„Flugfreyjur standa í stórkostlega erfiðri baráttu“ – Valdaójafnvægið hræðilegt

Formaður Eflingar segir að flugfreyjur séu í raun að taka slaginn fyrir allt vinnandi fólk. „Gangi ykkur vel, við erum sannarlega öll í þessu með ykkur.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að flug­freyjur standi í stór­kost­lega erf­iðri bar­áttu og að ekki sé auð­velt að vera bjart­sýnn fyrir þeirra hönd. „Valda­ó­jafn­vægið er hræði­legt. Kvenna­stétt gegn auð­vald­inu. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim líð­ur. En ég veit að þær eiga allan minn stuðn­ing skil­ið. Og okkar allra. Þær eru í raun að taka slag­inn fyrir okkur öll, vinn­andi fólk. Um það hvað stjór­arnir kom­ast upp með þegar kreppan mætir enn eina ferð­ina.“

Þetta skrifar hún í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Ýmis­legt hefur gengið á í kjara­bar­áttu flug­freyja að und­an­förnu og erf­ið­lega hefur gengið að semja. Í frétt RÚV í dag kemur fram að boðað hafi verið til nýs samn­inga­fundar Icelandair og Flug­freyju­fé­lags­ins eftir hádegi en tólf tíma fundi þeirra í gær lauk laust eftir mið­nætti.

Auglýsing

Nú kemur í ljós hvað það raun­veru­lega þýðir að við séum öll í þessu saman

Sól­veig Anna segir að á flug­freyjur eigi að leggja hræði­legar byrð­ar; ábyrgð­ina á að fórna rétt­indum sem ára­tuga­bar­átta hafi fært þeim. Auð­stéttin ætli eins og ávallt að ákveða – á algjör­lega ólýð­ræð­is­legan hátt – hvaða áhrif þessi kreppa hafi á vinnu­aflið. Og valda­stétt þessa lands sitji þögul hjá og geri ekk­ert til að aðstoða flug­freyj­ur.

„Af­hjúp­unin heldur áfram. Nú kemur í ljós hvað það raun­veru­lega þýðir að við séum öll í þessu sam­an; við eigum öll að vera í því saman að tryggja að valda­ó­jafn­vægið hald­ist óbreytt, að stjórar og eig­endur fyr­ir­tækj­anna hafi á end­anum allt um allt að segja og hafi þess vegna valdið til að þröngva samn­ingum upp á fólk sem það vill ekki,“ skrifar hún.

Stillt upp sem óvinum þjóð­ar­innar

Sól­veig Anna bætir því við að hún og félagar hennar í Efl­ingu þekki „það ömur­lega and­lega ofbeldi betur en flestir á þessu land­i“. Í tvö ár hafi þau þurft að hlusta á það – því sem næst stans­laust – að bar­átta þeirra fyrir efna­hags­legu rétt­læti sé hrylli­leg ógæfa. „Okkur hefur verið stillt upp sem óvinum þjóð­ar­inn­ar. Lág­launa­konan hefur verið gerð ábyrg fyrir því sem næst öllu; við­hald stöð­ug­leik­ans hefur oftar en ekki verið alfarið á hennar vinnulúnu herð­um. Marg­millj­ón-króna menn­irnir hafa staðið þétt saman í að reyna að kremja rétt­læt­is­bar­áttu kven-vinnu­aflsins. En við höfum ekki látið það á okkur fá. Og sam­einuð og stað­föst höfum við náð að knýja fram við­ur­kenn­ingu á því að sögu­lega van­metin kvenna­störf ættu inni sína leið­rétt­ingu. Það var erfitt en það tókst.“

Hún seg­ist enn fremur horfa yfir vinnu­mark­að­inn með femínískum stétta­bar­átt­u-­gler­aug­um. „Ég veit að bar­átta okkar er rétt að byrja og við eigum eftir að taka ótal­marga slagi. Við eigum eftir að þurfa að berj­ast fyrir því að rík­is­valdið fari ekki í nið­ur­skurð á okkar kostn­að. Við eigum eftir að þurfa að berj­ast fyrir því að á okkur sé hlustað og eftir okkar vilja sé far­ið. En þrátt fyrir þá erf­ið­leika sem við okkur blasa og þá stöðu sem við erum í ætla ég að segja að ég hef trú á því að rót­tæk bar­átta vinn­andi kvenna, sam­staða og stað­festa muni skila okkur árangri. Geti búið til rétt­lát­ara sam­fé­lag,“ skrifar hún.

Að lokum segir hún að við hljótum öll að senda kveðju til flug­freyja. „Gangi ykkur vel, við erum sann­ar­lega öll í þessu með ykk­ur. Áfram stelp­ur!“

Ég stend með flug­freyj­um. Flug­freyjur standa nú í stór­kost­lega erf­iðri bar­áttu. Á þær á að leggja hræði­legar byrð­ar­;...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Monday, May 18, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent