Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð

Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.

Maní og fjölskylda
Maní og fjölskylda
Auglýsing

Stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk for­dæmir yfir­vof­andi brott­vísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og fjöl­skyldu hans og skorar á íslensk stjórn­völd að tryggja honum skjól og vernd hér á landi.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­unum í dag.

Mál hins 17 ára gamla trans drengs frá Íran, Maní, hefur verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum und­an­farna daga en brott­vís­un hans og fjöl­skyldu hans var í gær frestað vegna ann­­ar­­legs ástands drengs­ins. Hann var á sunnu­dag­inn lagður inn á barna- og ung­l­inga­­geð­­deild Land­­spít­­al­ans, í hvíld­­ar­inn­lögn. Í frétt Vísis í dag kemur aftur á móti fram að honum og fjöl­skyldu hans verði vísað úr landi þegar hann útskrif­ast af Land­spít­al­an­um.

Auglýsing

Upp­lifði hér frelsi og öryggi

Maní sótti um alþjóð­lega vernd hér á landi ásamt for­eldrum sín­um. Fjöl­skyldan fékk vega­bréfs­á­ritun til Portú­gals til þess að kom­ast frá Íran en þar hafa þau ekki sótt um vernd. Í yfir­lýs­ingu Sol­aris segir að íslensk yfir­völd noti stutt stopp þeirra í Portú­gal á leið þeirra hingað til þess að fría sig allri ábyrgð og senda fjöl­skyld­una aftur til Portú­gals í nafni Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inn­ar. Þar bíði fjöl­skyld­unnar ekk­ert annað en frek­ari flótti, óör­yggi og óvissa.

Þá kemur fram að á Íslandi hafi Maní upp­lifað frelsi og öryggi og hér treysti hann sér til þess að kom út sem trans strák­ur. Maní ótt­ist hins vegar um öryggi sitt og líf verði hann sendur aftur til Íran. For­eldrar Maní ótt­ist mikið um vel­ferð hans og fjöl­skyld­unnar verði þau send frá Íslandi og aftur á flótta. „Maní er nú í hvíld­ar­lögn á BUGL en ástand hans er gíf­ur­lega alvar­legt. Yfir­vof­andi brott­vísun fylgir yfir­leitt gríð­ar­lega mik­ill kvíði, áhyggjur og ótti sem getur haft alvar­legar afleið­ing­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Stjórn Sol­aris for­dæmir með­ferð íslenskra yfir­valda á Maní og fjöl­skyldu hans, „sem óhætt er að segja að sé í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu. Stjórn Sol­aris skorar á íslensk stjórn­völd að sýna mannúð og tryggja að Maní fá hér skjól og vernd. Það er það minnsta sem hægt er að gera eftir það sem á undan er geng­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent