Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá

Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.

Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Auglýsing

Nokkrir far­þegar hafa ekki getað flogið með flug­fé­lag­inu Play vegna þess að við­kom­andi far­þegar voru ekki með vott­orð um nei­kvætt COVID próf. Flug­fé­lagið til­kynnti í gær að á mið­nætti yrði þeim far­þegum sem ekki geta fram­vísað vott­orði um nei­kvætt COVID-19 próf við inn­ritun meinað um að fljúga með flug­fé­lag­inu. Nýtt fyr­ir­komu­lag á landa­mær­unum sem skikkar þá sem ekki geta skilað nei­kvæðum vott­orðum í sýna­tökur mun ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun Play.

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Play var ákveðið að fara þessa leið til þess að tryggja öryggi far­þega og áhafna. Í til­kynn­ing­unni var einnig sagt að með til­hög­un­inni væri ekki verið að bera brigður á rétt Íslend­inga til að snúa til síns heima. „Við erum ekki landamæra­eft­ir­lit. Það er ekki okkar hlut­verk að hleypa far­þegum til lands­ins. Við erum bara einka­fyr­ir­tæki sem er að fljúga far­þegum og það er algjör­lega okkar réttur eins og við túlkum það,“ er meðal þess sem Birgir Jóns­son for­stjóri sagði í við­tali við Bylgj­una í gær um til­hög­un­ina.

Fram kom í frétt RÚV í gær­kvöldi að íslenskum rík­is­borg­urum yrði ekki vísað frá í flugum með Icelanda­ir, séu þeir án vott­orða um nei­kvætt COVID próf. Far­þegar sem mæta án vott­orða geti hins vegar átt von á 100 þús­und króna sekt þegar heim er kom­ið.

Auglýsing

Skimun á landa­mærum fyrir vott­orða­lausa

Víðir Reyn­is­son fjall­aði um þær reglur sem gilda á landa­mær­unum á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna í dag. Hann sagði að nú væri verið að skerpa á reglu­gerð­inni þannig að þeir sem ekki geta fram­vísað nei­kvæðu COVID prófi áður en lagt er af stað munu þurfa að fara í sýna­töku við kom­una til lands­ins.

„Það er skylda á flug­rek­endur að fylgja því eftir við byrð­ingu erlendis að þú sért með þetta próf. Hættan er sú að þú fáir ekki að fara með vél­inni. Eins og komið hefur fram í fjöl­miðlum eru flug­fé­lög að skerpa á þessu hjá sér, að þeir munu ekki hleypa far­þegum um borð nema að þeir séu með nei­kvæð PCR-­próf eða nei­kvæð hrað­próf fyrir byrð­ing­u,“ sagði Víðir á fundi almanna­varna. Hann bætti því við að það sé ekki val­kvætt að skila nei­kvæðu vott­orði fyrir flug, hins vegar sé sýna­taka við komu orðin skylda ef fólk hefur ekki tök á að skila slíku vott­orði.

„En þetta ætti að vera algjör und­an­tekn­ing,“ sagði Víð­ir.

Akvörðun Play stendur óhögguð

Þessar nýju reglur munu ekki breyta neinu um fyr­ir­komu­lagið hjá Play og enn verður vott­orða­lausum Íslend­ingum meinað að fljúga með flug­vélum félags­ins, segir Nadine Guð­rún Yag­hi, upp­lýs­inga­full­trúi flug­fé­lags­ins Play, í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir að vel hafi gengið frá því að þessi til­högun tók gildi hjá flug­fé­lag­inu á mið­nætti.

„Við höfum fengið mjög jákvæð við­brögð við þess­ari ákvörðun frá far­þeg­um. Þetta hefur ekki verið neitt vesen. Ég held að þeir átti sig alveg á því að þetta snýst fyrst og fremst um að verja þá og áhafn­irn­ar,“ segir Nadi­ne.

Hún bætir því við að flug­fé­lagið aðstoði far­þega sem ekki fá að fljúga við að finna nýtt flug með flug­fé­lag­inu .„Þetta er nátt­úr­lega fyrsti dag­ur­inn í dag sem að reynir á þetta og það eru bara örfáir sem hafa ekki kom­ist með út af þessu og við aðstoðum þau við að finna annað flug með Play. Um leið og þau eru komin með prófið þá fá þau að fara í næsta flug ef það er laust sæti, þeim að kostn­að­ar­lausu.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent