Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda

Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“

7DM_0041_raw_2218.JPG
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa lagt fram kröfur sínar í 19 liðum gagn­vart sjó­mönnum en mið­ill­inn BB.is greindi fyrst frá í gær. Kjara­við­ræður SFS við Sjó­manna­fé­lag Íslands (SSÍ) standa nú yfir en fyrsti fund­ur­inn var á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku.

Valmundur Valmundsson Mynd: Skjáskot/RÚVVal­mundur Val­munds­son, for­maður SSÍ, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta hafi verið hefð­bund­inn fundur og nú séu þau að fara yfir málin í bak­land­inu. Ekki sé búið að boða annan fund eins og stend­ur. „Við bíðum nú bara átekta og höldum fundi í okkar bak­landi. Við þurfum að ræða málin og kynna þau fyrir félags­mönn­um,“ segir hann. 

Hann stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að SFS hafi sett fram þessar nítján kröfur en hann seg­ir að þær hafi ekki komið þeim hjá Sjó­manna­sam­band­inu á óvart enda hafi þau séð þær áður. „Mér líst ekk­ert á þær frekar en endranær,“ segir hann og bætir því við að hann búist ekki við því að SSÍ muni fall­ast á þessar kröf­ur.  

Auglýsing

Kjarn­inn hefur kröfur SFS undir höndum en fyrsta krafa er að sjó­menn greiði hlut í sköttum útgerða, svo sem veiði­gjaldi, trygg­ing­ar­gjaldi og kolefn­is­gjaldi. Þá er gerð krafa um að fram­lengja nýsmíða­á­lag­inu og vill SFS að samið verði um nýsmíða­á­lag varð­andi næstu kyn­slóð fiski­skipa. ­Jafn­framt er ein krafan sú að kvóta­kaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu, það er að sjó­menn greiði kvóta­kaup­in.

Kröfur SFS í kjara­við­ræðum við Félag skip­stjórn­ar­manna, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, Sjó­manna­sam­band Íslands og VM-­Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna eru sem hér seg­ir:

 1. Frá­dráttur vegna álaga stjórn­valda – Samið verði um hlut­deild sjó­manna í álögum stjórn­valda, s.s. veiði­gjald­i, ­trygg­inga­gjaldi og kolefn­is­gjaldi.
 2. Kostn­aður við slysa­trygg­ingar – Árið 2001 voru gerðar miklar breyt­ingar á slysa­trygg­ingum sjó­manna. Við breyt­ing­arnar var miðað við að sjó­menn bæru um 1/3 af kostn­að­in­um. For­sendur þeirra breyt­inga hafa ekki stað­ist, hvorki hvað varðar mat á kostn­að­ar­auka vegna þeirra né hlut sjó­manna í hon­um. SFS gera þá kröfu að sjó­menn greiði þriðj­ung iðgjalda slysa­trygg­inga á hverjum tíma, auk þess sem end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði verði sett í samn­inga vegna þró­unar á iðgjaldi eða breyt­inga á skaða­bóta­lög­um.
 3. Slysa- og veik­inda­kaup – Aðlaga þarf rétt­inda­um­hverfi slysa- og veik­inda­réttar í skipti­manna­kerf­um. Á síð­ast­liðnum árum hefur auk­ist veru­lega að settar hafi verið skipti­manna­á­hafnir á skip, enda hefur það skapað betra starfs­um­hverfi um borð og innan fyr­ir­tækj­anna. Ákvæði sjó­manna­laga nr. 35/1985 víkja ekki að þessu róðra­lagi og álita­mál er um túlkun 36. gr. lag­anna. Það á því að vera mark­mið samn­ings­að­ila að tryggja rétt­inda­um­hverfi skip­verja og útgerða í skipti­manna­kerf­um. Þannig þarf m.a. að tryggja að skip­verjar í skipti­manna­kerfum sem verða fyrir óvinnu­færni, skulu vera jafn settir fjár­hags­lega eins og þeir hefðu ann­ars verið ófor­fall­að­ir.
 4. Breyt­ingar á nýsmíða­á­kvæði og ákvæðum um ný og eldri skip – Samið verði um breyt­ingu á nýsmíða­á­kvæði, m.a. þess efnis að úthalds­dagar skipa í tog­ar­aralli Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar eða öðrum verk­efnum á vegum þeirrar stofn­unar telj­ist ekki til úthalds­daga þegar kemur að útreikn­ingum og upp­gjöri skv. nýsmíða­á­kvæði kjara­samn­inga. Þá verði samið um breyt­ingu á ákvæði um ný skip m.t.t. smíða á næstu kyn­slóð fiski­skipa. Samið verði um ramma vegna smíði slíkra skipa, t.a.m. frysti­tog­ara, með það að mark­miði að tryggja áhöfn sam­keppn­is­hæf laun og útgerð raun­hæfar rekstr­ar­for­send­ur.
 5. Um helg­ar­frí og hafn­ar­frí – Samið verði um að ákvæði kjara­samn­inga um helg­ar­frí falli út en skip­verjum verði tryggðir frí­dagar eftir nán­ara sam­komu­lagi áhafnar og útgerð­ar. Þá verði samið um að hafn­ar­frí megi taka í frít­úrum á öllum veiði­skap. Sér­stak­lega verði fjallað um svo­nefndar milli­land­an­ir. Jafn­framt falli niður sér­á­kvæði um frí um páska og samið verði um stytt­ingu á fríum á upp­sjáv­ar­veiðum sem nú er frá og með 20. des­em­ber til og með 2. jan­ú­ar.
 6. Afla­verð­mæti jafnað yfir lengra tíma­bil en kaup­trygg­ing­ar­tíma­bil – Samið verði heim­ild til að jafna afla­verð­mæti yfir lengra tíma­bil en kaup­trygg­ing­ar­tíma­bil. Lagt er til að tíma­bil kaup­trygg­ingar verði þrír mán­uð­ir.
 7. Upp­gjör á frysti­tog­urum – Ákvæði um upp­gjör á frysti­tog­urum verði tekin til end­ur­skoð­un­ar. Samið verði um lengri tíma til að ljúka end­an­legu upp­gjöri. Þá verði samið um brott­fall ákvæðis um að 90% upp­gjör af áætl­uðu afla­verð­mæti veiði­ferðar skuli gert upp til sjó­manna, en þess í stað fari fram heild­ar­upp­gjör veiði­ferð­ar.
 8. Ráðn­ing til útgerðar – Að samn­ings­að­ilar komi sér saman um sam­eig­in­lega afstöðu um breyt­ingu á sjó­manna­lögum nr. 35/1985, með það mark­miði að heim­ilt verði að ráða sjó­menn til útgerð­ar, í stað þess að sjó­maður sé ráð­inn til til­greinds skips.
 9. Greiðslur í styrkt­ar- og sjúkra­sjóði – Fjallað verði um og eftir atvikum greiðslur end­ur­skoð­aðar í styrkt­ar- og sjúkra­sjóði.
 10. Skipta­kjör og upp­gjörs­að­ferðir – Farið verði yfir skipta­kjör og upp­gjörs­að­ferðir varð­andi ein­stakar veiði­grein­ar.
 11. Heim­ild til ráðn­inga á öðrum kjörum en afla­hlut – Samið verði um heim­ild til að ráða áhafn­ar­með­limi á öðrum kjörum en afla­hlut t.d. vegna vinnslu á auka­af­urðum þar sem verð­mætið stendur ekki undir hlut. Sama gildi um menn sem hafa engan eða skamman starfs­tíma til sjós.
 12. Heim­ild til að ráða fleiri en einn skip­verja í eina stöðu háseta í hverri veiði­ferð – Stað­fest verði í kjara­samn­ingi heim­ild til að ráða tvo eða fleiri skip­verja í ákveð­inn tíma í eina stöðu háseta eins og tíðkað hefur verið með þegj­andi sam­komu­lagi aðila, t.d. hálf­drætt­inga.
 13. Um sekt­ar­á­kvæði – Samið verði um að sekt­ar­á­kvæði verði felld niður í kjara­samn­ingi.
 14. Samn­ingar á Aust­fjörðum og Vest­fjörðum – Samið verði um að sömu samn­ingar gildi á öllu land­inu.
 15. Kostn­aður vegna geymslu afurða – Samið verði um fyr­ir­komu­lag samn­inga útgerðar og áhafnar um að fresta sölu afurða þannig að kostn­aður vegna þess drag­ist frá óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra sölu­verði.
 16. Upp­gjör á rækju/­fisk­veiðum – Þar sem fiskur fæst með rækju fari upp­gjör á afla­hlut úr rækju­afla sam­kvæmt ákvæðum um rækju­veiðar en á fiski sam­kvæmt ákvæðum um fisk­veið­ar.
 17. Löndun á afla – Ákvæði kjara­samn­inga um löndun á afla upp­sjáv­ar­fisks og ann­ars fisks verði tekin til end­ur­skoð­un­ar.
 18. Kaup á afla­marki eða öðrum veiði­heim­ildum af erlendum aðilum – Samið verði um heim­ild útgerða til að draga kostnað við kaup á afla­marki eða öðrum veiði­heim­ildum af erlendum aðilum frá óskiptu. Um er að ræða veiði­heim­ildir eins og þær sem okkur stendur til boða að kaupa af Rússum í Barents­hafi.
 19. Mat­sveinn – Ákvæði um aðstoð­ar­mann mat­sveins falli brott. Auk þess sem krafa um mat­svein á minni bátum verði felld brott.

Kröfur SSÍ í fimmtán liðumKröfur samn­inga­nefndar Sjó­manna­sam­bands Íslands, vegna við­ræðna við SFS um end­ur­nýjun kjara­samn­inga sjó­manna sem runnu út þann 1. des­em­ber 2019 og sem lagðar voru fram á fundi með SFS þann 11. febr­úar síð­ast­lið­inn eru sem hér seg­ir:

 1. Kaup­trygg­ingin og aðrir kaup­liðir hækki.
 2. Fisk­verð end­ur­skoðað – Ákvörðun á verði upp­sjáv­ar­afla sett í eðli­legt horf.
 3. Útgerðin greiði 3,5% mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð.
 4. Útgerðin greiði 0,3% fram­lag í mennta­sjóð sjó­manna (Sjó­mennt).
 5. Útflutn­ingur í gámum – vinna skip­verja við ísun ekki leyfi­leg þegar afl­inn hefur þegar verið seldur erlendum aðila, sbr. upp­haf­lega merk­ingu ákvæðis 1.29.3. í gild­and­i kjara­samn­ingi milli SSÍ og SFS.
 6. Slysa­varna­skóli sjó­manna – kostn­að­ar­greiðslur útgerð­ar, þ.e. uppi­hald og ferð­ir, skil­greindar nánar en gert er í kjara­samn­ingi.
 7. Ráðn­ing­ar­samn­ingar – laus­ráðn­ing­ar.
 8. Frí um jól og ára­mót og um sjó­manna­dag auk­in.
 9. Trún­að­ar­maður skip­verja við upp­gjör geti verið utan­að­kom­andi maður að vali skip­verja og stétt­ar­fé­lags við­kom­andi skip­verja. 
 10. Vinna mat­sveina á upp­sjáv­ar­skipum – vinna utan heima­hafnar og lág­marks hvíld­ar­tími.
 11. Auka­greiðsla aðstoð­ar­manns mat­sveins á frysti­skipum hækki veru­lega.
 12. Ávinnsla orlofs. – Verði sam­ræmt við almenna vinnu­mark­að­inn.
 13. Vinnslu­stjórar og mats­menn á frysti­skipum fái 1/8 hlut til við­bótar háseta­hlut fyrir starfið í stað fastrar krónu­tölu nú.
 14. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjó­manna­af­slátt­ar.
 15. Skip­verjar hafi frí við löndun á öllum veið­um, þ.m.t á dag­róðr­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent