„Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins“

Formaður VR gagnrýnir stjórnendur Icelandair harðlega og segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindi launafólks.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú að standa í lapp­irnar og verja rétt­ind­in. Við erum í raun­veru­legu stríði um lífs­kjör okkar og fram­tíð. Starfs­fólk Icelandair stendur nú í fremstu víg­línu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Hann gerir kjara­mál starfs­fólks Icelandair að umtals­efni, sem og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðslu­á­róðri því það verður ekk­ert flug­fé­lag án ykkar og ekki gæfu­leg fram­tíð ef stjórn­endur Icelandair ráða för. Án vinn­andi handa, okk­ar, geta fyr­ir­tækin ekki starf­að.“

Ragnar Þór seg­ist hafa velt fyrir sér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk til að bjarga fyr­ir­tæk­inu en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í bréfi til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um helg­ina að lækka þyrfti launa­kostnað með breyt­ingum á kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Stjórn­endur náðu að toppa sig

Ragnar Þór hefur áður minnst á að leitun væri að stjórn­endum sem stigið hefðu fleiri feil­spor í fyr­ir­tækja­rekstri og stjórn­endur Icelanda­ir. Þeir hafi þó nú náð „að toppa sig, ótrú­legt en satt, með árásum á sitt eigið starfs­fólk sem er hið raun­veru­lega verð­mæti fyr­ir­tæk­is­ins“.

Stjórn­endur tali ótt og títt um sam­keppn­is­hæfni í þeim efn­um. Ragnar Þór spyr hvaða sam­keppni sé verið að tala um.

„Eigum við að sætta okkur við það að vinnu­mark­að­ur­inn verði end­ur­reistur eftir Covid hrunið á for­sendum fjár­magns og stjórn­enda þess?

Hvað ef sam­keppn­is­hæfnin þýðir að launa­kjörin fari á par við það sem ger­ist hjá sví­virði­leg­ustu lággjalda­flug­fé­lög­unum sem stunda gerfi­verk­töku, skattaund­anskot, stór­felld brot á kjara­samn­ingum og mann­rétt­indum og bein­línis þrælkun á starfs­fólki sem er svo algjör­lega ótryggt í vinn­u. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stór­fyr­ir­tæki eða vel­ferð starfs­fólks,“ skrifar hann.

Hvaða leið eiga Íslend­ingar að fara?

Ragnar Þór spyr enn fremur hvort þetta sé leiðin sem Íslend­ingar vilji fara. „Eigum við bara að sætta okkur við það að end­ur­reisnin verði með þeim hætti að hér geti fyr­ir­tækin almennt kraf­ist þess að við afsölum okkur rétt­indum sem hafa tekið ára­tugi að ná fram?

Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyr­ir­tækin farið fram á að starfs­fólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér rétt­indum í nafni sam­keppn­is­hæfn­i?“

Hann segir að Íslend­ingar ættu miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyr­ir­tæki fái að fljúga til lands­ins eða stunda hér við­skipti, neita þeim um afgreiðslu á flug­völl­unum eða fyr­ir­tækjum að selja vörur sínar á íslenskum mark­aði nema að kjara­samn­ingar og grund­vall­ar­mann­rétt­indi séu virt.

Við starfs­fólk Icelandair vill hann segja: „Ekki láta kúga ykkur út í stór­felldar launa­lækk­anir og afsal rétt­inda. Stjórn­endur koma og fara en starfs­fólkið er og verður alltaf grunn­stoð fyr­ir­tæk­is­ins.

Spyrjið stjórn­endur Icelandair út í sam­keppn­is­hæfni út frá vaxta­ber­andi skuldum félags­ins eða ávinn­ing félags­ins á launa­lækk­unum sam­an­borið við tug­millj­arða tap á afleiðu­samn­ingum með olíu.“

Sam­keppn­is­hæfn­i! Ég velti fyrir mér mál­flutn­ingi stjórn­enda Icelandair um mik­il­vægi þess að end­ur­semja við starfs­fólk...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, May 11, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent