Himinhrópandi mistök í máli Maní

Auður Jónsdóttir og Ísold Uggadóttir benda á að þegar mannslíf og framtíð heillar fjölskyldu sé í húfi verðum við að gera þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að vandað sé til verka.

Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Auglýsing

Á BUGL, Barna- og ung­linga­geð­deild, dvelst nú sautján ára drengur í bráða­inn­lögn, svo við­kvæm­ur, og ef að líkum læt­ur, í djúpu áfalli, að læknar segja útskrift ekki fyr­ir­sjá­an­lega í bráð. Þessi drengur er einn af öllum þeim ótelj­andi mann­eskjum sem hrekj­ast um heim­inn í leit að alþjóð­legri vernd. Hann hefur dvalið á Íslandi í u.þ.b. ár, ásamt fjöl­skyldu sinni, en á Íslandi treysti hann sér til að kom út sem trans, að koma út sem sitt rétta sjálf. Að vera trans ung­lingur er í sjálfu sér sér­stak­lega við­kvæm staða, þó að ekki bæt­ist við að vera án heim­il­is, öryggis og fram­tíð­ar­sýn­ar.

Það eina sem fjöl­skylda hans veit nú um fram­tíð sína er að á meðan dreng­ur­inn er í með­ferð á BUGL verður þeim ekki vísað úr landi. Ef þeim verður vísað úr landi verða þau send til Portú­gal, og ef mót­töku­skil­yrði þar verða ekki góð, þá er hætta á að þeim verið vísað aftur til Íran. Annað er óvissa.

Sam­tökin 78 benda á að Maní hafi ekki hlotið rétta máls­með­ferð. Sem ein­stak­lingur í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu þykir var­huga­vert að senda hann úr landi sem nú þegar býður honum upp á stuðn­ing; tengsla­net, umhverfi og tæki­færi til að vera hann sjálf­ur. Við­sjár­vert væri að bjóða Maní upp á þær ótryggu aðstæður sem bjóð­ast trans­fólki í heima­landi hans, í landi sem þvingar ungt fólk í hans stöðu í aðgerðir gegn eigin vilja. Sam­kvæmt erlendum miðl­um, hvort heldur BBC eða Sun, geta dauða­refs­ingar blasað við þeim sem hafna þving­aðri kyn­leið­rétt­inga­að­gerð – af því að yfir­völd hafna öðru en hefð­bundnum hug­myndum um kyn­hneigð.

Auglýsing

En þar er ekki öll sagan sögð. Fjöl­skyldan er með gögn sem sýna að varð­sveitir íranskra stjórn­valda, Sepah, leita þeirra í Portú­gal, þangað sem á að senda þau. Hvað eru varð­sveitir íranskra stjórn­valda, hvaða þýð­ingu hefur það ef slíkar sveitir leita fólks?

Á frétta­vef BBC má lesa eft­ir­far­andi útlist­ingu sem birt­ist 20. jan­úar síð­ast­lið­inn: Varð­sveitir íranskra stjórn­valda, the Army of Guar­di­ans of the Isla­mic Revolution, voru stofn­aðar í kjöl­far bylt­ing­ar­innar 1979 til að standa vörð um íslömsk gildi í kerf­inu og verja þau fyrir alþjóð­legum áhrif­um. Talið er að sveit­irnar hafi yfir 190.000 starf­andi starfs­menn, og búi yfir land­göngu­liði, sjó- og flug­her, jafn­framt því að hafa umsjón með vopna­búri Írans. Þau gegna einnig lyk­il­hlut­verki í því að bæla niður hvers konar and­stöðu við ríkj­andi öfl.

Vart þarf að taka það fram hversu mikið álag það hlýtur að vera að hafa annað eins afl á eftir sér. Við hér á Íslandi, í okkar vernd­aða umhverfi, getum seint, ef nokkur tím­ann, sett okkur í þau spor.

Spor Maní og fjöl­skyldu hans.

Í yfir­lýs­ingu sem Biskup Íslands og vígslu­bisk­up­arnir á Hólum og í Skál­holti sendu frá sér til að biðja fjöl­skyld­unni griða kom fram að fjöl­skyldan sé krist­innar trú­ar. Það eitt getur stefnt þeim í hættu, en bara með smá gúggli má sjá, sam­kvæmt Wikiped­íu, að það að aðhyll­ast kristni í Íran getur leitt til dauða­refs­ing­ar. Þrátt fyrir að lög kveði bein­línis ekki á um dauða­refs­ingu, þá geta dóm­arar beitt dauða­refs­ingu ef þeim sýn­ist svo. Í öllu falli er hætta á sekt eða fang­els­is­dómi, að ógleymdri sam­fé­lags­legri for­dæm­ingu.

Við skil­yrði sem þessi kemur ekki á óvart að óhefð­bundnar lækn­ingar mæti for­dæm­ingu. Sam­kvæmt for­eldrum Maní, eins og kom fram í við­tali við þau í Stund­inni, eru þau ofsótt í heima­land­inu þar sem faðir Maní er reiki­meist­ari og heil­ari, en það er ólög­legt þar. Þar má lesa að hann veiti fólki heilandi með­ferð og kenni því aðferðir til að slaka á, en að yfir­völd í Íran túlki það þannig að hann og aðr­ir, eins og hann, séu á móti íslam. Lærifaðir hans hefur verið í fang­elsi í sex ár, dauða­dómur vomir yfir honum og allir nem­endur hans eru í hættu.

Eins og staðan er núna bendir ýmis­legt til að Maní og fjöl­skyldu hans verði vísað úr landi þegar hann útskrif­ast af Barna- og ung­linga­geð­deild. Nema þá að málið verði end­ur­upp­tekið og fall­ist á að þau fái efn­is­lega með­ferð á Íslandi. Yfir­völd fóru fram á að fólkið yfir­gæfi landið áður en heild­stæð skoðun á mál­inu hafði farið fram, sam­kvæmt lög­manni þeirra.

Þau lögðu fram beiðni til kæru­nefndar útlend­inga­mála innan frests, og báðu ann­ars vegar um að fá frestun rétt­ar­á­hrifa, en hins vegar að málið þeirra yrði end­ur­skoð­að. Stjórn­völd afgreiddu fyrri hluta beiðn­innar um frestun rétt­ar­á­hrifa og höfn­uðu því, en síð­ari hluti um end­ur­upp­tekn­ingu máls­ins er ennþá til með­ferð­ar. Þarna þykir gæta ósam­ræmis við langvar­andi stjórn­sýslu­fram­kvæmd. Heild­stæð skoðun á mál­inu átti sér ekki stað í sam­ræmi við fram­komna beiðni. Nú hefur fjöl­skyldan fengið við­bót­ar­frest til 24. febr­úar til að koma gögnum að og verður þeim ekki vísað úr landi á meðan þessi frestur var­ir. Lögum sam­kvæmt eigi þau rétt á að dvelja áfram þangað til loka­nið­ur­staða liggur fyrir í mál­in­u.

Við blasa him­in­hróp­andi mis­tök í þessu máli: Ein­stak­lingur eins og Maní hefði rétti­lega átt að vera skil­greindur sem ein­stak­lingur í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu og það fólk fær auka vernd, skv. lögum um útlend­inga; vernd gegn end­ur­send­ingu til ann­ars rík­is. En hann var ekki skil­greindur sem slík­ur. Bæði af því það var aldrei talað við hann og ekki heldur gerð nægi­leg skoðun á heilsu­fars­að­stæðum hans, en hér­lendum stjórn­völdum ber skylda til að upp­lýsa börn um rétt sinn til að tjá sig, óháð afstöðu for­eldra. Málið var því ekki nægi­lega upp­lýst þegar ákvörðun var tek­in. Sam­kvæmt tveimur málum sem komust fyrir dóm­stóla hér­aðs­dóms í fyrra, þá hafa kæru­nefnd útlend­inga­mála og Útlend­inga­stofnun talist brot­legar gegn rann­sókn­ar­skyldu í með­ferð á umsóknum um alþjóð­lega vernd. Eins og áður sagði kom Maní út sem trans á Íslandi og, sam­kvæmt flótta­manna­rétti, breytt­ust aðstæður hans því eftir að hann yfir­gaf heima­land­ið. Hann opn­aði sig um það við fyrsta tæki­færi sem hann fékk til að tjá sig; hefði verið rætt fyrr við hann, þá hefði hann án efa upp­lýst um það. Það var fyrst þegar hann fékk aðgengi að sál­fræð­ingi sem hann sagði að hann væri hann.

Þetta gerð­ist í haust og stjórn­völd voru upp­lýst um það um leið. Jafn­framt var óskað eftir því að fjöl­skyldan fengi fram­halds­við­tal hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála og gæf­ist kostur á að tjá sig. Því var hafn­að. Nefndin taldi ekki ástæðu til að gefa kærendum kost á að koma fyrir nefnd­ina, sam­an­ber sjö­undu máls­grein átt­undu greinar laga um útlend­inga.

Mót­sagna gætir vissu­lega í mál­inu, en íslensk stjórn­völd hafa stað­fest í samn­ingi sínum að sam­kvæmt rann­sókn­ar­vinnu, sem gerð var í Portú­gal, sé hætta á að erfitt verði fyrir fjöl­skyld­una að fá aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, m.a. vegna tungu­mála­erf­ið­leika. Á sama tíma halda íslensk stjórn­völd því fram að fjöl­skyldan hafi aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu í Portú­gal.

Ofan­greindar stað­reyndir æpa á okkur að mik­il­væg atriði í þessu alvar­lega máli hafi skol­ast til. Þegar manns­líf og fram­tíð heillar fjöl­skyldu er í húfi verðum við að gera þá lág­marks­kröfu til stjórn­valda að vandað sé til verka. Ef ekki er hægt að treysta á að mann­úð­ar­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­leið­ar­ljósi, verður í hið minnsta að geta reitt sig á að kerfið bregð­ist ekki mann­eskj­un­um. Er rétt­læt­an­legt að taka þá áhættu að hafa manns­líf á sam­visk­unni vegna brotalama í kerf­in­u?
 

Auður Jóns­dóttir rit­höf­undur og Ísold Ugga­dóttir kvik­mynda­leik­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar