Segir ekki ráðlegt að beita ströngu aðhaldi ef hagvöxtur verður lítill

Fjármálaráð varar gegn áætluðum niðurskurði eða skattahækkunum á næstu árum til að ná niður skuldahlutfalli ríkisins ef hagvöxtur verður undir markmiðum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Ef efnahagsviðspyrnan á næstu árum verður slakari en Hagstofan gerir ráð fyrir er ekki ráðlegt að beita jafnströngum aðhaldsaðgerðum og núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs um áætlunina, sem birtist fyrr í vikunni.

Of mikið aðhald gæti ógnað stöðugleika

Fjármálaráð bendir á fimm grunngildi sem hið opinbera á að byggja áætlanir sínar á; sjálfbærni, stöðugleiki, varfærni, festa og gagnsæi, en að mati ráðsins eru þessi gildi grundvöllur fyrir góða hagstjórn.

Í álitinu stendur þó að þessi gildi geti gengið gegn hvoru öðru, til dæmis gæti of mikil áhersla á sjálfbærni í ríkisfjármálum ógnað stöðugleika í hagkerfinu. Litið sé framhjá þessu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar sem hún býst við að stöðva hækkun skulda sem hlutfall af landsframleiðslu innan fimm ára, hvernig sem gengur í hagkerfinu.

Auglýsing

Meira aðhald ef ástandið versnar

Þetta markmið ríkisstjórnarinnar leiðir til þess að hún boðar meiri aðhaldsaðgerðir, sem annað hvort fela í sér skattahækkanir eða niðurskurð á útgjöldum hins opinbera, ef efnahagsástandið verður verra en Hagstofa gerir ráð fyrir á næstu árum.

Kjarninn hefur áður fjallað um þetta, en samkvæmt áætluninni má búast við að umfang skattahækkana og niðurskurðaraðgerða muni nema um 34 milljarða króna á ári á tímabilinu 2023-2025 ef hagspá Hagstofunnar gengur upp. Ef efnahagsástandið verður verra má hins vegar búast við að umfang þeirra nemi allt að 50 milljörðum króna á ári á sama tímabili.

Ný spennitreyja

„Ekki er sjálfgefið að við þær kringumstæður sem sviðsmyndin dregur upp væri ráðlegt að leggja svo þungar byrðar á ríkisreksturinn,“ segir í umsögn fjármálaráðs þegar fjallað er um boðaðar aðhaldsaðgerðir ef hagvöxtur verður undir áætlunum.

Samkvæmt ráðinu þurfa stjórnvöld að meta það hvort mikilvægara sé að stefna að sjálfbærni í tekjuöflun eða stöðugleika með skýrum hætti. Ef markmiði um stöðvun skuldahlutfalls ríkisins innan ákveðins tímaramma er fylgt, óháð efnahagsþróun, segir ráðið að opinber fjármál fari mögulega úr einni „spennitreyju“ í aðra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent