnar

Húsnæðisverð hefur hækkað næst mest í heiminum á Íslandi á síðustu árum. Það hefur skilað eigendum húsnæðis mikilli verðmætaaukningu, alls 2.051 milljarði króna frá 2010. Á sama tíma hefur aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign og flestir á leigumarkaði af illri nauðsyn frekar en vilja. Leiguverð hefur hækkað langt umfram ráðstöfunartekjur frá 2011.

Áætl­aðar eignir heim­ila eru um 7.400 millj­arðar króna og er um 78 pró­sent heild­ar­eigna heim­il­anna hús­næð­is­eign­ir. Því eiga lands­menn um 4.200 millj­arða króna sem bundið er í hús­næði. Eigið fé heim­ila hefur alls auk­ist um 2.051 millj­arð króna frá árinu 2010, eða um 96 pró­sent. Eig­endur hús­næðis hafa því að með­al­tali aukið sam­eig­in­legan auð sinn um 256 millj­arða króna á hverju ári frá 2010.

Raun­verð íbúða hefur alls hækkað um 56 pró­sent á tíma­bil­inu og er það næst mesta hækkun í heim­in­um. Það hefur hækkað 1,5 sinnum meira hér­lendis en í Sví­þjóð, 2,2 meira en í Nor­egi og rúm­lega fjór­falt meira en í Nor­egi.

Þegar búið er að draga frá verð­bætur og vaxta­gjöld þá nemur hrein verð­mæta­aukn­ing hús­næð­is­eig­enda 1.476 millj­örðum króna á tíma­bil­inu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íbúða­mark­aðs­skýrslu Grein­ingar Íslands­banka sem birt var í dag.

Þar segir einnig að spár Íslands­banka geri ráð fyrir því að íbúða­verð muni alls hækka um 8,2 pró­sent í ár, um 5,5 pró­sent á næsta ári og 4,4 pró­sent á árinu 2020. Því ætti virði eigna þeirra sem eiga hús­næði að halda áfram í nán­ustu fram­tíð, en hægj­ast mun á því. Helstu ástæður þess eru, að mati Íslands­banka, hæg­ari kaup­mátt­ar­aukn­ing, minni fólks­fjölgun og áfram­hald­andi aukn­ing á fram­boði nýrra íbúða.

Tæp­lega átta af tíu lánum eru verð­tryggð

Íslend­ingar taka mun frekar verð­tryggð lán en óverð­tryggð. Þannig eru 77 pró­sent heild­ar­skulda heim­ila lands­ins verð­tryggð­ar. Slík lán hafa verið hag­kvæm­asti kost­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­förnum árum þar sem verð­bólga hefur að mestu verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miðum Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014. Síð­ustu miss­eri hefur hún þó skriðið yfir mark­miðið og stendur nú í 2,7 pró­sent­um. Sam­hliða hafa láns­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­ustu verð­tryggðu lán­unum sem bera breyti­lega vexti nú 2,51 pró­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­sent­um.

Verð­tryggðir breyti­legir vextir hjá bönk­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,65 til 3,98 pró­sent. Ódýr­astir hjá rík­is­bank­anum Lands­banka og dýr­astir hjá hinum rík­is­bank­an­um, Íslands­banka.

Í grein­ing­unni segir að útlit sé fyrir vax­andi verð­bólgu næstu miss­erin auk þess sem veik­ing krón­unnar að und­an­förnu muni að óbreyttu skila sér í hærra verð­lagi inn­fluttra vara. Þess vegna telur Íslands­banki að verð­bólga verði 3,5 pró­sent á næsta ári og 3,2 pró­sent árið 2020.

Vextir og verð­bætur renna að mestu aftur í rík­is­sjóð

Þar kemur einnig fram að lán­veit­endur fjár­magni um 1.500 millj­arða króna af hús­næð­is­eign lands­manna. Sé tekið til­lit til þess að þorri lán­veit­enda eru rík­is­bankar, líf­eyr­is­sjóðir og Íbúða­lána­sjóð­ur, sem allt eru lán­veit­endur í eigu almenn­ings, er að lág­marki 95 pró­sent mark­að­ar­ins í beinni eða óbeinni eigu lands­manna en fimm pró­sent í eigu ann­arra lán­veit­enda, sem eru þá að mestu Arion banki.

Þá er greint frá því að banka­kerfið taki til sín um 52 pró­sent af vaxta- og verð­bóta­álögum heim­ila lands­ins. Rest­in, 48 pró­sent, fer til líf­eyr­is­sjóða og Íbúða­lána­sjóðs. „Að teknu til­liti til eign­ar­halds renna að lág­marki 83 pró­sent þess­ara fjár­muna aftur til lands­manna í gegnum rík­is­sjóð,“ segir í grein­ing­unni.

Aldrei erf­ið­ara að kaupa fyrstu eign

Í grein­ing­unni segir að hlut­fall launa aðila á algengum aldri fyrir frystu kaup og verðs á smærri eignum hafi verið um 31 pró­sent yfir lang­tíma­með­al­tali síð­ast­liðin ár. Það hefur aldrei verið hærra, sem þýðir þá að aldrei hefur verið erf­ið­ara að kaupa fyrstu eign.

Það er áhyggju­efni fyrir þá sem eru fastir á leigu­mark­aði en vilja kom­ast í eigið hús­næði. Í grein­ingu Íslands­banka segir að 90 pró­sent leigj­enda telji að það sé óhag­stætt að vera á leigu­mark­aði og að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem þar eru væri því heldur til í annað búsetu­form. Töl­urnar bendi til þess „að leigu­hús­næði sé ill nauð­syn fremur en val­kost­ur.“

Þetta er und­ir­byggt með því að benda á að stað­virt með­alleigu­verð hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem flestir leigj­endur eru, hafi auk­ist um 37 pró­sent frá byrjun árs 2011 til októ­ber 2018. Á sama tíma hafi ráð­stöf­un­ar­tekjur algeng­asta hóps leigj­enda ein­ungis auk­ist um fjögur pró­sent. Því hafi dregið úr getu leigj­enda til að spara, og þar af leið­andi getu þeirra til að kaupa hús­næði.

Þótt staða leigj­enda sé ekki beysin þá er bent á það í grein­ing­unni að hlut­fall þeirra sem búi við íþyngj­andi leigu­kostnað hér­lendis sé 17 pró­sent hér­lendis en tvisvar sinnum hærra í Bret­landi, Nor­egi og Dan­mörku.

Langir biðlistar eftir félags­legum íbúðum

Þá er einnig fjallað um félags­lega íbúða­kerf­ið. Í lok árs 2016 voru um fimm þús­und slíkar á land­inu öllu og hafði þá ein­ungis fjölgað um 500 á níu árum. Um helm­ingur þeirra, 2.445 tals­ins, voru í Reykja­vík. Til sam­an­­burðar má nefna að í Garðabæ eru 35 slík­­­­­ar íbúð­ir, 30 í Mos­­­­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­­­­ar­­­­nesi. f nær­liggj­andi sveit­­ar­­fé­lögin fimm á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu myndu ætla að ná Reykja­vík í fram­­boði á slíku þyrftu þau að fjölga félags­­­legu hús­næði um 1.080.

Í grein­ing­unni kemur fram að með­al­bið­tími eftir félags­legri íbúð er um 13 mán­uðir á land­inu öllu. Lengstur er bið­tím­inn í Hafn­ar­firði , 48 mán­uð­ir) og í Reykja­vík (36 mán­uð­ir). „Gefur þetta til kynna tals­verða umfram­eft­ir­spurn eftir félags­legu hús­næði sem umræddum sveit­ar­fé­lögum hefur ekki tek­ist að mæta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar