Laun bankastjóra lækkuð - Bankastjóri stærsta bankans með lægstu launin

Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka hafa ákveðið að lækka laun bankastjóra Íslandsbanka og Landsbankans, í samræmi við óskir fjármála- og efnahagsráðherra.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans
Auglýsing

Í bréfi Lárusar Blön­dal, for­manns Banka­sýslu rík­is­ins, og Jóns Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að laun banka­stjóra rík­is­bank­anna, Íslands­banka og Lands­bank­ans, verði lækk­uð. 

Eftir breyt­ing­una verða mán­að­ar­laun Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, áfram tölu­vert lægri en laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka. 

Ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og 98,2 pró­sent af hlutafé Lands­bank­ans. Bank­inn sjálfur á 1,6 pró­sent og aðrir hlut­haf­ar, aðal­lega fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn bank­ans, 0,2 pró­sent.

Auglýsing

Bréfið hefur verið birt á vef Banka­sýslu rík­is­ins.

Í því er meðal ann­ars vitnað til bréfa frá Frið­riki Soph­us­syni, for­manni stjórnar Íslands­banka, og Helgu B. Eiríks­dótt­ur, for­manni banka­ráðs Lands­bank­ans. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Í bréf­inu segir að „frá og með 1. apríl n.k. verða laun Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra Íslands­­­banka 3.650.000 kr. á mán­uði án hlunn­inda. Í þessu sam­­bandi er vert að benda á að laun banka­­stjóra án hlunn­inda, sem eru nú 4.200.000 kr. á mán­uði námu 3.850.000 kr. á mán­uði þegar rík­­is­­sjóður eign­að­ist allt hluta­fé í bank­an­um árið 2016.“

Í bréfi Helgu til Banka­sýsl­unnar segir að banka­ráðið hafi ákveðið að launa­hækk­­un Lilju Bjark­ar Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra Lands­­bank­ans frá 1. apríl 2018 hafi verið tek­in til baka, og þannig komið til móts við þau sjón­ar­mið sem Bjarni Bendikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði komið á fram­færi. 

Á móti komi hins veg­ar vísi­­tölu­hækk­­un frá 1. júlí 2017 til 1. janú­ar 2019 sem nemi 7,81%. „Grunn­­laun banka­­stjóra eft­ir lækk­­un verða 3.297 þús­und krón­ur og bif­­reiða­hlunn­indi 206 þús­und krón­­ur. Heild­­ar­­laun banka­­stjóra verða því 3.503 þús­und krón­­ur,“ segir í bréf­inu.

Lands­bank­inn er stærstur íslenskra banka, og var rek­inn með með mestri arð­semi á eigin fé í fyrra, eins og fjallað var um að vef Kjarn­ans 14. febr­úar síð­ast­lið­inn. 

Laun banka­stjóra Lands­bank­ans eru nú lang­sam­lega lægst, eins og þau voru reyndar í fyrra einnig. Birna Ein­ars­dóttir var með 5,3 millj­ónir á mán­uði í fyrra og Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, var með 6,2 millj­ónir á mán­uð­i. 

Sé horft til eig­in­fjár­stöðu bank­anna er Lands­bank­inn tölu­vert mikið stærri en bæðí Íslands­banki og Arion banki. Eigið fé Lands­bank­ans var 239,6 millj­arðar í lok árs í fyrra en hjá Íslands­banka, hinum rík­is­bank­an­um, var eigið féð 176,3 millj­arðar króna, og munar þar 63,3 millj­örðum króna.

Hjá Arion banka var eigið féð 200,9 millj­arðar í lok árs.

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent