„Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins“

Formaður VR gagnrýnir stjórnendur Icelandair harðlega og segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindi launafólks.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú að standa í lapp­irnar og verja rétt­ind­in. Við erum í raun­veru­legu stríði um lífs­kjör okkar og fram­tíð. Starfs­fólk Icelandair stendur nú í fremstu víg­línu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Hann gerir kjara­mál starfs­fólks Icelandair að umtals­efni, sem og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðslu­á­róðri því það verður ekk­ert flug­fé­lag án ykkar og ekki gæfu­leg fram­tíð ef stjórn­endur Icelandair ráða för. Án vinn­andi handa, okk­ar, geta fyr­ir­tækin ekki starf­að.“

Ragnar Þór seg­ist hafa velt fyrir sér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk til að bjarga fyr­ir­tæk­inu en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í bréfi til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um helg­ina að lækka þyrfti launa­kostnað með breyt­ingum á kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Stjórn­endur náðu að toppa sig

Ragnar Þór hefur áður minnst á að leitun væri að stjórn­endum sem stigið hefðu fleiri feil­spor í fyr­ir­tækja­rekstri og stjórn­endur Icelanda­ir. Þeir hafi þó nú náð „að toppa sig, ótrú­legt en satt, með árásum á sitt eigið starfs­fólk sem er hið raun­veru­lega verð­mæti fyr­ir­tæk­is­ins“.

Stjórn­endur tali ótt og títt um sam­keppn­is­hæfni í þeim efn­um. Ragnar Þór spyr hvaða sam­keppni sé verið að tala um.

„Eigum við að sætta okkur við það að vinnu­mark­að­ur­inn verði end­ur­reistur eftir Covid hrunið á for­sendum fjár­magns og stjórn­enda þess?

Hvað ef sam­keppn­is­hæfnin þýðir að launa­kjörin fari á par við það sem ger­ist hjá sví­virði­leg­ustu lággjalda­flug­fé­lög­unum sem stunda gerfi­verk­töku, skattaund­anskot, stór­felld brot á kjara­samn­ingum og mann­rétt­indum og bein­línis þrælkun á starfs­fólki sem er svo algjör­lega ótryggt í vinn­u. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stór­fyr­ir­tæki eða vel­ferð starfs­fólks,“ skrifar hann.

Hvaða leið eiga Íslend­ingar að fara?

Ragnar Þór spyr enn fremur hvort þetta sé leiðin sem Íslend­ingar vilji fara. „Eigum við bara að sætta okkur við það að end­ur­reisnin verði með þeim hætti að hér geti fyr­ir­tækin almennt kraf­ist þess að við afsölum okkur rétt­indum sem hafa tekið ára­tugi að ná fram?

Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyr­ir­tækin farið fram á að starfs­fólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér rétt­indum í nafni sam­keppn­is­hæfn­i?“

Hann segir að Íslend­ingar ættu miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyr­ir­tæki fái að fljúga til lands­ins eða stunda hér við­skipti, neita þeim um afgreiðslu á flug­völl­unum eða fyr­ir­tækjum að selja vörur sínar á íslenskum mark­aði nema að kjara­samn­ingar og grund­vall­ar­mann­rétt­indi séu virt.

Við starfs­fólk Icelandair vill hann segja: „Ekki láta kúga ykkur út í stór­felldar launa­lækk­anir og afsal rétt­inda. Stjórn­endur koma og fara en starfs­fólkið er og verður alltaf grunn­stoð fyr­ir­tæk­is­ins.

Spyrjið stjórn­endur Icelandair út í sam­keppn­is­hæfni út frá vaxta­ber­andi skuldum félags­ins eða ávinn­ing félags­ins á launa­lækk­unum sam­an­borið við tug­millj­arða tap á afleiðu­samn­ingum með olíu.“

Sam­keppn­is­hæfn­i! Ég velti fyrir mér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, May 11, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent