Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum

Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur það ekki til sér­stakrar skoð­unar að tak­marka sölu á orku­drykkj­um, þrátt fyrir að emb­ætti Land­læknis telji að banna ætti sölu á slíkum sem inni­halda 320 milli­grömm eða meira af koff­íni í hverjum lítra. 

Hann segir þó, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dóttur þing­manns Vinstri grænna um mál­ið, að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Mat­væla­stofnun hafi stofn­unin óskað eftir því að áhættu­mats­nefnd meti áhættu af koff­ín­n­eyslu ung­menna og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá for­manni nefnd­ar­innar vinni nefndin nú að slíku mati. „Í því skyni að meta raun­veru­lega neyslu ung­menna á orku­drykkjum sem inni­halda koffín verður fram­kvæmd neyslukönnun á meðal ung­menna. Neyslan verður borin saman við þekkt áhrif koff­íns og í fram­hald­inu verði vís­inda­legt áhættu­mat fram­kvæmt til þess að meta hvort koffín hafi nei­kvæð áhrif á heilsu og líðan íslenskra ung­menna.“

Gríð­­ar­­leg aukn­ing hefur orðið hér­lendis á skömmum tíma í neyslu orku­­drykkja bæði á meðal fram­halds­­­skóla­­nema og meðal nem­enda í átt­unda til tíunda bekk grunn­­skóla. Meiri en helm­ingur fram­halds­­­skóla­­nema neytti orku­­drykkja dag­­lega á árinu 2018 og rúm­­lega þriðj­ungur tíunda bekk­inga. Land­læknir telur að ekki ætti að selja drykki með meira en 150 milli­grömm af koff­­íni börnum yngri en 18 ára. Þetta kom fram í rann­sókn á vegum Rann­­sókna og grein­ingar við Háskól­ann í Reykja­vík á neyslu orku­­drykkja meðal barna og ung­­menna, sem vitnað var í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjarkar um málið sem birt var í des­em­ber 2019.

Mikil aukn­ing á neyslu hjá fram­halds­skóla­nemum

Sam­­kvæmt nið­­ur­­stöðum meðal fram­halds­­­skóla­­nema var hlut­­fall þeirra sem dag­­lega eða oftar neytti orku­­drykkja 55 pró­­sent árið 2018. Í fyrri könn­un, sem gerð var árið 2016, var hlut­­fallið 22 pró­­sent og er aukn­ingin því gríð­­ar­­leg milli ára. 

Orku­­drykkir eiga það sam­eig­in­­legt að inn­i­halda koffín og flestir þeirra inn­i­halda auk þess önnur virk efn­i. ­Magn koff­­ín­s ­getur þó verið nokk­uð mis­­mun­and­i eftir drykkj­­ar­teg­und­­um. 

Auglýsing
Þá jókst neysla stúlkna í fram­halds­­­skóla mun meira en stráka en neysla þeirra nærri fjór­fald­að­ist á milli ára, fór úr 14 pró­­sentum árið 2016 í 54 pró­­sent árið 2018. Hjá strákum fór dag­­leg neysla úr 30 pró­­sent árið 2016 í 55 pró­­sent árið 2018. 

Í rann­­sókn­inni kom jafn­­framt fram að 78 pró­­sent þeirra sem sofa of lítið (um sjö klukku­­stundir eða minna) drekka fjóra eða fleiri orku­­drykki dag­­lega sem inn­i­halda koff­­ín. 

Þegar nið­­ur­­stöður meðal grunn­­skóla­­nema voru skoð­aðar sást að alls neyttu 28 pró­­sent nem­enda í átt­unda til tíunda bekk orku­­drykkja dag­­lega á árinu 2018. Það er tölu­verð aukn­ing frá fyrri könnun sem gerð var 2016 en þá var hlut­­fallið 16 pró­­sent.

Í nið­­ur­­stöð­unum má jafn­­framt sjá að dag­­leg neysla orku­­drykkja eykst með hækk­­andi aldri hjá báðum kynjum en þó neyta fleiri strákar en stelpur orku­­drykkja. Árið 2018 var hlut­­fallið 20 pró­­sent í 8. bekk, 29 pró­­sent í 9. bekk og 35 pró­­sent í 10. bekk. 

Mok­græða á Nocco

Nocco er ein þeirra orku­drykkja­teg­unda sem notið hefur hvað mestra vin­­sælda hér á landi á síð­­­ustu árum. Heild­­salan sem flytur þá inn til lands­ins, ásamt öðrum vörum, er Core og hafa rekstr­­ar­­tekjur Core auk­ist gíf­­ur­­lega á síð­­­ustu árum. 

Í frétt Við­­skipta­­blaðs­ins frá því í fyrra um tekjur Core segir að ­rekstr­­ar­­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins hafi numið 440 millj­­ónum króna árið 2016 en árið 2018 voru þær komnar í tæpa 1,8 millj­­arða króna. Á tveimur árum juk­ust tekj­­urnar því um 310 pró­­sent. Á sama tíma­bili jókst hagn­að­­ur­inn úr 23 millj­­ónum króna í 193 millj­­ón­ir, eða um 740 pró­­sent. 

Hafa lent á spít­ala eftir neyslu orku­drykkja

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá Land­­spít­­ala, sem greint var frá í áður­nefndu svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar, hafa komið upp nokkur til­­vik þar sem ein­stak­l­ingar hafa leitað á bráða­­mót­­töku með almenn ein­­kenni vegna neyslu orku­­drykkja. Algeng­­ustu ein­­kenni eru hraður hjart­­slátt­­ur, óró­­leika­til­f­inn­ing, svimi, eirð­­ar­­leysi og kvíði en engin stað­­fest alvar­­leg ein­­kenni af völdum orku­­drykkja meðal ein­stak­l­inga sem hafa leitað á bráða­­deild.Neysla orkudrykkja á meðal ungmenna hefur stóraukist hérlendis á undanförnum árum. 

Emb­ætti Land­læknis tel­ur, líkt og áður sagði, að banna ætti sölu á orku­­drykkjum sem inn­i­halda 320 milli­grömm eða meira af koff­­íni á hvern lítra en slíka drykkja má ekki selja hér á landi nema með­ ­sér­stöku­leyfi Mat­væla­­stofn­un­­ar. Nokkrar slíkar vörur hafa fengið slíkt leyf­­i. ­Jafn­­framt telur Land­læknir að ekki ætti að selja drykki með koff­­íni á bil­inu 150 til 230 milli­grömm börnum yngri en 18 ára.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent