Rignir af meiri ákefð nú en áður?

Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.

Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Auglýsing

Á ósköp venju­legum fimmtu­degi um miðjan ágúst í fyrra­sumar þegar COVID lá í tíma­bundnum dvala, rigndi af mik­illi ákefð suð­vest­an­lands. Þar sem ég stóð við stofu­glugg­ann heima hjá mér og horfði á regnið belja niður göt­una, velti ég því fyrir mér hvort að nið­ur­föll og regn­vatns­lagnir myndu örugg­lega ekki anna vatns­flaumn­um. Vit­an­lega brást ekki kerfið frekar en vana­lega og dag­ur­inn leið tíð­inda­lít­ill.

Engu að síður reynd­ist þetta vera einn fremur fátíðra daga að sum­ar­lagi þegar sól­ar­hringsúr­koma í Reykja­vík mælist 20 mm eða meiri. Á síð­ustu 40 árum hefur svo mikið rignt að jafn­aði annað til þriðja hvert sum­ar. En mest öll úrkoman þarna 13. ágúst 2020 féll á 5-6 klukku­stund­um.

Úr­komu­á­kefðin var mest 4,4 mm/klst um miðjan dag­inn. Mjög rakt loft barst til okkar úr suð­vestri, upp­runnið frá haf­svæð­unum austur af Norð­ur­-Am­er­íku. Þar var sjáv­ar­hit­inn um þetta leyti 2 til 3 stigum hærri en að jafn­aði síð­sum­ars.

Í hálofta­at­hugun sem gerð var á Kefla­vík­ur­flug­velli í hádeg­inu þennan dag mátti í 1.000 til 4.000 metra hæð sjá sér­lega hlýtt og raka­mettað loft. Þegar loft er raka­mettað er dagg­ar­markið það sama og loft­hit­inn. Í 1.000 metra hæð var dagg­ar­markið 12 stig. Væri það loft dregið niður til yfir­borðs án þess að rak­inn félli úr því, jafn­gilti það 18°C og með 100% raka. Ekki ósvipuð til­finn­ing og að vera í vel vökv­uðu gróð­ur­húsi á sól­ar­degi, þó að við þær aðstæður geti vissu­lega orðið hlýrra þar inni!

13. ágúst 2020 kl. 14:08 Skýjabakki á undan kuldaskilum með áköfu regni suðvestanlands. Þennan dag í hnúkaþeynum hlémegin fjalla komst hitinn yfir 26 stig austur á fjörðum og þó var sólarlítið. Þetta reyndist hlýjasti dagur sumarsins. (Veðurstofan, NOAA20-VIIRS)

Við vorum lánsöm að því leyti að bakk­inn með rakasta loft­inu hreyfð­ist ákveðið til aust­urs og þá var loftið stöðugt eins og það er kall­að, og getan til upp­streymis var tak­mörk­uð. Aðstæður hefðu getað verið aðr­ar, úrkomu­bak­inn hæg­fara eða því sem næst kyrr­stæður yfir Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Eins háloft­ar­astir við landið sem knúið hefðu aukið upp­streymi. Þá hefði úrhellið líka orðið meira og af auk­inni ákefð – sann­kallað steypiregn.

Flæðir upp úr brunni við Fríkirkjuna í Reykjavík 27. júlí 2015. Þá gerði kröftuga hitaskúr og á Veðurstofunni mældust rúmlega 10 mm á einni klukkustund. Í austurhverfunum rigndi hins vegar lítið sem ekkert. Mynd: Júlíus Sigurjónsson

Mjög stað­bundið úrhelli

Í mið­borg Óslóar átti fólk á skemmt­ana­ga­leið­unni fótum sínum fjör að launa aðfara­nótt sunnu­dags­ins 4. ágúst 2019. Þrumu­veður með úrhelli barst úr norðri og yfir borg­ina. Athygl­is­vert var að steypiregnið var mjög stað­bund­ið. Á kort­inu sést að bæði í aust­ur- og vest­ur­hlut­anum varð ekki vart við rign­ingu. Safnað var saman öllum mögu­legum mæli­stöðv­um, flestum í görðum áhuga­fólks frá þeim sem kall­ast óop­in­berir mæl­ar. Hæsta gildi sól­ar­hringsúr­komu var 35,4 mm i við­ur­kenndum mæli, en a.m.k. 23 aðrir mælar sýndu hærri gildi. Veð­ur­rat­sjá á Ósló­ar­svæð­inu stað­festi trú­verð­ug­leika þeirra. Flæddi í kjall­ara og veggöng. Tjón var veru­legt. Lær­dóm­ur­inn er engu að síður sá að steypiregn getur verið mjög stað­bund­ið. Á verstu stöð­unum lyft­ust brunn­lok og vatnið spýtt­ist upp þegar kerfið réði ekki við ástand­ið.

Úrkomumælingar í Ósló 4. ágúst 2019. Mjög staðbundið úrhelli. Safnað var mælingum héðan og þaðan, ekki eingöngu þeim opinberu á vegum sveitarfélagsins eða Norsku Veðurstofunnar. Handhægar veðurstöðvar í Android stýringu ætluðum almenningi hafa notið vinsælda hjá Norðmönnum. Stöðvarnar eru tengdar alheimsneti og birtast á korti. Nokkrir hér á landi hafa keypt þessar stöðvar eins og sjá má hér: https://weathermap.netatmo.com/ . (Myndin er frá Netatmo.com og birtist í Aftenposten 21. júlí 2021)

Í hönnun er miðað við 5 ára mestu úrkomu

Hér á Íslandi eru frá­veitu­kerfi í þétt­býli hönnuð til að taka við aftaka­úr­komu. Grund­völl­ur­inn eru mæli­gögn og reikn­ingar á fimm ára endu­komu­tíma hámarks­sól­ar­hringsúr­komu. Í því skyni hafa verið útbúin stöðluð kort, svokölluð IM5 kort. Veð­ur­stofan réð­ist nýverið í það verk­efni með aðkomu Ofan­flóða­sjóðs að end­ur­reikna hámar­súr­kom­una. Þar var 5 ára regnið í Reykja­vík hækkað úr 34 í 42 mm á sól­ar­hring. Þá miðað við Veð­ur­stof­una á Bústaða­veg. Greindar voru lengri mæliraðir og stuðst að auki við end­ur­grein­ingu á veðri frá 1979-2016.

En við­bótin í Reykja­vík er samt einkum til­komin vegna ann­arra aðferða en áður voru við­hafð­ar, útgilda­töl­fræði, og einnig því að stuðst var við hlaup­andi sól­ar­hrings­með­al­töl í stað fastra mæli­tíma eins og í eldri útreikn­ing­um. Nýja IM5 kortið fyrir landið gagn­ast við hönnun mann­virkja og flóða­varna, en tekið er sér­stak­lega fram að ekki sé lagt mat á óviss­una sem breyt­ingar á end­ur­komu­tíma sem kunna að verða sam­fara lofts­lags­breyt­ing­um. Því miður vitum við enn lítið um þessi tengsl hér á landi.

Óvissu þarf að mæta með þekk­ingu

Í skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar frá 2018 er einmitt nefnd sér­stak­lega óvissan sem uppi er um hugs­an­lega aukna úrkomu­á­kefð sam­fara hlýn­andi lofts­lagi. Þar er líka tekið fram að aukn­ing í úrkomu­á­kefð sé vart mark­tæk hér á landi síð­ustu ára­tug­ina.

Nýtt kort, svokallað IM5, sem sýnir 24 stunda úrkomu fyrir atburð með 5 ára endurkomutíma, byggt á sögulegum gögnum. (Úr nýrri skýrslu Veðurstofunnar, VI-2020-008)

Í Dan­mörku hefur lengi verið starf­ræktur þver­fag­legur vett­vang­ur; “regn­u­dval­get”. Þar er lagt á ráðin um staðla og kröfur um frá­veit­ur, gagna­grein­ingar úrkomu og mæl­ing­ar, sem og spár og við­brögð við aftaka­úr­komu. Saman koma verk­fræð­ingar og vís­inda­menn úr ólíkum grein­um, sveit­ar­fé­lög, stofn­an­ir, trygg­inga­fé­lög og við­bragðs­að­il­ar. Svipað fyr­ir­komu­lag væri æski­legt hér á landi m.a. til fyr­ir­byggja eins og kostur er skaða af völdum stór­rign­inga, einkum í þétt­býli. En líka við­bragð við slíkum atburðum sem allar líkur eru á að verði algeng­ari á næstu ára­tugum sam­fara hlýn­andi lofts­lagi.

Ég gerði fremur óvís­inda­lega taln­ingu á fjölda rign­ing­ar­daga að sumri í Reykja­vík síð­ustu 40 árin. Sum­ar­veðr­áttan var mark­vert kald­ari fyrir alda­mót 1981-2000 sam­an­borið við ára­bilið 2001-2020. Almenna kenn­ingin um tengsl hlýn­unar við úrkomu­breyt­ingar segir að úrkomu­dögum ætti að fækka, sér­stak­lega þegar lítið rign­ir, en til­vikum aftaka­úr­komu muni fjölga. Rign­ing­ar­dag­arnir í Reykja­vík eru vissu­lega örlítið færri síð­ustu 20 árin. Það munar 3 dög­um.

Engin greini­leg aukn­ing er hins vegar á til­vikum með mik­illi sól­ar­hringsúr­komu þegar miðað er við 20 mm á síð­ustu 40 árum. Meira að segja er veik vís­bend­ing um fækkun þeirra! En á það ber líka að líta að eig­in­leg rign­ing­ar­sumur hafa verið færri á þess­ari öld en þau voru 1981-2000. Loft­hringrásin hefur í raun verið önn­ur, að jafn­aði þurr­ara suð­vest­an­lands að sum­ar­lagi, Meira um A- og NA-áttir og minna um SV-átt­ir.

Með hlýnun fjölgar dögum með mikilli úrkomu.

Á end­anum skola öfgarnar í regni einnig hér á land

Hraðsoð­inn veð­ur­fars­sam­an­burður eins og þessi segir okkur líka að lofts­lags­breyt­ingar geta dulist í ára­tugi og heppi­legra er alla jafna að líta á stærri svæði og var­ast að draga víð­tækar álykt­anir frá einni mæli­stöð. Annar mik­il­vægur fyr­ir­vari er sá að rými fyrir nátt­úru­legan breyti­leika í veð­ur­fari er óvíða meiri en hér við norð­an­vert Atl­ants­haf­ið. Jafn­vel á tíma­kvarða ára­tuga. Því þarf að fara var­lega í að hrópa; lofts­lags­breyt­ing­ar! – þegar jafn­vel rign­ingar þykja óvenju­legar eða stakir mán­uðir eða ár skera sig úr í hita, sól­skini, vindi, loft­þrýst­ingi eða öðru því sem mótar veð­ur­far­ið.

Ekk­ert svar er því enn til við spurn­ing­unni um það hvort rigni af meiri ákefð nú en áður. Hins vegar er fátt sem bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftaka­úr­komu sem nágrannar okkar beggja vegna Atl­ants­hafs­ins hafa upp­lifað á síð­ustu árum.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit