Láglaunastefnan gerir mann svangan

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, skrifar um það sem hún kallar stríð Reykjavíkurborgar við starfsfólk sitt.

Auglýsing

Núna stendur Reykja­vík­ur­borg í stríði við starfs­fólk sitt því að þau vilja ekki semja um eðli­lega launa­leið­rétt­ingu í kjara­við­ræð­um. Sam­kvæmt orða­bók er skil­grein­ingin á stríði meðal ann­ars: bar­átta, deilur og ófrið­ur. Þannig birt­ast aðgerðir meiri­hlut­ans mér sem hindrun gagn­vart því sem lág­launa­fólk í borg­inni er að fara fram á. Að heyra full­trúa meiri­hlut­ans neita kröfu lág­launa­fólks um leið­rétt­ingu á grund­velli þess á þá gæti hærra launað fólk farið að krefj­ast hærri launa er með því ógeðs­leg­asta sem ég hef heyrt. Er það þá bara eðli­leg nið­ur­staða að lægst laun­aða fólkið þurfi að sætta sig við ömur­lega lág laun? Nei það getur ekki ver­ið. Hvernig væri að byrja á því að leið­rétta lægstu laun­in? Hvernig er það boð­leg staða að fara að tala um aðra hluti þegar það á eftir að leysa þann vanda að lægstu laun Reykja­vík­ur­borgar eru of lag?

Skila­boðin eru þau að starfs­fólk­inu standi nú til boða ákveðin launa­hækkun yfir samn­ings­tíma­bilið og að það hljóti nú að telj­ast vera alveg nóg. Ég upp­lifi við­horfin í þeim skila­boðin á þann veg að það sé óbeint verið að segja: „Hér er nú um að ræða heilar 90 þús­und krón­ur!“ „Geta fátæk­ling­arnir ekki bara verið ánægðir með þessa mynd­ar­legu hækk­un?“ „Getið þið ekki bara verið sátt við það?“ Nei segir lág­launa­fólkið og þá eigum við að hlusta. En hvenær kemur að stjórn­mála­fólki að hlusta? Og hætta að milli­stétt­skýra* allt út fyrir okk­ur? (*Heið­ar­leg til­raun í nýyrða­smíð til að reyna að skapa orð sem nær utan um það þegar ein­stak­lingar taka stétta­vink­il­inn ekki með inn í útskýr­ingar sín­ar).

Virð­ing­ar­leysi gagn­vart lág­tekju­fólki eða skiln­ings­leysi gagn­vart stöðu lág­tekju­fólks er eitt­hvað sem við mæðgur höfum átt mörg sam­töl um í gegnum tíð­ina. Þar höfum við reynt að skilja hvort að fólk sem hefur það efna­hags­lega gott sé bara sama um stöðu lág­launa­fólks eða skilji hana ekki. Ber fólk minni virð­ingu fyrir þeim sem starfa í lág­launa­störf­um? Telja að það sé á ein­hvern hátt þeim að kenna að vera í svo lágt laun­uðu starfi og að það sé á þeirra ábyrgð á koma sér í betra launað starf? Og nær þar með ekki að átta sig á heild­ar­sam­heng­inu og þeirri brenglun að við búum í sam­fé­lagi þar sem það þykir ásætt­an­legt að greiða fólki svo lág laun að þau duga ekki út mán­uð­inn? Eða er fólk bara ekki með­vitað um að það sé hægt að vera það efna­lít­ill að þú þurfir reglu­lega að neita þér og fjöl­skyldu þinni um hluti. Og spara fyrir hlutum líkt og heim­il­is­tækjum sem að margir telja svo sjálf­sagðir inn á heim­il­ið? Er þetta andúð í garðs fátæks fólks? Í garð þeirra sem eiga ekki pen­ing inni á banka­bók? Í garð þeirra sem hafa það ekki gott fjár­hags­lega? Fær fólk sem hefur gengið hinn hefð­bundna mennta­veg meiri virð­ingu eftir því sem það hefur farið hærra upp þann stiga? Af hverju er borg­ar­stjórn ekki að berj­ast af kjafti og klóm fyrir því að leið­rétta kjör hinna lægst laun­uðu? Af hverju er búið að ákveða að hitt og þetta og Ragnarök muni eiga sér stað ef að slíkt ger­ist? Það sem fólk á lægstu launum hefur þurft að berj­ast við er miklu ógn­væn­legra.

Auglýsing
Stéttarmeðvitund er kannski það sem skortir til að skilja stöðu lág­launa­fólks og hætta að milli­stétt­skýra allt. Kannski er fólk bara hrein­lega ekki með­vitað um stöð­una. Að lægstu laun Reykja­vík­ur­borgar duga t.d. ekki alltaf til að ná að greiða reikn­inga, leig­una og ná að kaupa mat fyrir alla daga mán­að­ar­ins. Að við það að alast upp við fjár­skort og í fátækt aukast lík­urnar á því að þurfa að eiga í brengl­uðu sam­bandi við mat það sem eftir er. Jafn­vel þó að staðan þín batni síðar meir. Að vera eig­in­lega alltaf svangur þó þú sért búinn að borða. Líða vel af því að vita af sykr­uðu orkunni uppi í skáp þó þig langi ekk­ert í það, bara gott að vita af því (súkkulaði, kex o.s.frv.) Þurfa að full­vissa þig um að enda aldrei í stöðu þar sem það er ekki matur í kringum þig eða þú ekki nýbú­inn að borða ef þú ert að fara eitt­hvert. Geta aldrei skilið hvernig fólk getur borðað kvöldmat um sjöleyt­ið, svo eitt­hvað létt eða jafn­vel ekk­ert meira og sofið vært í gegnum heila nótt án þess að vakna hungr­að. Einu skiptin sem ég hef gleymt mér er þegar eitt­hvað mikið liggur við og ég set allt annað á pásu, eins og á stífum tímara­mma við að skila rúm­lega 100 blað­síðna masters­rit­gerð. Eða á lyfjum þar sem auka­verk­anir draga úr mat­ar­lyst. Ann­ars er eng­inn séns að ég muni ein­hvern tím­ann gleyma því að borða. Af því að öryggið sem felst í því að borða skiptir of miklu máli.

Lág­launa­stefnan getur haft marg­vís­leg áhrif á fólk og ekki endi­lega víst að hún komi eins við alla en við vitum að það er ekk­ert jákvætt við hana og við þurfum að útrýma henni. Kannski er ég bara oft svona svöng út af ein­hverjum öðrum ástæðum en blóðprufur sýna alla­veg­ana góðar nið­ur­stöð­ur, þannig ég hlýt alla­veg­ana að vera að velja ágæt­lega nær­ing­ar­ríkan mat. Þessi sér­stöku tengsl mín við mat hljóta að stemma frá því að á tíma­bili var maður aldrei viss hvort að maður fengi mat sem barn. Eða jú innst inni var með­vit­und um að það væri alveg pott­þétt að maður fengi ekki alltaf mat. Skila­boðin sem bár­ust mán­að­ar­lega í launa­seðli frá Reykja­vík­ur­borg voru skýr þá og er skýr núna: Okkur finnst þeir sem vinna á lág­launa­vinnu­stöðum okkar ekki eiga skilið að fá mann­sæm­andi laun til að lifa eðli­legu lífi út mán­uð­inn. Þannig að það er auð­vitað eðli­legt að koma sér upp sjálfs­varn­ar­búnaði sem tryggir það að maður kom­ist ekki aftur í þannig aðstæð­ur, þar sem mat­ar­skortur er alls­ráð­andi. Eins og þessi áhuga­verða grein sem heitir How growing up poor affects your app­roach to food for­ever fjallar um og sýnir frá rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar