Ísland „heitasti ferðamannastaðurinn í sumar“ að mati Sunday Times

Dagblaðið The Sunday Times segir Breta mega búast við því að geta ferðast til Íslands í sumar og skoðað landið án áreitis frá fjölda annarra ferðamanna.

Breskir ferðamenn hafa nú gott tækifæri til að skoða landið í friði í sumar, að mati Sunday Times.
Breskir ferðamenn hafa nú gott tækifæri til að skoða landið í friði í sumar, að mati Sunday Times.
Auglýsing

Geldingadalagosið, ásamt fáum COVID-19 smitum hérlendis og hæfilegum sóttvörnum á landamærunum, gerir Ísland að álitlegum áfangastað fyrir breska ferðamenn þetta sumarið, að mati blaðsins Sunday Times. Blaðið birti ítarlega umfjöllun um Ísland í gær, en samkvæmt henni er sennilegt að komufarþegar frá landinu þyrftu ekki að fara í sóttkví í Bretlandi eftir 17. maí.

Ferðabanni vonandi aflétt í maí

Frá upphafi þessa árs hefur breska ríkisstjórnin bannað fólki að fara frá landi að nauðsynjalausu. Samkvæmt breska blaðinu The Independent munu þeir sem reyna að komast til útlanda í frí þurfa að greiða sekt upp á 5 þúsund pund, en það jafngildir um 880 þúsund íslenskra króna.

Síðastliðinn föstudag birti svo samgönguráðuneyti Bretlands áætlun um tilslakanir á ferðabanninu á næstu vikum. Samkvæmt henni stendur til að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 17. maí næstkomandi, þar sem komufarþegar frá hættuminni löndum þurfa einungis að framvísa neikvæðu PCR-prófi og þurfa ekki að fara í sóttkví.

Auglýsing

Í umfjöllun The Sunday Times er farið yfir sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hérlendis, þar sem bólusettir farþegar, auk þeirra sem hafa mótefni gegn veirunni mega sleppa við sóttkví. Þar sem smit eru fá hérlendis og 15 prósent landsmanna hafa nú þegar verið bólusett gegn veirunni segir blaðið að Ísland sé líklegt til að enda á grænum lista í litakóðunarkerfi bresku ríkisstjórnarinnar og þyrftu því komufarþegar frá landinu ekki að fara í sóttkví.

Dagblaðið segir landið vera uppfullt af náttúruundrum og nefnir þar sérstaklega Bláa lónið og eldgosið í Geldingadölum. Einnig bætir blaðið við að ólíklegt sé að landið verði yfirfullt af ferðamönnum í sumar og sé því gullið tækifæri til að skoða landið í friði þetta sumarið.

300 þúsund farþegar frá Bretlandi

Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu var fjórði hver brottfararfarþegi í Leifsstöð í fyrra frá Bretlandseyjum, en alls komu rúmlega 109 þúsund farþegar þaðan. Árin 2016, 2017, 2018 og 2019 var fjöldi farþega frá Bretlandi þó nokkuð stöðugur og nær 300 þúsundum, en það samsvaraði um 13 til 15 prósentum af heildarfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll á þeim tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent