Telur kreddustjórnmál eins og nýfrjálshyggju vera á undanhaldi

Doktor í hagræði segir nýfrjálshyggju vera á undanhaldi og að kommúnismi komi ekki aftur. Hvorug leiðin hafi leitt til sjálfbærrar efnahagsþróunar. Tími sé kominn fyrir metnaðarfulla græna atvinnustefnu fyrir Ísland, sem dragi úr líkum á enn einu hruninu.

Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen.
Auglýsing

„Einkageirinn getur ekki án opinbera geirans verið – og opinberi geirinn getur ekki þrifist án einkageirans. Fram undan er öld pragmatíkur, og sátt við þá staðreynd að markaðsbrestir jafnt og ríkisbrestir leiða til þess að framleiðsluþáttunum kann að vera varið með óskilvirkum hætti, frá einum tíma til annars.“

Þetta skrifar Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, í grein sem birtist í Vísbendingu í síðustu viku og bar fyrirsögnina „Vegvísir út úr veirunni: Græn atvinnustefna fyrir Ísland?“

Þar segir Guðrún að kúnstin liggi í því að hafa sveigjanleika til að sætta sig við að ríkið framleiði sum gæði með skilvirkari hætti og einkageirinn standi sig betur á sumum sviðum, á ólíkum tímum. 

Auglýsing
Hún veltir svo fyrir sér hvort slík stefna geti rúmast innan nýfélagshyggju eða lýðræðisfélagshyggju, í takt við Bernie Sanders sem kallar sig „Democratic Socialist”?“ Skandínavar sjái litla ógn í Sanders, en í þeirra augum sé hann ekkert annað en bandarísk útgáfa af sænskum sósíaldemókrata. 

Út í hinum stóra heimi sé ljóst er að kreddustjórnmál eins og nýfrjálshyggjan séu á undanhaldi og að kommúnisminn sé ekki að koma aftur. „Við höfum prófað hvoru tveggja. Hvorugt reyndist leiða til sjálfbærrar efnahagsþróunar. Stóra spurningin er hvort þau halda velli á Íslandi, þrátt fyrir tvenns konar hrun sem ríkisvaldið þarf að hreinsa upp. Eða er kominn tími til að búa til metnaðarfulla græna atvinnustefnu fyrir Ísland, svo draga megi úr líkum á þriðja hruninu á okkar æviskeiði?“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent