Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir

Freyr Eyjólfsson segir að Íslendingar hafi alla burði til þess að vera fyrirmyndarríki þegar kemur að grænum leiðum – en ef þeir ætli að innleiða hringrásarhagkerfið þá þurfi þeir að gera stórátak í þeim efnum.

Auglýsing

Ný svört skýrsla um umhverf­is­mál, sem kynnt var við upp­haf árs á efna­hags­ráð­stefn­unni í Dav­os, sýnir að auð­linda­notkun er komin upp í nýjar og sögu­legar hæð­ir: Mann­kynið hefur aldrei gengið jafn hratt og mikið á auð­lindir jarð­ar. Um 100,6 millj­arðar tonna af ýmis­konar jarð­efnum og elds­neyti hafa verið not­aðir á einu ári. Lítið ber á sjálf­bærni og end­ur­vinnsla minnk­ar.

Rann­sóknin nær yfir árið 2017. Tæpur helm­ingur af þeim auð­lind­um, sem not­aðar voru á árinu, eru jarð­efni sem notuð eru í bygg­ing­ar­iðn­aði: sand­ur, leir, sem­ent, möl og málm­ar. Jarð­ar­búar eru að nota meira en end­ur­vinna minna: Elds­neyt­is­notk­un, skóg­ar­högg og efna­vinnsla er orðin fjórum sinnum umfangs­meiri en hún var árið 1970, í engu sam­ræmi við mann­fjölgun sem hefur ein­ungis tvö­fald­ast á þessum sama tíma; á síð­ustu tveimur árum hefur neysla og eyðsla auk­ist um 8% á heims­vísu. Á sama tíma hefur end­ur­vinnsla minnkað úr 9,1% í 8,6%. Jarð­ar­búar eru því ekki bregð­ast við yfir­vof­andi ham­fara­hlýn­un. Skýrslan segir umbúða­laust að ef við höldum áfram að ganga á auð­lindir jarðar með þessum hætti þá munu afleið­ing­arnar verða hrylli­legar fyrir allt líf­ríki á jörð­inni.

Hver mann­eskja notar um 13 tonn á ári

Skýrslan, sem var unnin af hug­veit­unni Circle Economy, segir að auð­linda­notkun hvers jarð­ar­búa sé um 13 tonn á ári. Það sé mun meira en jörðin ráði við. Hins vegar bendir skýrslan á að mörg lönd í heim­inum hafi tekið upp mark­vissa stefnu í sjálf­bærni og séu á góðri leið með að þróa hringrás­ar­hag­kerfi, nota end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og end­ur­vinnslu­kerfi fyrir almennan úrgang.

Auglýsing

„Hryll­ingur og ham­farir blasa við á heims­vísu ef við höldum áfram að ganga á auð­lindir jarðar með þessum hætt­i“, segir Har­ald Friedl, fram­kvæmd­ar­stjóri Circle Economy. „Öll ríki verða að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfi, hugsa í nýjum lausnum og end­ur­vinnslu ef jörðin á að vera byggi­leg fyrir þá tíu millj­arða manns sem munu búa hér um mið­bik ald­ar­inn­ar.“ Skýrslu­höf­undar benda á að við þurfum að fara úr línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­kerfi.

Hvað er hringrás­ar­hag­kerfi?

Núver­andi línu­legt hag­kerfi í löndum heims­ins bygg­ist á ósjálf­bærri nýt­ingu auð­linda og mið­ast við að fram­leiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Þetta er orðin hættu­leg tíma­skekkja og brýn nauð­syn er að end­ur­hugsa allt efna­hags­kerfið sem hringrás­ar­hag­kerfi sem mið­ast við að hámarka verð­mætin og auð­lind­irn­ar, auka end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Þetta kallar á ný við­skipta­líkön sem byggja meira á samnýt­ingu, eða kaup­leigu, og að öll vöru­hönnun mið­ist við betri end­ingu og nýt­ingu. Stærsti þátt­ur­inn í þessu kerfi er svo almenn flokkun á úrgangi og end­ur­vinnsla þar sem reynt er eftir fremsta megni að halda efn­is­legum vörum og verð­mæti þeirra og inni­haldi inni í hag­kerf­is­hringnum eins lengi og mögu­legt er. Hringrás­ar­kerf­ið, græna leiðin í fjár­fest­ingum og fram­leiðslu, er ekki bara mun vist­vænna kerfi, sem sparar og dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, heldur líka hag­kvæmara fyrir atvinnu­lífið og hið opin­bera til lengri tíma lit­ið.

Ákall um breyt­ingar

„Það er brýn nauð­syn að draga úr auð­linda­notk­un. Mann­kyni fjölgar, neysla eykst, end­ur­vinnsla dregst sam­an; þessu þarf að breyta“ – segir í nið­ur­lagi í skýrsl­unn­ar, sem er í raun ákall um rót­tækar breyt­ing­ar, ákall um nýjar, grænar lausn­ir. Um 40% af allri auð­linda­notkun heims fer í bygg­inga­fram­kvæmd­ir, þar sem efni eins og möl, sand­ur, leir og sem­ent er mest not­að. „Er mögu­legt að byggja hús með umhverf­is­vænni aðferð­u­m?“ spyrja höf­undur skýrsl­unn­ar. Kol, olía og gas eru sömu­leiðis auð­lindir sem gengið er hratt á og valda mik­illi meng­un. Orku­skipti í heim­inum verða að fara af stað, bæði hratt og örugg­lega.

Þurfum að end­ur­vinna mun meira

Við göngum hratt á auð­lind­irnar og notum hrá­efnin stutt og illa. Ein­ungis þriðj­ungur af öllum þeim hrá­efnum sem við notum end­ast úr árið. Þetta eru aðal­lega efni sem við notum í nýbygg­ingar og bíla. Önnur efni fjara út, brenna og er hent innan árs, sem er skelfi­leg nýt­ing. Ein­ungis 8,6% af allri auð­linda­notkun heims fer í end­ur­vinnslu.

Að mörgu leyti er almenn­ing­ur, og sér í lagi unga kyn­slóð­in, komin á undan atvinnu­líf­inu og hinu opin­bera þegar kemur að sjálf­bærni og umhverf­is­vernd, en fram­tak þeirra nær skammt ef fram­leið­endur taka ekki bolt­ann. Fram­leið­endur og fyr­ir­tæki verða að sýna meiri ábyrgð og taka upp græna stefnu, flokka bet­ur, end­ur­vinna og bjóða upp á vist­vænni vör­ur. Fram­leið­endur verða að treysta neyt­endum betur og koma til móts við þá, almenn­ingur vill í síauknum mæli end­urunnin efni og umhverf­is­væna þjón­ustu.

Skýrslan leggur ríka áherslu á end­ur­vinnslu. Með auk­inni end­ur­vinnslu og grænu hag­kerfi verður allur mark­að­ur­inn sam­keppn­is­hæf­ari, opn­ari og gegn­særri, lífs­gæði munu aukast - en það sem er auð­vitað mik­il­vægast: við gætum hugs­an­lega náð þeim mik­il­vægu mark­miðum sem við höfum sett okkur í loft­lags­mál­um. Alls 13 Evr­ópu­ríki, m.a. Frakk­land, Þýska­land og Spánn, eru að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerf­ið; Kól­umbía er fyrsta landið í Suð­ur­-Am­er­íku sem hefur tekið upp þessa stefnu.

Hvað með Ísland?

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á nýaf­stöðnu Við­skipta­þingi 2020 að nú væri kom­inn tími afger­andi ákvarð­ana fyrir Ísland. Íslend­ingar ætla sér að upp­fylla mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og við ætlum okkur að verða kolefn­is­hlut­laust land ekki seinna en 2040. Fram undan eru orku­skipti í sam­göngum og búið aðboða að inn­flutn­ingur bens­ín- og dísel­bíla verði bann­aður 2030. Stjórn­völd ætla að beita sér fyrir inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla og önnur far­ar­tæki sem ganga fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og inn­leiða efna­hags­lega hvata til að þessi umskipti geti gengið sem hrað­ast yfir.

Íslend­ingar hafa alla burði til þess að vera fyr­ir­mynd­ar­ríki þegar kemur að grænum leið­um. En ef við ætlum að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið þurfum við að gera stór­á­tak. Sorp hér á landi hefur auk­ist mikið frá efna­hags­hrun­inu 2008 og alls féllu 656 kíló af rusli frá hverjum Íslend­ingi árið 2017. Íslend­ingar eru meðal mestu rusl­ara í Evr­ópu sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Eurostat. Ef við ætlum að vera til fyr­ir­myndar og inn­leiða grænt hringrás­ar­hag­kerfi þurfum við að flokka og end­ur­vinna bet­ur.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar