Mun beita sér fyrir björgun Icelandair þegar réttindi og kjör starfsfólksins verða tryggð

Formaður VR segist ætla að beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair þegar stjórnendur fyrirtækisins hafa tryggt framtíð félagsmanna VR án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hann muni beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair þegar stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa tryggt fram­tíð félags­manna VR án þess að gengið verði á rétt­indi þeirra og launa­kjör.

Hann hefur gagn­rýnt harð­lega stjórn­endur Icelandair á und­an­förnum vikum en hann sagði þann 11. maí síð­ast­lið­inn að aldrei hefði verið mik­il­væg­­ara en nú að standa í lapp­­irnar og verja rétt­ind­i launa­fólks. „Við erum í raun­veru­­legu stríði um lífs­­kjör okkar og fram­­tíð. Starfs­­fólk Icelandair stendur nú í fremstu víg­línu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll,“ sagði hann.

Ragnar Þór hafði áður minnst á að leitun væri að stjórn­­endum sem stigið hefðu fleiri feil­­spor í fyr­ir­tækja­­rekstri og stjórn­­endur Icelanda­­ir. Þeir hefðu þó nú náð „að toppa sig, ótrú­­legt en satt, með árásum á sitt eigið starfs­­fólk sem er hið raun­veru­­lega verð­­mæti fyr­ir­tæk­is­ins“.

Auglýsing

Hvaða leið vilja Íslend­ingar fara?

Ragnar Þór bendir á í stöðu­upp­færsl­unni á Face­book í dag að rætt hafi verið um að flug­­­fé­lög­in Blá­­fugl og Play geti fyllt í skarðið fari svo að Icelanda­ir verði gjald­þrota. Þannig væri hægt að halda uppi flug­­­sam­­göng­um til og frá land­inu tíma­bund­ið. En hann spyr hvort þetta sé virki­lega leiðin sem Íslend­ingar vilji fara.

„Fá hér flug­fé­lög í skatta­skjóls­braski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Ind­lands eða Fil­ipps­eyja eða hverra landa sem rétt­indi og laun eru lægst fyrir mestu vinn­una? Setja svo rest­ina á gervi­verk­töku í gegnum starfs­manna­leig­ur?“ spyr for­mað­ur­inn.

Hann segir jafn­framt að þó ekki sé nema út frá flug­ör­ygg­is­sjón­ar­miðum þá hljóti metn­aður Íslend­inga að vera meiri en þetta.

Rætt hef­ur verið um að flug­­­fé­lög­in Blá­­fugl (e. Blu­ebird Nor­dic) og Play geti fyllt í skarðið fari svo að...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, May 18, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent