Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá

Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.

Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Auglýsing

Nokkrir far­þegar hafa ekki getað flogið með flug­fé­lag­inu Play vegna þess að við­kom­andi far­þegar voru ekki með vott­orð um nei­kvætt COVID próf. Flug­fé­lagið til­kynnti í gær að á mið­nætti yrði þeim far­þegum sem ekki geta fram­vísað vott­orði um nei­kvætt COVID-19 próf við inn­ritun meinað um að fljúga með flug­fé­lag­inu. Nýtt fyr­ir­komu­lag á landa­mær­unum sem skikkar þá sem ekki geta skilað nei­kvæðum vott­orðum í sýna­tökur mun ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun Play.

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Play var ákveðið að fara þessa leið til þess að tryggja öryggi far­þega og áhafna. Í til­kynn­ing­unni var einnig sagt að með til­hög­un­inni væri ekki verið að bera brigður á rétt Íslend­inga til að snúa til síns heima. „Við erum ekki landamæra­eft­ir­lit. Það er ekki okkar hlut­verk að hleypa far­þegum til lands­ins. Við erum bara einka­fyr­ir­tæki sem er að fljúga far­þegum og það er algjör­lega okkar réttur eins og við túlkum það,“ er meðal þess sem Birgir Jóns­son for­stjóri sagði í við­tali við Bylgj­una í gær um til­hög­un­ina.

Fram kom í frétt RÚV í gær­kvöldi að íslenskum rík­is­borg­urum yrði ekki vísað frá í flugum með Icelanda­ir, séu þeir án vott­orða um nei­kvætt COVID próf. Far­þegar sem mæta án vott­orða geti hins vegar átt von á 100 þús­und króna sekt þegar heim er kom­ið.

Auglýsing

Skimun á landa­mærum fyrir vott­orða­lausa

Víðir Reyn­is­son fjall­aði um þær reglur sem gilda á landa­mær­unum á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna í dag. Hann sagði að nú væri verið að skerpa á reglu­gerð­inni þannig að þeir sem ekki geta fram­vísað nei­kvæðu COVID prófi áður en lagt er af stað munu þurfa að fara í sýna­töku við kom­una til lands­ins.

„Það er skylda á flug­rek­endur að fylgja því eftir við byrð­ingu erlendis að þú sért með þetta próf. Hættan er sú að þú fáir ekki að fara með vél­inni. Eins og komið hefur fram í fjöl­miðlum eru flug­fé­lög að skerpa á þessu hjá sér, að þeir munu ekki hleypa far­þegum um borð nema að þeir séu með nei­kvæð PCR-­próf eða nei­kvæð hrað­próf fyrir byrð­ing­u,“ sagði Víðir á fundi almanna­varna. Hann bætti því við að það sé ekki val­kvætt að skila nei­kvæðu vott­orði fyrir flug, hins vegar sé sýna­taka við komu orðin skylda ef fólk hefur ekki tök á að skila slíku vott­orði.

„En þetta ætti að vera algjör und­an­tekn­ing,“ sagði Víð­ir.

Akvörðun Play stendur óhögguð

Þessar nýju reglur munu ekki breyta neinu um fyr­ir­komu­lagið hjá Play og enn verður vott­orða­lausum Íslend­ingum meinað að fljúga með flug­vélum félags­ins, segir Nadine Guð­rún Yag­hi, upp­lýs­inga­full­trúi flug­fé­lags­ins Play, í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir að vel hafi gengið frá því að þessi til­högun tók gildi hjá flug­fé­lag­inu á mið­nætti.

„Við höfum fengið mjög jákvæð við­brögð við þess­ari ákvörðun frá far­þeg­um. Þetta hefur ekki verið neitt vesen. Ég held að þeir átti sig alveg á því að þetta snýst fyrst og fremst um að verja þá og áhafn­irn­ar,“ segir Nadi­ne.

Hún bætir því við að flug­fé­lagið aðstoði far­þega sem ekki fá að fljúga við að finna nýtt flug með flug­fé­lag­inu .„Þetta er nátt­úr­lega fyrsti dag­ur­inn í dag sem að reynir á þetta og það eru bara örfáir sem hafa ekki kom­ist með út af þessu og við aðstoðum þau við að finna annað flug með Play. Um leið og þau eru komin með prófið þá fá þau að fara í næsta flug ef það er laust sæti, þeim að kostn­að­ar­lausu.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent