Láglaunastefnan gerir mann svangan

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, skrifar um það sem hún kallar stríð Reykjavíkurborgar við starfsfólk sitt.

Auglýsing

Núna stendur Reykja­vík­ur­borg í stríði við starfs­fólk sitt því að þau vilja ekki semja um eðli­lega launa­leið­rétt­ingu í kjara­við­ræð­um. Sam­kvæmt orða­bók er skil­grein­ingin á stríði meðal ann­ars: bar­átta, deilur og ófrið­ur. Þannig birt­ast aðgerðir meiri­hlut­ans mér sem hindrun gagn­vart því sem lág­launa­fólk í borg­inni er að fara fram á. Að heyra full­trúa meiri­hlut­ans neita kröfu lág­launa­fólks um leið­rétt­ingu á grund­velli þess á þá gæti hærra launað fólk farið að krefj­ast hærri launa er með því ógeðs­leg­asta sem ég hef heyrt. Er það þá bara eðli­leg nið­ur­staða að lægst laun­aða fólkið þurfi að sætta sig við ömur­lega lág laun? Nei það getur ekki ver­ið. Hvernig væri að byrja á því að leið­rétta lægstu laun­in? Hvernig er það boð­leg staða að fara að tala um aðra hluti þegar það á eftir að leysa þann vanda að lægstu laun Reykja­vík­ur­borgar eru of lag?

Skila­boðin eru þau að starfs­fólk­inu standi nú til boða ákveðin launa­hækkun yfir samn­ings­tíma­bilið og að það hljóti nú að telj­ast vera alveg nóg. Ég upp­lifi við­horfin í þeim skila­boðin á þann veg að það sé óbeint verið að segja: „Hér er nú um að ræða heilar 90 þús­und krón­ur!“ „Geta fátæk­ling­arnir ekki bara verið ánægðir með þessa mynd­ar­legu hækk­un?“ „Getið þið ekki bara verið sátt við það?“ Nei segir lág­launa­fólkið og þá eigum við að hlusta. En hvenær kemur að stjórn­mála­fólki að hlusta? Og hætta að milli­stétt­skýra* allt út fyrir okk­ur? (*Heið­ar­leg til­raun í nýyrða­smíð til að reyna að skapa orð sem nær utan um það þegar ein­stak­lingar taka stétta­vink­il­inn ekki með inn í útskýr­ingar sín­ar).

Virð­ing­ar­leysi gagn­vart lág­tekju­fólki eða skiln­ings­leysi gagn­vart stöðu lág­tekju­fólks er eitt­hvað sem við mæðgur höfum átt mörg sam­töl um í gegnum tíð­ina. Þar höfum við reynt að skilja hvort að fólk sem hefur það efna­hags­lega gott sé bara sama um stöðu lág­launa­fólks eða skilji hana ekki. Ber fólk minni virð­ingu fyrir þeim sem starfa í lág­launa­störf­um? Telja að það sé á ein­hvern hátt þeim að kenna að vera í svo lágt laun­uðu starfi og að það sé á þeirra ábyrgð á koma sér í betra launað starf? Og nær þar með ekki að átta sig á heild­ar­sam­heng­inu og þeirri brenglun að við búum í sam­fé­lagi þar sem það þykir ásætt­an­legt að greiða fólki svo lág laun að þau duga ekki út mán­uð­inn? Eða er fólk bara ekki með­vitað um að það sé hægt að vera það efna­lít­ill að þú þurfir reglu­lega að neita þér og fjöl­skyldu þinni um hluti. Og spara fyrir hlutum líkt og heim­il­is­tækjum sem að margir telja svo sjálf­sagðir inn á heim­il­ið? Er þetta andúð í garðs fátæks fólks? Í garð þeirra sem eiga ekki pen­ing inni á banka­bók? Í garð þeirra sem hafa það ekki gott fjár­hags­lega? Fær fólk sem hefur gengið hinn hefð­bundna mennta­veg meiri virð­ingu eftir því sem það hefur farið hærra upp þann stiga? Af hverju er borg­ar­stjórn ekki að berj­ast af kjafti og klóm fyrir því að leið­rétta kjör hinna lægst laun­uðu? Af hverju er búið að ákveða að hitt og þetta og Ragnarök muni eiga sér stað ef að slíkt ger­ist? Það sem fólk á lægstu launum hefur þurft að berj­ast við er miklu ógn­væn­legra.

Auglýsing
Stéttarmeðvitund er kannski það sem skortir til að skilja stöðu lág­launa­fólks og hætta að milli­stétt­skýra allt. Kannski er fólk bara hrein­lega ekki með­vitað um stöð­una. Að lægstu laun Reykja­vík­ur­borgar duga t.d. ekki alltaf til að ná að greiða reikn­inga, leig­una og ná að kaupa mat fyrir alla daga mán­að­ar­ins. Að við það að alast upp við fjár­skort og í fátækt aukast lík­urnar á því að þurfa að eiga í brengl­uðu sam­bandi við mat það sem eftir er. Jafn­vel þó að staðan þín batni síðar meir. Að vera eig­in­lega alltaf svangur þó þú sért búinn að borða. Líða vel af því að vita af sykr­uðu orkunni uppi í skáp þó þig langi ekk­ert í það, bara gott að vita af því (súkkulaði, kex o.s.frv.) Þurfa að full­vissa þig um að enda aldrei í stöðu þar sem það er ekki matur í kringum þig eða þú ekki nýbú­inn að borða ef þú ert að fara eitt­hvert. Geta aldrei skilið hvernig fólk getur borðað kvöldmat um sjöleyt­ið, svo eitt­hvað létt eða jafn­vel ekk­ert meira og sofið vært í gegnum heila nótt án þess að vakna hungr­að. Einu skiptin sem ég hef gleymt mér er þegar eitt­hvað mikið liggur við og ég set allt annað á pásu, eins og á stífum tímara­mma við að skila rúm­lega 100 blað­síðna masters­rit­gerð. Eða á lyfjum þar sem auka­verk­anir draga úr mat­ar­lyst. Ann­ars er eng­inn séns að ég muni ein­hvern tím­ann gleyma því að borða. Af því að öryggið sem felst í því að borða skiptir of miklu máli.

Lág­launa­stefnan getur haft marg­vís­leg áhrif á fólk og ekki endi­lega víst að hún komi eins við alla en við vitum að það er ekk­ert jákvætt við hana og við þurfum að útrýma henni. Kannski er ég bara oft svona svöng út af ein­hverjum öðrum ástæðum en blóðprufur sýna alla­veg­ana góðar nið­ur­stöð­ur, þannig ég hlýt alla­veg­ana að vera að velja ágæt­lega nær­ing­ar­ríkan mat. Þessi sér­stöku tengsl mín við mat hljóta að stemma frá því að á tíma­bili var maður aldrei viss hvort að maður fengi mat sem barn. Eða jú innst inni var með­vit­und um að það væri alveg pott­þétt að maður fengi ekki alltaf mat. Skila­boðin sem bár­ust mán­að­ar­lega í launa­seðli frá Reykja­vík­ur­borg voru skýr þá og er skýr núna: Okkur finnst þeir sem vinna á lág­launa­vinnu­stöðum okkar ekki eiga skilið að fá mann­sæm­andi laun til að lifa eðli­legu lífi út mán­uð­inn. Þannig að það er auð­vitað eðli­legt að koma sér upp sjálfs­varn­ar­búnaði sem tryggir það að maður kom­ist ekki aftur í þannig aðstæð­ur, þar sem mat­ar­skortur er alls­ráð­andi. Eins og þessi áhuga­verða grein sem heitir How growing up poor affects your app­roach to food for­ever fjallar um og sýnir frá rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar