„Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins“

Formaður VR gagnrýnir stjórnendur Icelandair harðlega og segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindi launafólks.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú að standa í lapp­irnar og verja rétt­ind­in. Við erum í raun­veru­legu stríði um lífs­kjör okkar og fram­tíð. Starfs­fólk Icelandair stendur nú í fremstu víg­línu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Hann gerir kjara­mál starfs­fólks Icelandair að umtals­efni, sem og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðslu­á­róðri því það verður ekk­ert flug­fé­lag án ykkar og ekki gæfu­leg fram­tíð ef stjórn­endur Icelandair ráða för. Án vinn­andi handa, okk­ar, geta fyr­ir­tækin ekki starf­að.“

Ragnar Þór seg­ist hafa velt fyrir sér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk til að bjarga fyr­ir­tæk­inu en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í bréfi til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um helg­ina að lækka þyrfti launa­kostnað með breyt­ingum á kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Stjórn­endur náðu að toppa sig

Ragnar Þór hefur áður minnst á að leitun væri að stjórn­endum sem stigið hefðu fleiri feil­spor í fyr­ir­tækja­rekstri og stjórn­endur Icelanda­ir. Þeir hafi þó nú náð „að toppa sig, ótrú­legt en satt, með árásum á sitt eigið starfs­fólk sem er hið raun­veru­lega verð­mæti fyr­ir­tæk­is­ins“.

Stjórn­endur tali ótt og títt um sam­keppn­is­hæfni í þeim efn­um. Ragnar Þór spyr hvaða sam­keppni sé verið að tala um.

„Eigum við að sætta okkur við það að vinnu­mark­að­ur­inn verði end­ur­reistur eftir Covid hrunið á for­sendum fjár­magns og stjórn­enda þess?

Hvað ef sam­keppn­is­hæfnin þýðir að launa­kjörin fari á par við það sem ger­ist hjá sví­virði­leg­ustu lággjalda­flug­fé­lög­unum sem stunda gerfi­verk­töku, skattaund­anskot, stór­felld brot á kjara­samn­ingum og mann­rétt­indum og bein­línis þrælkun á starfs­fólki sem er svo algjör­lega ótryggt í vinn­u. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stór­fyr­ir­tæki eða vel­ferð starfs­fólks,“ skrifar hann.

Hvaða leið eiga Íslend­ingar að fara?

Ragnar Þór spyr enn fremur hvort þetta sé leiðin sem Íslend­ingar vilji fara. „Eigum við bara að sætta okkur við það að end­ur­reisnin verði með þeim hætti að hér geti fyr­ir­tækin almennt kraf­ist þess að við afsölum okkur rétt­indum sem hafa tekið ára­tugi að ná fram?

Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyr­ir­tækin farið fram á að starfs­fólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér rétt­indum í nafni sam­keppn­is­hæfn­i?“

Hann segir að Íslend­ingar ættu miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyr­ir­tæki fái að fljúga til lands­ins eða stunda hér við­skipti, neita þeim um afgreiðslu á flug­völl­unum eða fyr­ir­tækjum að selja vörur sínar á íslenskum mark­aði nema að kjara­samn­ingar og grund­vall­ar­mann­rétt­indi séu virt.

Við starfs­fólk Icelandair vill hann segja: „Ekki láta kúga ykkur út í stór­felldar launa­lækk­anir og afsal rétt­inda. Stjórn­endur koma og fara en starfs­fólkið er og verður alltaf grunn­stoð fyr­ir­tæk­is­ins.

Spyrjið stjórn­endur Icelandair út í sam­keppn­is­hæfni út frá vaxta­ber­andi skuldum félags­ins eða ávinn­ing félags­ins á launa­lækk­unum sam­an­borið við tug­millj­arða tap á afleiðu­samn­ingum með olíu.“

Sam­keppn­is­hæfn­i! Ég velti fyrir mér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, May 11, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent