Attenborough: „Neyðarstund er runnin upp“

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur,“ segir David Attenborough. „Þetta snýst ekki um að eiga notalegar rökræður og ná einhverri málamiðlun. Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa.“

Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Auglýsing

„Við erum komin að vendi­punkti í við­leitni okkar til að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn og ­sjón­varps­mað­ur­inn David Atten­borough. „Neyð­ar­stund er runnin upp. Við höf­um s­legið hlutum á frest ár eftir ár.“

David Atten­borough lét þessi orð falla í við­tali við Breska rík­is­út­varpið, BBC, sem markar upp­haf sér­stakrar umfjöll­unar fjöl­mið­ils­ins um ­lofts­lags­breyt­ingar sem standa mun allt árið.

Atten­borough bendir á að á meðan við­talið sé tekið stand­i ­suð­aust­ur­hluti Ástr­alíu í ljósum log­um. „Hvers vegna? Af því að hita­stig jarð­ar­ er að hækk­a.“

Auglýsing

Hann segir það aug­ljósan þvætt­ing hjá sumum stjórn­mála­mönn­um og álits­gjöfum að segja eldana í Ástr­alíu ekk­ert hafa með hlýnun jarðar að ­gera. „Við vitum það upp á hár að mann­anna verk eru að baki hlýnun jarð­ar.“

Aðgerðir ríkja heims í lofts­lags­málum og sam­staða þeirra þar um er að mati Atten­boroughs ekki í takt við varn­að­ar­orð vís­inda­manna um að brýnt sé að bregð­ast hratt við.

Fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna var meðal þeirra sem ­sagði að nið­ur­staða nýj­ustu við­ræðn­anna, sem fram fóru á lofts­lags­ráð­stefn­unn­i í Madrid í síð­asta mán­uði, hafi valdið von­brigð­um. Í sama streng tóku bresk ­stjórn­völd og fleiri.

Skógareldarnir í Ástralíu eru óvenjulegir í ár í kjölfar fordæmalausra þurrka og hita.

Áströlsk stjórn­völd eru meðal þeirra sem gagn­rýnd hafa ver­ið ­fyrir að gang­ast ekki við þörfum skuld­bind­ingum sínum í lofts­lags­mál­um.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki ­leik­ur,“ segir Atten­borough við BBC. „Þetta snýst ekki um að eiga nota­leg­ar rök­ræður og ná ein­hverri mála­miðl­un. Þetta er brýnt vanda­mál sem verður að ­leysa og það sem meira er, við vitum hvernig á að gera það. Í því fell­st þver­sögn­in; að við neitum að taka þau skref sem við vitum að við þurfum að ­taka.“ Lofts­lags­vís­inda­menn ­Sam­ein­uðu þjóð­anna birtu grein­ar­gerð árið 2018 þar sem til­teknar voru þær að­gerðir sem hægt væri að fara í til að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði, land­bún­aði og sam­göngum um helm­ing til árs­ins 2030.

Í frétt BBC er rakið að hið gagn­stæða hafi átt sér stað. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefur auk­ist frá útgáfu skýrslu vís­inda­mann­anna og er hún meiri en nokkru sinni í mann­kyns­sög­unni. Atten­borough bendir á að með­ hverju árinu sem líði sé erf­ið­ara að ná árangri í bar­átt­unni við ­lofts­lags­breyt­ing­ar.

Út­lit sé því fyrir að jörðin okkar eigi eftir að  hitna enn meira í fram­tíð­inni. „Heim­ur­inn er þegar breytt­ur,“ hefur BBC eftir Ed Hawk­ins, pró­fessor við Háskól­ann í Rea­d­ing.

Í ár mun sjónum stjórn­mála­manna verða beint að ­lofts­lags­breyt­ingum og þeim áhrifum sem þær eru þegar farnar að hafa á vist­kerfi. „Við erum háð nátt­úr­unni í hvert sinn sem við drögum að okkur and­ann og leggjum okkur eitt­hvað til munns,“ segir Atten­borough.

Í Ástr­alíu hafa skóg­ar­eld­arnir stofnað vist­kerfum í hætt­u, hund­ruð millj­óna dýra hafa drep­ist. Bæði plöntur og dýr gætu verið í út­rým­ing­ar­hættu vegna eld­anna.  Slík hætta var  þegar fyrir hendi og í tíma­móta skýrslu sem birt var í fyrra vör­uðu sér­fræð­ingar við því að um milljón teg­und­ir­ ­dýra og plantna gætu dáið út á næstu ára­tug­um.

Eld­arnir í Ástr­alíu hafa nú mögu­lega hraðað því ferli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent