Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins hefur komið þeim sjón­ar­miðum á fram­færi við banka­ráð Lands­bank­ans að mik­il­vægt sé fyrir bank­anna að draga úr fjár­hags­legri áhættu vegna bygg­ingar nýrra höf­uð­stöðva Lands­bank­ans við hlið Hörpu. „Fyr­ir­huguð fram­kvæmd hefur ekki verið borin undir hlut­hafa­fund bank­ans og hefur því fram­kvæmdin ekki komið til sam­þykktar eða synj­unar Banka­sýslu rík­is­ins enda ákvörðun um fram­kvæmd­ina alfarið á höndum banka­ráðs“. 

Þetta kemur fram í svari Banka­sýslu rík­is­ins, sem heldur á eign­ar­hlut rík­is­sjóðs í Lands­bank­an­um, sem er að finna í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um bygg­ingu nýju höf­uð­stöðv­anna. Fyr­ir­spurn­in, sem er í ell­efu lið­um, var fyrst lögð fram 20. mars 2019 en ítrekuð í nóv­em­ber í fyrra. 

­Á­ætl­aður kostn­aður við bygg­ingu höf­uð­stöðv­anna var upp­haf­lega níu millj­arðar króna. Nú þegar fram­kvæmdir eru hafnar liggur hins vegar ljóst fyrir að hann hefur hækk­að, og áætlað er að heild­ar­kostn­aður verði 11,8 millj­arðar króna. Það er 2,8 millj­örðum krónum meira en upp­haf­leg kostn­að­ar­á­ætl­un, sem lögð var fram þegar sam­þykkt var að ráð­ast í bygg­ing­una í maí 2017, gerði ráð fyr­ir.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um áformin í frétta­­skýr­ingu sem birt­ist í sept­­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Þar kom meðal ann­­ars fram að Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem fer með hlut rík­­is­­sjóðs í Lands­­bank­­anum hefði ekki haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­­stöðv­­­arn­­ar. 

Það hefur heldur ekki þótt til­­efni til að bera bygg­ingu höf­uð­­stöðva undir hlut­hafa­fund, þar sem eini alvöru hlut­haf­inn, íslenska rík­­ið, gæti sagt sína skoðun á áformun­­um.

Ákvörð­unin um að ráð­­ast í fram­­kvæmd­irn­­ar, sem áætlað var að myndu kosta um níu millj­­arða króna, hækk­­aði svo í tíu millj­­arða króna en eru nú orðnir tæpir tólf millj­­arðar króna, var því tekin án aðkomu fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins sem heldur á hluta­bréfum íslenska rík­­is­ins í bank­­anum og stofn­un­­ar­innar sem fer með þann eign­­ar­hlut. 

Svör Bjarna við fyr­ir­spurn Birgis stað­festa þetta.

Ekki hlut­verk ráð­herra að ákveða

Birgir spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra einnig um hvort að það kæmi til greina að hans hálfu að falla frá áformunum um bygg­ingu höf­uð­stöðv­anna og selja lóð­ina sem þær rísa á. Í svari Bjarna segir að það sé ekki hlut­verk ráð­herra að ákveða hvort fallið skuli frá umræddum bygg­ing­ar­á­form­um, heldur Banka­sýslu rík­is­ins. 

Auglýsing
Í svari Banka­sýsl­unnar segir að þá sé skýrt í í eig­enda­stefnu rík­is­ins um fjár­mála­fyr­ir­tæki að fjár­mála­fyr­ir­tæki séu rekin á við­skipta­legum for­sendum á ábyrgð banka­ráða, banka­stjóra og stjórn­enda eins og önnur félög. Í eig­enda­stefn­unni séu líka skýr ákvæði um að stjórn og starfs­fólk Banka­sýslu rík­is­ins taki hvorki þátt í dag­legum rekstri fyr­ir­tækj­anna né hafi áhrif á ákvarð­anir þeirra utan hefð­bund­inna sam­skipta­leiða, sem tengj­ast félags­formi hvers fyr­ir­tækis eða um er samið í samn­ingum milli þeirra og stofn­un­ar­inn­ar. „Sömu­leiðis kemur það fram í sama kafla eig­anda­stefn­unnar og meg­in­reglum í kafla 3 að skýr ábyrgð­ar­skil skuli vera á milli Banka­sýslu rík­is­ins og banka­ráðs.“

Því virð­ist það vera skýr afstaða ráð­herr­ans og Banka­sýslu rík­is­ins að það sé banka­ráðs og stjórn­enda Lands­bank­ans að ákveða hvort að ráð­ast skuli í bygg­ingu sem þessa. Banka­ráð­ið, sem í sitja sjö manns, situr í umboði Banka­sýslu rík­is­ins.

Áætl­aður kostn­aður af hluta bank­ans 7,5 millj­arðar

Lands­bank­inn áætlar að kostn­aður við þann hluta hús­næð­is­ins sem bank­inn muni nýta, alls um tíu þús­und fer­metra (um 60 pró­sent af hús­in­u)  sé áætl­aður um 7,5 millj­arðar króna. Bank­inn mun flytja starf­semi úr tólf húsum í mið­borg­inni ásamt stærstum hluta Borg­ar­túns 33 undir eitt þak í nýju húsi. Því mun fylgja mikið hag­ræði að mati bank­ans sem áætlar að árlegur sparn­aður bank­ans muni nema um 500 millj­ónum króna, einkum vegna lækk­unar á húsa­leigu og kostn­aði við rekstur og við­hald hús­næðis „auk þess sem verk­efna­miðuð vinnu­að­staða í nýja hús­næð­inu mun gefa kost á auk­inni skil­virkni í starf­sem­inn­i.“

Til stendur að leigja frá sér eða selja 40 pró­sent af hús­inu eftir að það rís. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um um hvort sá hluti húss­ins sem bank­inn mun ekki nýta verði seldur eða leigður en bank­inn reiknar með að sala eða leiga standi undir stofn­kostn­aði við þann hluta húss­ins.

Birgir spurði Bjarna einnig af því hversu mikið mætti gera ráð fyrir að starfs­mönnum bank­ans myndi fækka á næstu tíu árum vegna breyt­inga á banka­starf­semi. í svari sem Lands­bank­inn skil­aði inn til ráð­herr­ans sagði að 1. jan­úar 2019 hafi verið 760 stöðu­gildi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Þar af voru tæp­lega 670 stöðu­gildi vegna starf­semi sem gert er ráð fyrir að sam­ein­ist undir einu þaki í nýju húsi. Ekki er hægt að segja nákvæm­lega til um þróun starfs­manna­fjölda næstu árin en ljóst er að banka­störfum er að fækka. Einn af meg­in­kost­unum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigj­an­leika í notkun þannig að bank­inn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent