Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir

Freyr Eyjólfsson segir að Íslendingar hafi alla burði til þess að vera fyrirmyndarríki þegar kemur að grænum leiðum – en ef þeir ætli að innleiða hringrásarhagkerfið þá þurfi þeir að gera stórátak í þeim efnum.

Auglýsing

Ný svört skýrsla um umhverf­is­mál, sem kynnt var við upp­haf árs á efna­hags­ráð­stefn­unni í Dav­os, sýnir að auð­linda­notkun er komin upp í nýjar og sögu­legar hæð­ir: Mann­kynið hefur aldrei gengið jafn hratt og mikið á auð­lindir jarð­ar. Um 100,6 millj­arðar tonna af ýmis­konar jarð­efnum og elds­neyti hafa verið not­aðir á einu ári. Lítið ber á sjálf­bærni og end­ur­vinnsla minnk­ar.

Rann­sóknin nær yfir árið 2017. Tæpur helm­ingur af þeim auð­lind­um, sem not­aðar voru á árinu, eru jarð­efni sem notuð eru í bygg­ing­ar­iðn­aði: sand­ur, leir, sem­ent, möl og málm­ar. Jarð­ar­búar eru að nota meira en end­ur­vinna minna: Elds­neyt­is­notk­un, skóg­ar­högg og efna­vinnsla er orðin fjórum sinnum umfangs­meiri en hún var árið 1970, í engu sam­ræmi við mann­fjölgun sem hefur ein­ungis tvö­fald­ast á þessum sama tíma; á síð­ustu tveimur árum hefur neysla og eyðsla auk­ist um 8% á heims­vísu. Á sama tíma hefur end­ur­vinnsla minnkað úr 9,1% í 8,6%. Jarð­ar­búar eru því ekki bregð­ast við yfir­vof­andi ham­fara­hlýn­un. Skýrslan segir umbúða­laust að ef við höldum áfram að ganga á auð­lindir jarðar með þessum hætti þá munu afleið­ing­arnar verða hrylli­legar fyrir allt líf­ríki á jörð­inni.

Hver mann­eskja notar um 13 tonn á ári

Skýrslan, sem var unnin af hug­veit­unni Circle Economy, segir að auð­linda­notkun hvers jarð­ar­búa sé um 13 tonn á ári. Það sé mun meira en jörðin ráði við. Hins vegar bendir skýrslan á að mörg lönd í heim­inum hafi tekið upp mark­vissa stefnu í sjálf­bærni og séu á góðri leið með að þróa hringrás­ar­hag­kerfi, nota end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og end­ur­vinnslu­kerfi fyrir almennan úrgang.

Auglýsing

„Hryll­ingur og ham­farir blasa við á heims­vísu ef við höldum áfram að ganga á auð­lindir jarðar með þessum hætt­i“, segir Har­ald Friedl, fram­kvæmd­ar­stjóri Circle Economy. „Öll ríki verða að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfi, hugsa í nýjum lausnum og end­ur­vinnslu ef jörðin á að vera byggi­leg fyrir þá tíu millj­arða manns sem munu búa hér um mið­bik ald­ar­inn­ar.“ Skýrslu­höf­undar benda á að við þurfum að fara úr línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­kerfi.

Hvað er hringrás­ar­hag­kerfi?

Núver­andi línu­legt hag­kerfi í löndum heims­ins bygg­ist á ósjálf­bærri nýt­ingu auð­linda og mið­ast við að fram­leiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Þetta er orðin hættu­leg tíma­skekkja og brýn nauð­syn er að end­ur­hugsa allt efna­hags­kerfið sem hringrás­ar­hag­kerfi sem mið­ast við að hámarka verð­mætin og auð­lind­irn­ar, auka end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Þetta kallar á ný við­skipta­líkön sem byggja meira á samnýt­ingu, eða kaup­leigu, og að öll vöru­hönnun mið­ist við betri end­ingu og nýt­ingu. Stærsti þátt­ur­inn í þessu kerfi er svo almenn flokkun á úrgangi og end­ur­vinnsla þar sem reynt er eftir fremsta megni að halda efn­is­legum vörum og verð­mæti þeirra og inni­haldi inni í hag­kerf­is­hringnum eins lengi og mögu­legt er. Hringrás­ar­kerf­ið, græna leiðin í fjár­fest­ingum og fram­leiðslu, er ekki bara mun vist­vænna kerfi, sem sparar og dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, heldur líka hag­kvæmara fyrir atvinnu­lífið og hið opin­bera til lengri tíma lit­ið.

Ákall um breyt­ingar

„Það er brýn nauð­syn að draga úr auð­linda­notk­un. Mann­kyni fjölgar, neysla eykst, end­ur­vinnsla dregst sam­an; þessu þarf að breyta“ – segir í nið­ur­lagi í skýrsl­unn­ar, sem er í raun ákall um rót­tækar breyt­ing­ar, ákall um nýjar, grænar lausn­ir. Um 40% af allri auð­linda­notkun heims fer í bygg­inga­fram­kvæmd­ir, þar sem efni eins og möl, sand­ur, leir og sem­ent er mest not­að. „Er mögu­legt að byggja hús með umhverf­is­vænni aðferð­u­m?“ spyrja höf­undur skýrsl­unn­ar. Kol, olía og gas eru sömu­leiðis auð­lindir sem gengið er hratt á og valda mik­illi meng­un. Orku­skipti í heim­inum verða að fara af stað, bæði hratt og örugg­lega.

Þurfum að end­ur­vinna mun meira

Við göngum hratt á auð­lind­irnar og notum hrá­efnin stutt og illa. Ein­ungis þriðj­ungur af öllum þeim hrá­efnum sem við notum end­ast úr árið. Þetta eru aðal­lega efni sem við notum í nýbygg­ingar og bíla. Önnur efni fjara út, brenna og er hent innan árs, sem er skelfi­leg nýt­ing. Ein­ungis 8,6% af allri auð­linda­notkun heims fer í end­ur­vinnslu.

Að mörgu leyti er almenn­ing­ur, og sér í lagi unga kyn­slóð­in, komin á undan atvinnu­líf­inu og hinu opin­bera þegar kemur að sjálf­bærni og umhverf­is­vernd, en fram­tak þeirra nær skammt ef fram­leið­endur taka ekki bolt­ann. Fram­leið­endur og fyr­ir­tæki verða að sýna meiri ábyrgð og taka upp græna stefnu, flokka bet­ur, end­ur­vinna og bjóða upp á vist­vænni vör­ur. Fram­leið­endur verða að treysta neyt­endum betur og koma til móts við þá, almenn­ingur vill í síauknum mæli end­urunnin efni og umhverf­is­væna þjón­ustu.

Skýrslan leggur ríka áherslu á end­ur­vinnslu. Með auk­inni end­ur­vinnslu og grænu hag­kerfi verður allur mark­að­ur­inn sam­keppn­is­hæf­ari, opn­ari og gegn­særri, lífs­gæði munu aukast - en það sem er auð­vitað mik­il­vægast: við gætum hugs­an­lega náð þeim mik­il­vægu mark­miðum sem við höfum sett okkur í loft­lags­mál­um. Alls 13 Evr­ópu­ríki, m.a. Frakk­land, Þýska­land og Spánn, eru að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerf­ið; Kól­umbía er fyrsta landið í Suð­ur­-Am­er­íku sem hefur tekið upp þessa stefnu.

Hvað með Ísland?

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á nýaf­stöðnu Við­skipta­þingi 2020 að nú væri kom­inn tími afger­andi ákvarð­ana fyrir Ísland. Íslend­ingar ætla sér að upp­fylla mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og við ætlum okkur að verða kolefn­is­hlut­laust land ekki seinna en 2040. Fram undan eru orku­skipti í sam­göngum og búið aðboða að inn­flutn­ingur bens­ín- og dísel­bíla verði bann­aður 2030. Stjórn­völd ætla að beita sér fyrir inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla og önnur far­ar­tæki sem ganga fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og inn­leiða efna­hags­lega hvata til að þessi umskipti geti gengið sem hrað­ast yfir.

Íslend­ingar hafa alla burði til þess að vera fyr­ir­mynd­ar­ríki þegar kemur að grænum leið­um. En ef við ætlum að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið þurfum við að gera stór­á­tak. Sorp hér á landi hefur auk­ist mikið frá efna­hags­hrun­inu 2008 og alls féllu 656 kíló af rusli frá hverjum Íslend­ingi árið 2017. Íslend­ingar eru meðal mestu rusl­ara í Evr­ópu sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Eurostat. Ef við ætlum að vera til fyr­ir­myndar og inn­leiða grænt hringrás­ar­hag­kerfi þurfum við að flokka og end­ur­vinna bet­ur.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar