Lægstu launin en besta staðan - Hagræðing í kortunum

Uppgjör þriggja stærstu banka landsins sýnir að staða þeirra er um margt sterk, en arðsemin þeirra bendir til þess að frekari hagræðing er í pípunum. Launalægsti bankastjórinn stýrir þeim banka sem skilaði besta árangrinum í fyrra.

sparibaukur
Auglýsing

Tíu ára afmæl­isár Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans, er nú form­lega búið og má segja að það sé loks­ins komin nokkuð skýr mynd á efna­hags­reikn­inga bank­ana eftir for­dæma­lausa end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, á grunni inn­lendra eigna­safna hinna föllnu banka, Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans.

Það sem helst ein­kennir bank­ana er ákveð­inn hæga­gangur í rekstri og um margt krefj­andi aðstæður til að skila við­un­andi arð­semi. Þrátt fyrir nokkurn útlána­vöxt, þá er arð­semi fremur lág, tæki­færi til vaxtar á örmark­aðnum íslenska tak­mörk­uð, í kóln­andi hag­sveiflu, og margt bendir til þess að frek­ari hag­ræð­ing sé í kort­unum í starf­semi þeirra.

Und­an­farna daga hefur umræða um laun banka­stjóra verið áber­andi, enda kjara­deilur í algleym­ingi og við­kvæm staða á borði rík­is­sátta­semj­ara.

Auglýsing

Það sem kveikti neist­ann í þeirri umræðu var 82 pró­sent hækkun launa banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, en hún er með 3,8 millj­ónir í mán­að­ar­laun. Athygl­is­vert er, þegar rýnt í rekstur bank­anna, að hún er með lang­sam­lega lægstu launin meðal banka­stjóra þriggja stærstu bank­anna, þrátt fyrir að hún stýri stærsta bank­anum sem um þessar mundir skilar einnig bestu rekstr­ar­kenni­töl­un­um, þegar horft er til mark­aðs­hlut­deild­ar, arð­semi eigin fjár og kostn­að­ar­hlut­falls í rekstri.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, var með 5,3 millj­ónir á mán­uði í fyrra, og heild­ar­laun Hösk­uldar Ólafs­sonar voru 6,2 millj­ónir á mán­uði.

Ráðamenn landsins, þar á meðal forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, hafa gagnrýnt launaþróun bankastjóra ríkisbankanna harðlega að undanförnu.

Sé rýnt í rekstr­ar­kenni­tölur var arð­semi eig­in­fjár minnst hjá Arion banka. Mark­aðsvirði Arion banka er nú 150 millj­arðar króna en eigið fé í lok árs var 200,9 millj­arð­ar. Það þýðir að mark­aðsvirðið er nú 74,6 pró­sent af eigin fénu, sem telst fremur lágt í alþjóð­legum sam­an­burði við banka sem eru skráðir á mark­að. Þó eru dæmi um banka sem eru verð­lagðir neðar á þennan mæli­kvarða.

Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu, hefur krafið stjórn Íslands­banka og banka­ráð Lands­bank­ans skýr­inga á launa­þróun banka­stjóra, en bæði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafa gagn­rýnt launa­þróun banka­stjóra rík­is­bankana, og meðal ann­ars sagt að hún sé ekki í sam­ræmi við til­mæli þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, frá árinu 2017.

Hér að neðan verður farið yfir fimm mik­il­væga þætti, þegar horft er til rekstrar bank­anna eins og hann birt­ist í upp­gjörum þeirra fyrir árið 2018.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.

1. Sá grund­vall­ar­munur er á bönk­un­um, að Arion banki er í einka­eigu á meðan íslenska ríkið er eig­andi Íslands­banka og Lands­bank­ans. Eign rík­is­ins í Lands­bank­anum er 98,2 pró­sent en bank­inn sjálfur á 1,5 pró­sent og aðrir - að mestu starfs­menn bank­ans - eiga 0,3 pró­sent hlut. Stærstu eig­endur Arion banka - sem er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, í Nasa­daq kaup­hallir - er Kaup­skil ehf. með 32,7 pró­sent hlut, Taconic Capi­tal með 10 pró­sent hlut, Attestor Capi­tal með 8,9 pró­sent, Och-Ziff Capi­tal með 6,6 pró­sent, Gold­man Sachs Funds með 3,4 pró­sent hlut og Lands­downe Funds með 3 pró­sent hlut. Eign­ar­haldið er að miklu leyti enn hjá kröfu­höfum gamla Kaup­þings, eða aðila sem tengj­ast þeim hópi. Kaup­þing, eig­andi Kaup­skila, ætlar að selja að lág­marki tíu pró­sent af hlut sínum í bank­anum á næstu vik­um, og er það nú í und­ir­bún­ingi.

2. Eig­in­fjár­staða bank­anna er nokkuð traust, sé horft til sam­setn­ingu þess. Sam­an­lagt var eigið fé bank­anna þriggja 616,8 millj­arðar króna í lok árs 2018. Svo það sé sett í sam­hengi fyrir almenn­ing, þá er það upp­hæð sem nemur um 14,3 pró­sentum af heild­ar­eignum íslenskra líf­eyr­is­sjóða, en þær nema nú um 4.300 millj­örð­u­m. 

Sé horft til þessa mæli­kvarða þá er Lands­bank­inn með tölu­vert meira eigið fé en hinir bank­arnir tveir, enda er hann stærstur bank­anna og með mesta mark­aðs­hlut­deild heilt á lit­ið. Eigið fé bank­ans nam í lok árs 239,6 millj­örðum króna. Arion banki var með 200,9 millj­arða króna eigið fé í lok árs­ins og Íslands­banki með 176,3 millj­arða. Eig­in­fjár­hlut­föll bank­anna eru há í alþjóð­legum sam­an­burði, á bil­inu 22 til 25 pró­sent. Eig­in­fjár­kröfur FME eru einnig háar í alþjóð­legu sam­hengi, en lág­mark­s­við­mið FME er 20 pró­sent.

3. Hagn­aður bank­anna hefur verið að drag­ast nokkuð saman og varð sú raunin á árinu 2018. Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna var 37,7 millj­arðar króna, eða sem nemur um 6,1 pró­sent af heildar eig­infé þeirra. Hagn­aður Lands­bank­ans var 19,3 millj­arðar og er lagt til að greiddir verið 9,9 millj­arðar í arð til rík­is­ins vegna árs­ins. 

Hjá Arion banka var hagn­að­ur­inn 7,8 millj­arðar og sagði Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri, það vera undir vænt­ingum. Lagt er til að tíu millj­arðar verði greiddir til eig­enda í arð vegna rekstr­ar­ins í fyrra, og er það hluti af þeirri sýn hlut­hafa og stjórn­enda Arion banka að minnka eigin fé bank­ans og greiða út arð til eig­enda. Hjá Íslands­banka var hagn­að­ur­inn 10,6 millj­arðar og er lagt til að greiddir verði í arð 5,3 millj­arðar til eig­and­ans, það er rík­is­ins. Sam­an­lagðar arð­greiðslur til rík­is­ins frá rík­is­bönk­unum vegna árs­ins 2018 nema því 15,2 millj­örðum króna.

4. Arð­semi eigin fjár hjá bönk­unum var mis­mun­andi, en hún var minnst hjá Arion banka, aðeins 3,7 pró­sent. Það telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burði, jafn­vel þó arð­semi eig­in­fjár hjá bönkum hafi farið almennt lækk­andi á und­an­förnum miss­er­um. Rík­is­bank­arnir voru með mun meiri arð­semi á þennan mæli­kvarða. Lands­bank­inn var með 8,2 pró­sent arð­semi eig­in­fjár og Íslands­banki 6,1 pró­sent. Rík­is­bank­arnir skila því mun meiri arð­semi en Arion banki.

Arion banki.

5. Eitt af því sem oft er horft til, þegar hag­kvæmni rekstrar hjá bönkum er met­ið, er kostn­að­ar­hlut­fall þeirra. Það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar miðað við tekj­ur. Hjá Íslands­banka var þetta hlut­fall 66 pró­sent. Það telst hátt í alþjóð­legum sam­an­burði. Lands­bank­inn er með mun lægra hlut­fall en bæði Íslands­banki og Arion banki, eða 45,5 pró­sent. Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­maður Íslands­banka, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að það væri alveg skýrt mark­mið bank­ans að lækka kostn­að­ar­hlut­fall­ið, en það fór þó hækk­andi á milli áranna 2017 og 2018. Mark­mið bank­ans er að vera í kringum 55 pró­sent. 

Arion banki var með kostn­að­ar­hlut­fall upp á 56,9 pró­sent, en á fjórða árs­fjórð­ungi var það 60,3 pró­sent. Búast má við því að bank­arnir muni reyna að lækka þetta hlut­fall enn frekar, einkum Arion banki og Íslands­banki. Starfs­mönnum Arion banka hefur farið fækk­andi að und­an­förnu en starfs­gildi voru 904 í lok árs 2018 en þau voru 949 í lok árs 2017. 

Sama er uppi á ten­ingnum hjá Íslands­banka en starfs­menn voru þar 834 í lok árs 2018 og hefur farið fækk­andi. Hjá Lands­bank­anum starfa nú 919 en í lok árs 2017 voru þeir 1034. Með­al­tal stöðu­gilda var hins 961 á árinu 2018. Starfs­mönnum fækk­aði því þó nokkuð á árinu 2018, en sé mið tekið af kostn­að­ar­hlut­falli má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Sam­an­lagt voru starfs­menn í bönk­unum þremur um það bil 2.730 í árs­lok 2018.

Öfunds­verð staða, þrátt fyrir allt

Sé horft til fremur stuttrar sögu bank­anna, frá því þeir urðu til upp úr rústum föllnu bank­anna í hruni fjár­mála­kerf­is­ins í októ­ber 2008, þá er staða þeirra sterk og traust að mörgu leyti, og kannski sér­stak­lega þegar horft til alþjóð­legs sam­an­burð­ar. Bank­arnir starfa að nær öllu leyti ein­göngu á Íslandi og áhættu­söm lán eru ekki fyr­ir­ferða­mikil í rekstr­in­um, eftir mikla hreinsun í kjöl­far hruns­ins. Til fram­tíðar litið skiptir þetta miklu máli fyrir fjár­mála­kerfi lands­ins, ekki síst í ljósi mik­illa breyt­inga sem fjár­mála­geir­inn er að ganga í gegnum með breyttu reglu­verki og nýjum tækni­mögu­leik­um. Á tíu ára starfs­af­mæli þriggja stærstu bank­anna má segja að helsti styrkur þeirra sé sá, að efna­hags­reikn­ing­arnir eru skýrir og gagn­sæ­ir, ólíkt því sem var fyrir hrun­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar