Eigum ekki að treysta á ferðamenn sem koma með bakpoka og niðursuðudósir

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það verði að horfast í augu við það að sum fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi ekki verið að ganga nægilega vel. Gæta þurfi að því hversu langt gengið sé í að halda lífi í þeim.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í einka­geir­anum þarf að taka erf­iðar en stefnu­mót­andi ákvarð­anir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í íslensku efna­hags­lífi, að mati Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Skapa þarf umhverfi fyrir fyr­ir­tæki til að fá við­spyrnu en að passa sig líka að teygja ekki opin­beran stuðn­ing til að bjarga fyr­ir­tækjum sem voru ekki að reka sig án vand­ræða áður en yfir­stand­andi áfall reið yfir. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legu við­tali Kjarn­ans við Bjarna sem birt var fyrir helgi. Við­talið er hluti af umfjöll­un­ar­röð Kjarn­ans þar sem sjónum er beint að þeirri fram­tíð sem gæti sprottið upp úr stöð­unni sem nú blasir við Íslandi efna­hags­lega. Fyrsti hluti þeirrar umfjöll­unar voru við­töl við alla þrjá for­menn stjórn­ar­flokk­anna. 

Verður að styðja við líf­væn­leg fyr­ir­tæki

Bjarni segir að það verði til að mynda að horfast í augu við það að sum fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafi ekki verið að ganga nægi­lega vel. „Við verðum að gæta að því hversu langt við göngum í að halda lífi í þeim. Um það snýst meðal ann­ars umræðan um að við viljum fyrst og fremst styðja við líf­væn­leg fyr­ir­tæki. Síðan er það bara þannig að það hafa verið að skjóta rótum nýjar greinar á Íslandi. Ég nefni fisk­eldi sem dæmi. Það er ekk­ert hægt að horfa fram hjá því hversu ofboðs­leg verð­mæta­sköpun er þar að eiga sér stað á fáum árum. 

Auglýsing
Og dæmi um vax­andi atvinnu­grein sem við skrifum í stjórn­ar­sátt­mál­ann að þurfi að vaxa í sátt við nátt­úr­una eins og mögu­legt er. Við viljum byggja þá atvinnu­grein þannig upp að við getum sagt að það sé ekki hægt að gera þetta með betri hætti heldur en við erum að leggja áherslu á hér á Íslandi með til­liti til umhverf­is­sjón­ar­miða.“

Þurfum að læra af reynsl­unni

Bjarni telur ferða­þjón­ust­una, sem gengur nú í gegnum mikla eyði­merk­ur­göngu, eigi mikla mögu­leika á að ná vopnum sínum aft­ur. Hægt sé að læra af reynslu síð­ustu ára og af þeim umhverf­is­legu og sam­fé­lags­legu áskor­unum sem fylgdu því að fara úr hálfri milljón ferða­manna á ári í rúm­lega tvær millj­ónir á skömmum tíma. „Út um skrif­stofu­glugg­ann hjá mér í ráðu­neyt­inu þá horfi ég á stærsta fimm stjörnu hót­elið á Íslandi [Marriott-hót­elið sem rís nú við hlið Hörpu]. Nýtt hótel sem er hugsað til þess að draga til lands­ins ferða­menn sem eru að leita að slíkum gisti­mögu­leika. Þarna held ég að við séum að færa okkur aðeins nær því að það verði meira eftir fyrir sam­fé­lagið í heild að fá slíka til lands­ins, ólíkt því sem væri ef við værum ein­göngu að treysta á það sem koma með bak­poka og nið­ur­suðu­dós­ir.“

Hægt er að lesa við­talið við Bjarna í heild sinni hér og hlusta á það hér fyrir neð­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent