Birgir Jónsson nýr forstjóri Play

Flugfélagið Play er sagt hafa tryggt sér yfir fimm milljarða fjármögnun frá nýjum fjárfestum og ráðið Birgi Jónsson í starf forstjóra.

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Auglýsing

Birgir Jóns­son hefur verið ráð­inn nýr for­stjóri flug­fé­lags­ins Play, sem á enn eftir að fara í sína fyrstu flug­ferð. Bæði Túristi og Frétta­blaðið greina frá þessu í dag, en ráðn­ing Birgis hefur verið til umræðu í tengslum við aðkomu nýrra fjár­festa að flug­fé­lag­inu.

Frétta­blaðið segir frá því að yfir fimm millj­arðar króna hafi safn­ast frá inn­lendum fjár­festum í lok­uðu hluta­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins sem lauk fyrir helgi og að stefnt sé að því að safna frekar fjár­magni með skrán­ingu á First Nort­h-­markað Kaup­hall­ar­innar í sum­ar.

Túristi segir ráðn­ingu Birgis hafa verið kynnta á starfs­manna­fundi hjá Play í morg­un, en félagið hefur verið í start­hol­unum með flug­starf­semi sína í næstum eitt og hálft ár, en félagið kynnti sig til leiks á blaða­manna­fundi í Perlunni undir lok árs 2019.

Frá blaðamannafundi Play haustið 2019. Mynd: Bára Huld Beck.

Birgir var síð­ast for­stjóri Íslands­pósts, en áður starf­aði hann meðal ann­ars sem fram­kvæmda­stjóri hjá Iceland Express og aðstoð­ar­for­stjóri hjá WOW air.

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins eign­ast nýir fjár­festar í Play meiri­hluta í félag­inu, en þeir höfðu lagt áherslu á að fá Birgi til starfa, sam­kvæmt fyrri frétt blaðs­ins um hluta­fjár­út­boð­ið.

FEA ehf., félag í eigu Skúla Skúla­sonar og fleiri fjár­festa, fór áður með allt hlutafé í Play. Skúli og Arnar Már Magn­ús­son, einn stofn­enda og þá for­stjóri Play, ræddu ítar­lega um stöðu og áform flug­fé­lags­ins í sam­tali við Kjarn­ann síð­asta haust.

Arnar Már ræddi þá um að núver­andi lægð í flug­rekstri vegna heims­far­ald­urs­ins byði í raun upp á gott tæki­færi fyrir flug­fé­lagið til þess að koma inn á mark­að­inn, þar sem leigu­verð flug­véla og allra ann­arra vara tengdum geir­anum hefði þrýsts nið­ur. Eng­inn COVID-draugur myndi fylgja flug­fé­lag­inu inn í fram­tíð­ina.

Kjarn­inn hefur hvorki náð sam­bandi við Birgi Jóns­son né Arnar Má Magn­ús­son.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent