„Flugfreyjur standa í stórkostlega erfiðri baráttu“ – Valdaójafnvægið hræðilegt

Formaður Eflingar segir að flugfreyjur séu í raun að taka slaginn fyrir allt vinnandi fólk. „Gangi ykkur vel, við erum sannarlega öll í þessu með ykkur.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að flug­freyjur standi í stór­kost­lega erf­iðri bar­áttu og að ekki sé auð­velt að vera bjart­sýnn fyrir þeirra hönd. „Valda­ó­jafn­vægið er hræði­legt. Kvenna­stétt gegn auð­vald­inu. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim líð­ur. En ég veit að þær eiga allan minn stuðn­ing skil­ið. Og okkar allra. Þær eru í raun að taka slag­inn fyrir okkur öll, vinn­andi fólk. Um það hvað stjór­arnir kom­ast upp með þegar kreppan mætir enn eina ferð­ina.“

Þetta skrifar hún í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Ýmis­legt hefur gengið á í kjara­bar­áttu flug­freyja að und­an­förnu og erf­ið­lega hefur gengið að semja. Í frétt RÚV í dag kemur fram að boðað hafi verið til nýs samn­inga­fundar Icelandair og Flug­freyju­fé­lags­ins eftir hádegi en tólf tíma fundi þeirra í gær lauk laust eftir mið­nætti.

Auglýsing

Nú kemur í ljós hvað það raun­veru­lega þýðir að við séum öll í þessu saman

Sól­veig Anna segir að á flug­freyjur eigi að leggja hræði­legar byrð­ar; ábyrgð­ina á að fórna rétt­indum sem ára­tuga­bar­átta hafi fært þeim. Auð­stéttin ætli eins og ávallt að ákveða – á algjör­lega ólýð­ræð­is­legan hátt – hvaða áhrif þessi kreppa hafi á vinnu­aflið. Og valda­stétt þessa lands sitji þögul hjá og geri ekk­ert til að aðstoða flug­freyj­ur.

„Af­hjúp­unin heldur áfram. Nú kemur í ljós hvað það raun­veru­lega þýðir að við séum öll í þessu sam­an; við eigum öll að vera í því saman að tryggja að valda­ó­jafn­vægið hald­ist óbreytt, að stjórar og eig­endur fyr­ir­tækj­anna hafi á end­anum allt um allt að segja og hafi þess vegna valdið til að þröngva samn­ingum upp á fólk sem það vill ekki,“ skrifar hún.

Stillt upp sem óvinum þjóð­ar­innar

Sól­veig Anna bætir því við að hún og félagar hennar í Efl­ingu þekki „það ömur­lega and­lega ofbeldi betur en flestir á þessu land­i“. Í tvö ár hafi þau þurft að hlusta á það – því sem næst stans­laust – að bar­átta þeirra fyrir efna­hags­legu rétt­læti sé hrylli­leg ógæfa. „Okkur hefur verið stillt upp sem óvinum þjóð­ar­inn­ar. Lág­launa­konan hefur verið gerð ábyrg fyrir því sem næst öllu; við­hald stöð­ug­leik­ans hefur oftar en ekki verið alfarið á hennar vinnulúnu herð­um. Marg­millj­ón-króna menn­irnir hafa staðið þétt saman í að reyna að kremja rétt­læt­is­bar­áttu kven-vinnu­aflsins. En við höfum ekki látið það á okkur fá. Og sam­einuð og stað­föst höfum við náð að knýja fram við­ur­kenn­ingu á því að sögu­lega van­metin kvenna­störf ættu inni sína leið­rétt­ingu. Það var erfitt en það tókst.“

Hún seg­ist enn fremur horfa yfir vinnu­mark­að­inn með femínískum stétta­bar­átt­u-­gler­aug­um. „Ég veit að bar­átta okkar er rétt að byrja og við eigum eftir að taka ótal­marga slagi. Við eigum eftir að þurfa að berj­ast fyrir því að rík­is­valdið fari ekki í nið­ur­skurð á okkar kostn­að. Við eigum eftir að þurfa að berj­ast fyrir því að á okkur sé hlustað og eftir okkar vilja sé far­ið. En þrátt fyrir þá erf­ið­leika sem við okkur blasa og þá stöðu sem við erum í ætla ég að segja að ég hef trú á því að rót­tæk bar­átta vinn­andi kvenna, sam­staða og stað­festa muni skila okkur árangri. Geti búið til rétt­lát­ara sam­fé­lag,“ skrifar hún.

Að lokum segir hún að við hljótum öll að senda kveðju til flug­freyja. „Gangi ykkur vel, við erum sann­ar­lega öll í þessu með ykk­ur. Áfram stelp­ur!“

Ég stend með flug­freyj­um. Flug­freyjur standa nú í stór­kost­lega erf­iðri bar­áttu. Á þær á að leggja hræði­legar byrð­ar­;...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Monday, May 18, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent