Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar

Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.

4862528634_27246c352a_o_9952997796_o.jpg
Auglýsing


Aðeins helm­ingur lands­manna telur að fréttir af alvar­leika hlýn­unar jarðar séu almennt rétt­ar. Aðrir skipt­ast í tvær fylk­ingar þar sem ríf­lega fjórð­ungur telur að þær séu almennt ýktar og nær fjórð­ungur telur að þær séu almennt van­metn­ar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umhverfiskönn­un Gallup. Hlut­fall þeirra sem telja að fréttir af alvar­leika hlýn­unar jarðar séu al­mennt ýktar er hærra nú en fyrir tveimur árum.

Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvar­leika hlýn­unar jarðar séu almennt ýkt­ar, en um þriðj­ungur karla telur þær vera það. ­Fólk á aldr­inum 45-66 ára telur sömu­leiðis frekar en aðrir ald­urs­hópar að frétt­irnar séu almennt ýkt­ar.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Gallup í síð­ustu viku kom fram að greina mætti almenna við­horfs­breyt­inguvarð­andi ástæður fyrir hlýnun jarð­ar. Þeim Ís­lend­ingum fjölgar sem telja að hækkun á hita­stigi jarðar síð­ustu öld sé meira ­vegna nátt­úru­legra breyt­inga í umhverf­inu. Nú telja 23 pró­sent lands­manna að svo sé en 66 pró­sent telja hækk­un­ina vera vegna meng­unar af manna­völd­um.

Umhverfiskönnun Gallup verður á Umhverf­is­ráð­stefnu Gallup í Hörpu á morg­un, 19. febr­ú­ar. Í rann­sókn­inni voru lands­menn spurðir um við­horf og hegðun í tengslum við umhverf­is­mál og lofts­lags­breyt­ing­ar. Ráð­stefnan er haldin í sam­starfi við Krón­una, Reykja­vík­ur­borg, Arion banka, Lands­virkj­un, Um­hverf­is­stofn­un, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Icelandair Hot­els.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent