Harmar rangfærslur um Play

Formaður VR segist ekki vera hafinn yfir gagnrýni og eftir að hafa fundað með forsvarsmönnum Play sjái hann að það hafi verið mistök að tengja saman flugfélögin Bláfugl og Play með þeim hætti sem hann gerði fyrir nokkrum dögum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist í stöðuuppfærslu á Facebook í dag ekki vera hafinn yfir gagnrýni og viðurkenna fúslega þegar hann hleypur á sig eða gerir mistök. Hann segir í færslunni að eftir að hafa fundað með forsvarsmönnum lággjaldaflugfélagsins Play hafi honum orðið ljóst að það hafi verið mistök að tengja tvö félög, Bláfugl og Play, með þeim hætti sem hann gerði fyrr í vikunni og harmi hann það mjög. „Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós.“

Forsagan er sú að þann 18. maí síðastliðinn skrifaði Ragnar Þór færslu á Facebook vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að Bláfugl og Play gætu fyllt í skarðið færi svo að Icelandair yrði gjaldþrota.

„Ég velti þeirri spurningu upp hvort þetta væri virkilega leiðin sem við vildum fara að fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigri sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna. Setja svo restina á gerviverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggis sjónarmiðum hlyti metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ skrifar hann.

Ragnar Þór segir að reyndar hafi komið í ljós að Icelandair væri að úthýsa störfum til Filippseyja á „meðan fólkinu okkar er sagt upp störfum hér heima“.

Auglýsing

Buðu honum í heimsókn

Forsvarsmenn Play höfðu í kjölfarið samband við hann og gerðu alvarlegar athugasemdir við að vera kenndir við þá háttsemi sem ofar er lýst. Þá sérstaklega það sem snýr að flugöryggismálum, að því er fram kemur í færslu Ragnars Þórs.

„Ég hafði sett mig nokkuð inn í viðskiptamódel Bláfugls en viðurkenni að ég hafði ekki kynnt mér það sama hjá Play enda félagið ekki flogið sína fyrstu ferð og því eingöngu hægt að álykta að svo stöddu.

Úr varð að forsvarsmenn Play buðu mér að koma í heimsókn og kynnast fólkinu og hugmyndafræðinni á bakvið félagið. Ég að sjálfsögðu þáði það boð enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað,“ skrifar hann.

Ragnar Þór og forsvarsmenn Play Mynd: Facebook-síða Ragnars Þórs


Starfsemin kom á óvart

Ragnar Þór segir að þetta hafi verið afar áhugaverðir tveir klukkutímar sem þau sátu saman og fóru yfir málin með stjórnendum og starfsfólki. Hann segist ekki hafa grunað hversu umfangsmikil starfsemin væri orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn þeirra væru á.

„Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri.“

Hann segist enn fremur hafa spurt á fundinum hvort hægt væri að sannreyna kjör og kjarasamninga starfsfólks félagsins í ljósi ýmissa fullyrðinga sem þau hefðu innan úr verkalýðshreyfingunni „og var það auðsótt mál og ekkert sem bendir til þess að hægt sé að bendla félagið við þau orð sem voru látin falla í færslu minni þann 18.maí“.

Vonast til að Icelandair haldi velli

Ragnar Þór vonast til að markmið forsvarsmanna Play um kjör þeirra sem munu starfa fyrir félagið standi og að eignarhald og fjármögnun félagsins verði opin og gagnsæ og óskar hann „þessu dugmikla fólki alls hins besta“.

Hann lýkur færslunni á því að segjast vonast til að Icelandair haldi velli og að hér á landi muni ríkja heiðarleg samkeppni um flugsamgöngur, neytendum til mikilla hagsbóta og þúsundum starfa sem undir séu í íslensku samfélagi.

Þann 18.maí síðastliðinn skrifaði ég færslu vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Friday, May 22, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent