Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá

Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.

Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Auglýsing

Nokkrir farþegar hafa ekki getað flogið með flugfélaginu Play vegna þess að viðkomandi farþegar voru ekki með vottorð um neikvætt COVID próf. Flugfélagið tilkynnti í gær að á miðnætti yrði þeim farþegum sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt COVID-19 próf við innritun meinað um að fljúga með flugfélaginu. Nýtt fyrirkomulag á landamærunum sem skikkar þá sem ekki geta skilað neikvæðum vottorðum í sýnatökur mun ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun Play.

Samkvæmt tilkynningu frá Play var ákveðið að fara þessa leið til þess að tryggja öryggi farþega og áhafna. Í tilkynningunni var einnig sagt að með tilhöguninni væri ekki verið að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima. „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það,“ er meðal þess sem Birgir Jónsson forstjóri sagði í viðtali við Bylgjuna í gær um tilhögunina.

Fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi að íslenskum ríkisborgurum yrði ekki vísað frá í flugum með Icelandair, séu þeir án vottorða um neikvætt COVID próf. Farþegar sem mæta án vottorða geti hins vegar átt von á 100 þúsund króna sekt þegar heim er komið.

Auglýsing

Skimun á landamærum fyrir vottorðalausa

Víðir Reynisson fjallaði um þær reglur sem gilda á landamærunum á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann sagði að nú væri verið að skerpa á reglugerðinni þannig að þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu COVID prófi áður en lagt er af stað munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins.

„Það er skylda á flugrekendur að fylgja því eftir við byrðingu erlendis að þú sért með þetta próf. Hættan er sú að þú fáir ekki að fara með vélinni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru flugfélög að skerpa á þessu hjá sér, að þeir munu ekki hleypa farþegum um borð nema að þeir séu með neikvæð PCR-próf eða neikvæð hraðpróf fyrir byrðingu,“ sagði Víðir á fundi almannavarna. Hann bætti því við að það sé ekki valkvætt að skila neikvæðu vottorði fyrir flug, hins vegar sé sýnataka við komu orðin skylda ef fólk hefur ekki tök á að skila slíku vottorði.

„En þetta ætti að vera algjör undantekning,“ sagði Víðir.

Akvörðun Play stendur óhögguð

Þessar nýju reglur munu ekki breyta neinu um fyrirkomulagið hjá Play og enn verður vottorðalausum Íslendingum meinað að fljúga með flugvélum félagsins, segir Nadine Guðrún Yaghi, upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play, í samtali við Kjarnann. Hún segir að vel hafi gengið frá því að þessi tilhögun tók gildi hjá flugfélaginu á miðnætti.

„Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessari ákvörðun frá farþegum. Þetta hefur ekki verið neitt vesen. Ég held að þeir átti sig alveg á því að þetta snýst fyrst og fremst um að verja þá og áhafnirnar,“ segir Nadine.

Hún bætir því við að flugfélagið aðstoði farþega sem ekki fá að fljúga við að finna nýtt flug með flugfélaginu .„Þetta er náttúrlega fyrsti dagurinn í dag sem að reynir á þetta og það eru bara örfáir sem hafa ekki komist með út af þessu og við aðstoðum þau við að finna annað flug með Play. Um leið og þau eru komin með prófið þá fá þau að fara í næsta flug ef það er laust sæti, þeim að kostnaðarlausu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent