Telur kreddustjórnmál eins og nýfrjálshyggju vera á undanhaldi

Doktor í hagræði segir nýfrjálshyggju vera á undanhaldi og að kommúnismi komi ekki aftur. Hvorug leiðin hafi leitt til sjálfbærrar efnahagsþróunar. Tími sé kominn fyrir metnaðarfulla græna atvinnustefnu fyrir Ísland, sem dragi úr líkum á enn einu hruninu.

Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen.
Auglýsing

„Einka­geir­inn getur ekki án opin­bera geirans verið – og opin­beri geir­inn getur ekki þrif­ist án einka­geirans. Fram undan er öld prag­ma­tík­ur, og sátt við þá stað­reynd að mark­aðs­brestir jafnt og rík­is­brestir leiða til þess að fram­leiðslu­þátt­unum kann að vera varið með óskil­virkum hætti, frá einum tíma til ann­ar­s.“

Þetta skrifar Guð­rún Johnsen, doktor í hag­fræði, í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku og bar fyr­ir­sögn­ina „Veg­vísir út úr veirunni: Græn atvinnu­stefna fyrir Ísland?“

Þar segir Guð­rún að kúnstin liggi í því að hafa sveigj­an­leika til að sætta sig við að ríkið fram­leiði sum gæði með skil­virk­ari hætti og einka­geir­inn standi sig betur á sumum svið­um, á ólíkum tím­um. 

Auglýsing
Hún veltir svo fyrir sér hvort slík stefna geti rúm­ast innan nýfé­lags­hyggju eða lýð­ræð­is­fé­lags­hyggju, í takt við Bernie Sand­ers sem kallar sig „Democratic Soci­alist”?“ Skand­ína­var sjái litla ógn í Sand­ers, en í þeirra augum sé hann ekk­ert annað en banda­rísk útgáfa af sænskum sós­í­alde­mókrata. 

Út í hinum stóra heimi sé ljóst er að kreddu­stjórn­mál eins og nýfrjáls­hyggjan séu á und­an­haldi og að komm­ún­ism­inn sé ekki að koma aft­ur. „Við höfum prófað hvoru tveggja. Hvor­ugt reynd­ist leiða til sjálf­bærrar efna­hags­þró­un­ar. Stóra spurn­ingin er hvort þau halda velli á Íslandi, þrátt fyrir tvenns konar hrun sem rík­is­valdið þarf að hreinsa upp. Eða er kom­inn tími til að búa til metn­að­ar­fulla græna atvinnu­stefnu fyrir Ísland, svo draga megi úr líkum á þriðja hrun­inu á okkar ævi­skeið­i?“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent