Telur markmið um breyttar ferðavenjur með borgarlínu „nokkuð metnaðarlaust“

Í verk- og matslýsingu á fyrstu lotu borgarlínu er reiknað með að um 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 verði farnar á einkabílum. Á sama tímabili er reiknað með að íbúum fjölgi um 40 prósent. Miðað við þetta mun umferðarþungi aukast.

Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Auglýsing

Það er álit Landverndar að borgarlínan sé á heildina litið jákvæð fyrir höfuðborgarsvæðið til þess að draga úr loftmengun og þörfinni á því að brjóta nýtt land undir byggð og umferðarmannvirki. Hins vegar finnst stjórn samtakanna það markmið að 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu verði árið 2040 farnar á einkabílum „nokkuð metnaðarlaust“ með tilliti til þess að spáð er íbúum svæðisins muni fjölga um 40 prósent eða um að minnsta kosti 70 þúsund á tímabilinu. „Að fara úr 75 prósent ferða [...] sem farnar eru í einkabíl og í 58 prósent er samdráttur um 22 prósent. Miðað við þetta mun umferðaþungi líklega aukast mikið á tímabilinu miðað við það sem nú er með tilheyrandi svifryksmengun, losun gróðurhúsalofttegunda, hávaðamengun og öðrum óbeinni lýðheilsuáhrifum af umferð einkabíla og plássfrekum umferðarmannvirkjum.“

Stjórn Landverndar telur því að ganga þurfi lengra í markmiðum um að draga úr umferðarþunga þannig að hann, hið minnsta, aukist ekki frá því sem nú er. Telur stjórn samtakanna réttara að setja markmið um heildarfjölda ferða með einkabíl en ekki hlutfall ferða þannig að það sé ljóst hvert markmiðið er og væntanleg áhrif af aðgerðinni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Landverndar um tillögu að verk- og matslýsingu aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda.

Auglýsing

Í lýsingunni er farið yfir áherslur í fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna tveggja vegna fyrstu lotu borgarlínu sem til stendur að liggi milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi samkvæmt því sem fram kemur í samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem skrifað var undir í september 2019, og tillögu að uppfærðri samgönguáætlun 2020-2034. Undirbúningur og framkvæmdir fyrstu lotu taka til tímabilsins 2020-2023 í aðgerðaráætlun tillögu að samgönguáætlun. Aðrar lotur koma síðar, í samræmi við framkvæmdaáætlun sáttmálans og verða sambærilegar aðalskipulagsbreytingar gerðar fyrir þær þegar þar að kemur.

Tillaga að legu fyrstu lotu borgarlínu samkvæmt. samgöngusáttmála.

Borgarlínan er hraðvagnakerfi sem verður „hryggjarstykki almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í verk- og matslýsingunni. „Borgarlínan verður drifkrafturinn í að þróa höfuðborgarsvæðið í átt að sjálfbæru kolefnishlutlausu borgarsamfélagi þar sem ungir sem aldnir fá raunhæft val um vistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Hún verður þungamiðjan og umhverfis hana munu byggjast ný og sjálfbær hverfi.“

Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir. Hún verður knúin vistvænum innlendum orkugjafa. Tíðni verða á að verða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum verður 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur.

Stefnt er að því að biðstöðvar verði yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur.

Fyrsta lota borgarlínunnar, milli Ártúns og Hamraborgar, verður alls um 13 kílómetrar og á henni 25 stoppistöðvar. Samkvæmt fyrstu hugmyndum mun hún liggja frá Ártúnshöfða, yfir Elliðaárnar, fylgja Suðurlandsbraut, Laugavegi, Hverfisgötu, þaðan um miðbæinn, BSÍ, Landspítala, Vatnsmýrarveg að Háskólanum í Reykjavík, um fyrirhugaða Fossvogsbrú, Bakkabraut og Borgarholtsbraut að Hamraborg.

Stokkar á Miklubraut og yfir Elliðaárvoga

Engar breytingar verða gerðar á stofnvegakerfi innan Kópavogs í þessari fyrstu lotu en gera þarf breytingar á stofnbrautum í Reykjavík, m.a. að gera stokk á Miklubraut við Snorrabraut til að tengja Landspítalann við borgarlínuna sem og stokk, sem kallaður er Sæbrautarstokkur, yfir Elliðaárvoga.

„Stokkalausnir greiða götu borgarlínu, þar sem hún þarf að þvera stofnbrautir og bæta almennt skilyrði fyrir vistvæna ferðamáta,“ segir í lýsingunni „Þá er megin markmið með gerð stokka að bæta umhverfisgæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum.“

Umsagnarfrestur við verk- matslýsinguna er til 9. júní.

Í framhaldinu er stefnt að því að kynna drög að aðalskipulagsbreytingum í Kópavogi og Reykjavík í haust. Á fyrstu mánuðum næsta árs á að auglýsa tillögurnar og að ári er stefnt að því að skipulagsbreytingarnar verði samþykktar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent